Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 25 Stórgóður leikur Valsmanna - tryggði þeim yfirburðasigur gegn ÍS Torfi MagnÚ88on átti stórleik og hitti mjöK vel. Valsmenn unnu yfirburðasÍKur gegn ÍS í úrvalsdeild íslands- mótsins i körfuknattleik á sunnu- daKskvöIdið, lokatölur urðu 99— 67. Léku Valsmenn á köflum stórvel, þann besta körfuknatt- leik sem undirritaður hefur séð til islensks liðs í háa herrans tíð. Það var einkum framan af leikn- um, meðan Valsmenn voru að ná yfirburðaforystu, að þeir sýndu sannkallaða snilldartakta. Leik- menn sýndu ýmsar kúnstir i sóknarleiknum og flest skotin rötuðu rétta leið. Var nokkrum sinnum troðið með miklum til- þrifum. Valsmenn voru ekki lengi að komast í gang, alger einstefna var framan af, til dæmis var staðan 32—8 er fyrri hálfleikur var hálfn- aður. 8 stig ÍS á 10 mínútum segja sína sögu. Úr þessu fóru ÍS-menn að svara fyrir sig, en aldrei þó að því marki að þeir virtust vera að brjóta Valsmenn á bak aftur. Valsmenn notuðu á hinn bóginn flesta leikmenn sína, notuðu tæki- færið til þess, þar af leiðandi missti liðið taktinn öðru hvoru. En yfirburðirnir voru þeir sömu og undir lokin dró síðan enn meira í sundur, þannig að þegar upp var staðið munaði 32 stigum. Þetta var virkilega góður leikur hjá Val og kom það þægilega á óvart, því það hefði alveg eins mátt búast við áhugaleysi hjá báðum liðum. Pétur Guðmundsson lék mjög vel að þessu sinni, hann skoraði ekki mjög mikið, en mat- aði félaga sína dyggilega. Þá hirti hann vel flest fráköst, hvort held- ur undir eigin körfu eða körfu ÍS. Stórleikur hjá Pétri. Brad Miley var mjög sterkur í sókn og vörn, vex enn með leik hverjum, og þeir Ríkharður og Torfi voru ákaflega hittnir. Einnig má geta Jóns Steingrímssonar, en hann er leik- maður sem varla sést stíga fæti rangt niður, mjög traustur leik- maður. Meðalmennskan var nokkuð al- menn hjá ÍS, meira að segja Mark Coleman komst ekki upp af því plani, hann skoraði 18 stig, en hittnin var vægast sagt léleg. Það var helst Gísli Gíslason sem stóð fyrir sínu. Bjarni Gunnar var einnig drjúgur á köflum, svo og Ingi Stefánsson. 99:67 Eitt að lokum. Þrátt fyrir að leikur þessi hafi átt samkvæmt mótaskrá að hefjast klukkan 20.00, var ekki flautað til leiks fyrr en klukkan 20.25. Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vetur sem slík seinkun á sér stað. Svona lagað á ekki að bjóða fólki upp á og er körfuknattleiknum lítt til sóma. Skyldi þarna liggja ein skýring á fækkun áhorfenda í vetur? Stig Vals: Torfi Magnússon 22, Ríkharður Hrafnkelsson 20, Brad Miley 18, Pétur Guðmundsson 14, Jón Steingrímsson 12, Kristján Ágústsson 8, Sigurður Hjörleifs- son 3 og Guðbrandur Lárusson 2 stig. Stig ÍS: Mark Coleman 18, Bjarni Gunnar Sveinsson 15, Gísli Gíslason 14, Ingi Stefánsson 10, Árni Guðmundsson 6, Albert Guð- mundsson og Jón Oddsson 2 stig hvor. —gg. Óspennandi leik lauk með sigri KR LIÐ KR og Ármanns mættust i úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugardag. Leikur liðanna bar þess merki. að hann hafði litla þýðingu. í liði KR-inga vantaði Jón Sigurðsson, Ágúst Líndal og Kolbein Pálsson. KR sigraði ör- ugglega i leiknum með 75 stigum gegn 63. Staðan í hálfleik var 38-24. Var oft engu líkara en að leikmenn væru að ljúka leiðinlegu skylduverki og það var kannski nákvæmlega það sem þeir voru að gera. Sárafáir stóðu upp úr meðal- mennskunni og má sem dæmi benda á, að Keith Yow, Banda- ríkjamaðurinn í liði KR, skoraði aðeins 4 stig í- leiknum. Sigur KR var mjög öruggur, en þó slepptu Ármenningar KR-ingum aldrei mjög langt frá sér, t.d. stóð um tíma 46—43 í síðari hálfleik. Langbestur í liði KR var Garðar Jóhannsson, sem skoraði 32 stig. Gunnar Jóakimsson kemst einnig mjög vel frá leiknum. Þeir Valde- "Lnn 75:63 mar Guðlaugsson, Atli Arason og Jón Björgvinsson voru skástir í liði Ármanns. STIG KR: Garðar Jóhannsson 32, Gunnar Jóakimsson 21, Einar Bollason 6, Ásgeir Hallgrímsson 6, Keith Yow 4, Eiríkur Jóhannesson 4 og Stefán 2 stig. STIG Ármanns: Valdemar Guð- laugsson 18, Atli Arason 12, Jón Björgvinsson 10, Guðmundur Sig- urðsson 8, Hörður Arnarson 5, Davíð O. Arnar 4, Bogi Franzson 2 og Hannes Hjálmarsson 2 stig. áij/þr. Bnkunnagiöfln Lið Þróttar: Sigurður Ragnarsson 6 Sigurður Sveinsson 9 Ólafur H. Jónsson 7 Páll Ólafsson 7 Einar Sveinsson 5 Jón Viðar 6 Magnús Margeirsson 6 Sveinlaugur Kristjánsson 6 Gísli Ásgeirsson 6 Jens Jensson 5 Lið Ilauka: Gunnar Einarsson 7 ólafur Guðjónsson 4 Sigurður Sigurðsson 5 Karl Ingason 6 Árni Sverrisson 4 Júlíus Pálsson 4 Viðar Simonarson 6 Sigurgeir Marteinsson 4 Árni Hermannsson 6 Svavar Geirsson 4 Stefán Jónsson 4 Lið Fylkis: Jón Gunnarsson 4 Gunnar Baldursson 3 Ásmundur Kristinsson 2 Loftur Ólafsson 2 Anton Jakobsson 2 Stefán Gunnarsson 2 Kristinn Sigurðsson 2 Einar Ágústsson 3 Guðmundur Kristinsson 3 Ándrés Magnússon 2 Jóhann Jóhannesson 2 Atli Arason Ármanni átti góðan leik gegn KR. Hér sést Atli reyna körfuskot. ; ' mm Frændurnir tóku tvö fyrstu sætin 19 ÁRA gamall Svíi, Bengt Fjell- berg, kom gifurlega á óvart i svigkeppni heimsbikarsins i Kriskerudbakken í Noregi um helgina. Fjellbcrg nældi i annað sætið, fékk samanlagða tímann 1:33,09 mínútur. Ingimar Sten- mark varð auðvitað fyrstur, timi hans var 1:32,51. Fjellberg á ekki langt að sækja skiðakunnáttu sína, hann er náfrændi Sten- marks. Eru þeir nánar tiltekið systkinasynir. Sovétmaðurinn Andreev varð þriðji, tími hans var 1:33,16. Phil Mahre frá Bandaríkjunum varð fjórði og hann er því sem fyrr í öðru sætinu í stigakeppninni. Tími Mahres var 1:33,27 og Sovétmað- urinn Zhirov fékk tímann 1:33,51, en Zhirov varð fimmti. Lið Vals: Þorlákur Kjartansson Þorbjórn Guðmundsson Þorbjörn Jensson Jón Karlsson Jón P. Jónsson Gunnar Lúðvíksson Bjarni Guðmundsson Steindór Gunnarsson Brynjar Ilarðarson Stefán Halldórsson Lið Fram: Sigurður Þórarinsson Egill Steindórsson 5 Jón Árni Rúnarsson 5 Axel Axelsson 5 Hannes Leifsson 4 Atli Hilmarsson 4 Erlendur Daviðsson 4 Hermann Björnsson 7 Thcodór Guðfinnsson 6 Björn Eiriksson 7 Dagur Sigurðsson 5 Jóhann Kristinsson | LiðKR: 4 Brynjar Kvaran 7 Gísli Felix 7 Alfreð Gislason 6 Konráð Jónsson 6 Björn Pétursson 5 Haukur Ottesen 5 Jóhannes Stefánsson 6 Haukur Geirmundsson 4 Þorvarður Guðmundsson 5 Friðrik Þorbjörnsson 7 4 6 7 7 7 7 6 5 5 mSBR fjgp Atli Ililmarsson Fram lék vel gegn Haukum og átti stóran þátt í sigri Framliðsins. Tíminn gekk í lið með Fram - klukkan gall sekúndubroti áður en „jöfnunarmark“ Viöars hafnaði í markinu FRAMARAR björguðu því sem bjargað varð. er liðið vann leikinn sem varð að vinnast í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardaginn. Félagið íékk það hlutverk að sækja Hauka heim, en Hafnarfjarðarliðin eru jafnan erfið heim að sækja. Það fengu Framarar að reyna og þó að liðið hafi verið yfir allan leikinn, munaði svo litlu að Ilaukum tækist að jafna undir lokin, að með ólíkindum mátti heita. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi, Haukar, sem lögðu allt í sölurnar í síðari hálfleik, höfðu minnkað muninn niður í eitt mark, 19—20, og voru þá um tvær minútur til leiksloka. Atli Hilmarsson skoraði umsvifalaust, en Júlíus Pálsson minnkaði muninn aftur og voru þá um 70 sekúndur eftir. Framarar misstu knöttinn strax og Haukar sóttu siðustu mínútuna. Jafntefli hefði allt að því sent liðið niður í 2. deild. Eftir mikinn darraðardans, laumaði Viðar knettinum fram hjá varnarvegg Fram og í netið. Haukar fögnuðu innilega, en flautan hafði blásið sekúndubroti áður, markið því ógilt. En öll von var ekki úti. Ilaukarnir áttu eftir aukakast. Og enn laumaði Viðar góðu skoti á mark Fram, en Egill Steindórsson varði meistaralega. Svo naumt var það undir lokin, en jafntefli hefði endanlega bjargað Haukum úr fallhættunni. í fyrri hálfleik benti ekkert til þess að slík spenna væri væntan- leg. Er skemmst frá að segja, að önnur eins einstefna hefur varla sést í 1. deildinni í vetur og fyrstu 20 mínútur leiksins. Þá skoruðu Framarar hvert markið af öðru og Haukarnir voru bókstaflega eins og höfuðlaus her. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 8—2 fyrir Fram. Þá tóku Haukar það til bragðs að taka Axel Axelsson úr umferð, en hann hafði verið lykilmaður í stórskotahríð Fram- ara. Þetta gafst vel til að byrja með, Haukarnir minnkuðu mun- inn niður í 7—10, en góður sprett- ur Fram síðustu mínúturnar, er liðið var einum leikmanni færra inni á vellinum, færði liðinu fimm marka forystu í leikhléi. Vissulega góð staða Fram í hálfleik, 13—8. En Haukarnir voru allt annað og merkilegra lið í síðari hálfleik. Árni Hermannsson og Viðar Sím- onarson skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og síðan skiptust liðin á að skora um hríð. Um miðjan hálfleikinn var tveggja marka munur og taugarnar farnar að gera vart við sig. Viðar kastaði knettinum í stöngina úr víti og Axel gerði slíkt hið sama mínútu síðar. Tveggja marka munurinn hélst nokkuð áfram, 18—16, 19— 17, 20-18 og 21-19. Fram tókst ætíð að svara marki með marki, eða þar til á síðustu mínútunum, er Júlíus Pálsson skoraði 20. mark Hauka. En alian hálfleikinn vant- aði Hauka herslumuninn og varð engin breyting á því. Haukarnir, sem léku án Harðar Harðarsonar, voru afar lélegir í fyrri hálfleik, hvort heldur var í sókn eða vörn. Var lengst af ekki heil brú í því sem leikmenn voru að gera. Framarar löbbuðu inn og út um „vörnina" og í sóknarleikn- um fór fram keppni hver væri fljótastur að binda endi á sóknar- lotu. Var af og frá að leikmenn biðu eftir að vörn Fram opnaðist, nei, heldur var knötturinn rakinn upp allan völl, ekki sent á sam- herja, heldur reynt skot úr kol- ómögulegum færum. Margar sóknarlotur Hauka stóðu ekki lengur yfir en í 10—15 sekúndur. Þær enduðu aldrei með marki, Framarar náðu kenttinum jafnan og endirinn varð oft sá, að Haukar fengu á sig mark í staðinn. í síðari hálfleik batnaði leikur Hauka verulega, þó einnig þá hafi menn gert sig seka um hrikalegan skort á yfirvegun. En varnarleikurinn gerði útslagið, því þó Haukar næðu að minnka muninn verulega, opnaðist vörn liðsins hvað eftir annað, þannig að Framarar gátu alltaf svarað fyrir sig og haldið Haukunum frá sér. Ef á heildina er litið, komst Viðar Símonarson best frá leiknum. Hann gerði einnig sin glappaskot, en ekki eins mörg og margir félagar hans. Gunnar Einarsson varði mjög vel og var nöturlegt hlutskipti fyrir hann að fá engu að síður hvert markið af öðru á sig. Markvarsla hans kom í veg fyrir að Framarar næðu enn stærri forystu, er liðið yfirspilaði Hauka í fyrri hálfleik. Haukar OAa — Fram £aU ■ Af öðrum leikmönnum má geta Árna Hermannssonar, sem átti ágæta spretti í síðari hálfleik, en var einn helsti syndaselurinn í þeim fyrri. Þá gat Karl Ingason vei við sinn hlut unað, þó lítið fengi hann að moða úr á línunni. Lið Fram lék greinilega mun betur sem liðsheild að þessu sinni og þrátt fyrir spennuna í lokin var merkilegt hversu yfirvegað leik- menn liðsins léku, þrátt fyrir hve mikið væri í húfi. Þetta á einkum við í fyrri hálfleik, er liðið hrein- lega „rúllaði Haukum upp“. Axel átti stórleik í fyrri hálfleik, en var síðan tekinn úr umferð og hafði hljótt um sig eftir það. En við Axel réðu Haukar ekkert meðan engin sérstök gæsla var á honum. Atli og Hannes voru atkvæðamikl- ir í sókninni og sáu um að skora eftir að Axel var settur í gæslu, en annars var þetta sigur nokkuð sterkrar liðsheildar og framfarir Fram á því sviði hafa verið umtalsverðar undir lok mótsins. Enda hefur liðið nú unnið hvern leikinn af öðrum. I stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Haukar — Fram 20-21 (8—13) Mörk Hauka: Viðar Símonarson 6, 3 víti, Árni Hermannsson í, 2' víti, Sigurður Sigurðsson 3, Júlíus Pálsson 2, 1 víti, Karl Ingason 2, Sigurgeir Marteinsson, Svavar Geirsson og Árni Sverrisson eitt mark hver. Mörk Fram: Axel Axelsson 8, 2 víti, Hannes Leifsson 5, Atli Hilm- arsson 4, Erlendur Davíðsson, Hermann Björnsson, Theodór Guðfinnsson og Björn Eiríksson eitt mark hver. Brottrekstrar: Sigurður Sig- urðsson og Sigurgeir Marteinsson Haukum í 2 mínútur hvor, einnig Framararnir Dagur Sigurðsson, Hannes Leifsson, Erlendur Dav- íðsson og Jóhann Kristinsson. Víti í súginn: Egill Steindórsson varði vítakast Júlíusar Pálssonar, Gunnar Einarsson varði vítakast Axels. Axel skaut einnig einu sinni í stöng og Viðar sendi eitt víti í stöng. KR vann stórsigur þrátt fyrir að leika einum færri Nú liggur Ijóst fyrir að þrjú lið þurfa að leika sin á milli um fallsæti niður í 2. deild ásamt Fylki. Lið KR bar sigurorð af Fylki á sunnudagskvöld með miklum yfirburðum 23-13. Þrátt fyrir að allan síðari hálfleikinn léki KR einum manni færri fimm gegn sex þar sem Alfreð Gislason var útilokaður frá leiknum. Og þegar leikmanni var visað útaf hjá KR voru þeir fjórir gegn sex. En það kom ekki að sök. Lið Fylkis var afspyrnulélegt í leikn- um og alls engin stjórn var á liðinu. Hvorki utan eða innan vallarins. Framan af fyrri hálfleik var jafnræði með liðunúm. Leikur liðanna var ekki burðugur, og gekk KR-ingum illa að ná frum- kvæðinu í leiknum. Það var ekki fyrr en á 20. mínútu sem þeim tókst að ná tveggja marka for- skoti. Á 25. mínútu fyrri hálfleiks- ins var Alfreð Gíslasyni vikið af leikvelli og útilokaður frá leikn- um. Alfreð hafði farið f hraðaupp- hlaup og er hann var komin í gott marktækifæri braut Einar Ágústsson illa á honum. Fór það illa í Alfreð sem mun hafa slæmt hendi í Einar og var útilokaður fyrir vikið. Nú áttu flestir sjálfsagt von á því að KR-ingar myndu lenda í vandræðum með lið Fylkis. En það var nú síður en svo. Þetta atvik þjappaði leikmönnum mjög vel saman og mikil barátta færðist í leikmenn KR. KR hafði 4 marka forystu í hálfleik 12-7. Síðasta mark hálfleiksins skoraði Haukur Ottesen beint úr aukakasti eftir að flautað hafði verið til leikhiés. Var það vel gert hjá Hauki. Leikur Fylkis í síðari hálfleik var svo slakur að með ólíkindum *var. Leikmenn virtust hvorki kunna að kasta eða grípa boltann. KR-ingar gengu á Iagið og röðuðu mörkum á Fylki. Og um miðjan síðari hálfleik var staðan orðin 16-10 fyrir KR. Þrátt fyrir að KR missti leikmann af velli og þyrfti að leika fjórir gegn sex úti á vellinum kom það ekki að sök. Svo stjórnlaust var lið Fylkis að engin Alfreð Gislason KR var útilokað- ur frá leiknum gegn Fylki. STAÐAN MIKIL barátta er nú í 1. deild- inni í körfubolta en staðan í deildinni eftir leiki hclgarinnar er nú þessi: Fram 12 10 2 1092:933 20 Keflavik 12 10 2 1005:919 20 Þór 13 5 5 1039:1106 10 SkallaKrimur 14 4 10 1146:1189 8 Grindavik 13 3 10 1044:1111 6 Kðriuknattieikur ____________________________J virtist vita hvað ætti að gera. Og ekki virtist nokkrum manni detta það í hug að breyta um varnarað- ferð eða taka einn eða tvo menn úr umferð. Að vísu hafði leikur þessi enga þýðingu fyrir lið Fylkis, liðið var fallið niður í 2. deild. En fyrr má nú rota en dauðrota. Lokatölur leiksins urðu eins og áður sagði 23-13. Og var sá sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Lið KR lék allvel síðari hluta leiksins. Brynjar Kvaran átti góð- an leik í markinu og þeir Jóhann- es, Konráð, Haukur Ottesen og Björn Pétursson drifu sóknarleik- inn áfram af miklum krafti. Það verður væntanlega mikil spenna í þeim leikjum sem Fram, Haukar og KR leika sín á milli um fallsætið. Liðin eru mjög áþekk að getu. Ekki er hægt að fara mörgum orðum um lið Fylkis. Það lék mjög illa. Þá var alls engin stjórn á liðinu. UM helgina héldu körfuknatt- leiksmenn úr Skallagrími norður um heiðar og léku tvo leiki við Þór í 1. deild í körfuknattleik. Liðin unnu sitt hvorn sigurinn í lítt skemmtilegum leikjum. Fyrri leikinn vann Þór 87—78 en þann síðari unnu svo Borgnesingar 88-75. í fyrri lciknum. sem fór fram á föstudagskvöldið. höfðu Borg- nesingar ávallt frumkvæðið í f yrri hálfleik og höfðu þeir náð góðri forystu undir lok hálfleiks- ins. En þá vöknuðu Þórsarar upp af dvalanum og söxuðu á forskot þeirra og var staðan i hálfleik 43—36 Skallagrími í vil. Á 7. mín siðari hálfleiks jöfnuðu Þórsarar og sigu þeir nú framúr og varð sigur þeirra staðreynd. Bestu menn Þórs voru þeir Gary Schwarts og Eiríkur Sigurðsson, en hjá Skallagrími var Decarsta Webster langbestur og hirti hann mikið af fráköstum allan leikinn. Stig Þórs: Gary Schwarts 36, Eiríkur Sigurðsson 20, Alfreð Túl- iníus 12, Sigurgeir Sveinsson 10, Erlingur Sigurðsson 7 og Þórhall- ur Vilhjálmsson 2. Stig Skallagríms: Dacarsta Webster 30, Gunnar Jónsson 23, Bragi Jónsson 19, Garðar Hall- dórsson 2, Ingvi Árnason og Ari Björnsson 2. Dómarar voru þeir Hörður Túl- iníus og Rafn Benediktsson og skiluðu þeir hlutverki sinu vel. Það er óhætt að segja að í seinni 23:13 í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. KR-Fylkir 23-13. (12-8) MÖrk KR: Jóhannes 5, Konráð 5, Haukur O. 5, Björn 4, Alfreð 3, Haukur 1. Mörk Fylkis: Gunnar 5 2v, Guð- mundur 3, Ásmundur, Anton, Andrés, Stefán, og Einar 1 mark hver. Brottvísun af velli: Alfreð Gíslason KR útilokaður. Konráð Jónsson í 2. mín, Einar Ágústsson Fylki í 4. mín. Varin vítaköst: Brynjar Harðar- son varði hjá Gunnari Baldurssyni og Einari Ágústssyni. Jón Gunn- arsson varði víti hjá Alfreð Gísla- syni KR. Þá átti Gunnar skot í þverslá.—ÞR. leiknum hafi dæmið snúist við. Nú voru það Þórsarar sem tóku for- ystuna strax í byrjun og héldu henni allt framundir lok hálfleiks- ins en þá minnkuðu þeir muninn og komust svo yfir á lokamínút- unni og var staðan í hálfleik 46—44 Skallgrími í vil. I seinni hálfleik héldu þeir uppteknum hætti og þegar tíu mínútur voru af hálfleiknum höfðu þeir aukið for- skot sitt í 20 stig. Það má segja að þá hafi úrslit leiksins verið ráðin því Þórsarar náðu aldrei að ógna þeim eftir þetta, og varð öruggur sigur Skallagríms 88—75 stað- reynd. Þórsliðið var mjög jafnlélegt í þessum leik og höfðu menn sig lítt í frammi nema helst Erlingur Sigurðsson sem komst þokkalega frá leiknum. I liði Skallagríms bar mest á Decarsta Webster sem var sem klettur í vörninni auk þess sem hann hirti aragrúa af fráköstum bæði i vörn og sókn. Þá komu þeir Gunnar Jónsson og Bragi Jónsson vel frá leiknum. Dómarar voru þeir Kristján Rafnsson og Gunnar B. Guð- mundsson og dæmdu þeir leikinn þokkalega. Stig Skallagríms: Decarsta Webster 31, Gunnar Jónsson 25, Bragi Jónsson 20, Bergsveinn Sím- onarson 4, Þorsteinn Jensson 3, Ingvi Árnason 3 og Arni Björns- son 2. - SOR Lokastaðan í 1. deild karla SÍÐASTA umferð leikin um helgina. Víkingur Þróttur Valur FII KR Haukar Fram Fylkir í íslandsmótinu í handknattleik var Lokastaðan varð þessi: 14 13 1 0 293-238 27 14 10 0 14 14 14 14 14 14 7 5 4 5 5 2 4 317-293 20 5 325-274 15 7 302-310 12 7 292-306 11 8 278-295 11 8 301-322 11 11 265-334 5 Liðin deildu með sér stigunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.