Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Þetta er Franz Beckenbauer: ENGINN knattspyrnumaður hefur klifið aðra eins tinda á ferli sínum og vestur-þýski knattspyrnu- snillinKurinn Franz Beckenbauer. I>ó ekki vaeri nema fyrir þær sakir einar, væri vel þess virði að Kcra sér far um að fylgjast með honum í leik vestur-þýsku knattspyrnunni ef möjíuleiki gæfist. Jafnvel þó að hann væri ekki nema skugginn af „keisaranum“ sem var á hátindi frægðar sinnar snemma á sjöunda áratugnum. I>að hefur hins veíjar sýnt sig, að hann hefur eniíu gleymt og því enn meiri ástæða að gefa honum auga ef færi gefst. Hann er iifandi goðsögn í knattspyrnuheiminum, fcrill hans er óviðjafnanleKur. Enginn knattspyrnumaður hefur unnið cftirfarandi: • 103 landsleiki fyrir þjóö sína • HM-keppni landsliða 1974 • Evrópukeppni landsliöa 1972 • Heimsbikarkeppni félagsliða 1976 • Evrópukeppni meistaraliða þrívegis • Evrópukeppni bikarhafa 1967 • Þýsku deildarkeppnina fjórum sinnum • Bandarísku deildarkeppnina þrívegis • Þýsku bikarkeppnina fjórum sinnum Þessa upptalnin^u Ketur enginn haft eftir um sjálfan si>r. Ekki Peie, ekki Di Stefano, ekki Puskas. Ekki nokkur maður, ekki einu sinni Johan Cruyff. Ilollendini'urinn fljúiíandi uetur reyndar saífst hafa verið kjörinn knattspyrnumaður Evr- ópu þrívejíis, en Beckenbauer hefur hreppt þá nafnbi'it tvivejíis. Ekki svo að skilja. að Beckenbauer viti ekki hvað það er að tapa. Ilann var í vestur-þýska liðinu sem tapaði úrslitalciknum í IIM-keppninni Kegn Eni>Iendini>um árið 19fi6. Þjóðverjar voru síðan slejjnir út í undanúrslitum sömu keppni 1970. 0« árið 1976. er Bcckenbauer lék sinn 100. landsleik, tapaði Vestur-Þýskaland úrslitaleiknum um Evr- ópubikarinn Kei;n Tékkum. Seiíja má, að aðcins einn bikar hafi gentfið úr Kreipum keisarans, en það er UEFA-hikarinn. Ilann hefur áreiðanléKa Kert sér einhverjar vonir um að hreppa hann loks, er hann >íekk til liðs við Ilamburjíer í vetur. En þær vonir hafa auðvitað slokknað, er liðið dróst KCRn St. Etienne ou tapaði samanlagt 0 — 6. Beckenbauer tók mikla áhættu er hann ákvað loks eftir 6 mánaða umhutfsunarfrest að snúa aftur til „BúndesIÍKunar“. Ekki síst þar sem hann kaus að fara til Norður-Þýskalands, til Ilamborjí- ar, en ekki suður í Mið-Evrópu til Bayern. En er Beckenbauer mætti á sína fyrstu æfinuu hjá IISV, mátti sjá stóran hóp af áhangendum liðsins með borða einn mikinn. A hann var letrað: Keejían konun^ur er liðinn undir lok. Lengi lifi keisarinn! í heildina séð, var honum því vel tekið. Síðan lék hann sinn fyrsta leik fyrir IISV, kom inn á sem varamaður í tapleik Ketfn StuttKart. Beckenbauer lék meistaraleKa og Ilans Muller, landsliðsmaður or lykilmaður hjá Stuttgart, lét hafa eftir sér: „Við verðum að fá hann í landsliðið á ný.“ Og nú bendir allt til þess að það sé næst á dagskrá. Verður „keisarinn" aftur fyrirliði v-þýska landsliðsins? • Beckenbauer ræðir við Netzer framkva mdastjóra HSV ok þjálfara liósins Zebez, sem hefur nú verið rekinn fyrir ofdrykkju. „ ÉG vissi að ég átti mikið eftir sem knattspyrnumaður, þá saknaði ég þess að geta leikið á grasvelli en ekki gervigrasi eins og í Bandaríkjunum. Síðast en ekki síst saknaði ég knattspyrnunnar í Evrópu. Þetta gerði það að verkum að ég snéri aftur“ sagði Franz Beckbauer í viðtali við hið víðlesna þýska knattspyrnublað Fussball magazin. í viðtali sem blaðið á við Backenbauer kemur ýmislegt fram og við skulum líta á það sem hann hafði að segja. Þetta hófst þegar ég lék í anna. Eftir leikinn fórum við út að Dortmund um jólin árið 1979. Þá borða og ég sat við borð með lék ég með heimsliði ágóðaleik Netzer framkvæmdastjóra Ham- fyrir barnahjálp Sameinuðu þjóð- burg SV og þjálfara liðsins Zebec. • Þessi mynd og kveðja birtist á hinni risastóru Ijósatöflu á leikvangi Cosmos i New York þegar siðasta leik Beckenbauers með liðinu lauk. Ég hafði leikið í mörg ár með Netzer í landsliði og Zebec var mikill vinur minn síðan hann þjálfaði Bayern Munchen. Netzer sagði við mig. Franz ég hef tilboð handa þér, við viljum fá þig til HSV. Ég brosti og svaraði um hæl. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að æfa og keppa í V-Þýskalandi aftur. Hlaupa 25 hringi í kring um völlinn á hverri æfingu hjá Zebec. Nei, það kemur ekki til mála. Zebec brosti og sagði, þú þarft bara að hlaupa þá einu sinni. A fyrstu æfingunni síðan ekki sög- una meira. Þú munt ekki sjá eftir því að koma til okkar. Hafðu samband og við munum komast að samkomulagi. Það var í svo í apríl árið 1980 sem ég gerði það upp við mig að ég hefði áhuga á að kanna málið. Cosmos var að leika í Vancouver í Kanada og þetta var ofarlega í huga mínum. Eftir smá umhugsun hafði ég samband við framkvæmdastjóra minn og fjárhagssérfræðing Ro- bert Schwan og sagði honum að setja sig í samband við Netzer og Dr. Klein forseta HSV og kanna tilboð þeirra. Var ekki hræddur við að leika aftur í „Bundesligunni“ Ég var alls ekki hræddur við að leika aftur í hinni hörðu Vestur- þýsku „Bundesligu". Árin í Banda- ríkjunum voru tiltölulega róleg. Maðurinn Franz Beckenbauer Beckenbauer fa-ddist 11. sept- ember 1ÍM5 i Múnchen, sonur alnafna síns og Gabriele Anton- ine. Faðir hans var bréfberi. Hann er 1,81 metri á hæð, yfir- leitt 76 kilógrömm, brúneygður og fremur dökkur á hár. 17 ára gamall gerðist hann atvinnumað- ur f knattspyrnu. Hjúskaparmál: Keisarinn er giftur Brigitte, 35 ára gömlum Múnchenbúa. Þau eiga þrjú börn, en búa ekki lengur saman. Börnin eru hjá mömmu. Beckenbauer býr nú með Diane Sandman, Ijósmynda- fyrirsætu einni fallcgri. Hann á einbýlishallir i Múnchen og Sarne i Sviss, íbúð i Monaco og einbýlishús af meðalstærð í Kitz- buhel i Austurriki. Knattspyrnumaðurinn: 13 ára gamall gekk hann til liðs við Bayern, en lék áður með 1909 Múnchen. Fram að 17 ára aldri var hann áhugamaður, en at- vinnumaður cftir það eins og áður segir. Hann leikur stöðu á vellinum, sem hefur erlenda heit- ið „libero**, en islenskt orð er varla til um stiiðuna. Hún er i þvi fólgin i stórum dráttum, að sameina stöðu aftasta varnar- manns og miðvallarstjórnanda. Sem slíkur hefur hann leikið 103 landsleiki, sem er vcstur þýskt met. Fjármálin Beckenbauer þénaði um 13 milljónir þýskra marka á tíma- bili sínu með Bayern. Hjá Cosmos bætti hann við sig 7 milljónum marka á þremur árum. Og fyrir að undirrita samning við Ilam- burger SV í eitt ár, stakk hann 1,1 milljón marka f viðbót i vasann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.