Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 47 Idi Amin í viðtali við AP: Segir það vikuverk að ná af tur Uganda Bangkok. 9. febrúar. — AP. IDI AMIN, fyrrv. Ugandaein- valdur. sagði i siðustu viku i viðtali við fréttamann AP, að hann gæti unnið Unanda á einni viku með hjálp vina sinna. Hann lýsti sjálfum sér sem „lítillátum manni" og ákallaði Arabaheiminn <>ií bað hann um vopn <>k hvatti Bandaríkin til að sjá um menntun barnanna sinna 22ja. Amin, sem hrökklaðist frá Uganda í apríl 1979 og dvelst nú í Saudi-Arabíu, sagði í viðtalinu að 13.000 stuðningsmenn hans réðu stórum hluta Norður- Uganda og að þaðan ætlaði hann að stjórna baráttunni gegn stjórninni í Kampala. Hann sagðist nú verja mestum tíma sínum í að skoða kort og leggja á ráðin um baráttuaðferðir. „Ég elda einnig ofan i fjöl- skylduna," sagði Amin. „Ég strauja og sópa gólfin mjög vel og ég er alls engin mannæta." Hann hvatti bandaríska fjöl- miðla til að fá Reagan forseta til Idi Amin að skjóta skjólshúsi yfir börnin hans og mennta þau vel. „Syn- irnir mínir 12 og dæturnar 10 kunna að matreiða á evrópska, indverska og arabiska vísu,“ sagði hann. „Þau eru öll bráðvel gefin en ég held að betra væri að dreifa þeim um Bandaríkin vegna eigin öryggis þeirra.“ Idi Amin var mjög óhress með ráðamenn í Arabaríkjunum sem hefðu daufheyrst við því boði hans að stjórna baráttunni gegn ísraelum og að auki hefði hann ekki fengið að ávarpa fund múhameðstrúarríkjanna í Taif á dögunum. í Saudi-Arabíu hefur Amin verið séð fyrir einbýlis- húsi, tveimur bílum og vissri peningagreiðslu mánaðarlega en þrátt fyrir það bar hann sig heldur illa. „Ég er fátækur maður og á enga peninga," sagði hann. „Eg á engan bankareikning í Sviss eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Ég er þó ekki að biðja um neitt fyrir sjálfan mig, heldur fyrir fólkið mitt í Uganda." Amin sagðist aðeins fara með 100 dali á mánuði í.fæði og klæði „en afgangurinn fer til Uganda.“ Ekki vildi hann þó segja hve miklu hann miðlaði landsmönn- um sínum. Eldfjallið St. Ilelens í Washington-ríki í Bandaríkjunum vaknaði aftur til lifsins í sióustu viku og sendi frá sér gufu og eimyrju upp i 17.000 feta ha-ð. Vísindamenn höfðu sagt fyrir um gosið. en annars hefur eldfjallið verið rólegt í nokkra mánuði. Læknar ákæra Brundtland Mikið óveður í Danmörku: Tígulsteinar og reykháfar fuku um Kaupmannahöfn Kaupmannahofn. 9. febrúar. AP. MIKIÐ óveður gekk yfir Dan- mörku i gær og olli miklum skemmdum og meiðslum á fólki um land allt. Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagnsstaurar brotn- uðu, þok fuku af húsum og tafir urðu á umferð á lofti, sjó og landi. Einnig leit iila út um tima er mannlaus hollenskur borpallur slitnaði frá dráttarskipi á Katte- gat. Rak hann stjórnlaust að strönd Svíþjóðar. Pallurinn er 3000 tonn að stærð og 15 feta hár. Paisley með nýjan „Úlster-sáttmála44 BelfaMt, 9. febrúar. AP. SÉRA IAN Paisley, mótmælaleiö- toginn, sem staðráðinn er í að Norður-írland verði áfram hluti Bretlands, kom i dag fram með nýjan „Ulster-sáttmála" og fylgdi með þvi fordæmi Edwards Carsons frá árinu 1912, en sá var mikill baráttumaður fyrir hagsmunum mótmælenda. „Við munum feta í fótspor Car- sons,“ sagði Paisley við fréttamenn, en í sáttmálanum er kveðið á um andstöðu við sérhverja tilraun Breta til að sameina írland. Paisley undirritaði sáttmálann á sama stað og Carson árið 1912, þegar hann mótmælti írskri heimastjórn. Bar- átta Carsons átti mikinn þátt í þvx að Irlandi var seinna skipt á milli mótmælenda í norðri og kaþólikka í suðri. Paisley kallaði sáttmálann „ann- að skrefið" í baráttu hans, en það fyrsta þegar 500 stuðningsmenn hans gengu fylktu liði sl. föstudag og veifuðu byssuleyfum framan í fréttamenn. Að sögn Paisleys voru þeir aðeins hluti margra þúsunda mótmælenda, sem eru albúnir að grípa til vopna til að koma í veg fyrir sameiningu við írska lýðveld- ið. Á Norður-írlandi búa 500 þúsund kaþólikkar en um ein milljón mót- mælenda. Reagan býður sig fram 1984 Sacramento, Kalifornlu, 9. febrúar. AP. RONALD Reagan forseti Bandaríkj- anna mun sækjast eftir endurkosn- ingu árið 1984, að því er fram kom í ræðu Lyn Nofziger, sérlegs aðstoð- armanns forsetans, á ársþingi Repúblikana í Kaliforníu. „Kosningabaráttunni er nýlokið en við munum á ný biðja um stuðning ykkar eftir 3‘/2 ár,“ sagði Nofziger. Belrút, 9. febrúar. AP. ÍRANIR sögðust í dag hafa hrund- ið tilraun íraka til að ná olíubæn- um Abadan. írakar sögðust aftur á móti hafa hrundið tilraun írana til að ná aftur íranska bænum Susangerd í Khuzistan sem írakar hafa hertekið. Segja þeir að 66 íranskir hermenn hafi látist í bardögunum um bæinn. Er veðrið gekk yfir um kvöldið tókst að festa borpallinn á ný við dráttarhátinn án þess að slys hefðu orðið. Vindurinn blés af norð-austri og er verst lét var hraðinn allt að 80 mílur á klukkustund. Á nokkrum undanförnum mánuðum hafa óveð- ur verið tíð í Danmörku og valdið miklum skaða á skóglendi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar slösuðust margir er tígul- steinar, reykháfar og glerbrot fuku um Kaupmannahöfn. Var fólk var- að við að vera á götum úti. Á Norður-Jótlandi bað lögreglan bíl- stjóra að vera ekki á ferð. Flestar ferjur aflýstu ferðum sínum. Sjór flæddi yfir vegi við ströndina milli Kaupmannahafnar og Elisnore. Á þessu svæði fór einnig járnbraut út af teinunum er hún rakst á trjábol sem fallið hafði á teinana. Önnur lest varð fyrir skemmdum er trjábolur féll á hana og bifreið skemmdist illa og farþeg- arnir slösuðust, þó ekki alvarlega. Frá Jan Erik Lauré.öslú. 9. fcbrúar. IIOPUR norskra lækna, sem flestir eru samiskra ætta, hefur ákært forsætisráðherra Noregs, Gro Har- lem Brundtland, fyrir framkomu hennar við samisku konurnar sem lögregian fjarlægði úr byggingu forsætisráðuneytisins í Osló sl. laugardag að ósk ráðherrans. Sál- fræðingur var í för með lögregl- unni og telja læknarnir það sverta mannorð kvennanna. „Hér er um pólitisk vandamál að ræða en ekki við geðsjúka að etja." segja þeir. Læknarnir benda á tvær greinar norskra hegningalaga sem ná yfir þá eða þann sem á einn eða annan hátt verður valdur að' því að sverta mannorð. Það er ljóst að aðgerðir Samanna, ekki hvað síst hungurverkfall fimm Sama í Ósló, verður æ meira vanda- mál fyrir hinn nýja forsætisráð- herra. Er það líklega ástæðan fyrir því að Harlem Brundtland hefur boðað alla hópa Sama á fund sinn í Ósló í dag. „Við verðum á þessum fundi að finna grundvallarlausn á ólíkum vandamálum varðandi framtíð og réttindi Sama,“ segir forsætisráð- herrann. Hún undirstrikar það einn- ig að ekki komi til greina að hætta við byggingu Alta-orkuversins. Bygging versins er aðalorsök þess að Samar hafa hafið mótmæli gegn norsku ríkisstjórninni. Flokkadrættir og átök í Zimbabwe Bulawayo, Zimbabwe. 9. febrúar. AP. A.M.K. EINN maður féll og 20 særðust í átökum. sem stóðu í tvo daga milli striðandi fylkinga innan þjóðarhersins i Zimbabwe nú um helgina. Að sögn lögreglunnar voru það fylgismenn Roberts Mugabes forsætisráðherra og Joshua Nkom- os, sem er ráðherra án ráðuneytis, sem bárust á banaspjót. Bardagarnir brutust út í þorpinu Ntamazinduna, skammt frá Bula- wayo, næststærstu borg í Zimbabwe, og gekk svo mikið á, að íbúar þorpsins leituðu hælis í runnum og skógarkjarri fyrir utan þorpið. Mugabe og Nkomo leiddu hvor um sig sinn skæruliðaflokkinn í barátt- unni gegn hvíta minnihiutanum í Rhódesíu, sem svo hét þá, en þrátt fyrir það er grunnt á því góða með þeim og friðurinn ótryggur. Oft hefur slegið í brýnu með fylgis- mönnum þeirra og er talið, að um 150 manns hafi fallið til þessa í slíkum skærum. Þetta gerðist þriöjudagur tiundi februarius Segjast hafa hrund- ið árásum á Abadan 1495 — Sir William Stanley, stallari Hinriks VII, tekinn af lífi. 1657 — Henry Darnley, eiginmað- ur Maríu Skotadrottningar, myrt- ur. 1763 — Bretar fá Kanada frá Frökkum með Parísar-sáttmálan- um og ófriði Breta og Frakka lýkur. 1811 — Rússar taka Belgrad herskildi og tyrkneski herinn tek- inn til fanga. 1828 — Simon Bolivar tekur völd- in í Kolumbíu. 1840 — Viktoria drottning giftist Albert prins — Efri- og Neðri- Kanada sameinuð. 1846 — Her Goughs hershöfðingja sigrar Síkha við Sobrahan á Ind- landi. 1878 — Tíu ára stríði á Kúbu lýkur með E1 Zanjou-sáttmála. 1939 — Japanir taka eyna Hainan af Kínverjum. 1943 — Áttundi her Breta sækir að landamærum Túnis. 1947 — Rússar gera friðarsamn- ing við Finna. 1953 — Neguib hershöfðingi fær alræðisvald í Egyptalandi. 1%2 — Rússar sleppa Francis Gary Powers í skiptum fyrir Rud- olf Abel. 1963 — Rússar hafna bættum samskiptum við vestræn ríki ef þau skaða bandalagið við Kínverja. 1969 — Vesturveldin hafna tak- mörkunum á umferð til Vestur- Berlínar. 1971 — Lon Nol, þjóðhöfðingi Kambódíu, fær heilabióðfall. 1973 — Henry Kissinger kemur til Hanoi í fyrstu heimsóknina eftir vopnahlé. 1974 — írakar segja að 70 íranir hafi fallið í landmæraátökum. Afmæli — William Congreve, enskur leikritahöfundur (1670— 1729) — Charles Lamb, enskur rithöfundur (1775-1834) - Har- old Macmillan, brezkur stjórn- málaleiðtogi (1894—) — Boris Pasternak, rússneskur rithöfundur (1890-1960) - Jimmy Durante. bandarískur söngvari og leikari (1893—1980) — Leontyne Price, bandarísk sópransöngkona (1927-). Andlát — 1837 Alexander Pushk- in, rithöfundur — 1912 Joseph Lister, skurðlæknir — 1939 Píus páfi XI. Innlent — 1782 Póstferðir hefjast — 1850 Dómkirkjuhneyksiið. Síra Ásgrímur afhrópaður — 1870 Stöðufrumvarpið til fyrstu um- ræðu t danska þinginu — 1888 Söfnunarsjóður Islands stofnaður — 1924 d. Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður — 1962 Togarinn „Elliði“ sekkur vestur af Öndverð- arnesi. 26 bjargað, tveir fórust — 1968 Danska skipið „Hans SiP ferst við Rifstanga. Orð dagsins - Ég vildi að hann gæti útskýrt útskýringu sína — Byron lávarður, enskt skáld (1788-1824).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.