Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 13 HELGARVIÐT ALIÐ ■■■■■■■■■■■il^H^HH Ég hef ekki undan að framleiða veiðistengur „I>að eru um 35 ár siðan ég byrjaði í þessu. Ék fór fyrst að flytja inn stengur, en siðan fór fyrirtækið sem ég skipti við, að bjóða mér efni og þá fór ég út i smíðina," sagði Þorsteinn Þor- steinsson i spjalli við Morgun- biaðið, en hann er einn fárra Islendinga sem drýgir tekjurnar með þvi að smiða veiðistengur. Stengur Þorsteins eru mörgum kunnar. enda hafa þær verið til sölu i sportvöruverslunum um árabil. Á skrifborðinu „Þegar fyrirtækin fóru að bjóða mér efni, þá fór maður að lesa sig til og þá komst ég að raun um það, að flest þau fyrirtæki sem smíð- uðu veiðistengur, voru í raun samsetningarfyrirtæki, stöngin var ekki smíðuð frá grunni, aðeins sett saman. Síðan voru önnur fyrirtæki sem seldu einingar til smíðinnar, eitt með glerfiber, ann- að með hjólsæti, það þriðja með lykkjurnar og svo framvegis," sagði Þorsteinn. „Það var fljótlega eftir að ég hóf innflutning á stöngum, að ég fór að kynna mér markaðinn og komst að því, að það er hægt að komast þar að góðum kjörum, verðmismunur á milli söluaðila getur verið mikill. Þá er hægt að fá mjög mismunandi dýrt efni, til dæmis er glerfiberinn tiltölulega ódýr, en grafítið dýrt, en það efni kom til sögunnar í kringum 1975. í stangarsmíðinni er sá kostur, að það er nánast engin fjárfesting samfara þessu, aðeins efniskaup. Maður getur verið með þetta á skrifborðinu eða eldhúsborðinu og það fer lítið fyrir þessu. Jafnframt stangarsmíðinni sé ég einnig um viðgerðir á veiði- stöngum og alla þess háttar þjón- ustu og það má segja, að ég hafi það fram yfir innfluttu stengurn- ar,“ sagði Þorsteinn. Öll kvöld og og allar helgar — Hefur framleiðslan aukist með árunum? „Fyrst í stað var þetta í mjög smáum stíl, nánast hobbý og hafði ég gaman af. Þetta tók nokkurn tíma að þróast, ég komst í sam- band við ýmis erlend fyrirtæki og fór að skipta við þau. Nú er svo komið, að ég hef ekki undan að framleiða, það fara öll kvöld og allar helgar í þetta. Maður er kominn inn í hring, sem ekki verður komist út úr, maður er alltaf í þessu." — Mikill tími í hverja stöng? „Það er erfitt að segja um það. Ég tek ekki eina fyrir í einu og klára hana, ég tek margar, vinn hvern þátt í einu. En ætli ég sé ekki um 2 tíma í allt með hverja veiðistöng. Nú er svo komið, að ég framleiði um 400 stengur á ári, rúmlega eina á dag. Efnið í stengurnar, þegar ég fæ það í hendurnar, er þannig að þetta eru tvö stykki, toppur og neðra stykki, samvalið, þannig að þetta passar saman í um 80% tilvika. Síðan set ég á stengurnar hjólsætin, korkinn, lykkjurnar og set þær saman. Þá er mjög seinlegt að lakka stengurnar, lakkið er seinþornandi og þarf ég að fara allt að sjö umferðir yfir hverja. Samsetning stanganna hefur breyst með tímanum. Áður tíðkað- ist að málmhólkar væru í sam- skeytum, en nú er farið að setja stengur saman með fiber, þannig - segir Þorsteinn Þorsteinsson stangasmiður að það er sama efni í samsetning- unni og stönginni. Þetta er betri aðferð en sú gamla, því þetta verður til þess, að stöngin verður léttari og vinnur betur. Það er enginn dauður punktur í henni eins og í hinum. Þessi samsetn- ingarmáti hefur einnig sina galla. Ef stöngin brotnar til dæmis á samskeytum, þá er venjulega ann- að stykkið ónýtt," sagði Þorsteinn. Stengur misgóðar — Hvernig er stöngin unnin? „Það er fyrst byrjað á því að setja upp hjólsætið. Síðan er handarhaldið sett á og lykkjurnar síðastar. Síðan fer verð stangar- innar eftir gæðum hvers hlutar og svo fjölda lykkja. Þá eru stengur auðvitað misgóðar. Það er hægt að Ljósm. Mbl.: Emilía. Þorsteinn með nýsmiðaða stöng. Bakvið eru stengur á ýmsum stigum smiðinnar. fá endalaust af drasli á markaðn- um, en ef gæðin eiga að vera mikil, þá verður verð stangarinnar hátt. Þá fer verðið einnig eftir efninu, glerfiberinn er mun ódýrari en graíitið, svo dæmi sé nefnt.“ — Skiptir þú við mörg erlend fyrirtæki? „Ég fæ efni frá Fibatube í Bretlandi, en það er systurfyrir- tæki Hardy. Úr efni frá þeim framleiði ég 4 gerðir af flugu- stöngum, og 2 af kaststöngum. Frá Lamiglass fæ ég grafít og fram- leiði 4 gerðir af flugustöngum úr því. Þá er ég að hefja viðskipti við Saga’s og fæ frá þeim grafít og bý til tvær gerðir af stöngum úr því efni. Ég er eiginlega að byrja með þessar gerðir, en þær verða eigin- lega „de luxe“ flugustengur og dýrari en venjulegar grafítsteng- ur.“ — Hvað þarf góð fiugustöng að hafa til að bera? „Það er erfitt um það að segja, því stengur geta haft mismunandi sveigjulag, en verið jafngóðar, þó þær henti ekki báðar sama ein- staklingnum. Til dæmis eru Bret- ar hægir og rólegir, þeir nota yfirleitt langar stengur og hægar. Þeir eru margir þannig, að þeir mæta á veiðistað í hvítri skyrtu, í tweed-jakkafötum og í lágum stígvélum, þeir nota hægar steng- ur. Hins vegar er Ameríkaninn öllu ákveðnari. Hann kemur að veiðistað í vöðlum, með öll veiði- tæki hangandi utan á sér. Þeir kasta hratt og ákveðið, nota stutv- ar stengur og hraðar. Það má segja, að sú stöng sé góð sem hentar hverjum einstaklingi og skapgerð hans,“ sagði Þorsteinn. Eins og Trabant og Benz — Nú hafa stengur verið að styttast með tilkomu betri flugu- lína og betra stangarefnis. Fram- leiðir þú stórar stengur? „Ætli um 90% framleiðslunnar hjá mér séu ekki stengur af stærðinni 8,5—9 fet. Nokkrir menn vilja lengri stengur, 10 feta og nokkrir styttri, 8 feta stengur. Lengri stengur en 10 feta eru alger undantekning og þá keyptar fyrir vissar aðstæður. Til dæmis eru veiimenn sem stunda Laxá í Aðaldal hrifnir af lengri stöngum. Hins vegar er grafítið mjög kraft- mikið efni og kasta menn lengra með því en með fíberstöng sömu lengdar. Hins vegar er verðmun- urinn á þessum tveimur tegundum efnis um það bil tvöfaldur, sé miðað við flugustengurnar. Þó munurinn sé þetta mikill, þá eru allir að fara út í grafítið, það er mun betra efni, kraftmeira og léttara og þægilegra viðureignar. Annars eru „flugumennirnir" að mörgu leyti sérstakir. Þeir vilja alltaf hafa bestu mögulegu tækin, þeir bæta við sig nýjum og nýjum stöngum, þannig að oft á tíðum nálgast þetta hreina söfnunar- áráttu. Þeir safna hjólum, línum og stöngum og alltaf kemur eitt- hvað nýtt fram sem þeir telja sig verða að eignast, nú síðast graf- ítstengurnar. Annars er mikill munur á grafíti og glerfíber, nánast eins og á Trabant og Benz. Og þeim mun meiri verður munur- inn á þessum tveimur tegundum, sem menn kunna minna að kasta flugu. Menn ná miklu betri ár- angri með grafítstöng." Markaðurinn yfirfullur af kaststöngum — Framleiðir þú meira af flugustöngum en kaststöngum? „Hlutfallið er svona 75% af flugustöngum á móti 25% af kaststöngum. Markaðurinn hér er nefnilega yfirfullur af kaststöng- um, tiltölulega ódýrum og á ég erfitt með að keppa við þær. Einnig eru menn þannig þenkj- andi, að þegar þeir kaupa sér kaststöng og tæki sem því fylgja, þá velja þeir frekar góð veiðihjól, en spara í stönginni. Með „flugu- menn“ er þessu alveg öfugt farið, þeir spara hvergi við sig í stangar- kaupum, en spara frekar í hjólinu. Þá eru „flugumenn" þannig, að þeir vilja gjarnan borga mikið fyrir vandaða hluti, en kaststang- armönnum er oftar sama. Nú, maður er líka þannig, að ég vil heldur framleiða eitthvað sem er skemmtilegt og fallegt, þess vegna er ég meira í flugustöngum," sagði Þorsteinn Þorsteinsson. - «j © Fræðsluþáttur Geðverndarfélags ístands Umsjón: Oddur Bjarnason Afangastaður til endurhæfingar geðsjúkra Geðverndarfélag íslands hefur áform um að reisa áfangastað fyrir geðsjúklinga í samvinnu við Kiwanismenn, sem á undan- förnum árum hafa verið ötulir við að safna fé í þessum tilgangi. Áfangastaður er ætlaður til fé- lagslegrar og starfslegrar endur- hæfingar þeirra geðsjúkinga, sem hafa náð sér að því marki, að þeir þurfa ekki lengur að dvelja á geðsjúkrahúsum en eru enn ekki reiðubúnir til að lifa á eigin vegum í þjóðfélaginu. Nauðsyn endurhæfingar Allir, sem hafa átt við lang- varandi sjúkdóm eða fötlun að stríða, þurfa á endurhæfingu að halda, hvers eðlis sem sjúkdóm- urinn kann að hafa verið. Endur- hæfing er ekki síður nauðsynleg eftir geðsjúkdóm en eftir líkam- legan sjúkdóm eða slys. Gildustu þættirnir i endurhæfingu geð- sjúklinga eru starfsþjálfun og félagsleg þjálfun. Til þess að koma slikri þjálfun við er nauð- synlegt að hafa rými á endur- hæfingadeildum. Til þess að koma við starfsþjálfun er auk þess nauðsynlegt að hafa svig- rúm á vernduðum vinnustöðum og góða samvinnu við aðila á hinum aimenna vinnumarkaði. Til þess að koma við félagslegri þjálfun er'nauðsynlegt að hafa húsrými á áningastöðum milli sjúkrahúss og heimilis. Skilyrði til endurhæfingar eru ekki nægi- lega góð hér á landi. Rými á endurhæfingadeildum er allt of lifið, verndaðir vinnustaðir eru of fáir og sama máli gegnir um áningastaði. Fjölmargir geð- sjúklingar, sem hafa átt við langvarandi geðsjúkdóma að stríða eiga því ekki kost á fullnægjandi endurhæfingu. Þeir verða að dveljast lengur á geðsjúkrahúsum en heppilegt er, ellegar berjast í bökkum í sam- félaginu vegna skorts á starfs- legri og félagslegri færni. Viðleitni Geðverndarfélagsins Geðverndarfélagið hefur unn- ið að því að bæta skilyrði til endurhæfingar og hefur í því skyni komið upp húsrými fyrir 22 sjúklinga að Reykjalundi, þar sem þeir hafa átt kost á fjöl- þættri endurhæfingu ásamt öðr- um sjúklingum. Hefur dvölin að Reykjalundi og endurhæfing sú, sem sjúklingar hafa hlotið þar, reynst mörgum ómetanleg lyfti- stöng. Þá hefur Geðverndarfé- lagið í samvinnu við Kiwanis- klúbbana á Islandi einnig stuðl- að að byggingu Bergiðjunnar, sem er verndaður vinnustaður, rekinn í tengslum við Klepps- spítalann. Þar starfa nú daglega 30—40 manns að framleiðslu byggingareininga, gangstéttar- hellna, auk ýmissa smáhluta úr blikki og tré, sem þarf til húshalds og bygginga. Geð- verndarfélagið hefur einnig stuðlað nokkuð að starfs- og félagsendurhæfingu í áfanga- stað, sem rekinn er í tilrauna- skyni á vegum Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur. Þeir, sem fatlaðir eru vegna geðsjúkdóma, hafa átt óhægt með að tala sínu máli og jafnan átt erfitt uppdráttar. Þeir hafa því verið háðir velvilja og stuðn- ingi annarra, sem eru fúsir til að tala máli þeirra og vinna að bættum kjörum þeirra á öllum sviðum, hvort heldur sem um er að ræða fyrirbyggingu geðsjúk- dóma, meðferð þeirra á sjúkra- húsum eða göngudeildum og loks útvegun á vernduðum vinnu- stöðum og húsnæðisaðstöðu eftir að sjúkrahúsdvalar er ekki leng- ur þörf. Til þess að reyna að draga úr einangrun geðsjúkra og tala máli þeirra hefur Geðvernd- arfélagið haldið uppi fræðslu um geðsjúkdóma og hvað sé til ráða til að draga úr tíðni þeirra og afieiðingum. í þessu skyniTiefur ritinu Geðvernd verið haldið úti í 15 ár og er nýkomið út 1. hefti 16. árgangs. Þar er meðal annars fjallað um þýðingu vinnunnar fyrir andlega velferð fólks og hvaða hlutverki áfangastaðir gegna í þeirri meðferð sem nauðsynleg er til þess að draga úr eða fyrirbyggja varanlega fötlun af völdum langvarandi geðsjúkdóma. Starfshættir á .áfangastað Áfangastaður er endurhæf- ingarheimili þar sem lítill hópur sjúklinga með geðræn vandamál getur dvalist í ákveðinn tima til að njóta félagslegrar endurhæf- ingar. Dvöl á áfangastað hefur aðallega tvíþættan tilgang: 1. Að veita nauðsynlegan fé- lagslegan og tilfinningalegan stuðning meðan á endurhæfingu stendur. 2. Að veita markvissa endur- hæfingu til þess að auka hæfni til starfs og daglegs lífs. Meðan einstaklingur dvelst á áfangastað er reynt að leggja áherslu á sjálfstæði hans og stuðla að því að hann taki sem mesta ábyrgð á dvöl sinni sjálf- ur. Gert er ráð fyrir því að vistmenn á áfangastað stundi reglulega vinnu, vinnuþjálfun eða nám. Ennfremur er gert ráð fyrir því að þeir greiði leigu og framfærslukostnað og sjái um framkvæmd heimilishaldsins. Geðheilbrigðisstarfsfólk er bak- hjarl heimilisins, leiðir starf- semina og veitir stuðning og aðstoð eftir því sem þörf krefur. Skortur á áningastöðum og öðrum tækifærum til endurhæf- ingar getur haft ýmsar baga- legar afleiðingar. Þannig hefur hann í för með sér að stór hópur einstaklinga verður að dveljast langdvölum á sjúkrastofnunum, þótt þeir séu ekki í þörf fyrir þá meðferð og umönnun, sem slíkri stofnun er ætlað að veita. Þeir fylla rými, sem ætlað er bráð- veikum sjúklingum. Kostnaður við dvöl þeirra er gífurlegur og miklu meiri en vera mundi á áfangastað. Síðast en ekki síst getur of löng dvöl á stórri stofnun dregið úr sjálfstæði, sjálfstrausti og frumkvæði manns og þannig dregið úr endurhæfingarhæfni hans. Áform um áfangastað Borgarráð Reykjavíkur hefur nú nýverið úthlutað Geðverndar- félagi íslands lóð undir byggingu áfangastaðar í hinni nýju byggð i Fossvogi. Ætlunin er, að þar verði byggt úr einingum Bergiðj- unnar hús, sem getur tekið við sjúklingum til endurhæfingar af því tagi, sem lýst hefur verið hér að framan. Einnig verður í húsinu lítil íbúð fyrir hsráðend- ur, sem sjá um daglegan rekstur og aðstoð við íbúana. Jafnframt verður séð fyrir þeirri aðstoð, sem þörf er fyrir, frá geðheil- brigðisstarfsfolki. Þó að Kiwan- ismenn hafi safnað myndar- fjárfúlgu til þess að koma áfangastaðnum upp, er Geð- verndarfélagið enn fjárvant í því skyni. Til þess að afla fjár er Geðverndarfélagið með happ- drætti, sem dregið verður í fyrir hvítasunnu. Heitir félagið á alla velunnara starfseminnar að styðja byggingu áfangastaðarins með því að kaupa happdrættis- miða félagsins. Öll önnur fram- lög eru einnig mjög vel þegin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.