Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981 37 fclk í JéÉ fréttum L. „P-2“-maður + betta er ítalski dómsmálaráft- herrann Adolfo Sarti. sem sat?ði af sér á dögunum í sambandi við mesta hneykslismál, sem upp hefur komist um þar syðra, frá því að lýðra“ðið var endurreist þar í landi að heimstyrjöldinni lokinni. Tentcist þetta stórmál stúku einni innan frímúrarareKl- unnar. en stúkan heitir „P-2“. Eru retduhræður i stúkunni sagðir m.a. hafa haft uppi ráða- gerðir um stórpólitiskar aðgerð- ir. sem hefðu geta orðið lýðræð- inu i landinu ha’ttulegar. Hefur listi með nöfnum rúm- lega 950 „P-2-manna" verið birt- ur opinberlexa. Er þar að finna nöfn ráðherra og þinnmanna. dómara. ok yfirmanna i her og löKreKlu ok ráðamanna i banka- kerfi landsins. ásamt blaða- mönnum. Fyrsti fundurinn + Hér heilsast þeir í fyrsta skipti, eftir þjóðarleiðtogaskiptin í Frakklandi, Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands. — Fundur þeirra fór fram í frönsku forsetahöllinni í París, Elysee-höll, á sunnudaginn var. Stóð sá fundur yfir í þrjá og hálfa klukkustund. — Schmidt kom til Parísar beint frá Washington, þar sem hann átti fundi með Bandaríkjaforseta og öðrum frammámönnum þar vestra. Kanslar- inn sagði að vinátta Þýskalands og Frakklands væri ekki aðeins bundin þeim persónulega heldur væri vinátta þjóðanna orðin að óhagganlegri staðreynd. 78 ára boxari! + Ymsir töldu sig sjá hylla undir meiriháttar íþróttaviðburð vest- ur í Ameríku um daginn. Þá setti 78 ára gamall maður (til hægri) upp boxhanskana, vatt sér inn í hringinn og virtist albúinn að berjast við sjálfan heimsmeistarann í veltivigt, Sugar Ray Leonard. — Gamli „boxarinn" reyndist vera gam- anleikarinn bandaríski Bob Hope. Hér var um að ræða upptöku fyrir sjónvarpsþátt. — Andlit dómarans sem sést á milli boxaranna, er andlit kvik- myndaleikarans Mickey Roon- eys! + Þessi mynd er frá fundi í Lions-klúbbi sem starfar í stór- borginni Chicago og heitir Park Ridge-klúbburinn. Er myndin tekin er forsetar klúbbsins, heiðruðu forstöðumann Flug- leiðaskrifstofunnar í borginni, Tom Loughery (á miðri mynd- inni). Klúbbforsetarnir eru: Denis Owens, fráfarandi for- maður, til hægri og Dave Mast, nýkjörinn formaður (til vinstri). Var Loughery þakkað fyrir ára- langt starf í þágu Miðvesturbúa að gefa þeim kost á góðri og ódýrari ferðaþjónustu yfir Atl- antshafið og fyrir framlag hans til bættra alþjóðlegra sam- skipta. Tom Loughery, Flug- leiðamanninum, var afhent skjal þessu öllu til staðfestingar, þann sama dag og Flugleiðir tóku aftur upp ferðir sínar til Chi- cago-borgar frá Luxemborg í maíbyrjun. Smávörur í bílaútgerðina 09 ferðalagið! -sækjum við í bensínstöðvar ESSO • Viltu líta út eins og Tarzan eöa Bo Derek, eða viltu bara losna viö umframþungann? Þaö er sama hvaða markmiö þú hefur, við hjálpum þér til að ná þeim í Apolló. • Við lofum ekki árangri á örskömmum tíma. Viö höldum því ekki heldur fram aö þaö sé sérstaklega auðvelt að ná góðum árangri. Við leggjum áherzlu á varanlegan og heilbrigöan árangur og einnig þaö aö þú hafir nokkra ánægju af öllu saman. • Við bjóöum frábæra aðstööu til líkamsræktar í sérhæfðum tækjum. Leiöbeinendur eru ávallt til staöar og reiöubúnir til aö semja æfingaáætlun, sem er sérsniðin fyrir þig. Á eftir æfingu slappar þú af í gufubaöi og hvílir þig í aðlaöandi setustofu. Opnunartímar í júní: Konur: Karlar: Mánud. 8.30-12.00 Mánud. 12.00-22.30 þriöjud. 8.30-22.30 miðvikud. 12.00-22.30 miövikud . 8.30-12.30 föstud. 12.00-22.30 fimmtud. 8.30-22.30 sunnud. 10.00-15.00 föstud. 8.30-12.00 laugard. 10.00-15.00 Komutími á æfingar er frjáls. Nýjung! Fyrsta sólin veröur tekin í notkun hjá okkur um mánaðamótín. Þaö er ný gerö sóla hérlendis — hreinleg og fljótvirk. — Pantiö tíma. Nú nærö árangri í Apolló. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.