Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 tttMrKKIK------------- óöMLu m ^mtwl^ m og mm mai, mxtm fcwinww erm flp &rft wom víowom mm m w a ýftu" Björn Jóhannsson, fulltrúi ritstjóra, sem tók saman íslenzka sérkaflann i árbókinni, Hafsteinn Guðmundsson, forstjóri Þjóðsögu, sem sá um íslenzka kaflann og Gisli ólafsson, hins ritstjóri, sem annaðist ritstjórn erlenda hluta bókarinnar. Ljósm. Mbi.: ól.K.M. Sextánda árbók Þjóðsögu komin „l>AÐ ERU talsvert miklar hreytingar í þessari bók og þar ber hæst hina itarlegu yfirlits- kafla“. sagði Ilafsteinn Guð- mundsson. forstjóri Þjóðsögu, er hann kynnti fréttamönnum lfidu árbókina og þá fimmtándu með islenzkum sérkafla. „Arið 1980 — stórviðburðir líðandi stundar í myndum og máli — með íslenskum sérkafla" er 344 blaðsíður í sama broti og símaskráin. Rösklega 500 myndir eru í bókinni, þar af tæpur helmingurinn litmyndir. íslenzki sérkaflinn er 30 blaðsíður með 77 myndum, þar af 9 í litum. I þeim hluta bókarinnar, þar sem skýrt er frá atburðum erl- endis, eru helztu heimsviðburð- irnir raktir frá mánuði til mán- aðar. Fremst er frettaskýring og síðan eru atburðirnir raktir frá degi til dags og loks er meginefn- ið myndir og textar af helztu viðburðum. Aftan við þennan annál ársins eru svo greinar eftir ýmsa sér- fræðinga; grein um Miðaustur- lönd, sem nefnist „íslamska bylt- ingin“, síðan grein um Afríku; „Neyðin mikla í Afríku." „Að lifa við olíukreppuna" nefnist grein um efnahagsmál og grein um vígbúnaðartæknina 1980 nefnist: „Að sjá allt, hæfa allt og eyða öllu.“ Tæknigrein um glímu bíla- smiða við olíukreppuna nefnist: „Bíllinn settur í megrun" og grein um kvikm.vndir ársins 1980 heitir „Gamalreyndir snillingar og ung- ir.“ A eftir þessum greinum er svo íþróttakafli, þar sem mest fer fyrir frásögnum af Olympíuleik- unum 1980. Aftast í bókinni eru nafna- staða- og atburðarskrá og skrá yfir höfunda ljósmynda í íslenzka kaflanum. Fjölþjóðaútgáfa árbókarinnar kemur út á 8 tungumálum. Móð- urforlag er Weltrundschau Verl- ag AG í Sviss. Bókin er prentuð í Winterhur í Sviss og bundin í Eschenbach í Þýzkalandi, en setningu og filmuvinnu íslenzku útgáfunnar annaðist Prentstofa G. Benediktssonar í Reykjavík. Dómar úr stjórnskip- unarrétti Út eru komnir Dómar úr stjórn- skipunarrétti, Gunnar G. Schram prófessor tók saman. Útgeíandi cr Iðunn. Bók þessi hefur að geyma ágrip flestra þeirra dóma Landsyfirréttar og Hæstaréttar sem varða stjórn- arskrá íslands. Ágripin eru lykill að dómum er um stjórnarskrána fjalla og þau ágreiningsefni sem risið hafa varðandi skýringar og túlkun á hinum einstöku stjórnarskrárgrein- um. Þær dómsúrlausnir hafa bæði fræðilegt og raunhæft gildi, þar sem hér er fjallað um grundvallarlög landsins og meginþætti íslenskrar stjórnskipunar. Agripin eru 387 tals- ins, en dómarnir nokkru færri sem reifaðir eru, þar sem sumra dóma er getið tvisvar eða oftar. Elsti dómur- inn er frá árinu 1877 en þeir yngstu frá 1980. í lok bókarinnar er birt skrá yfir dóma samkvæmt greinum stjórn- arskrárinnar og önnur skrá yfir dóma í aldursröð. Þá fylgir skrá yfir öll lög sem vitnað er til, bæði þau sem fallin eru úr gildi og þau sem enn eru í gildi. Þorgeir Örlygsson fulltrúi yfirborgardómara hefur tek- ið skrárnar saman. Dómar úr stjórnskipunarrétti er 196 blaðsíður að stærð. Oddi prent- aði. Dr. Gunnar Schram Hver var að tala um bílasölusýningu? Við sýnum 200 bíla nýja og nýlega í dag kl. 10-6 og á morgun kl. 1-6. Hafi nokkurn tíma veriö hægt að gera góö kaup á bíl, þá er þaö í dag. Nú er upplagt aö skipta gamla bílnum uppí nýlegri eða öfugt. Sýnum einnig nýja K-bíiinn frá Chrysler. Allar stærðir og gerðir: 2ja manna— 21 manna. Árgeröir frá 1926— 1981. Jeppar, vörubílar, hjólhýsi, sumarhús, reiöhjól, mótorhjól, hestar í skiptum fyrir bíla o.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.