Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 33 am Guðs eins að dæma um það? Kristin siðfræði getur því ekki mælt með að ráðstafanir séu gerðar sem stytta líf manna, hvorki eigin né annarra. Lúther segir í Fræðum sínum meiri, að þetta megi undir engum kringum- stæðum gerast. I augum kristins manns er þetta viðhorf ekki grundvallað á einhverjum tiltekn- um ritningarstað, heldur á þeirri meginstaðreynd að Guð vill að allir menn séu börnin hans og gefi líf sitt til þjónustu við hann. Með drápi af hvaða tagi sem er, er því verið að seilast inn á það lífssvið sem Guð hefur í sérstökum skiln- ingi talið þess virði að gera að eign sinni eða vill gera að eign sinni. Stríð og dauðarefsingar, morð og dráp eru því brot gegn vilja Guðs og þá ekki síður að stytta líf þeirra manna, sem sérstaklega virðast óhæfir til lífs vegna lík- amlegra eða andlegra örkumla. Sem fyrr greinir er það vart á valdi eða færi okkar manna að setja þau mörk, þar sem við dæmum suma einstaklinga utan við hjálpræðisvilja Guðs, óhæfa eða ófæra um að þjóna honum. Það skal fúslega viðurkennt að spurningar af þessu tagi eru fullkomlega eðlilegar og réttmæt- ar og hljóta reyndar að brenna á vörum í þeim aðstæðum, sem hér er lýst. Svo harðneskjulegt getur lífið hreinlega orðið, að dauðinn sé beinlínis líkn og persónulega hef- ur það verið mér erfitt uppgjör, hvort alhæfa skuli í þessum efn- um, enda munu kristnir siðfræð- ingar vart vera á einu máli um það, hvernig bregðast skuli við í öllum atvikum af þessu tagi. IIvernÍK má sýna mestan kærleika? Hugsum okkur mann, haldinn ólæknandi sjúkdómi. Færustu sérfræðingar á sviði læknavísinda telja batahorfur engar og ekkert framundan annað en langt og kvalafullt dauðastríð. Þrautir eru síðan linaðar með deyfilyfjum og þar kemur að þau verka ekki lengur nema gefnir séu lífshættu- lega stórir skammtar. Á að gefa slíka skammta og stytta þannig e.t.v. aldur viðkom- andi, eða skal horft upp á mann- inn kveljast dag eftir dag og viku eftir viku án frekari aðgerða. Þetta er erfið spurning, sem hlýtur að naga að samviskurótum. Og sé hún skoðuð í kristnu sviðsljósi er ekki um það að villast, að kærleikurinn er æðsta boðorð kristindómsins. Allt hjá yður sé í kærieika gjört, segir postulinn og upp í boðorðinu æðsta um ást til Guðs og manna ganga öll önnur kristin siðaboð eins og upp í samnefnara. Það sem gjört er af óeigingjörn- um, fölskvalausum kærleika er ekki synd, því hún er ævinlega andhverfa kærleikans er lýtur að hinu Ijóta og illa. Hvernig get ég auðsýnt náunga mínum sem mest- an kærleika? Hlýtur það ekki að vera vegið og metið og haft í huga, áður en menn alhæfa út frá fyrrgreindri spurningu. Ilvar eru mörkin? Hitt er víst, og á það ber að leggja hina þyngstu áherslu, að í þessum efnum geta menn vissu- lega lent út á afar hálum ís. Hvar á t.d. að draga mörkin. Hvenær og í hvaða aðstæðum skulu ráðstaf- anir gerðar, sem e.t.v. hafa í för með sér styttingu lífs. Flestir munu á einu máli um, að slíkar ákvarðanir séu vart á manna færi. Bent hefur verið á í þessu sam- bandi, að menn hafi orðið að deyja Drottni sínum, áður en allar hinar háþróuðu tæknivélar voru fundn- ar upp, er haldið geta höfuðlíffær- um sjúklinga ( gangi. Og minna má á það, að fjölmargir dóu úr lungnabólgu hér áður á árum, áður en penisillínið var framleitt eða af völdum uppskurða áður en viðeigandi hreinlætisráðstafanir voru gerðar eða nægilega öflug sóttvarnarlyf voru tekin í notkun. Að varðveita lííið Þeirri stefnu hefur verið fylgt og hlýtur að verða fylgt um alla Spurt er: Samræmist líknardauði kristnum viðhorfum? Maðurinn minn heíur verið rænulaus nú um alllangt skeið. Hann á sér engar lífslíkur og lifi hans er reyndar haldið við með vélum. Hér er um annarlega tilveru að ræða, er veldur fjölskyldu hans miklu andlegu álagi. Er það syndsamlegt að taka vélarnar úr sambandi og leyfa honum að hverfa héðan úr líkamanum. þar sem hann lifir raunverulega engu lífi lengur? kristna framtíðarvegferð manns- ins að leitast við af fremsta megni að vernda og styrkja, varðveita og viðhalda lífi svo lengi sem þess er kostur, eins og fram kemur í eiði þeim sem kenndur er við Hippo- krates, föður læknisfræðinnar, en þann eið verða læknakandidatar að undirrita, áður en þeir fá tilskilin lækningaleyfi. Sú skuldbinding grundvallast á kristnum virðisviðhorfum. Lífið hafa menn þegið að láni. Það er Guðs góða gjöf, okkur í hendur selt til varðveislu og ávöxtunar. Af því ieiðir, að við höfum engan rétt til þess að taka það á allan hátt í eigin hendur. Guð einn á rétt á því að afmarka stund ráðsmennsku okkar, hvenær hún hefst og hvenær henni lýkur. Hann einn veit og sér hvenær þjónusta ráðsmennskunnar er til lykta leidd og tíminn fullnaður til vistarskipta. Kristið viðhorf Kristinn maður veit að Guð hefur lagt lífið í lófa hans og þessu lífi lifir hann í heimi, sem er flekkaður af synd og ber merki fráfalls frá Guði..En Guð hefur í Kristi mætt manninum með hjálpræði sitt. Og við það að gangast Kristi á hönd öðlast maðurinn eilíft líf og þessu nýja lífi skal lifað fyrir Guð og í þjónustu við ríki hans. Páll postuli segir: Ef þannig einhver er í samfélaginu við Krist, er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá það er orðið nýtt. Þannig heyrir líf endurfædds manns Jesú Kristi til og helgast af þjónustunni við hann. Hvenær er maðurinn úrskurðaður ófær til þeirrar þjónustu? Er það ekki mótandi áhrif á fyrri áratugum þessarar aldar. Heiðin viðhorf Heiðin siðfræði lítur hinsvegar allt öðrum augum á þessi mál. Á ýmsum stöðum voru veik eða veikburða börn borin út svo sem tíðkaðist hér á landi fyrir kristni- töku, því að ella hefði það ekki verið nefnt í kristnitökulögunum. Th. More leggur til í riti sínu Utopia, að ólæknandi sjúkir svipti sig lífi eða láti aðra framkvæma það að ráði presta og yfirvalda. Og enn eru í fersku minni ráðstaf- anir guðleysingjans Adolf Hitlers sem lét útrýma vangefnu fólki og öryrkjum, þar sem þeir nýttust illa og samræmdust ekki stórveld- isdraumum hin aríska kynstofns og Þriðja ríkisins. I augum uppi liggur hve sið- lausar þessar ráðstafanir voru og í algeru ósamræmi við öll kristin viðhorf þar sem höfuðáherslan er á það lögð að efla og styrkja, vernda og varðveita líf með öllum tiltækum ráðum. Og hin um- fangsmikla heilbrigðisþjónusta er til orðin vegna heilags lífsréttar mannsins, sem hann öðlast sem sköpun Guðs og aðnjótandi mis- kunnar hans. f trú er okkur leyft að elska lífið, en jafnframt erum við kölluð til þess að þjóna Guði, sem hefur frelsað okkur og vili leiða okkur til ríkis síns. Máttur hinna vanmáttugu Að sjálfsögðu hlýtur heilbrigð sál í hraustum líkama að öðru jöfnu að vera til þess betur fallin að þjóna Guði og mönnum en þeir sem minni heilsu eða þroska hafa. En þeir sem vanmáttugir eru eða skarðan hlut hafa borið frá nægt- aborði lífsins eiga einnig sin tækifæri að þjóna Guði og mönnum. Lítið, ósjálfbjarga barn í vöggu er um allt háð þeim, sem annast það. Samt býr þetta litla ómálga barn yfir alveg ótrúlegu valdi. Eitt lítið bros, sem kannski f I. Tim.2.—4. stendur: Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleik- anum. Slík er takmarkalaus ást hans á börnum sínum. Guð ann sköpun sinni og þráir að frelsa hana og leysa úr viðjum. Og það er þessi eilífa ást Guðs, er birtist í hjálpræðisvilja Krists er skiptir sköpum og veldur því, að hver einstaklingur er óendanlega mik- ils virði og dýrmætur og á sinn friðhelga rétt til lífs. Kristni siðfræðingurinn Deda Múller ræðir ofangreint vandamál ítar- lega í siðfræðiriti sínu og nei- kvætt svar sitt við líknardauða grundvallar hann á skilyrðis- lausri lotningu fyrir lífinu og vísar þar með til siðfræðikenn- inga Albert Schweitzers, er höfðu læknaciður felur í sér að viðhalda lifi svo lengi sem þess er kostur. Séra Guðmundur Þorsteinsson er s<)knarprestur í Arha-jar- prestakalli í Reykjavík. llvena'r fellur laufið — hvenær lýkur lífi? Ilver ákveður það? er aðeins tjáning magaástands getur valdið fagnaðarbylgju í brjóstum þeirra sterku og stóru, sem umhverfis eru og vakið um- hyggjusaman kærleika í brjóstum þeirra. Og ósjálfbjarga ör.vrki um flest háður umönnun annarra getur vakið heitan kærleika þeirra, er annast hann og iðulega verður hann kærastur allra í fjölskylduhópnum. Já, hver getur um það dæmt, hvenær einstaklingurinn er ófær orðinn til þess að þjóna Guði og mönnum? Það er mismunur á náðargáfum eins og dæmisagan um talenturn- ar sýnir Ijóslega, en okkur ber að verja vel og réttilega öllu því, sem við höfum þegið. Líkamshreysti og andlegur þroski eru lítils virði, sé þetta ekki notað í þágu og þjónustu Guðs, að nú ekki sé talað um, gangi það á mála hjá hinu illa í tilverunni. Guðs góðu gjafir svo sem líf og heilsa eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur tæki sem við eigum að nota til þjónustunnar við Krist og ríki hans. Og góðar gjafir Guðs ber okkur að meðtaka með gleði. f þeim felst gæska Guðs til sköpun- ar sinnar og hann leiðir menn til kærleiksþjónustu, sem ævinlega krefst einhverrar sjálfsafneitunar og fórnar. I>jáning sem þroskaleið Það er Ijóst, að við lifum í heimi, sem er flekkaður af synd og afleiðingar hins illa leynast hvergi. En Guð vill ekki hið illa. Synd, þjáning og slys, allt er þetta andstætt vilja hans. Og þegar Guð hefur skapað nýjan himin og nýja jörð, þegar vilji hans verður svo á jörðu sem á himni, mun dauðinn ekki framar til vera, hvorki harm- ur, vein né kvöl. En á meðan svo er ekki verður þjáningin víst örugglega til í heiminum og hún er þrátt fyrir allt ein af þroska- leiðum mannsandans, af því að hún knýr menn iðulega til þess að leita á náðir höfundar stns og skapara og hversu oft hafa menn ekki fundið sannleiksperluna á sorgarhafsbotninum. Við skiljum ekki ævinlega tilgang lífsins eða rás þeirra atburða, er að höndum ber. Okkur er það næsta óskiljan- legt hversu dauðinn hrtfur og hremmir unga og öfluga, en geng- ur kannski ár eftir ár framhjá hinum ellihruma og karlæga, sem löngu er hættur að njóta lífs, já lifir í rauninni ekki lengur. IIvernÍK sést tilgangurinn En við hljótum að bera það traust til Guðs að einhver tilgang- ur sé með lífinu og stundum óskiljanlegri viðburðarás þess. Og vegna Krists vitum við, að Itfið er ekki tilviljanakenndur velkingur á flugsandi blindra og miskunn- arlausra örlaga við feigðarhaf, heidur dýrlegt þroska- og náð- arskeið, sem á sér æðsta mark og mið, tilgang og takmark. í trú á Drottinn lífsins eignast menn sýn út fyrir sjóndeildar- hringinn, sem dauðleg, jarðnesk augu fá ella eigi greint. Og sæll er hver sá maður, er þolgóður þre.vr í slíkri trú, að tilveran öll sé í hendi Guðs, hver ein tíð og allt vort stríð. Hvað annað gætum við menn gert en trúað þessu, lagt lífið okkar t lófa Guðs og horft síðan í þolinmæði og trausti, vonglöð fram á veginn. a iíí : ' i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.