Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 29 Karpov og Irena kona hans koma til ítalíu sl. þriöjudag. Korchnoi og Karpov takast í hendur fyrir einvígið á Filippseyjum. Ekki er handtakið blíölegt og ekki horföu kapparnir í augu hvors annars eins og sjá má. 26. IId7! - Hb8 Ef 26. - Bxd7 þá 27. Dxf7+ og mátar. 27. Rxf7! - Bxd7. 28. Rd8+ og svartur gafst upp. Tvær næstu skákir urðu jafn- tefli eftir miklar sviptingar, en í elleftu skákinni náði Korchnoi að koma heimsmeistaranum á óvart með því að leika 1. g3. Karpov tókst aldrei að finna sig í stöðunni sem kom upp og eftir 25 leiki var staða hans orðin vonlaus. Þar með hafði Korchnoi jafnað metin og hrakspár um að hann myndi ekki standast Karpov snúning hættu að heyrast. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Sunnudaginn 20. ágúst skipti að margra mati sköpum í einvíg- inu, en þá voru tefldar biðskákir úr 13. og 14. umferð einvígisins. í hinni fyrri stóð Korchnoi betur, en í hinni seinni var staða hans töp- uð; eftir að opna afbrigðið í spænska leiknum hafði aftur brugðist honum. Hann gat því bú- ist við að fá einn vinning úr skák- unum tveimur eða a.m.k. hálfan, en enn einu sinni snerust vopnin í höndum hans í tímahraki: Svart: Karpov. Hvítt: Korchnoi. Þegar hér var komið sögu hafði Korchnoi misst af vinningnum, en jafntefli var hægt að halda með 56. Dc5!. Síðasti leikurinn fyrir tímamörkin varð honum hins veg- ar dýrkeyptur: 56. Dh4?? - He4!, 57. f4 - Bb6, 58. Bc2 - Hexe3+, 59. Kd2 - Da5+, 60. Kdl - Dal+, 61. Kd2 - IIe4! og hvítur gafst upp. Eftir hálfrar klukkustundar hlé tapaði Korchnoi síðan einnig fjór- tándu skákinni og var þar með orðinn tveimur vinningum undir. Fimmtánda skákin varð stutt jafntefli, en í þeirri sextándu tók Korchnoi loksins upp frönsku vörnina á meðan opna afbrigðið var í viðgerð hjá aðstoðarmönnum hans. Karpov beitti óvæntu fram- haldi, en komst samt ekki nægi- lega langt áleiðist.__________ í sautjándu skákinni varð Korchnoi fyrir enn einu tíma- hraksslysinu eftir að hafa staðið betur lengst af: Svart: Karpov. Hvitt. Korchnoi. Það er ótrúlegt að svartur skuli hafa unnið þessa stöðu því hann á ekkert peð eftir. í tímahrakinu fann Korchnoi nokkurs konar hjálparmát: 39. Ilal?? 39. g3, 39. g4 og 39. h4 leiða til jafnteflis. 39. — Rf3+ og vesalings Korchnoi varð að gefast upp því eftir 40. gxf3 — Hg6+, 41. Khl — Rf2 er hann mát. Eftir þessi hrikalegu áföll voru fæstir á því að Korchnoi ætti sér viðreisnar von. Með svörtu hélt hann áfram að fá slæmar stöður, í átjándu skákinni beitti hann Pirc vörn og tókst að halda jafntefli eftir langt og erfitt endatafl. Nítj- ánda skákin varð stutt jafntefli, en í þeirri tuttugustu beitti áskor- andinn furðulegu afbrigði af Caro-Kann vörn: 1. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — dxe4, 4. Rxe4 — Rf6, 5. Rxf6+ - exf6. Skemmst er frá því að segja að Karpov tókst vel að nýta sér peða- meirihluta sinn á drottningar- væng og biðstaðan virtist gjörtöp- uð fyrir Korchnoi. Á ótrúlegan hátt tókst Korchnoi að hanga á jafntefli, eftir að Kar- pov hafði hvað eftir annað misst af vinningi. í næstu skák mætti Korchnoi síðan tvíefldur til leiks. Karpov kom með vafasama nýjung sem áskorandinn notfærði sér og vann örugglega. Staðan var þá orðin 4—2 heimsmeistaranum í vii. I 22. skákinni missti Karpov af einföldum vinning í endatafli og 23. skákin varð einnig jafntefli. Sömuleiðis var 24. skákin dauf, en í 25. skákinni lenti Korchnoi í ógöngum og þurfti á sjónhverfing- “ ...... *.i ....... .. i' um að halda til að bjarga sér. Hann átti jafnvel vinningsmögu- leika, en með nákvæmum biðstöðurannsóknum tókst Kar- pov að halda sínu. 26. skákin varð tilþrifalaust jafntefli, en í 27. skákinni fékk Korchnoi rýmra tafl út úr byrjun- inni. Hann nýtti sér það hins veg- ar illa og var síðan of seinn að átta sig á því að eina leiðin til að halda skákinni væri að leggjast í vörn. Karpov vann því öruggan sígur og þurfti nú aðeins einn vinning til viðbótar til að tryggja sér sigur í einvíginu. Allir bjuggust við því að úrslitin væru ráðin, en þótt ólíklegt megi virðast endurtók sagan frá 1974 sig. Nú þegar sigurinn virtist allt að því í höfn fór Karpov að sýna þreytumerki, en aftur á móti var enginn uppgjafarbragur á tafl- mennsku Korchnois fremur en fyrri daginn. Honum tókst að ginna heimsmeistarann út í tvísýn endatöfl og svíða síðan af honum vinninginn með frábærri enda- taflstækni sinni. Þannig gengu 28. og 29. skákirnar fyrir sig og Kar- pov minnti mest á skólastrák í höndunum á reyndum meistara. 30. skákin varð síðan jafntefli, en í þeirri 31. hafði Korchnoi hvítt. Hann náði aldrei verulegum yfirburðum í miðtaflinu, en tókst að komast út í enn eitt tvísýnt endatafl. Það var greinilegt að heimsmeistarinn var ekki eins árvökull og venjulega, enda hefur hann vafalaust fengið mikla óbeit á slíkum stöðum eftir tvö töp í röð. hann var því óvenju léttvægur fundinn og skyndilega stóðu leikar jafnir, 5:5. Svart: Karpov. Ilvitt: Korchnoi. 47. — gxf5 (biðleikur heimsmeist- arans) 48. gxf5 — Hg8, 49. Kc3 - Ile8, 50. IId2 - Ile4, 51. Kb4 - Ke8, 52. a6! - bxa6. 53. Ka5 - Kd7, 54. Kb6 - b4. 55. d5 - cxd5, 56. Hxd5+ - Kc6, 57. IId3 Hér eða í næsta leik var 57. — Hc4, nauðsyniegt. 58. Hg3 - b3?. 59. Kc6 - Kb8. 60, Ilb3 - Ka7, 61. Ilb7+ - Ka6. 62. Hb6+ - Ka7, 63. Kb5 - a4, 64. Ilxf6 - HÍ4, 65. Hxh6 - a3. 66. Ha6+ - Kb8, 67. Ilxa3 - Hxf5, 68. Hg3 - Hf6,69. Hg8+ - Kc7, 70. Hg7+ - Kc8, 71. Hh7, og Karpov gaf. Nú beindust augu alls heimsins til Baguio. Sá sem yrði næstur til að vinna skák hlyti heimsmeist- aratitilinn að launum. Spennan var auðvitað gífurleg og það er at- hyglisvert að velta því fyrir sér hvað meistararnir gerðu til að drepa tímann fram að 32. skákinni þar sem Karpov átti að hafa hvítt. Heimsmeistarinn brá sér til Manila eins og ekkert hefði í skor- ist til að fylgjast með leik Sovét- manna og Filippseyinga í körfu- knattleik, en Korchnoi beið í Baguio og velti því fyrir sér ásamt aðstoðarmönnum sínum hvernig bezt væri að fylgja sigurgöngunni eftir. Þeir komust að þeirri niður- stöðu að bezt væri að leggja strax til atlögu, en bíða ekki eftir því að Korchnoi hefði hvítt. Áskorandinn valdi því afbrigði af Pirc vörn, sem ekki er sérlega traustvekjandi og árangurinn þekkja allir: Hvítt: Karpov. Svart: Korchnoi. Pirc vörn. I. e4 - d6,2. d4 - RÍ6, 3. Rc3 - g6,4. Rf3 - Bg7,5. Be2 - 0-0.6. (W) - c5!? 7. d5 - Ra6. 8. Bf4 - Rc7, 9. a4 - b6, 10. Ilel - Bb7, II. Bc4 - Rh5?! 12. Bg5 - Rf6, 13. Dd3 - a6, 14. Hadl - Hb8, 15. h3 - Rd7,16. De3 - Ba8. 17. Bh6 - b5,18. Bxg7 - Kxg7,19. Bfl - Rf6, 20. axb5 - axb5, 21. Re2 - Bb7, 22. Rg3 - IIa8, 23. c3 - Ha4,24. Bd3 - Da8. 25. e5! Leikið á réttum tíma. Svartur er mjög illa beygður. ef t.d. 25. — Rfxd5? þá 26. Rf5+! 25. — dxe5, 26. Dxe5 — Rcxd5, 27. Bxb5 - Ha7. 28. Rhl! - Bc8, 29. Be2! - Be6, 30. c4 - Rb4,31. Dxc5 - Db8, 32. Bfl - Ilc8, 33. Dg5 - Kh8, 34. Hd2 - Rc6. 35. Dh6 - Hg8, 36. Rf3 - Df8. 37. De3 - Kg7, 38. Rg5 - Bd7. 39. b4 - Da8, 40. b5 - Ra5. 41. b6 Þessi staða var aldrei tefld áfram, en staða Korchnois er gjör- samlega vonlaus. Biðleikur hans var 41. — Hb7, en eftir 42. Ha2 kemst svartur ekki hjá liðstapi. Korchnoi taldi þessa skák síðar ólöglega, því dulsálarfræðingur- inn Zoukhar hefði setið of fram- arlega í salnum, en það gekk þvert á alla samninga. Korchnoi höfðaði því mál gegn FIDE til að fá úrslit 32. skákar- innar gerð ógild og er það þremur árum seinna ennþá að velkjast fyrir dómstólum í Amsterdam. En hvað sem þeirri kæru líður var þessu mikla maraþoneinvígi lokið með naumum sigri heims- meistarans. Lengi mátti heyra menn deila um hver sanngjörn úr- slit einvígisins hefðu átt að vera, en skákbrotin hér á undan gefa e.t.v. til kynna hversu mörg gullin tækifæri fóru forgörðum og hve oft meistaraverkum sem oft tók gífurlega hugkvæmni og þraut- seigju að byggja upp var spillt með einum fljótfærnislegum leik. Merano 1981 Eftir þrjú ár leiða þeir Karpov og Korchnoi enn á ný saman hesta sína, en nú hefur reglunum verið breytt með það fyrir augum að koma í veg fyrir annað maraþon- einvígi. Tefldar verða 24 skákir og sigurvegari verður einfaldlega sá sem hlýtur fleiri vinninga. Al- þjóðaskáksambandið hefur því horfið aftur til reglnanna sem giltu þegar Fischer og Spassky háðu einvígi aldarinnar hér í Reykjavík árið 1972. Hvorum þeirra þessi breyting verður í hag er erfitt að sjá fyrir en hernaðaráætlanirnar hljóta ætíð að mótast af keppnisfyrir- komulaginu hverju sinni. Sá sem nær forskoti í fyrri hluta einvígis- ins getur þannig teflt rólega í seinni hlutanum á sama hátt og Karpov gerði í einvíginu við Korchnoi 1974. Hann hlýtur því að teljast nær aruggur.sigprv.e«ari....... .„

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.