Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 „Á eðlilegum tímum, ef þeir eru þá nokkurn tímann eðlilegir, hefði Sadat ekki verið að kippa sér upp við smá- vegis nart af þessu tagi, en ástandið er bara allt annað en eðlilegt. Sadat stendur nefnilega frammi fyrir því, sem hann telur að verða muni hátindur- inn á valdaferli sín- um.“ Raunsær madur rekinn áfram af ótta Á slíkum hugdettum er reyndar jafnan grunnt í stjórnarfarslega veikum ríkjum. Þó að gengið hafi verið harðar fram í því að ritskoða fréttir er- lendra fréttamanna um hreins- anirnar en Sadat sjálfur bjóst við, mátti hann vita, að þessir atburðir gengju ekki hljóðalaust fyrir sig. Hvers vegna lét hann þá verða af þeim og hvers vegna núna? Þeir, sem Sadat lét handtaka á dögunum, voru ekkert á leiðinni með að steypa honum af stóli, þar var engin bylting yfirvof- andi í landinu. Þeir hættu- legustu í þessum hópi voru ungir og herskáir heittrúarmenn og þá lét Sadat handtaka í stórum stíl, eða 1300 alls. Þessir ungu menn voru á móti stjórnarstefnu Sad- ats, réðu yfir einhverjum vopn- um og voru farnir að reka áróður innan hersins. Hins vegar áttu þeir langt í land með að verða að virkum samtökum og enn lengra í almennan stuðning með þjóð- inni. Hina fangana, koptíska Sadat vill gefa af egypsku þjóð- lífi. Á eðlilegum tíma, ef þeir eru þá nokkurn tíma eðlilegir, hefði Sadat ekki verið að kippa sér upp við smávegis nart af þessu tagi, en ástandið er bara allt annað en eðlilegt. Sadat stendur nefnilega frammi fyrir því, sem hann telur að muni verða há- tindurinn á valdaferli sínum: Endurheimt síðasta hluta Sin- ai-skaga í apríl á næsta ári, landsins, sem Israelsmenn tóku af Nasser fyrir hálfum öðrum áratug. Sadat hefur engin efni á því að gefa Menachem Begin hina minnstu ástæðu til að fresta af- hendingunni. Hvað t.d. ef Begin héldi því fram, að mótmæli gegn Sadat sýndu, að allt væri á hverfanda hveli í Egyptalandi og að ísraelsmenn gætu alls ekki farið að afhenda hugsanlegum óvini þetta hernaðarlega mikil- væga land? Af þessum sökum verður Sad- at að sýna, að hann sé húsbóndi á sínu heimili og þagga niður í Flóttamannabúðir Palestínumanna í Sýrlandi. Samningar við ísraels- menn duga ekki einir sér, lausn Palestínuvandamálsins er forsendan fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Það fer jafnan vel á meö þeim Sadat og Begin þegar þeir koma saman til skrafs og ráðageröa. Sadat er líka staöráðinn í aö svo veröi áfram, a.m.k. þar til hann hefur endurheimt allt egypskt land af ísraels- mönnum. presta, sósíaiista og frjálslynda stjórnmálamenn, háskólakenn- ara og blaðamenn, er ekki með neinu móti hægt að kalla ógnun við stjórnina, jafnvel ekki þótt taugaveiklaður öryggisforingi ættu um það að dæma. Það, sem þessir menn eiga þó allir sameig- inlegt, er, að með gagnrýni sinni og hávaðasömum mótmælum geta þeir skemmt þá fallegu mynd stöðugleika og festu, sem öllum, sem dirfast að draga gjörðir hans í efa. Raunar hafa verk Sadats gert hann að ein- hverjum umdeildasta leiðtoga í Arabaríkjunum. Hann segist halda byltingafána Nassers hátt á loft og hann vill, eins og Nass- er, verða sterki maðurinn í þess- um heimshluta, en þrátt fyrir það hefur hann kippt fótunum undan flestu því, sem einkenndi stefnu Nassers. Fyrir nokkru spurði handarískur hlaðamað- ur Anvar Sadat, Ejíyptalandsforseta, dá- lítið óskammfeilinnar spurningar um hreins- anirnar á pólitískum andstaðinRum hans, sem farið hafa fram í landinu að undanförnu. Sadat hrást hinn versti við ok svaraði, ok ekki hara i gríni: „I annan tíma hefði ég látið skjóta þig.“ Dálítið kaldranaletí orð úr munni þess manns í Arahaheiminum, sem hvað mest hefur verið hampað í vestrænum fjölmiðlum. Ekki fer á milli mála, að mis- kunnarlausar aðgerðir Sadats gegn þeim 1500 landsmönnum sínum, sem hafa leyft sér að vera honum ósammála, hafa mjög svert þá mynd, semm enn hafa gert sér af honum erlendis. Sannleikurinn er þó sá, að þessi mynd hefur aldrei sýnt manninn allan. Framlag hans til friðar- viðræðannana í Mið-Austurlönd- um, áræði hans og útsjónarsemi, hjálpsemi hans við fyrrv. keis- ara í Iran, stuðningur hans við Vesturveldin og það orð, sem farið hefur af honum fyrir sanngirni, hafa varpað svo mik- illi glýju í augu Vesturlandabúa, að þeir hafa aldrei mátt vera að því að kynna sér hvernig hann hagar sér á sínu eigin heimili, í sínu eigin landi. Hreinsanirnar að undanförnu eru engi nýmæli í stjórnartíð Sadats, aðeins dálítið umfangs- meiri en fyrr. Hann hefur haldið því fram, að hann hafi leyft frjálsa blaðamennsku og veitt pólitískum föngum frelsi, en þrátt fyrir það hefur hann alltaf verið fljótur að stemma að á ósi, þegar einhverrar andstöðu hefur orðið vart. Það vantar ekki, að hann er nógu föðurlegur þegar hann birtist á sjónvarpsskerm- inum, tottandi pípuna sína, en í raun er hann jafn alráður og faraóarnir til forna; Herra Níl- sjálfstæðisvott hafa sýnt, hafa verið upprætt og hvað málfrelsið varðar má jafnvel segja, að Sad- at sé forstokkaðri en fyrirrenn- ari hans, Gamal Abdal-Nasser. Egypskur blaðamaður hefur lýst þessu á þennan veg: „Nasser ritskoðaði fréttina, Sadat rit- skoðar blaðamanninn sjálfan." Á öllum helstu dagböðunum í Kairó eru margir fyrsta flokks blaðamenn, sem þiggja að vísu sín laun en láta aldrei neitt frá sér fara. Sadat er orðinn vanur því að Þessi mynd var tekin í Sex-daga-stríðinu 1967. Þé hafði egypski herinn fariö míklar hrakfarir, ísraelsher búinn aö taka allan Sinai-skaga og kominn að Suez-skurði. Hér er Nasser heitinn forseti í skyndiheim- sðkn á vígvöllunum en að baki honum stendur Anwar Sadat, eftirmaö- ur hans á forsetastóli. ar, uppsprettu alls valds í- Egyptalandi. Á evrópska vísu hefur Sadat aldrei verið lýðræðissinni. Skipulögð stjórnarandstaða hef- ur ekki verið leyfð og samkvæmt lögum, sem málamyndaþingið hefur samþykkt, er heimilt að hafa menn í haldi langtímum saman án þess að leiða þá fyrir rétt. Samtök lögfræðinga og blaðamanna, sem einhvern vera hrósað á Vesturlöndum og hann er orðinn vanur því að fara sínu fram í Egyptalandi. Þess vegna hafa viðbrögð manna á Vesturlöndum við hreinsunun- um komfð honum á óvart. Hann er eins og á báðum áttum, ekki laust við, að honum, og fjand- mönnum hans líka, finnist sem tiltrú Vesturveldanna á honum sé farin að bila eða jafnvel, að verið sé að grafa undan honum. Frönskumælandi kanadísk stúlka, 16 ára, skrifar á góðri ensku og óskar eftir bréfasam- bandi við stúlku á hennar aldri, eða strák sér eldri. Safnar póst- kortum: Annc Déry, 5431 Monkland Avenue, Montreal, P.Q., Canada II4A 1C5. Japönsk stúlka, 21 árs náms- maður, hefur mikinn áhuga á íslandi og óskar að eignast hér pennavini. Frímerkja- og póst- kortasöfnun, tónlist og útsaumur eru meðal helztu áhugamála: Masako Ikeda, c/o Oba-so, 2-45-8, Hon-machi, Shibuya-ku, Tokyo 151, Japan. Önnur japönsk stúlka, 14 ára, skrifar á góðri ensku, eins og allir Japanarnir gera reyndar, óskar eftir pennavinum: Tomoko Iliratsuka, 34-1, Ishihara 4-chome, Sumida-ku, Tokyo, 130 Japan. Sextán ára piltur frá Ghana með margvísleg áhugamál: Freeman K. Aghodeka, c/o Sgt. Vicint Agbodeka, Ghana Police Band, P.O. Box 740, Accra-Depot, Ghana. Fertug brezk póstafgreiðslu- kona, einhleyp, með háskólagráðu í ensku og frönsku, óskar eftir pennavinum á íslandi. Áhugamál- in eru mörg: Deirdre F. Randell, 153 Colwyn Road,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.