Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 37 Á myndinni eru frá vinstri, Grímur, Sveinn ok Einar Olgeirsson hinn nýi hótelstjóri Ilótei Esju. (Ljúnm. Mbi. rax) Þjóðardagar að Hótel Esju VETRARSTARF Hótel Esju hefst núna i da* sunnudatfinn 27. sept- ember. Að þessu sinni verður boðið upp á ýmsar nýjunRar í starf- seminni. ok má þar nefna m.a. svokalaða þjóðardaRa, uppsetninRU á myndbandakerfi í hótelinu sem býður upp á ýmsa miiKuleika. bæði fyrir börn ok aðra Kesti hótclsins. Þá verður boðið upp á ódýran hádeKÍsmat á EsjuberKÍ alla virka daKa, ok ýmsar „uppákomur" verða á Skálafelli sem auKÍýstar verða hverju sinni. Hótelstjóri Ilótel Esju er Einar OÍKeirsson frá sl. vori, en hann er marKreyndur veitinKamaður ok hótelmaður, var um árabil aðstoðarhótelstjóri á Hótel Söku ok í fimm ár hótelstjóri að Ilótel Húsavík. Þjóðardagar að Esjubergi I dag verður fyrsti þjóðardagur- inn að Esjubergi og verða þá á boðstólum þýskir réttir og borið verður fram freyðandi Tuborg-öl, ókeypis fyrir matargesti. Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson leika vinsæla þýska tónlist og Karlakór Reykjavíkur syngur. I október verða síðan amerískir dagar, norskir í nóvember, danskir í deseber, og verður þá boðið upp á danska jólarétti og jólaglöggið vinsæla. Eftir áramótin verða sænskir og franskir þjóðardagar í Esjubergi. Þá verður einnig boðið upp á íslenska sjávarrétti og í apr- ílmánuði verður rússneskur páskamatur. Að auki verður tekin upp sú nýbreytni í vetur að bjóða matar- gestum upp á mjög ódýran hádeg- ismat, svokailaðan „Valkost", en það er tvíréttuð máltíð sem kostar aðeins 49 krónur. Barnahorn og myndbandakerfi Lítið leiksvæði, svokallað barna- horn hefur verið starfrækt um skeið í einu horni Esjubergs og hefur notið mikilla vinsælda for- eldra og barna. Fyrirhugað er að hefja sýningar þar á barnamynd- um um myndbandatæki hótelsins, en unnið er að uppsetningu slíks kerfis að Hótel Esju. Búist er við að kerfið verði komið í notkun um næstu mánaðarmót, og verða kvik- myndir þá sýndar í sjónvarps- tækjum í setustofum, auk þess sem sjónvarpstæki verða leigð í móttöku hótelsins fyrir þá sem vilja horfa á kvikmyndir í her- bergjum sínum. Sérstök barna- dagskrá verður um helgar. A annarri hæð hótelsins, þar sem aðstaða er til funda og ráð- stefnuhalda, kemur kerfið einnig að góðum notum, þar sem það er víðast notað í nágrannalöndunum. Fyrirhugaðar eru breytingar á hótelinu, og er ætlunin að byggja yfir austurhluta hótelsins, þannig að fjöldi herbergja aukist úr 134 í 328. Hótelið er enn sem áður vin- sæll gististaður innlendra sem er- lendra ferðamanna, og hefur hlutfall erlendra ferðamanna far- ið vaxandi á síðastliðnum þrem árum. Að sögn Sveins Sæmunds- sonar blaðafulltrúa Flugleiða, virðist nýtingin í ár vera betri en í fyrra, en það ár féll tala erlendra ferðamanna töluvert niður. Vestræna - afmælisrit Lúð- víks Kristjánssonar komin út ÚT ER komin á vegum Sögufélags bókin Vest- ræna, ritgerðir eftir Lúð- vík Kristjánsson. Vest- ræna er gefin út í tilefni sjötugsafmælis Lúðvíks, sem var hinn 2. september síðast liðinn. Þann dag af- henti Einar Laxness for- seti Sögufélags honum fyrsta eintak bókarinnar. Vestræna er 291 blaðsíða að stærð og er meginefni hennar átján ritgerðir eftir Lúðvík. í rit- inu er heillaóskalisti með nöfnum á níunda hundrað einstaklinga og stofnana, sem færa Lúðvík kveðj- ur og þakkir fyrir góð kynni og merkan ritferil. Auk þess ritar Einar Laxness greinina „Á sjö- tugsafmæli Lúðvíks Kristjánsson- ar“ og í bókarlok er skrá yfir rit- störf Lúðvíks. Útgáfuna hafa ann- ast Bergsteinn Jónsson og Einar Laxness. Gegnt titilsíðu er teikn- ing af Lúðvík, gerð af Guðmundi P. Ólafssyni, og hefur hann einnig gert bókarkápu. Setning, prentun og bókband er unnið í prentsmiðj- unni Hólum. Ritgerðirnar átján eftir Lúðvík í ritinu eru þessar: Konan, sem gaf mér reyrvisk, Af honum fóru eng ar sögur, Enn er Dritvíkurmöl fyrir dyrum fóstra — Upprifjanir á níræðisafmæli Jóns í Einarslóni, „Hún sveik aldrei saumstungan hennar Gróu“, Heimasæturnar í Akureyjum, Fylkingin vestra um- hverfis Jón Sigurðsson, Bréf til Ingigerðar, Grænlenzki land- nemaflotinn og breiðfirzki bátur- Forseti Sögufélagsins, Einar Laxness, færði Lúðvik Kristjánssyni fyrsta eintak afmælisritsins „Vestrænu" á sjötugsafmæli hans. l.jnMTi Óskar Gislason. inn, Þorvaldur Jakobsson prestur í Sauðlauksdal, „Þá eru komnir þrír í hlut“, Sjóslysaárin miklu, þegar flytja átti íslendinga til Vestur- Indía, Jóladýrðin í Gullbringu- sýslu árið 1755, „Stúlka“ og höf- undur hennar, Varðveizla Fjölnis á Snæfellsnesi og í Breiðafirði, Fjölnismenn og Þorsteinn J. Kúld, Dagbækur Finnboga Bernódus- sonar, og loks Skáldið Longfellow og íslenzk þjóðfrelsisbarátta. í frétt frá Sögufélaginu segir, að áskrifendur Vestrænu geti vitjað bókarinnar í afgreiðslu félagsins við Garðastræti. Bókarkápa Vestrænu, afmæl- isrits Lúðviks Kristjánssonar. Kartöfluuppskeran: Hörmuleg í Eyjafirði en þokkaleg í Þykkvabænum Kartöfluuppskeran i helztu kartöflura'ktarhéruðum landsins i haust er anzi mis- jöfn. I Þykkvabamum er hún mjög þokkaleg, þó hún verði eitthvað minni en i fyrra og kartöflurnar smærri. í Eyja- firði er ástandið hinsvegar hörmulegt og húizt við þvi að uppskeran í ár verði allt að þvi fjórum sinnum minni en i fyrra. Bændur í Þykkvabæ búast við því að uppskeran nú verði tæpar 40.000 tunnur, en í fyrra var hún um 50.000. Telja menn þar, að þetta stafi af kuldum í júlí og vætutíð í ágúst. Þá gerðist það fyrir skömmu að bændur þar stöðvuðu afgreiðslu á kartöflum, vegna óánægju með breytingar á stærðarflokkun, en sú breyting var síðan dregin til baka. í Eyjafirði hefur uppskeran ekki verið jafnslæm í áraraðir, ef undan er skilið árið 1979. Búast menn þar við því að uppskeran í ár verði aðeins fjórðungur til þriðjungur af magninu í fyrra vegna mikilla kulda í sumar, einkum fyrri partinn. Það er því víst að flytja verður kartöflur, annaðhvort af Suðurlandi eða að utan til vinnslu í kartöfluverk- smiðjunni á Svalbarðseyri. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Félag sjálfstæöiskvenna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu heldur aðalfund í kaffistofu Sæfangs h/f, Grundarflröi föstudag 2. október næstkom- andi kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aöaölfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. Stjórnln. Hafnarfjörður Stefnir. félag ungra sjálfstæöismanna, efnir til almenns félagsfundar í Sjálfstæöishúsinu Hafnarfiröl, þriöjudaginn 29. september kl. 20.00. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á 24. landsfund Sjálfstæöisflokksins. 2. Önnur mál. Félagsmenn. mætiö stundvislega. Stjórnin Akureyri Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna heldur fund, miövikudaginn 30. sept. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu. Fundarefni: 1. Kjör fulltrúa á 24. landsþing Sjálfstæöisflokksins. 2. Hvaö er framundan. Lárus Jónsson og Halldór Blöndal alþingis- menn, ræða um horfur í atvinnumálum og um flokksstarfiö. Fulltrúar fjölmenniö. Stjórnin. Fundur veröur haldinn í félagi sjálfstæölsmanna i Eyrarsveit í kaffistofu Sæ- fangs h/f i Grundarfirði, föstudaglnn 2. október næstkomandi kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. Fulltrúaráö sjálfstæöisfelaganna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu boöa til fundar i kaffistofu Sæfangs h/f, Grundarfiröi, föstudaginn 2. október næst- komandi kl. 20. Dagskrá: Kjör fulltrúa á landsfund. Stjórnin. FUS Týr — Kópavogi Heldur almennan félagsfund mánudaginn 28. september kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnin. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.