Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 47

Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 47 • Knattspyrnumaðurinn ungi Arnór Guðjohnssen leikur nú betur en nokkru sinni fyrr. Hér er Arnór í leik með liði sínu Lokeren en hann er að verða einn af máttarstólpum liðsins. „Lið okkar er óskrifað blað“ - segir Hilmar landsliðsþjálfari „ÞESSI keppni í Portúgal verður erfið, og ég vil engu spá um árangur okkar liðs. Ég tel nefnilega að lands- lið okkar sé alveg óskrifað blað. Það verður bara að koma í Ijós hver árangur okkar verður," sagði Hilm- ar Björnsson, landsliðsþjálfari. Hilmar sagði það vera nokkuð Ijóst að Rússar væru með sterkasta liðið í keppninni og ef að líkum lætur þá verði liðin frá AusturEvrópu sterk og erfið viðureignar. Hilmar sagði íslenska liðið búa yfir ágætum leik- mönnum með nokkra reynslu. En eins og svo oft áður væri stóra spurningin hvernig liðið næði saman þegar á hólminn væri komið. - ÞR. Gunnar Snorra hefur tekiö forystu í stigakeppninni GUNNAR Snorrason UBK sigraði af öryggi í Selfosshlaupinu um helgina, og hefur hann þar með tekið afger andi forystu í stigakeppni víða- vangshlaupanna, því í þeim fjórum hlaupum sem farið hafa fram, hefur hann sigrað tvívegis, orðið einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja. Einar Sigurðsson UBK veitti Gunnari harða keppni, en fáir tóku nú þátt miðað við síðasta ár, og Gunnar Páll Jóakimsson ÍR var nýstiginn upp úr veiki og því ekki framar en fjórði. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir HSK sigraði í kvennaflokki og Gunnar Birgisson IR í drengjaflokki, en þeir fjórmenningarnir sem þar tóku þátt eru allt efnilegir hlaup- arar. Úrslitin urðu annars sem hér segir: 1. Gunnar Snorrason, UBK 37:19 2. Einar Sigurðsson, FH 37:32 3. Sighv. Dýri Guðm.ss. HVÍ 38:38 4. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 39:26 5. Ingvar Garðarsson, HSK 42:12 6. Jón Guðlaugsson, HSK 48:33 Konur: 1. Aðalbjörg Hafst.d., HSK 15:17 Drengir: 1. Gunnar Birgisson, ÍR 12:47 2. Már Mixa, ÍR 13:00 3. Gunnar Styrmisson, HSK 13:23 4. Bergur Pálsson, HSK 13:27 Hörkukeppni í Kópavogshlaupi HÖRKIJKEPPNI var í Kópavogs- hlaupinu, sem fram fór meðan á verkfalli bókagerðarmanna stóð og ekki hefur verið hægt að segja frá fyrr en nú. Þeir félagarnir úr ÍR, Gunnar Páll Jóakimsson og Ágúst Ásgeirsson, háðu með sér harða keppni út allt hlaupið, og tókst hvor ugum að slíta hinn af sér, en á loka- metrunum seig þó Gunnar fram úr og sigraði í hlaupinu annað árið í röð. Góð þátttaka var annars í hlaup- inu og hart barist um hvert sæti. Úrslitin urðu annars sem hér segir: Karlar: 1. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR 26:23,3 2. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 26:23,9 3. Gunnar Snorrason, UBK 26:44,8 4. Sighvatur Dýri Guðmundss., HVÍ 27:38,5 5. Einar Sigurðsson, UBK :!7:49,1 6. Sigfús Jónsson, ÍR 27:51,1 7. Lúðvík Björgvinsson, UBK 28:03,3 8. Leiknir Jónsson, Á 28:24,9 9. Guðmundur Sigurðsson, UMSE 28:29,7 10. Erling Aðalsteinsson, KR 28:50,4 11. Sigurður Haraldsson, FH 28:54,7 12. Jóhann Sveinsson, UBK 29:02,4 13. Ágúst Gunnarsson, UBK 29:30,6 14. Guðmundur Gíslason, Á 29:40,7 15. Stefán Friðgeirsson, ÍR 29:48,7 16. Gunnar Kristjánsson, Á 30:28,6 17. Árni Kristjánsson, Á 30:38,8 18. Guðmundur Ólafsson, ÍR 30:46,7 19. Sigurjón Andrésson, ÍR 30:56,8 Konur: 1. Ragnheiður Ólafsdóttir, FH 13:00,5 2. Hrönn Guðmundsdóttir, UBK 13:45,9 Arnór vekur athygli KNATTSPYRNUMAÐURINN ungi Arnór Guðjohnssen hefur vakið mikla athygli í leikjum sínum að undanfórnu með liði sínu Lokeren. Að sögn belgískra blaða er Arnór orðinn einn af máttarstólpum Lokeren og lykilmað- urinn í allflestum leikkerfum liðsins. Þá hefur Arnór bæði skorað mikið af mörkum og lagt upp falleg mörk fyrir félaga sína. í síðustu tveimur leikjum Lok- um í sjónvarpinu í V-Þýskalandi. eren í Evrópukeppninni á móti Saloniki og Kaiserlautern lék Arnór meistaralega, og fór hróður hans þá víða. Meðal annars hefur verið sýnt mikið úr þessum leikj- Það hefur orðið til þess að hin ýmsu lið hafa Arnór nú í sigtinu. En eins og skýrt hefur verið frá rennur samningur Arnórs við Lokeren út í lok keppnistímabils- Snjóleysi hamlar heimsbikarkeppninni Heimsbikarkeppnin í skíðaíþrótt- um fer að hefjast, en strax er komið babb í bátinn. Risasvig kvenna sem fram átti að fara í Limone Piemonte á Italíu á mánudaginn verður að fresta vegna þess að ekkert er farið að snjóa að gagni í ítölsku Ölpunum. Stórsvig kvenna sem halda átti í nágrannabænum Pila þar næsta sunnudag þarf einnig að öllum lík- indum að færa til af sömu ástæðum. Fyrsti liður heimsbikarkeppninnar fer þó fram í Val D’Iser í Frakklandi á föstudaginn en þar er komin snjó- iol og því fer keppnin þar að öllum líkindum fram samkvæmt áætlun. Jafntef li á ARSENAL og Liverpool skildu jöfn í 16. liða úrslitum ensku deildarbik- arkeppninnar í knattspyrnu, leikið var á Highbury í Lundúnum. Ekkert mark var skorað í leiknum og var það einkum Bruce Grobbelaar að þakka, en hann stendur eins og kunnugt er í marki Liverpool. Arsen- al sótti nær látlaust í leiknum og Liverpool lék auk þess með aðeins 10 leikmönnum allt frá 40. mínútu, er Ray Kennedy var rekinn af leik- velli fyrir Ijótt brot. Liðin verða því að reyna með sér að nýju. Þá fóru fram í fyrrakvöld 3 leik- ins. Arnór mun því vera undir smásjánni það sem eftir er af keppnistímabilinu. Hér að neðan má sjá umsögn úr einu belgísku blaði um leik Lokeren og eins og sjá má fær Arnór hæstu einkunn eða þrjá. Stjörnur eins og Lato og Larsen fá aðeins 1. - ÞR. TOESCHOUWERS: 5.000. SCHEIDSRECHTER: Peeters. DOELPUNTEN; 14’ Mom- Imens (1—0); 80’ Larsen (2-0). ■ • LOKEREN: Hoogenboom (2), llngels (2), Dobias (1), De Schrij- Iver (2), Verheyen (1), Somers (2) IMommens (2), Van Cauter (1), jGudjohnson (3), Lato (1), Larsen í Knatlspyrna 1 Highbury ir í 3. umferð sömu keppni, auka- leikir vegna jafntefla. Úrslit urðu þessi: West Ham — WBA 0—1 Watford — QPR 4—1 Wigan — Aston Villa 1—2 West Ham sótti nær látlaust gegn WBA, en framherjar liðsins voru lánlitlir. Rétt fyrir leikslok skoraði síðan Cirel Regis sigur- mark WBA eftir varnarmistök hjá WH. Paul Allen og Ally Brown voru reknir út af í leiknym fyrir slagsmál. Fer George Best til Middlesbrough? ÞAÐ ER með George Best eins og Mohammad Ali, þeir eru alltaf í fréttunum, og almenningur veltir fyrir sér hvað þeir muni taka sér næst fyrir hendur. George Best er sem kunnugt er einn mesti knatt- spyrnumaður allra tíma, en er kom- inn yfir toppinn og leikur nú í bandarísku knattspyrnunni með San Jose Earthquakes. En hann þykir þó enn afar snjall framherji og enska 1. deildar félagið Middlesbrough er nú á höttunum eftir karlinum. Bobby Murdoch, framkvæmdastjóri Boro staðfesti í gær, að hann stæði í samningaviðræðum við Jarðskjálft- ana og Best sjálfan. Helsta vopn Murdochs er að benda Best á að hafi hann hug á að leika í loka- keppni HM fyrir hönd Norður írlands næsta sumar, þurfi hann að sýna fram á hæfni sína í hinni hörðu ensku deildarkeppni. Ekki er vitað hverjar verða lyktir þessa máls, en eigi alls fyrir löngu þótti ekkert líklegra en að Best gengi til liðs við sit.t gamla félag Manchester Utd. Viðræður fóru fram, en ekkert varð úr. Hann hefur lýst yfir áhuga sínum að komast til Spánar með Norð- ur-írum næsta sumar, en svo óút- reiknanlegur hefur kappinn þótt, að ógerningur er að vita hvaða stefnu málin kunna að taka. ) ' t • Hér áður fyrr snérist allt líf Best um hið Ijúfa líf. En nú hefur heldur betur orðið breyting á. Nú er hann hinn heimakæri fjölskyldufaðir. En á myndinni hér að ofan má sjá Best ásamt konu sinni og syni. L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.