Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 48. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fá pólskir verkalýðsfor- ingjar að flytja úr landi? Vmrajá, Geaf, 3. marz. AP. NEFND á vegum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar í Genf ályktaði í dag að herlögin í Póllandi gKtu ekki leyst vanda Pólverja og að þegar bæri að aflétta banni við starfsemi verkalýðs- félaganna í landinu. Einnig var skor að í pólsk yfirvöld að láta þegar úr haldi þá verkalýðsforingja, sem hand- teknir hafa verið. Hernaðaryfirvöldin í Póllandi hafa nú til athugunar að veita verkalýðsforingjum í landinu vega- bréfsáritanir til að fara til útlanda, en þó þannig að þeim verði ekki heimilt að snúa aftur. Frá þessu var greint í tilkynningu yfirvalda í dag. Pólsk blöð gera í dag mikið veður út af heimsókn Jaruzelskis hers- höfðingja til Sovétríkjanna og fara fögrum orðum um vináttu og bróð- urþel Sovétmanna í garð Pólverja. Fjölskylda Lech Walesa leiðtoga Samstöðu skýrði frá því í dag, að ákveðið hefði verið að fresta því að skíra yngsta barn Walesa-hjón- anna, sem fæddist í janúar sl., þar til heimilisfaðirinn hefði verið lát- inn laus úr haldi. Barnið á að heita María Viktóría og upphaflega stóð til að skíra nk. sunnudag, en því hefur nú verið frestað um óákveð- inn tíma. Forseti EI Salvador: Þurfum stuðning allra lýðræðisþjóða heims La Libertad, Kl Salvador, 3. marz. AP. JOSE Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, hvatti í dag „lýðræðisþjóðirnar í heiminum" til að styðja við bakið á fyrirætlunum stjórnarinnar um að halda kosningar í landinu í lok þessa mánaðar, enda þótt vinstri sinnar hafi ákveðið að virða þær að vettugi. „Við þurfum stuðning allra lýðræðissinna til að gefa því fólki hér tækifæri, sem ekki kærir sig um ofbeldi og morð, en vill lýðræði," sagði Duarte í ræðu í borginni La Libertad. Duarte sagði, að í væntanleg- um kosningum 28. marz nk., myndu íbúar landsins fá tæki- færi til að taka þátt í veigamestu hugmyndafræðilegu baráttu á vesturhveli jarðar. „Okkar bar- átta er ekki aðeins fyrir E1 Salvador, heldur fyrir lýðræðið alls staöar í latnesku Ameríku," sagði forsetinn, 1 kosningunum í þessum mán- uði á að velja 60 menn til þings, sem hafa mun það hlutverk að koma á bráðabirgðastjórn í land- inu, skrifa nýja stjórnarskrá og setja reglur um kjör forseta, sem væntanlega verður á næsta ári. Miðflokkur Duartes keppir í kosningunum við fimm hægri flokka um fylgi kjósenda, en vinstri sinnaðir flokkar hafa neitað að taka þátt í kosningun- um, þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi frambjóðenda þeirra. Ekki er búizt við því að kosningaþátttaka verði mikil. Um 1,2 milljónir manna hafa kosningarétt í E1 Salvador, en hermenn í her landsins, 25 þús- und að tölu, hafa ekki atkvæðis- rétt. Brezka ríkisstjórnin tilnefndi í dag lagaprófessor og fyrrverandi sendiherra sinn í Mexíkó til að vera fulltrúar Breta í E1 Salva- dor þegar kosningarnar fara fram og fylgjast með þeim. (Sfmamynd AP) Mitterand Frakklandsforseti á Ben Gurion-flugvelli við Tel Aviv ásamt Navon forseta ísraels og Begin forsætisráðherra landsins. Mitterand vid komuna til Tel Aviv: „Eg er vinur Israels“ Jenásalem, 3. marz. AP. FRANCOIS Mitterand Frakklands- forseti kom í dag í opinbera heim- sókn til ísraels og var forkunnarvel tekið þar af ráðamönnum og aP menningi. Allir helztu ráðamenn ísraels tóku á móti Mitterand á flugvellinum, en þetta er i fyrsta sinn sem franskur þjóðhöfðingi heimsækir fsrael. Meðal þeirra, sem tóku á móti forsetanum, var Begin forsætisráðherra, en hann er enn í hjólastól vegna aðgerðar, sem hann gekkst undir nýlega. Nordsat-áætlunin var sam- þingi Norðurlandaráðs þykktá Hclsinki, 3. marz. Frá Eb'nu Pálmadóttur blm. Mbl. NORDSAT var siðdegis f dag bjargað frá dauða hér á þingi Norðurlandaráðs þegar samþykkt var með 52 atkvæðum gegn einu tillaga um að 4 þjóðanna, Island, Finnland, Noregur og Svíþjóð, haldi áfram að vinna að þróun kerfis fyrir sjónvarps- og útvarpssendingar um sjónvarpshnött þrátt fyrir það að Danmörk hafi dregið sig út úr. 12 sátu hjá. Hefur verið mikill órói hér vegna þessa máls, og hafa íslenzku þing- mcnnirnir, sem eru allir miklir stuðn- ingsmenn málsins, unnið að því af kappi og eru flutningsmenn tillögunnar til menningarmálanefndar, sem eftir 2'/j tíma umræður á sunnudagskvöld náði samkomulagi um að mæla ein- róma með þessu við þingið. Þingmennirnir voru í gær að vinna af kappi að því að vinna tillög- unni fylgi, þegar Ingvar Gíslason lýsti því yfir í ræðustól að áhugi ís- lands sé ekki sá sami eftir að Dan- mörk dró sig út og óvíst um afstöðu íslands eftir að löndin væru orðin fjögur. Kom þetta þingmannanefnd- inni algerlega í opna skjöldu og fann Halldór Ásgrímsson sig knúinn til að koma í ræðustól i dag og leggja áherzlu á það við þingið að allir í islenzku sendinefndinni styddu til- löguna einróma. Síðar í dag kom svo Ingvar Gíslason i ræðustól og dró í land, kvaðst ekki vera neikvæður í þessu máli, en hann vildi að menn litu með raunsæi á það. Hann tæki fram að hann styddi tillöguna eins og hún liggur fyrir. Fréttamaður Mbl. spurði Gunnar Thoroddsen í símtali að gefnu tilefni um afstöðu stjórnarinnar og sagði hann að ef allir væru ekki með, breyttust kostn- aðarhlutföll og ríkisstjórnin hefði ekki tekið afstöðu til þessara nýju viðhorfa. Með breyttu orðalagi tillögunnar og fyrirvörum m.a. um að málið komi aftur fyrir þing Norðurlanda- ráðs áður en útvarps- eða sjón- varpshnöttur fari á framkvæmda- stig, féllust Svíarnir á að vera með, en Sósíaldemókratarnir sænsku voru nokkuð hikandi við að setja Nordsat, sjónvarpshnött af stað við hliðina á sínum telex-gervihnetti, sem er minni. En Falldin forsætisráðherra sagði aö Svíar yrðu með og að slíkur hnöttur rúmi bæði iðnaðar- og menningarlega hagsmuni landanna. Er reiknað með að næstu 2 árin fari fram athugun á tæknilegum og fjárhagslegum þáttum og miðað að því að hægt verði að skjóta norræn- um gervihnetti upp 1985. Umræðurnar stóðu lengi og allir þeir, sem til máls tóku frá þjóðunum fjórum, mæltu ákaft með tillögunni um að þær héldu áfram, töldu það skipta óhemjulegu máli fyrir norr- æna menningu og samheldni Norð- urlanda, sem ættu á hættu að drukkna í flóði nýrrar tækni. Enginn danskur fulltrúi tók til máls. Mitterand sagði í stuttu ávarpi við komuna til ísraels, að hann væri vinur ísraels, en vék einnig að tillögum Evrópubandalagsins um lausn á vandamálum Palest- ínuaraba. í ísrael hafa menn lagt á það mesta áherzlu að heimsókn Mitterands tákni nokkra breyt- ingu á stefnu Frakklands gagn- vart Miðausturlöndum, en undan- farin 15 ár hafa Frakkar fremur verið hliðhollir Aröbum en ísra- elsmönnum. Tveir menn falla í árás á menning- armiðstöð Briiíwel, 3. mmn. AP. TVEIR menn voru drepnir í kvöld, miðvikudag, og þrír særðir í skothríð í hverfi í Bríissel, sem einkum er byggt fólki sem er af júgóslavnesku bergi brotið. Einn af þeim sem særðust er sagður ( lífshættu. Að því er sjónarvottar skýrðu lögreglunni frá, kom maður vopnaður vélbyssu inn í menningar- og íþróttamiðstöð- ina Júgóslavía í hverfinu og hóf skothríð á fólk, sem var inni í húsinu. Maðurinn lagði snar- lega á flótta, en lögreglan seg- ist hafa fengið góða lýsingu á honum. Hrydjuverkamenn leystu 230 fanga úr haldi í Perú Lima, Perú, 3. marz. AP. STDR hópur hryðjuverkamanna réðst til atlögu inn á lögreglustöð, fangelsi og sjúkrahús, sem eru í sam- byggingu f bænum Ayarucho, og leysti úr haldi 230 fanga sem voru á þessum stofnunum. Þrír lögreglu- menn voni drepnir í þessum árásum. Jose Gagliardi innanrfkisráðherra sagði að sjö hryðjuverkamenn hefðu fallið, og fjórir fangar voru skotnir á flótta. Munu því fjórtán manns hafa látizt samkvæmt opinberum heimild- um, en þar sem fréttum um málið ber ekki saman, kann sú tala að vera hærri. Innanríkisráðherrann sagði, að árásirnar hefðu bersýnilega verið þrautskipulagðar og léki grunur á að einhverjir hernaöarsérfræð- ingar kynnu að hafa tekið þátt í undirbúningnum. Þetta er alvar- legasti atburður sem hefur orðið í Perú síðan Belaunde Terry forseti tók við völdum ásamt borgaralegri ríkisstjórn sinni í Perú fyrir rúm- lega hálfu öðru ári. Innanrikisráðherrann sagði að ellefu þjóðvarðliðar hefðu særzt og allmargir hryðjuverkamenn hefðu verið handsamaðir. Lýst hefur ver- ið yfir neyðarástandi í bænum, en lögreglustjóri þar sagði í kvöld, að allt virtist nú með kyrrum kjörum. í kvöld hafði ekki spurst til fang- anna sem komust undan og ekki hafði lögreglan haft hendur I hári fleiri tilræðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.