Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 11 Fjölgad í sveitar- stjórn f Sandgerði Prófkjör sjálfstæðismanna um helgina Sandgerði, 3. mara. HREPPSNEFND Miðneshrepps hefur ákveðið og fengið samþykki sýslunefndar til að fjölga fulltrúum í sveitarstjórn úr fímm í sjö og verða því í væntanlegum sveitarstjórnar kosningum í vor í fyrsta sinn kosnir sjö fulltrúar í hrepps- nefnd Miðneshrepps. Bænadagur kvenna er á morgun KONUR í 150 þjóOlöndum koma saman til benar í smáum og stórum bópum á morgun, 5. marz. Baenadagurinn byrjar við dagalínu í Kyrrahafi og fyrstu kristnu hóparnir koma saman á Tongaeyjum, Fiji og Nýja Sjálandi. Aðilar að hænadegi kvenna á fslandi eru fjölmargir og samkomur haldnar víða um land þennan dag. f Reykjavík verður samkoma i Dómkirkjunni kl. 20.30. Þar munu tala séra Miyako Þórðarson og Svava Bernharðsdéttir. Undirbúningur undir framboð til kosninganna er hafinn hér fyrir nokkru. Meðal annars geng- ust alþýðuflokksmenn og óháðir borgarar, sem boðið hafa fram H-lista undanfarin ár, fyrir skoð- anakönnun um helgina 20.—21. febrúar sl. Fjórir efstu menn úr þeirri könnun urðu: Jóhann G. Jónsson, Grétar Mar Jónsson, Jón Norðfjörð og Sigurður Friðriksson — en framboðslisti þeirra hefur ekki verið birtur enn. Sjálfstæðis- félag Miðneshrepps hefur ákveðið að hafa prófkjör til uppstillingar á framboðslista. Hyggst félagið hafa prófkjörið um næstu helgi, 6.-7. mars. Verður það fram- kvæmt með svipuðu sniðu og nokkrar undanfarnar kosningar, þannig að prófkjörslistar verða bornir í hús til hugsanlegra stuðn- ingsmanna nk. föstudag og sóttir til þeirra aftur eftir kl. 17 á sunnudag. Fyrir þá sem kunna að vera stuðningsmenn en ekki hafa fengið heimsenda prófkjörslista verður opinn kjörstaður í Leik- vallahúsinu frá kl. 13—17 nk. sunnudag. Átján eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins: Björgvin Pálsson, Erlingur Jónsson, Guðjón Þ. Ólafsson, Gunnar Sigtryggsson, Heiðar Viggósson, Jón E. Clausen, Jón F. Friðriksson, Jón H. Júlíus- son, Rúnar Þórarinsson, Margrét Pálsdóttir, Pálína J. Guðmunds- dóttir, Reynir Sveinsson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Þ. Jóhanns- son, Svanbjörg Eiríksdóttir, Sæ- unn Sigurbjörnsdóttir, Þórarinn Reynisson og Þorbjörg Tómas- dóttir. - Jón Alþjóðlegur bænadagur kvenna átti upphaf sitt í Ameríku. Um miðja 19. öld hafði myndast þar bænahringur, sem síðan hefur orðið að alþjóðlegri hreyfingu. Hreyfingin hefur aðalstöðvar sín- ar í New York. Aðilar að bænadeginum á ís- landi eru: Aðventkirkjan, Elím- söfnuðurinn, Fríkirkjan í Reykja- vík, Hjálpræðisherinn, Hvíta- sunnusöfnuðurinn, KFUK, Kaþ- ólski söfnuðurinn, Kristniboðsfé- lag kvenna og Þjóðkirkjan. Á morgun safnast hópar saman í bæn og lofgjörð sem‘flutt verður á 1.000 mállýzkum, þar til sól sezt við strendur Alaska. Segir í fréttatilkynningu frá forráða- mönnum bænadagsins á íslandi, að á þessum degi vilji konur minna á að Guð kallar alla til þess að vera sinn lýður. Þær vilji biðja um frið á jörð, um miskunn Guðs vegna þeirrar margvíslegu neyðar, sem hrjáir mannkyn allt. Þær biðji, að kærleiksríkur máttur Guðs hafi áhrif á líf einstaklinga og þjóða. „Ég lcet bankann óvaxta peningana mína." Bankinn getur ávaxtað peninga þína án nokkurs kostnaðar eða áhættu! Þeir hœtta engu sem leggja peninga sína inn á verðtryggðan bankareikning. Peningar á verðtryggðum bankareikningi eru lausir tvisvar á ári. Þœgileg viðskipti, fullkomið öryggi, engin sölulaun. Á verð- tryggðum bankareikningi íœrðu auk vaxtanna fullar vísitölubœtur. Inneign þín er meira að segja skattfrjáls. Viðskiptabankarnir Því segja nú sííellt fleiri: „Ég lœt bankann ávaxta peningana mína."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.