Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 39 Snilldarleg syrpa íslenzkra alþýðulaga Hljóm- plotur Árni Johnsen Snilli Gunnars Þórðarsonar, hugmyndaauðgi og fagleg kunn- átta í þágu tónlistargyðjunnar er slík að hann hefur stækkað ísland og búið mannlífi þessa lands betri skilyrði en ella og það er einmitt hin hæverska en glæsilega reisn Gunnars Þórð- arsonar sem gnæfir hæst á hljómplötunni íslenzk alþýðulög, sem Fálkinn fékk hann til þess að setja saman og stjórna. Eru þó engir aukvisar á ferð á plöt- unni, rjómi íslenzkra dægurlaga- söngvara í dag og færustu hljóðfæraleikarar. Það er raunar ótrúlegt að Gunnar Þórðarson, sem hefur staðið í eldlínu ís- lenzks tónlistarlífs í liðlega 20 ár, skuli sífellt geta komið á óvart án þess að fipast. Slíkt er aðeins mikilla listamanna. Lagavalið á þessari ágætu plötu er þannig að það gefur góða mynd af íslenzkum alþýðu- lögum, og miðað við það að plat- an er ekki síður hugsuð fyrir út- lendinga þá er þarna um að ræða lög sem eru sígild gagnvart hvaða tónlistarsmekk sem er. Það er einkennandi fyrir þessi lög hvað það er mikill skáldskap- ur í þeim. Við sem höfum alizt upp með lagi og ljóði höfum ákveðnar tilfinningar til þeirra, en ég hef margoft reynt útlend- inga að því að skynja sterklega tilfinninguna i islenzkum lögum, jafnvel þótt þeir þekki ekki sög- una í ljóðinu, en miði aðeins við þá tilfinningu sem þeir hafa fyrir Islandi. Oft ferðast menn svo gott sem hugsunarlaust til annarra landa, ákveða að skreppa eitt eða annað, en þeir sem ferðast til íslands gera það í flestum tilvikum vegna áhuga á landinu, áhuga sem hefur vakn- að af einhverjum ástæðum, en viðkomandi fólk hefur síðan þró- að með sér. Fyrir þetta fólk er plata Fálkans, íslenzk alþýðulög, hreinasta gersemi og reyndar ekki síður fyrir heimamenn sjálfa, því þótt Gunnar færi mörg lögin í nýjan búning þá brýtur hann aldrei hefðina, brýt- ur aldrei legginn þótt hann sveigi hann aðeins eins og vind- urinn. Islenzk alþýðulög eins og Borðsálmur Jónasar, Sumar- kveðja Páls Ólafssonar og Inga T. Lár., Litfríð og ljóshærð Jóns og Emils Thoroddsen, Á sprengi- sandi Gríms og Sigvalda, Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann, Rímur Eggerts, Hótel Jörð Tóm- asar og Heimis Sindrasonar, Vöggukvæði Halldórs úr Silfur- tunglingu við lag Jóns Nordals, Suðurnesjamenn Ólínu Andrés- dóttur og Sigvalda, ísland far- sælda Frón og síðast en ekki sízt Þjóðsöngur vor, sýna svo ekki verður um villzt að þessi þjóð hefur góðan smekk á tónlist, þroskaðan og líkast til innbyggð- an að verulegum hluta sem rím- þátt við íslenzka náttúru. Öll þessi lög eru á plötu Gunnars og Fálkans og það er skemmtilegt að hjá öllum söngvurum plöt- unnar skuli textinn koma til skila tær eins og berguppspretta. Þá má einnig þakka Gunnari gott val söngvara, þeirra Ólafs Þórðarsonar, Björgvins Hall- dórssonar, Pálma Gunnarsson- ar, Sigrúnar Harðardóttur, Ág- ústs Atlasonar og jafnvel hjá bakröddunum er ekki síður vel mannað, enda komast þær vel til skila í meðferð Ragnhildar Gísladóttur, Ellenar Kristjáns- dóttur og Magnúsar Sigmunds- sonar. Auk óaðfinnanlegrar túlkunar hljóðfæraleikaranna á plötunni er vert að geta Jóns Sigurðssonar bassa, sem sá um útsetningar á strengjum og und- irstrikar enn einu sinni þvílíkum hæfileikum hann býr yfir á því sviði. Islenzk alþýðulög Fálkans undir stjórn Gunnars Þórðar- sonar er plata sem er sígild bæði heima og heiman, hún er íslenzk fram í fingurgóma, vönduð og rík af þeirri stemmningu og þeim anda sem rís hæst í ís- lenzkri tónlist og er grundvöllur- inn fyrir öllum öðrum vanga- veltum íslenzkra tónskálda síð- ustu áratuga og það fer vel á því að Kirkjukór Langholtskirkju syngi þjóðsöng íslands sem loka- söng á plötunni, kynngimagnað lag með ljóð sem byggir á lífs- anda þjóðar vorrar. Bankastræti7 Símí 2 9122 A&alstrsti4 Sími 150 05 TILBOÐ Bjoðum staka jakka og Ijosar sumarbuxur á sérstöku tilboðsverði. Stendur aðeins nokkra daga. Sérstök leiguferö — verö frá kr. 3.614,- . Innifalið: flug, gisting, morgunverður, akstur milli hótela og flugvallar erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.