Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 12
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 41 Efíir að þjóðhöfðingjarnir og aðrir gestir höfðu hlýtt á guðsþjónustu undir berum himni á rústum Þjóðhildarkirkju gengu þeir í fylkingu um svæðið og skoðuðu fleiri rústir. M«»p..bu*i*/HG Messað í rústum Þjóðhildarkirkju QAGSSIARSSUK er grænlenzka nafnið á Bröttuhlíð, bæ Eiríks rauða. Bratta- hlíð stendur við Eiríksfjörð (Tunugdli- arfik) og er talið að þar hafi Eiríkur rauði sest að 982. Nú búa 83 menn í Bröttuhlíð og aðalatvinna þeirra er sauðfjárrækt og lítilsháttar fiskveiðar. Eins og kunnugt er af íslendingasög- um hrökklaðist Eiríkur rauði frá Islandi vegna mannvíga og hélt hann til lands- ins í vestri. Eftir að hafa siglt víða með landinu ákvað hann að setjast að í Bröttuhlíð með konu sinni, Þjóðhildi, og föruneyti. Nokkru eftir 1000 er kristni var tekin á íslandi barst hinn nýi siður til Grænlands og ákvað þá kona Eiríks, Þjóðhildur, að taka kristni. Var byggð fyrir hana kirkja nokkuð langt frá bæn- um og er sagt að svo hafi verið vegna þess að Eiríkur vildi ekki taka kristni og vildi því hafa kirkjuna sem lengst frá bænum. Þjóðhildarkirkja er talin fyrsta kirkjan, sem byggð var á Grænlandi. í Bröttuhlíð eru einnig rústir nýrri kirkju, bæjarhúsa og útihúsa. Er þjóðhöfðingjarnir komu til Bröttu- hlíðar gengu þeir um svæðið í fylgd fornleifafræðingsins Knud J. Krogh, sem rakti sögu staðarins og útskýrði rústirnir. Sagði hann að uppgröftur hefði hafizt á 3. áratugnum og þá hefðu fundizt útihús fyrir um 60 nautgripi, hlöður, geymslur og mjög stór íbúðar- hús. Elzta rústin er stór bær í skjóli við klettasnös og með góðu útsýni yfir fjörðinn. Síðar fundust svo rústir tveggja kirkna og hafði önnur verið byggð á rústum þeirrar fyrri. Talið væri að þær væru byggðar um 1100 og 1300. Merkasta uppgötvunin hefði þó orðið 1961 þegar menn rákust hvað eftir ann- að á beinagrindur er verið var að grafa fyrir grunni skólahúss. Vinnu hefði þá verið hætt og þegar uppgröftur hófst fundust grafir 144 manna. Sagði Krogh að menn teldu engan vafa á því að hér væri um Þjóðhildarkirkju að ræða. Hún hefði verið lítil torfkirkja, rúmað 20 til 25 manns. Karlmenn hefðu aðallega ver- ið grafnir sunnan hennar, en konur og börn norðan og austan og snéru allir í austur. HG Komu þjóðhöfðingjanna var beðið með mikilli eftírvæntingu, en þar aem nokkur bið varð á þvi að þeir kæmu, þótti gamla fólkinu betra að tylla sér. í baksýn eru skreiðarhjallar. Séð yfir rústir yngri kirknanna og út á firðinum má sjá nokkra borgarísjaka. Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Danadrottning og krónprinsarnir Friðrik og Jóakim htýða á fornleifafræðingiiin Knud J. Krogh segja sögu Bröttuhlíðar. Lammet eftir Kjeld Koplev Jóhanna Kristjónsdóttir Ég sá að Kjeld Koplev hefur skrifað nokkrar barnabækur, en þetta er fyrsta fullorðinsbók hans. Og það svo um munar! Sagan snýst um fólk sem býr í hjóna- bandi, eða að minnsta kosti ein- hvers konar ektastandi — og báðir aðilar eru sannfærðir um að þeir hafi vald á því, hvernig sambúðin hefur þróast, eða öllu heldur að þeir séu dús við hvernig sambúðin hefur orðið. Þessi hjón rífast ekki eins og annað fólk. Þau tala út um alit. Framhjáhald skiptir ekki nokkru máli — út frá þeirri for- sendu að afbrýðisemi sé úrelt og gamaldags tilfinning, sem er ekki samboðin frjálsbornu tuttugustu aldar fólki. Enginn má eiga aðra mannveru, hvorki sálariega né lík- amlega. Þetta er eiginlega alltof gott til að vera satt. Enda kemur í ljós að þetta gengur ekki. Konan hefur sitt frelsi, en það kemur æ betur í íjós, að karlmaðurinn kær- ir sig ekki um það hið sama. Hann langar ekki stöðugt og eilíflega að vera að sofa hjá út og suður, og stundum langar hann bara til að lifa hversdagslegu fjölskyldulífi. í þessu opna hjónabandi er eitthvað sem gleymist eða er hreinlega ýtt undir teppið. Hreinskilnin og þessi dæmalausi heiðarleiki drepur ást- ina, og það er líklega boðskapur bókarinnar. „Lammet" virðist sem sagt eiga að sýna að karlmaðurinn sé sá sem bíður lægri hlut, þegar konur hafa brotið af sér hina marg- umræddu hlekki og öðlast frelsi. Og fyrir aðalsöguhetjunni, karl- manninum, sem segir söguna, end- ar þetta með ósköpum og hann fær meiriháttar taugaáfall. Danskir gagnrýnendur hafa tal- Kjeld Kopler ið þessa frumraun Koplevs hina athyglisverðustu, þótt á henni sé að finna vankanta. Mér finnst þeir vankantar m.a. liggja í þessum endalausu samförum sem eru bók- ina í gegn — fyrr má nú aldeilis fyrrvera náttúran. Mér finnst kon- an sem slík fá fjarskalega barna- lega meðhöndlun, hún er kynvera fyrst og fremst, og „frelsi" hennar byggist fyrst og fremst á því, að í kynlífinu er hún frjáls. Ætli allar konur séu nú tilbúnar til að skrifa undir svona mikla einföldun. En fyrir nú utan það, er konan heldur fráhrindandi persónuleiki — og því verður að segjast eins og er, að manni er eiginlega alveg sama hvernig fyrir henni fer. Ég hef ekki lesið barnabækur Koplevs. Einhvers staðar hef ég lesið að þær séu bara góðar. Ég held hann ætti að snúa sér aftur að þeim. Der var saa meget eftir Alicju Fenigsen Það var svo margt — frumraun ungrar pólskrar konu sem hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1969. Án efa byggir höfundur að verulegu leyti á eigin reynslu og að undirtitli hefur bókin: saga framandi manns. Felicia býr í Póllandi, er Gyðingur og finnst að sér þrengt, svo að hún ákveður að flýja og reyna að byggja upp nýtt líf í hinu rómaða danska frelsi. Hún finnur vissulega frelsið, verð- ur ástfangin nokkrum sinnum og á við ýmis vandamál að stríða: er þá þetta frjálslynda land og þjóð- in, sem það byggir, kannski haldin fordómum gagnvart útlendingum þegar öllu er á botninn hvolft? Hún lýsir Dönum með augum út- lendings og það er verulega fróð- leg lesning. Hún vill verða ein af þeim — og þó, kannski vill hún það ekki, getur það ekki og um- fram allt, kannski Danir kæri sig alls ekki um að hún verði ein af þeim. Þegar sagan hefst hefur Felicia verið alllanga hríð í Dan- mörku, en þó getur hún ekki alveg Alicja Fenigsen skotið rótum, hún nær ekki valdi á málinu nema að takmörkuðu leyti og hún botnay ekki í hinum fræga danska húmor nema að vissu marki. Víst eru Danir elskulegir, en fjarskalega eru þeir yfirborðs- kenndir gagnvart útlendingum og hvað er það sem leyfist að baki pússaðri og fágaðri framhlið hinn- ar dönsku þjóðarsálar? Hún er ringluð og rótlaus og þó finnst henni hún ekki heldur vera Pól- verji lengur, til þess hefur hún verið í landinu of lengi. Þessi tog- streita innra með henni setur mark sitt á hugsanir hennar og gerðir. Hún uppiifir Danmörku með pólskum manni — þau kynn- ast neikvæðustu hliðum Dana og samband þeirra fer út um þúfur vegna þess þau fá ekki afborið það viðmót sem þeim er sýnt. En samt sem áður er tónn bókarinnar bjartsýnn og jákvæður. Vegna þess að þegar grannt er að gáð eru Danir ljúfir og þegar hún hefur kynnzt þeim í raun og veru alveg upp á nýtt finnur hún að í þessu landi og með þessu fólki vill hún vera. Alicja Fenigsen skrifar bókina á dönsku, vel má vera að einhverjir sérfræðingar hafi lesið yfir hand- ritið til að betrumbæta málið, en í fljótu bragði verður ekki annað séð en hún hafi ótrúlegt vald á málinu — og hún er meira að segja smituð af danska húmorn- um, sem var henni svo hvimleiður í fyrstu. Kímni er það sem gengur í gegnum bókina eins og rauður þráður. Og ekki staðbundinn danskur húmor, heldur það sem allir mega skilja og kætast yfir hvar svo sem þeir eru staddir á jarðarkúlunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.