Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: 192 starfsmenn skora á ríkisstjórnina 192 STARFSMENN flugstöðvarinn- ar á Keflavíkurnugvclli hafa með undirskriftum skorað á ríkisstjórn ina art hefja þegar byggingu nýrrar flugstörtvar. Segir mertal annars í Viðræðum BSRB og ríkis frestað „STAÐAN er afskaplega óljós, enda virtra'rtur rétt farnar af stað,“ sagði Kristján Thorlacius, formartur BSRB, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu mála í samn- jngum bandalagsins og ríkisins. „Ríkissáttasemjari tók ákvörð- un um það í gær, að fresta fyrir- huguðum fundum samninga- nefnda BSRB og ríkisins í dag og á morgun a.m.k. fram yfir helgi og gefa einstökum félögum og sér- samböndum betri tíma til að ræða um sína sérkjarasamninga. Þær viðræður hafa staðið yfir undanfarna daga og verður haldið áfram fram yfir helgi. Það er því óljóst enn, hvenær samninga- nefndir aðila koma saman til fundar," sagði Kristján Thorlacius ennfremur. Kristján sagði, að sérkjaravið- ræðurnar tækju alltaf töluvert langan tíma og það yrði að bíða þar til málin væru eitthvað farin að skýrast þar, áður en hægt væri að meta stöðuna fyrir alvöru. Að- ildarfélagar BSRB, ríkisstarfs- menn og starfsmenn bæjarfélaga, eru í dag liðlega 16 þúsund. áskorun starfsfólksins art vinnuart- starta, artbúnartur og umhverfi núver- andi flugstöðvar séu slík, að nirtur- lægjandi verði art teljast. Fer texti áskorunar starfsfólks- ins í heild hér á eftir: „Við undirritaðir starsfmenn á hinni 34 ára gömlu bráðabirgða- flugstöð á Keflavíkurflugvelli skorum hér með á ríkisstjórnina að hlutast til um að hafist verði nú þegar handa við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli. Vinnuaðstaða, aðbúnaður og umhverfi núverandi flugstöðvar eru slík að niðurlægjandi verður að teljast, ekki einungis gagnvart okkur sem starfsfólki, heldur einnig fyrir þær þúsundir Islend- inga, sem um stöðina fara. Þá er það skoðun okkar að að- skilnaður herflugs og farþegaflugs sé nauðsynlegur og í raun sjálf- sagður þáttur í reisn íslensku þjóðarinnar." Nú leggja menn nótt virt dag, virt að gera allt klárt fyrir opnun sýningarinnar Heimilirt og fjölskyldan ’82, sem á art opna á morgun. Á þessari mynd má sjá menn önnum kafna við undirbúninginn. Ekkert samkomulag í ríkisstjórninni: Ágreiningur í Framsókn og Alþýðubandalaginu Neitar Guðmundur J. að samþykkja veigamikil atriði í vísitölumálunum? SÍÐDEGIS í gær var gert rárt fyrir því art samkomulag hefrti tekist í megin- dráttum milli artila ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum, en á ríkisstjórnarfundinum sem hófst kl. 17 kom í Ijós að innbyrrtis ágreiningur meðal bæði framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna kom í veg fyrir að samstaða nærtist innan ríkisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir. Upp úr viðræðunum slitnaði er ríkisstjórnin hafði setirt fund í rúmlega þrjár klukku- stundir. Þjónusta nýrrar ferju verði aukin MORGUNBLADINU hefur borizt eftirfarandi áskorun, samþykkt á að- alfundi kjördæmisráðs Sjálfstærtis- flokksins á Vestfjörðum: „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins, haldinn á ísafirði 13. og 14. ágúst 1982, skor- ar á stjórnvöld að sjá svo um, að við smíði nýs Breiðafjarðarbáts, sem stendur til að fara að byggja, verði þjónustumöguleikar hans ekki minnkaðir frá því, sem nú er, heldur auknir. Fundurinn leggur til að tekið verði fullt tillit til óska Breiðfirð- inga og Vestfirðinga um smíði bátsins og haft við þá samráð varðandi hönnun hans. Benda má á, sem æskilega lausn, teikningu af ferju, sem Bátalón í Hafnar- firði hefur gert og aðalfundur Baldurs hf. mælti með í sumar.“ Fyrir ríkisstjórnarfundinn í gær reiknuðu stjórnarliðar aðrir en alþýðubandalagsmenn með að samstaða hefði náðst, en á fundin- um kom fram að skoðanamunur var uppi meðal framsóknarmanna og bakslag komið af hálfu Alþýðu- bandalagsins. Er talið að Guð- mundur J. Guðmundsson, þing- maður Alþýðubandalagsins og formaður Verkamannasambands íslands, hafi í símtölum frá Lux- emborg í gær harðneitað að sam- þykkja veigamikil atriði samn- ingsdraganna, en Guðmundur frétti fyrst af gangi mála um há- degisbilið í gær. Enn er það „umgjörð" skerð- ingarákvæða vísitölubóta á laun, þ.e. hvernig áform ríkisstjórnar- innar þar að lútandi skuli birt al- þjóð, sem stendur hvað fastast í samningaviðræðunum. Þá mun Guðmundur J. Guðmundsson sam- kvæmt heimildum Mbl. hafa harð- neitað að samþykkja fyrirhugaðar breytingar á vísitölugrundvellin- um, og einnig lýst sig andvígan því að verðbætur yrðu næst reiknaðar 1. janúar í stað 1. des. nk. Þá munu önnur ágreiningsefni hafa komið upp meðal ráðherranna á fundin- um í gær, sem orsökuðu að slíta varð fundi án árangurs. Efnahagsnefnd og ráðherra- nefnd ríkisstjórnarinnar og þing- menn stjórnarliða funduðu stöð- ugt í gærmorgun og fram efir degi. Þá fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í gærdag frá kl. 13 til 16, og voru flestir bjart- sýnir á að samkomulag næðist að þeim fundarhöldum loknum. Rík- isstjórnarfundur stóð síðan yfir frá kl. 17 til 20.10, en eftir að upp úr slitnaði kom þingflokkur Al- þýðubandalagsins saman. Óljóst var í gærkvöldi hvenær þingflokk- ur Framsóknarflokksins kæmi saman á ný, en þingmenn hans af landsbyggðinni höfðu margir hverjir haldið til síns heima í gærdag, fullvissir þess að smiðs- höggið yrði rekið á í lok ríkis- stjórnarfundarins. Ljóst er að efnahagsráðgjafar ríkisstjórnar- innar og ráðherrar fá nóg að starfa í dag. Þá munu þingmenn einnig hafa ýmislegt til málanna að leggja, eins og nú er komið. Ríkisstjórnin ákvað næsta fund sinn síðdegis í dag. Sjá virttal virt Gurtmund J. Gurtmundsson hér á sírtunni. Auglýst eftir framboöum til kjör- nefndar D-listans í Reykjavík: Formsatriði, en eins gott að vera við öllu búinn — segir Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri fulltrúaráðsins Guðmundur J. Guðmundsson: Mun hraða för minni heim Átti mörg og löng símaviðtöl við forystumenn Alþýðubandalagsins frá Luxemborg í gær „ÞETTA mál er ekki afgreitt, en hins vegar er þart mikið mál og ég mun hraða ferð minni heim. Ég ætlarti ekki að koma fyrr en um mánartamót, en kem heim á morg- un eða hinn. Eram art því mun ég hafa störtugt samband virt félaga mína, en ég hef ekkert samband haft virt ísland fyrr en í dag,“ sagrti Gurtmundur J. Guðmundsson, þingmartur Alþýðubandalagsins og formartur Verkamannasambands íslands, er Mbl. ræddi við hann símleiðis til Luxemborgar í gær- kvöldi, en Guðmundur hefur verirt fjarverandi síðustu vikur á meðan umrærtan um efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar hefur staðirt yfir. Eins og fram kemur í annarri frétt Mbl. hér á síðunni er það álit manna, að Guðmundur hafi sett strik í efnahagsreikning rík- isstjórnarinnar í gær með því að setja samflokksmönnum sínum stólinn fyrir dyrnar varðandi veigamikil atriði í vísitölumál- unum, sem tekist hafði að öðru leyti að ná samkomulagi um inn- an þingflokks Alþýðubandalags- ins. Samkvæmt heimildum Mbl. átti Guðmundur mörg og löng símaviðtöl við forystumenn Al- þýðubandalagsins í gær, en að hans eigin sögn frétti hann fyrst af gangi mála, er hann náði símasambandi við Ólaf Ragnar Grímsson þingflokksformann um kl. 13 í gær. Guðmundur mun m.a. hafa alfarið neitað að skrifa undir að breytingar yrðu gerðar á vísitölugrundveilinum og einn- ig lýst sig andvígan því að vísi- talan yrði næst reiknuð út 1. janúar í stað 1. desember nk. Að- spurður vildi Guðmundur ekkert tjá sig um þessa hluti í gær- kvöldi. Hann var spurður hvort hann myndi samþykkja þá 10% kjaraskerðingu sem Álþýðu- bandalagsráðherrarnir hafa nú þegar samþykkt 1. desember. Hann svaraði: „Ég er nú ekki farinn að sjá fram á að þessi 10% kjaraskerðing verði. Það virðast vera alls konar fyrirvar- ar og skóbætur á því. Ég vil alls ekkert úttala mig um málið, fyrr en ég sé þetta frá ríkisstjórninni. Það eina, sem ég get sagt á þessu stigi, er að ég ætlaði ekki að koma heim fyrr en um mánaða- mótin, en ég kem heim fyrir helgi, jafnvel á morgun eða hinn,“ sagði hann að lokum. „ÞAÐ hefur engin afstaða verirt tekin til hvort haidirt verrtur próf- kjör erta ekki. Með þessu er ein- göngu verið art fullnægja formsat- rirti samkvæmt reglugerð sem þarf art vera lokirt, hvort sem gengið verrtur til kosninga í haust erta vor. Hins vegar er því við að bæta að slík óvissa ríkir nú um líf þessarar ríkisstjórnar, að það er eins gott að vera við öllu búinn og þessi aðgerð var einnig ákveðin nú af þeirri ástæðu,“ sagði Árni Sigfússon framkvæmdastjóri fulltrúarárts sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik aðspurður um ástæðu þess, að stjórn fulltrúaráðsins augiýsti í Mbl. í gær eftir framboðum til kjörnefndar fulltrúaráðsins vegna Alþingiskosninga. Árni sagði að ákvörðun þessa efnis hefði verið tekin á síðasta stjórnarfundi fulltrúaráðsins. Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fulltrúaráðsins á að kjósa átta manns í kjörnefndina þegar fyrir dyrum standa Alþingis- eða borg- arstjórnarkosningar og tekur gangur mála nokkurn tíma, eða 20 daga. Árni sagði í lokin að hér væri eingöngu verið að stytta fyrirséðan undirbúningstíma, síð- ar yrðu teknar ákvarðanir um hvort farið yrði í prófkjör eða ekki. Dannebrog í heimsókn DANSKA konungsskipið Dannebrog kemur í óopinbera heimsókn til Reykja- vikur dagana 27. til 31. ágúst. Skipið, sem Margrét Danadrottning hefur til umráða, er á leirt frá Græn- landi, en mertan á hátíöahöldunum vegna 1000 ára afmælis komu Eiríks rauöa þangað stóð, bjuggu meðal ann- ars Margrét Danadrottning ásamt fjöl- skyldu sinni, Ólafur Noregskonungur og Sonja krónprinsessa og forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, þar um borð. Hátíöahöldunum á Grænlandi er þegar lokið og hafa þjóðhöfðingjarnir þegar haldið þaðan flugleiðis. Dannebrog er byggt á fjórða ára- tugnum, en hefur verið endurbætt oft síðan. Skipið hefur komið til Reykja- víkur áður við mörg tækifæri og sein- ast 1973 er Margrét drottning kom til íslands í opinbera heimsókn. Skipstjóri á Dannebrog er B. Hjorth Jensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.