Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 3 Gunnar Bjarnason kemur að gúmmíbjörgunarbátnum og eins og sjá má er þungur sjór. Skipverjar á Gunnari Bjarnasyni taka björgunarbátinn um borð. Flugvél í innanlandsflugi nam neyðarsendinguna ÞAÐ VAR kl. 9.30 í gærmorgun sem neyðarsending heyrðist frá björgunarbát út af Snæfells- nesi, en vél í innanlandsflugi heyrði sendinguna. Kl. 10 hafði flugvél Flugmálastjórnar undir stjórn Sigurjóns Einarssonar fundið gúmmíbjörgunarbátinn og tilkynnt að tveir menn sæj- ust um borð. Þá var einskis báts saknað, en gúmmíbjörgunar- báturinn fannst 18,3 sjómílur vestur af Snæfellsnesi út af Öndverðarnesi og voru þá 6 vindstig á hafinu og mikill sjór. Slysavarnafélag Islands lét þeg- ar rjúfa dagskrá útvarps og óska eftir hjálp nærliggjandi báta og flugvélar voru sendar af stað auk björgunarþyrlu varn- arliðsins sem fór í fylgd Herc- ules-vélar. Þyrlan var yfir björgunarbátnum kl. 11.35 og um það bil 30 mínútum síðar var þyrlan á leið til lands með báða skipbrotsmennina innanb- orðs, en lík Óla T. Magnússonar, skipstjóra og eiganda Léttis, fannst ekki. Skömmu síðar kom vélbáturinn Gunnar Bjarnason frá Ólafsvík á vettvang og tók gúmmíbjörgunarbátinn um borð eftir tilsögn Fokker-vélar Landhelgisgæzlunnar sem hafði fylgzt með gúmmíbátnum eftir að Flugmálastjórnarvélin fann hann. Þyrla varnarliðsins á landleið með skipbrotsmennina, 17 ára stúlku og 19 ára pilt Ljóamjndir Mbl. Rignxr Axeliwon Ljóvsm.: David Knode. Björgunarþyrla varnarliðsins gerir klárt yfir björgunarbátnum. Enn falla skriður í Siglufirði: Heyrði ægilegar drunur og sá stóra gusu koma niður brekkuna — segir Magnús Benediktsson Frá Helga Bjarnaayni, bladamanni Mbl. i Siglufiröi. SKRIÐUFÖLLIN í Siglufirði héldu áfram í fyrrinótt, en eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag hófust þau á mánudagsmorguninn. Sennilega hafa þrjár skriður til viðbótar falliö úr Hafnarfjalli. Sú fyrsta klukkan 23 á þriðju- dagskvöld, önnur um klukkan 1.30 aðfaranótt miðvikudagsins og sú síðasta klukkan 3.30. Það hellirigndi í Siglufirði frá því klukkan 2 í fyrrinótt og fram að hádegi í gær. Ný filla hefur senni- lega ekki farið úr fjallinu, heldur hefur gilið verið að hreinsa sig, þegar svona mikið rigndi og vatnið kom í aurinn, sem komið hafði úr gilinu á mánudag, hefur hann þynnzt, farið af stað og skriðan dreifzt. Hún hefur dreifzt talsvert meira en áður var. Ekki hefur orðið meira eignatjón en áður var orðið. Skriðan fyllti Suðurgötu aftur en hún fylltist fyrst á mánudag. Þunn vatnsleðja rann niður allan bæ og niður í sjó. Vinnuflokkur bæjarins var í all- an gærdag að vinna við að veita vatninu af svæðinu suður fyrir bæ- inn, þannig að það gæti runnið til sjávar án þess að valdá spjöllum. Eru þeir með jarðýtu og beltagröfu stöðugt við það verk svo og hjóla- gröfu eftir þörfum. Skriðurnar höfðu stöðvazt að mestu leyti við heitavatnsaðveituæðina til bæjar- ins á mánudaginn. I nótt gekk aur- inn yfir neyzluvatnsæðina og að- veituæð heita vatnsins og kom gat á þá síðarnefndu, en bæjarstarfs- mönnum tókst að gera við hana og koma í veg fyrir að hitinn færi af bænum. Ekki er talin vera mikil hætta á frekari skriðuföllum nema fari að rigna þeim mun meira, en ekki er ósennilegt að sá aur, sem kominn er niður úr gilinu, skríði áfram til og angri Siglfirðinga enn meira. Fólkið í þeim húsum, sem eru í mestri hættu, hefur flutt neð- ar í bæinn. Magnús Benediktsson, sem býr í húsi neðan Suðurgötu, beint fyrir neðan gilið, sem skriðurnar féllu úr, vakti í alla fyrrinótt og sagði eftirfarandi í samtali við Morgun- blaðið: „I fyrrakvöld um ellefuleytið heyrði ég hávaða ofan úr fjalli og þá hefur líklega komið smá skriða ofan að, en hún náði ekki hingað niður. Mér var ekki rótt og ákvað að vaka og sjá til hvernig þetta þróaðist. Um klukkan 1.30 heyrði ég ægilegar drunur og læti, sem stóðu í um 5 mínútur. Ég hafði eng- ar áhyggjur af þessu fyrr en klukk- an 3 að ég tók eftir því, að skurður- inn, sem grafinn var á mánudaginn til að veita vatninu frá byggðinni, var stíflaður og vatnið var farið að renna hér á milli húsanna, yfir göt- una og alla leið niður að sjó. Um þetta leyti fór ég út til að reyna að veita vatninu aftur inn í skurðinn. Ég var bara með skóflu, en gekk ágætlega þangað til um klukkan 3.30, að ég heyrði aftur ægilegar drunur. Ég tók til fótanna og hljóp um 100 metra leið suður fyrir skriðuna og sá þá stóra gusu koma niður brekkuna. Þetta var þunn drulluleðjuskriða, sem skipti sér og fór mestur hlutinn niður á götu, þar sem skriðurnar féllu á mánu- dagsmorguninn, fyllti götuna hérna fyrir framan og rann báðum megin við húsin, þar sem ég bý neð- an götunnar. Lækurinn kom síðan í kjölfar skriðunnar og steinsteyptur garðveggur varnaði því að drullan flæddi hér yfir lóðina. Fljótlega komu bæjarstarfsmenn á vettvang og gátu þeir beint læknum framhjá húsunum aftur. Ég fór síðan inn aftur um sexleytið og þá var allt farið að róast aftur," sagði Magnús. Myndin er tekin af Eldborg í Hafnarfjarðarhöfn. (Ljmm. k.e.) Nýjum vélum til vinnslu á kolmunna komið fyr- ir í Eldborg HF 13 NÚ f SUMAR hefur verið unnið að uppsetningu nýrra tækja í nóta- veiðiskipið Eldborg frá Hafnar- firði. Hér er um að ræða flökunar-, roð- og marningsvél til vinnslu á kolmunna um borð. Að sögn Þórö- ar Helgasonar útgerðarmanns var loðnuveiðibannið aðalástæða þess að ráðist var í að koma þessum tækjum fyrir i skipinu. Tilkoma vélanna hefur í för með sér smávægilegar breyt- ingar á Eldborginni. T.a.m. verð- ur hluti skipsins tekinn undir frystigeymslu. Þórður kvað verkið hafa tekið lengri tíma en áætlað var, en ef allt gengi að óskum ætti því að Ijúka upp úr mánaðamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.