Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Ný viðbygging við Hótel Borgarnes var opnuð í byrjun maí með fjölmennu þingi Lionsmanna. (Ljósm. Mbi. HBj.) „Getum tekið við 500 manna ráðstefnum“ — segir Jóhannes B. Sigurðsson hótel- stjóri í Borgarnesi „AUÐVITAÐ á maður að kvarta og kveina eins og allir hinir, en þetta hefur bara gengið vel í sumar. Gist- ing hefði mátt vera meiri en hefur farið stöðugt vaxandi síðan við opnuðum viðbygginguna í vor. Fólk hefur verið ánægt, sérstaklega meö nýja hlutann, en þar eru öll herbergi með baði. íslenskir ferðamenn eru farnir að taka herbergi með baði þó það sé nokkrum krónum dýrara," sagði Jóhannes B. Sigurðsson hótel- stjóri Hótels Borgarness í Borgar- nesi í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður um hvernig Jóhannes B. Sigurðsson hótelstjóri í gengið hefði í sumar. Borgarnesi — Ný viðbygging var nýlega tek- in í notkun, breyttist aðstaðan þá ekki mikið? „Auk 20 nýrra gistiherbergja, sem öll eru með baði, og salar- kynna fyrir 550 manns, fengum við nýja eldhúsaðstöðu, mjög góða. í framhaldi af viðbyggingunni verð- ur nú farið út í endurbætur á eldri hluta hótelsins. Hótelið er búið að fá, ásamt fleiri aðilum, lóð við Borgarfjarðarbrúnna þar sem við verðum með hraðafgreiðslustað. Þessi bygging er í undirbúningi og verður byrjað á henni í vetur. Þessi staður hefði þurft að vera kominn í gagnið nú þegar. Hérna er orðin mjög góð aðstaða, sérstaklega fyrir ráðstefnuhald, með þessum miklu salarkynnum og eins hvað staðurinn liggur vel við samgöngum. Við getum tekið allt upp í 500 manna ráðstefnur, en gistingu verðum við þá að leysa í góðri samvinnu við nágranna okkar, t.d. Munaðarnes og Hvann- eyri. Nýja viðbyggingin var opnuð í maí með fjölumdæmisþingi Lions, þingið sátu 260 þingfulltrúar og 420 manns voru á lokahófinu. Tókst þinghaldið mjög vel og var ánægju- leg opnum á þessu nýja húsnæði." — Hvað hefur Borgarnes uppá að bjóða fyrir ferðamenn? „Hótel Borgarnes býður uppá gistingu og veitingar í nýju og ró- legu hóteli, síðan getur fólkið skoð- að sig um í Borgarnesi t.d. farið í Skallagrímsgarð, íþróttamiðstöð- ina, söfnin eða á golfvöllinn. Hér- aðið er líka fullt af sögustððum og margir fallegir staðir til að skoða.“ — Oft hefur rekstrargrundvöll þessara nýlegu hótela úti á landi borið á góma, er rekstrargrundvöll- ur fyrir hótelinu? „Við rennum nokkuð blint í sjó- inn með það, þetta eru fyrstu mán- uðirnir sem hótelstjórnin sjálf rek- ur hótelið, eftir nokkurra ára hlé. Á öðrum nýlegum hótelum úti á landi hefur reksturinn sjálfur stað- ið undir sér, en lítið verið eftir til greiðslu vaxta og afborgana. Við vonumst auðvitað til að þetta gangi hjá okkur og hægt verði að reka þetta með sómasamlegum ár- angri.“ „Að lokum vil ég segja það,“ sagði Jóhannes hótelstjóri, „að við bindum miklar vonir við störf Ferðamálasamtaka Vesturlands, þau hafa þegar sannað tilverurétt sinn, sem ég veit að kemur enn bet- ur í ljós á næstu árurn." HBj. Rœkilegar upplýsingar um fræ Og útsœði, Með því að hafa hin litlu, handhægu Grænmetiskver jarðveg Og undirbúning hans, sáningu Og gróður- Iðunnar við höndina geturðu sparað þér ómældan tíma og selningu, áburðargjöf, grisjun, umhirðu Og uppskeru. %Znmlisk,er ttunnar, prýid fjölda mynda, eru Töflur yfir skordýr og sjúkdóma nýjung á íslandi. og ráð um hvemig við þeim skuli bmgðist. Heilmikill, skemmtilegur fróðleikur um uppruna og sögu grœnmetis og ýmsar þjóðsagnir tengdar því. í'i »»■ [> ~ ■■Tíiiíir ©■ Brœðraborgarstíg 16 Símar 12923 —19156 Verö 1.890.- útiUf Glæsibæ, sími 82922. GRCNMETISKVER IÐUNIW Bestu leiðbeiningar um ræktun grænmetis, geymslu þess og matreiðslu. Fjölmargar uppskriftir fljótlagaðra, Ijúffengra grœnmetisrétta. Aldeilis frábærar flíkur MllET DUN ULPURNAR ERU KOMNAR AFTUR I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.