Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 17
17 fí MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 r Tveir af æskulýösfulltráam Þjóökirkjunnar, þan Agnes Siguröardóttir og Jón Þórarinsson. Sá þriðji, Stína Gísladóttir, situr á Akureyri. ig bezt sé að skipta í hópa. Sömu sögurnar, sem sagðar eru 6 ára og 12 ára, hljóta að misfarast á ein- hvern hátt fyrir annan hvorn ald- ursflokkinn. Eidri krökkum fækkar í sunnu- dagaskólanum og þau yngri verða enn yngri. Nú er sunnudagaskól- inn þunnskipaður krökkum á aldr- inum 10—12 ára. En þau, sem eru undir skólaskyldualdri, eru orðin mun fleiri en var áður. Agnes lagði áherzlu á, að Biblíu- sögur væru ekki kenndar hráar. Það þyrfti að taka trúarlega þátt- inn inní kennsluna. Ekki bara þekkinging, heidur líka að upplifa trúarlega þáttinn með trúariðkun með bæn, söngvum og samfélagi. Ekki bara þurrar Biblíusögur. Guð er nálægur, ekki óþekkt og fjarlæg stærð. Jón sagði, að kennd yrði notkun kennslugagna. „Margir kunna ekki að nota þau kennslugögn, sem á boðstólum eru. Nú í dag er auðvelt að misnota alls konar kvikmyndir og filmuræmur með því að undir- búa lítið sýningu á þeim. Boðskap- urinn nær oft á tíðum ekki til barnanna, því viðkomandi hefur ekki undirbúið sig nógu vel. Held- ur er auðveldara og léttara að láta einhverja kvikmynd rúlla í gegn til að fylla upp í eyður. Þannig er tíminn látinn líða og ekki útskýrt, sem skyldi. Myndirnar eru góðar sem hjálpartæki, ef þær eru not- aðar á réttan hátt og unnið er með þær vel áður en þær eru sýndar. Agnes sagði þetta vera árvissan þátt í starfi Æskulýðsstarfsins og hefðu námskeiöin skipað sér fastan sess í starfi þess. Fólki fyndist það vera nauðsynlegt að koma á þessi mót ár eftir ár, þar sem menn uppbyggðust á þeim til frekari dáða í heimahéraði. Menn fá hugmyndir á þessum mótum, sem þeir nota síðan heima í söfn- uðinum. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir hefðu starfað áður í söfnuði, leikmannahreyfingu eða einhverju félagsstarfi. Jón sagði, að það væri gott fyrir þá að koma, sem langaði að vinna innan kirkjunnar, en teldu sig vera vanhæfa um það, þar sem þeir hefðu ekki þjálfun eða þekk- ingu. Það sé gott að koma á svona mót og kynnast því, sem þar fer fram. Með þá þekkingu gætu menn farið heim með sér. Grænlendingum færdur stóðhestur Það er nokkuð langt síðan Grænlendingar fóru að flytja inn hross frá íslandi og hafa þau aðal- lega verið flutt til Qaqortoq- og Narssaq-héraða og eru nú nokkur hundruð hross í landinu. Hrossin eru mikið notuð við sauðfjárhaidið og svo eru menn að byrja á því að nota hestinn sér til skemmtunar. Búnaðarfélagið gaf Grænlending- um síðast stóðhest fyrir 10 til 20 árum og þar sem hann sinnir nú aðeins hlutverki sínu á víðáttunni miklu þar sem allar merar eru gullfextar, þótti Búnaðarfélaginu og stjórn stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti tilhlýðilegt að færa þeim annan valinn stóðhest. Þessi hestur, sem Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur Búnað- arfélagsins, valdi, var tekinn úr stöðinni. Hann er rauður, fimm vetra, fæddur í Hvítárhoiti í Hrunamannahreppi og honum fylgir ættartala, sem er útskrift úr Ættbók íslenzkra hesta. Græn- lenzka sauðfjárræktarsambandið tók við hestinum og hefur komið honum fyrir í Brattahlíð, en þar eru fiest hrossin. Hann hefur um nokkurt skeið gengið á fjöll og sinnt hlutverki sínu, en var síðan sóttur daginn sem hátíðahöldin voru í Brattahlíð og hafður þar til sýnis. Vakti hann mikla athygli blaðamanna og spurðu þeir margs um hann. Bænndur leggja ekki mikla áherzlu á hrossarækt og veldur þar mestu naumt fóður. Þeir vilja þó að hestar þeirra séu góðir og þótti vænt um að fá nýtt úrvalsblóð frá íslandi til að bæta stofninn." Hvernig hefur þér fundizt ferð- in? „Ferðin hefur verið eitt ævin- týri frá upphafi til enda, hver ein- asti dagur hefur verið hlaðinn nýjum opinberunum um undur Grænlands, bæði náttúrunnar og þjóðlífsins. Það er þó sérstaklega tvennt, sem situr eftir, þessi fasti ásetningur þeirra, sem alls staðar kom fram, að sýna að þeir séu sér- stök þjóð og ætli sér að standa jafnfætis nágrannaþjóðum sínum og í mínum skilningi voru þessi hátíðahöld til að sýna það, en ekki eingöngu til að heiðra Eirík rauða. Á hinn bóginn er það hinn mikli áhugi, sem menn hafa á þessum nýja þætti atvinnulífs Grænlands, það er sauðfjárbúskapnum. Bæði Jónatan Mosfeldt og Henrik Lund töidu aukningu landbúnaðar nauð- synlega til að auka landbúnaðar- framleiðsluna og auka hráefni til iðnaðar og tryggja fleiri fjölskyld- um lífsviðurværi. Það ætti að vera metnaðarmál íslendinga að að- stoða Grænlendinga, og Búnaðar- félag íslands er ákveðið að gera svo á sínu sviði,“ sagði Hjörtur. HG Rætt um Reykjavík fyrr og nú SÍÐASTA Opna hús í Norræna húsinu verður fimmtudagskvöldiö 19. ágúst 1982, kl. 20.30. Nanna Hermannsson borg- arminjavöruðr flytur þá erindi á dönsku og sýnir litskyggnur um Reykjavík fyrr og nú. Eftir hlé verður sýnd kvikmynd Ósvaldar Knudsen „Reykjavík 1955“, en það er 35 mín. kvikmynd tekin í lit og sýnir þróun borgarinnar, ýmsar byggingar og íbúa. Mynd- in er með íslensku tali. Góð aðsókn hefur verið að Opnu húsi í sumar og hafa ferða- langar frá Norðurlöndunum og aðrir fengið að hlýða á vísna- söng, og á erindi um flóru ís- lands, islensku handritin, Græn- land, Halldór Laxness og ísland, eldvirkni á íslandi og nú í lokin verður fyrirlestur um Reykjavík fyrr og nú. Kvikmyndir Ósvaldar Knudsen hafa jafnan verið á dagskrá. I anddyrj hússins er enn sýn- ing á flóru Islands, í bókasafninu má skoða bækur um ísland á Norðurlandamálum ásamt nor- rænum þýðingum á íslenskum bókum. Utanhúss sýnir John Rud, frá Danmörku, graníthöggmyndir. Sápa ekki oftar sett í Geysi í sumar — nema sérstök ósk komi fram f SUMAR hefur sápa veriö sett í Geysi alla sunnudaga frá 20. júní að einum sunnudegi undanteknum og hefur Geysir gosiö í hvert skipti. Gosin hafa verið á vegum Geysis- nefndar og Ferðaskrifstofu ríkisins. Ákveðið hefur verið að sápa verði ekki sett oftar í hverinn í sumar nema þess verði sérstak- lega óskað af félagasamtökum eða ferðahópum, enda greiði slíkir að- ilar þá kostnaðinn. Fjallað verður um þær beiðnir, sem kunna að berast, af Geysisnefnd. INNLENT HARRINGTON & RICHARDS INC. Einhleypa 28“ og 30“ hlauplengd 2% magníum kr. 2.574.00 SABATTI — TVÍHLEYPA 23A magníum kr. 10.560.00 Mikiö úrval af skotfærum og byssupokum. JElEs mnM útiuf Glæsibæ, sími 82922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.