Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Hans ('hristianson við nokkur verka sinna á sýningunni í Ásmundarsal, sem opin verður um helgina hriðjudagskvöld. Myndina tók Kristján E. Einarsson. en lýkur i Rætt viö Hans Christiansen listmálara, sem nú sýnir í Ásmundarsal Módelin voru blá af kulda! ið og fór mest eigin leiðir í myndlistinni. — Þá man ég eft- ir að menn komu stundum aust- ur og dvöldu um tíma, til dæmis Scheving, sem var í næsta húsi við okkur þegar hann málaði stóru myndina sem nú prýðir anddyri Austurbæjarbíós og fleiri. Ég man að mér þótti mik- ið til um að sjá Gunnlaug ganga um götur heima á þessum ár- um!“ — Attu þessir menn ein- hvern þátt í að þú lagðir stund á myndlist? „Nei, það held ég varla. En ég kom oft heim til Höskuldar og fékk stundum að fylgjast með honum vinna, en aðallega var ég þó að leika mér við krakkana hans. En Höskuldur er mér minnisstæður, bæði frá þeim stundum er ég kom á heimili hans, og þegar hann kenndi mér í skólanum. Hann var afskap- lega hlýr persónuleiki, og mjög fær málari." Mest vatnslitamyndir „Þú nefndir hvort ég máli ekki blómamyndir, og ég verð að svara því neitandi. Blóm eru þó oft í forgrunni mynda minna, eins og til dæmis fífan í myndinni frá Varmá í ölfusi. Mér finnst best að hafa eitthvað slíkt í forgrunni, fremur en að mála hreint og beint landslag. — Landslagið er því yfirleitt aðeins í bakgrunni, en hús, Ein myndanna á sýningunni, sem á margan hátt er dæmigerð fyrir myndir Hans ('hristiansen; Gamalt hús á miðri mynd, steinn og grastopp- ar i forgrunni, en landslag aðeins sem óljós bakgrunnur myndarinnar. Hér hefur listamaðurinn sótt sér myndefni upp með Hólmsá við Reykja- vík, þar sem lítil brú liggur yfír ána. „Ég held ég hafi fengist eitthvað við að teikna allt frá því ég man eftir mér, og þetta varð mjög snemma mitt aðaláhugamál," sagði Hans Christiansen listmál- ari í samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrr í vik- unni, en hann heldur nú mál- verkasýningu í Ásmundarsal á Skólavörðuholtinu. „Ég var að teikna eitthvað í öllum tímum í skólanum," segir Hans, „og auk þess var ég svo lánsamur að hafa sér- staklega góða teiknikennara í barnaskóla heima í Hvera- gerði, þau Sigrúnu Ragn- arsdóttur og Höskuld Björnsson. — Sigrún er dótt- ir Ragnars Ásgeirssonar, þess kunna listunnanda, og Höskuldur var mjög fær málari eins og allir vita.“ — Og heima hjá þér, hvaða augum leit fólk á þetta áhuga- mál þitt? „Því var vel tekið, og foreldr- ar mínir reyndu alltaf að ýta undir mig í þessu. — Það var hins vegar ekki fyrr en ég var kominn til Reykjavíkur, rúm- lega tvítugur, að ég fór að fást við þetta af meiri alvöru. Þá fór ég á kvöldnámskeið í Mynd- lista- og handíðaskólann, og lærði meðal annars hjá Sigurði Sigurðssyni listmálara, ákaf- lega skemmtilegum og sögu- fróðum manni. Þá var þar einn- ig að byrja að kenna, sem að- stoðarmaður Sigurðar, Hringur Jóhannesson, sem einnig kenndi mér. Síðar lærði ég svo einnig hjá honum hér í Ásmundarsal, módelteikningu og fleira. — Ásmundarsalur er mjög góður og fallegur sýningarsalur, en ekki var hann beint vistlegur á þessum árum. Ég man að oft var svo kalt hér að módelin voru blá á hörund! — Nú, ef ég má svo rekja þetta litla listnám mitt til enda, þá var ég um tíma við nám í Kaupmannahöfn, þar sem ég vann um tíma á vegum Landsbankans. Skólinn heitir Akademiet for fri- og merkantil kunst. Þá hef ég að sjálfsögðu lesið mikið og sótt sýningar eins og aðrir.“ Teikna á staönum — fullgeri myndirnar heima — Hvernig málarðu, vinn- urðu í skorpum, eða jafnt og þétt, og vinnurðu úti í náttúr- unni eða eftir myndum, ef til vill? „Mér finnst best að rissa myndirnar upp úti, eða teikna þær, geri svona frumdrög, en síðan lík ég við þær heima á vinnustofunni. Ljósmyndir hef ég notað, en mér finnst betra að sleppa þeim, eða þá að nota þær aðeins til lítillegrar hliðsjónar — maður má ekki binda sig um of við ljósmyndina. Ég reyni að vinna eitthvað á hverjum degi, og mér hefur tekist það nokkuð vel eftir að ég flutti hingað í Granaskjólið, það er góður andi í þessu húsi. — Jú, það er rétt, hér hafa búið listmálarar, Gunnlaugur Scheving bjó hér, og við keyptum af Hjörleifi Sig- urðssyni. Það getur vel verið að það hjálpi til hérna, en um leið má kannski segja að kominn sé köttur í ból bjarnar þar sem ég er!“ — Og þú lifir af listinni? „Það er nú lítil reynsla komin á það. Ég er tiltölulega nýhætt- ur í því starfi sem ég hef haft við höndum undanfarin tvö ár, og er þess vegna í einskonar millibilsástandi eins og er. Ég á frekar von á að þurfa að herða mittisólina ef ég ætla að lifa eingöngu á myndlistinni. Þessi sýning gæti orðið mér mikil vísbending í því efni. Það veltur sjálfsagt nokkuð á þessari sýn- ingu, sem er hin fyrsta hér í Reykjavík. Ég byrjaði í Eden eins og svo margir aðrir, það var 1978, og svo sýndi ég í Safnahúsinu á Selfossi 1980. — Jú, þær sýningar gengu mjög vel, en það verður að hafa í huga að það er mun minna um að vera fyrir austan en hér, hérna er minna nýnæmi í því að maður haldi málverkasýningu. En þessar myndir, sem ég er með hérna, eru flestar málaðar á þessu ári. Ég hef sótt mér mótíf norður í Eyjafjörð, austur í Ölfus og Selvog, en þó mest hér í Reykjavík og næsta ná- grenni, Gróttu, Hólmsá og víð- ar. Listamannabærinn Hveragerði — Þú ert uppalinn í Hvera- gerði, en ég sé ekki myndir það- an, og þú málar ekki blóm? „Nei, einhvern veginn hefur það nú farið svo, að ég hef lítið málað frá Hveragerði, líklega er það nú samt tilviljun frekar en hitt að þar sé að finna færri góð mótíf en annars staðar. En ég er fæddur og uppalinn í Hvera- gerði, það er rétt, fæddur þar í frumbernsku þorpsins, ég hygg að það séu ekki nema níu eða tíu manns sem þar hafa fæðst á undan mér. — Já, Hveragerði var listamannaþorp, það er rétt, og listamennirnir voru þjóð- sagnapersónur í þorpinu og víð- ar. Þarna bjuggu Kristmann Guðmundsson, Gunnar Bene- diktsson, Jóhannes úr Kötlum, og af málurum kunnastir þeir Kristinn Pétursson og Höskuld- ur Björnsson. Einnig Ágúst Kristófersson, sem þó sýndi lít- rekaviður, bryggjur eða steinar gjarna í forgrunni. Blómamyndir, þessar dæmi- gerðu með blóm á vasa, tilheyra hins vegar fyrst og fremst olíu- málverkum, og ég hef lítið sem ekkert fengist við slíkt. Vatns- litir eru númer eitt hjá mér, og síðan dálítið af teikningu og annarri blandaðri tækni með. Olíu hef ég að mestu leitt hjá mér, hvað sem verður. Það er meira fyrirtæki að setjast við olíumálverk en vatnsliti, eink- um þegar maður vinnur fulla vinnu með. — Það er þó að mín- um dómi, og ég hygg flestra, ekki auðveldara að mála vatns- litamyndir, og oft verður maður að gera margar myndir áður en ein næst sem maður er sæmi- lega ánægður með. Það fara margar arkir í ruslakörfuna áð- ur. Raunar sagði bandarískur málari eitt sinn, að góð vatns- litamynd yrði til af slysni! Ég held að það sé kannski full djúpt í árinni tekið, en það segir þó þann sannleika að vatnslita- myndir eru vandgerðar, og ekki má mikið útaf bera til að mynd- in eyðileggist." — Og hvað er svo næst á dagskrá hjá þér, fleiri sýningar, ný viðfangsefni? „Ég á enn talsvert til af frum- drögum frá í sumar, og ætla að huga dálítið að því, en hvað svo verður veit ég ekki. Ætli ég haldi ekki áfram eitthvað á sömu línu, en prófi um leið eitthvað nýtt. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Hans að lokum. — AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.