Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Minning: Gíslína Guðný Sigurðardóttir Fædd 14. október 1927 Dáin 25. október 1982 Þann 25. október sl. andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Gíslína SÍKurðardóttir, fyrrum húsmóðir að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Vill undirritaður leyfa sér að minnast hennar með fáum orðum hér í biaðinu á útfarardegi henn- ar, en útför hennar verður gerð frá Gauiverjabæjarkirkju í dag. Gíslína Guðný, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Reyjavík 14. október 1927. Voru foreldrar hennar Sigurður V. Sigurðsson, sjómaður, ættaður úr Reykjavík og kona hans, Sigurbjörg Sigurð- ardóttir frá Breiðagerði á Vatns- leysuströnd. Heimili þeirra hjóna var að Vesturgötu 68, Reykjavík og þar ólst Gíslína upp í foreldra- húsum. Var hún yngst fimm al- systkina, af þeim lifa nú tveir bræður, Sigurgeir, verkamaður á Eyrarbakka og Ragnar, verka- maður í Reykjavík. Látnir eru Sig- urþór og Vilberg, en báðir fórust í sjóslysi snemma árs 1971. Strax og Gísiína hafði aldur til hóf hún störf. Vann hún m.a. sem starfsstúlka á Eliiheimilinu Grund. Arið 1953 giftist hún Bene- dikt Oddssyni, en þau höfðu stofn- að heimili nokkru áður. Benedikt var Rangæingur að ætt og upp- runa, fæddur að Tumastöðum í Fljótshlíð 14. júní 1913. Þeim hjónum, Gíslínu og Bene- dikt, varð sjö barna auðið, sem öll lifa foreldra sína. Þau eru: Borgar, sjómaður, Stokkseyri, kona hans er Andrea Gunnarsdóttir. Ólafur, verkstjóri, Reykjavík, kona hans er Móeiður Jónsdóttir. Benedikt, verkstjóri, búsettur á Selfossi, kona hans er Vilborg Þórmundsdóttir. Sigríður, húsmóðir, Selfossi, maður hennar er Guðmundur Tyrfingsson, bif- reiðastjóri, eigandi hópferðabif- reiða þar. Guðrún, húsmóðir, Keflavík, maður hennar er Sigurð- ur S. Matthíasson, framreiðslu- maður. Ragnhildur, starfsmaður hjá Efnalaug Selfoss, unnusti hennar er Helgi Finnlaugsson, söðlasmið- ur, Selfossi. Kristín, starfsmaður hjá Hampiðjunni, Reykjavík, unn- usti hennar er Gunnar J. Óskars- son, húsasmíðanemi. Einn son eignaðist Gíslína áður en hún giftist, er það Sigurður Sigurðsson, sjómaður, sem nú dvelur á Norðfirði. Barnabörnin eru orðin 16. Heimili þeirra Gíslinu og Bene- dikts var fyrst í Reykjavík að Hólmgarði 31, en 1954 fluttu þau að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi og tóku þar við jörð og búi. Var nú mikið starf framundan hjá þeim hjónum sem þau unnu að samtaka og af dugnaði. Þó Gíslína væri fædd og uppalin sem borgarbarn fór henni vel úr hendi að vera hús- móðir í sveit. Gekk hún með at- orku að öllum hússtörfum ásamt því að veita forstöðu fjölmennu heimili, en auk barna þeirra hjóna voru tengdaforeldrar hennar, Oddur Benediktsson og Herborg Guðmundsdóttir til heimilis í Tungu meðan þau lifðu. Oft var lífsbaráttan hörð en áfram var haldið til bættra lífs- kjara með samhentri aðstoð barna þeirra eftir því sem þau risu á legg. Byggð voru reisuleg útihús yfir búfé og fóður og mikið land brotið til ræktunar. En skugga bar á — Benedikt var heilsuveill og gekk síðustu æviár sín með alvar- legan sjúkdóm er dró hann til dauða 1. maí 1970. Fráfall hans leiddi til þess að tveimur árum síðar tók Gíslína þá ákvörðun að selja jörð og bú og flytja til Reykjavíkur ásamt þeim börnum sínum sem þá höfðu ekki enn stofnað heimili. Eignaðist hún íbúð að Hraunbæ 188, þar sem hún bjó síðan til æviloka. Eftir komuna til Reykjavíkur vann Gíslína ýmis störf en lengst vann hún hjá Þvottahúsi Ríkis- spítalanna sem stendur skammt frá heimili hennar. Vann hún sér þar skjótt álit vegna dugnaðar og trúmennsku og tók við verkstjórn þar fyrir sjö árum. Gegndi hún því starfi síðan meðan kraftar entust. Það var á fyrri hluta þessa árs að það kom í ljós að Gíslína var haldin þungum sjúkdómi. A þeim mánuðum sem síðan hafa liðið hefur verið háð þrotlaus barátta þar sem brátt kom fram að ekki varð vörnum við komið. Þeirri baráttu er nú lokið. Kona á góðum aldri hefur verið kölluð burt frá heimili og starfi, fjöl- skyldu og vinum. Fráfall hennar er enn ein áminning þess hversu mjög vantar á að læknavísindin kunni skil á öllum meinum okkar mannanna og hve þar er mikið verk að vinna. Allt i kringum okkur sjáum við fólk falla í valinn um aldur fram. Það er ströng ábending til allra er njóta þeirrar náðar að búa við heilsu og óskerta starfsgetu að ávaxta vel þær guðs gjafir því enginn veit nær nóttin kemur og ekki verður unnið. Sá er þetta ritar átti Gíslínu Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar að næstu nágrönnum í nær tvo áratugi. Þar á milli voru því mikil samskipti, oft næstum daglega. Þau voru öll með þeim hætti að ekki bar skugga á, heldur réði vinátta og góðvild. Fyrir allt það eru fluttar þakkir á kveðju- stund um leið og vandamönnum Gíslínu er vottuð einlæg samúð. Ilelgi ívarsson Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar með örfáum þakklætisorðum. Frá fyrstu kynnum okkar vorum við góðir vinir. Að eiga tengdamóður fyrir vin er meira en margir aðrir fá að njóta, og vil ég þakka henni fyrir öll þau elskulegheit sem hún hefur sýnt mér, og öllu því sem hún fórnaði til að geta hálpað okkur til að stofna okkar heimili. Það er erfitt að skilja af hverju hún er kölluð langt fyrir aldur fram. Eg kvaddi hana í hinsta sinn er börn hennar komu saman hjá Ólafi syni hennar og Móeiði konu hans í tilefni 55 ára afmælis hennar sem var 14. október sl. Þá kom hún heim af sjúkrahúsinu í nokkrar klukkustundir til að geta komið saman með sínum nánustu í síðasta sinn. Sú harka og sá kraft- ur sem hún bjó yfir sást best þeg- ar hún reyndi að láta sem henni liði vel þrátt fyrir að hún var sár- þjáð. Það var í síðasta sinn sem ég og börnin okkar fengum að njóta félagsskapar hennar. Við kveðjum hana með sárum söknuði, það er erfitt að skilja að hún sé horfin, ekki síst fyrir ömmubörnin sem elskuðu hana heitt því hún var eina amman sem þau áttu. En Drottinn gaf og Drottinn tók. Ég bið góðan Guð að varðveita hana og geyma. Guðmundur Tyrfíngsson Hún Gíslína er dáin. — Þessu er erfitt að trúa og mun taka mig langan tíma að skilja til fulls. Þær leita fram, allar góðu minningarn- ar frá liðnum árum, og er hver ríkur sem kynntist henni og naut samfylgdar við hana. Allt frá því að ég kom í fyrsta skipti að Tungu og var drifin inn í heitt kakó og fram til síðasta dags fann ég hvað hún var mér og öllum öðrum góð. í annað skipti kom ég að Tungu og var þá boðin inn eins og allir sem komu þar í hlað, þá bauð hún mér sæti við hlið Ólafs sonar síns og sagði — þá í gamni — að betra sæti gæti hún ekki boðið mér, og auðvitað tók ég því góða boði en sat þar ekki lengi í það skipti, en þegar tímar liðu varð þetta að sannmæli. Alla okkar búskapartíð höfðum við mikið og gott samband við hana og aldrei man ég til þess að hún skipti skapi, hún var svo mik- ill persónuleiki. Öllum þótti vænt um hana sem hana þekktu, öllum var hlýtt til hennar og öllum var velkomið að leita ráða hjá henni. Hún var ein af fáum sem gat ekki horft upp á, athugasemdalaust, að hallað væri á þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Mörg góð ráð kunni hún og við hreint öllu, ekki var það heldur ósjaldan sem ég hringdi þegar börnin voru lítil til að spyrja hana ráða. Mér tók hún eins og dóttur og munaði hana ekki um að bæta við sinn stóra hóp, eða eins og sagt er „þar sem slær rúmgott hjarta þar er alltaf húspláss". Aldrei virtist henni líða betur en þegar margir voru og sofið var í hverju rúmi og hún þurfti að sjá um að allir fengju nóg að borða. Ein- hvern tíma kom það til tals að móðir sem átti mörg börn hafði verið spurð í blaðaviðtali hvort það væri ekki erfitt að eiga mörg börn, hún svaraði því tii að gleði- stundirnar yfir börnunum væru þyngri á metunum, þá var hún spurð hvert barnanna henni þætti vænst um og svarið var: „Það sem er veikt þangað til því batnar og það sem er í burtu þangað til það kemur aftur". Þetta sagði hún að væri líka sín reynsla, enda átti hún átta börn sjálf. Að þykja vænt um börnin sín og skilja þau er mikil og dýrmæt gjöf. Væntum- þykja við börnin sín þróast upp í að hafa áhyggjur af þeim þegar móðurhendinni sleppir og ekki er annað til ráða en treysta þeim og biðja til Guðs að halda sinni verndarhendi yfir þeim. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það hefur verið erfitt fyrir svo Fædd 10. október 1919 Dáin 22. október 1982 Hún Sella, frænka okkar, er öll. Það kom okkur ekki á óvart, hún var búin að heyja harða baráttu við manninn með ljáinn, sem allt- af sigrar, hún vissi að hverju dró og tók því sem hetja. Sella fæddist að Helluvaði, Rangárvöllum, dóttir Jónasar Ingvarssonar bónda þar og Jó- hönnu Jónsdóttur, sem dáin er fyrir fáum árum í hárri elli. Barn að aldri fór hún í fóstur að rausn- ar- og menningarheimilinu að Efrahvoli í Hvolhreppi til Björg- vins Vigfússonar sýslumanns og Ragnheiðar Einarsdottur, konu hans. Ólst hún þar upp í miklu ástríki, dáði æskuheimilið og tal- aði oft um það. Hún elskaði sveitina sína, gat þar stundað sín áhugamál sem snerust mikið um hesta. Hafði hún einstakt lag á hestum og þeg- ar hún var á hestbaki fannst henni sér allir vegir færir. Sella gat 5 ára farið ein langar bæjar- leiðir á hestbaki og seinna réði hún við mestu ótemjur, full af lífs- þrótti og dugnaði. Hún stundaði nám í Eiðaskóla og svo síðar í unga konu er hún missti sinn góða mann sem var henni svo góður eiginmaður og börnunum góður, ástríkur og leiðbeinandi faðir. Það er svo margt sem er næstum úti- lokað fyrir einn að g'era, útskýra og framkvæma, en aldrei veit ég til að hún hafi látið vandann buga sig. Börnin voru líka,samstillt og dugleg svo orð fór af, enda spjara þau sig vel, eins og þeir einir gera sem treyst er og vilja vera trausts- ins verðir. Öllum er það kappsmál að tengdafólkið meti mann og treysti og get ég og geri að gleðjast yfir því trausti sem tengdamóðir mín og allt mitt tengdafólk hefur sýnt mér og vona ég að við höldum fast þeim böndum sem hún tengdi okkur og látum ekki hnútinn rakna því hvað erum við án fjöl- skyldu og fjölskyldutengsla? Hún er dáin — við lifum, og ættum við öll, hvert fyrir sig, að gera minningu hennar bjarta með því að setja okkur alltaf, alla daga, gott og verðugt takmark að keppa að. Þetta var stutt og erfið barátta, barátta við svo erfiðan sjúkdóm, en aldrei sást hún bugast og var eins og hún væri sterk fyrir okkur öll. Næmt eyra hafði hún fyrir öðrum þeim sjúklingum sem voru með henni á stofu. Hjartans þakk- ir viljum við flytja öllum læknum og hjúkrunarliði Landspítalans sem hjúkraði henni, þó sérstak- lega Snorra Ingimarssyni sem sýndi henni svo mikla vináttu og hlýju. Hún var þreytt en glöð þegar hún fór frá mér í síðasta sinn, hún hafði verið að halda upp á 55 ára afmælið sitt með næstum öllum sínum börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Hver hefði trúað því þá að aðeins rúmri viku síðar yrði hún burtu kölluð frá okkur, sem þótti svo vænt um hana, til annars og betri staðar þar sem kvöl og þreyta er frá henni tekin og friður og hvíld ríkir, til ann- arra og mikilvægari staða og starfa og verður hún trú sínum vinnuveitanda þar eins og hér. Ég votta öllum hennar börnum og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja okkur öll. Móa Hún amma var alltof svo góð — af hverju er hún dáin? Sum okkar eru svo lítil að við skiljum ekki að hún sé farin og komi ekki aftur. Amma, sem alltaf gaf systkinum afmælisbarnsins í það og það skiptið pakka líka, því hún vildi aldrei rétta einu systkini pakka og ekki hinum. Jólin — hátíð barnanna og alls mannkyns. Amma sendi öllum Húsmæðraskóianum á Hall- ormsstað. Sella var góðum gáfum gædd og naut þessarar skólagöngu í ríkum mæli, var mikill ljóða- unnandi allt frá barnæsku og hafði yndi af lestri góðra bóka. Hún giftist 3. júlí 1943 Árna Daní- elssyni, verkfræðingi. Þeirra dótt- ir er Helga, fædd 29. mars 1945, hún er gift Pétri Aðalsteinssyni frá ísafirði og eru þau búsett í Svíþjóð. Börn þeirra eru: Árni, Anna Sif og Stefán Jóhann. Árna, mann sinn, missti Sella í hörmulegu slysi 18. ágúst 1948, var það mikið áfall sem hún átti erfitt með að komast yfir. Eftir lát Árna fór hún að vinna á bæjar- skrifstofunum og vann þar í nokk- ur ár. Síðar giftist hún dönskum ágætismanni, Svend Petersen. Fluttust þau til Svíþjóðar og reyndist hann henni vel í blíðu og stríðu og á hann nú um sárt að binda við fráfall hennar. Þakkir viljum við föðurfólkið færa, Kristínu (Bíbí) Þorfinns- dóttur, sem var hjá Sellu okkar síðustu vikurnar og létti henni dauðastríðið, guð launi henni fyrir það. Samúðarkveðjur sendum við til Svend, Helgu, barnabarna, tengdasonar og frú Elísabetar ömmubörnunum sínum jólapakka, oft fleiri en einn, því henni fannst gjöfin aldrei nógu stór, og alltaf vissi amma hvað hvert barn vildi helst. En nú verður erfitt að skilja af hverju pakkarnir hennar ömmu koma ekki oftar, og hún komi ekki brosandi til dyra, þegar við berj- um að dyrum í ömmuhúsi, og hætt er við að mörg tárin hrynji niður litla vanga, þegar við í raun og veru skiljum að hún er ekki lengur hér. Guð geymi ömmu okkar. Siggi, Nína, Gunna Jóna, Bene- dikt, Berglind, Tyrfingur, Hel- ena, Halli, Oddur, Bensi, Gunnsi, Benedikta, Jón Ingi, Krista, Davíð, Rúnar. „Kallid er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund vinirnir kveðja vininn sinn látna. Er sefur hér inn síðasta blund." Það er erfitt að sætta sig við að Gíslína sé dáin; þessi sjúkdómur sem ógnar mannkyninu lagði hana að velli. Það eru ekki nema um 7 mánuðir síðan hann uppgötvaðist hjá henni. Vel gekk í byrjun að hefta hann, síðan seig á ógæfu- hliðina og síðasti mánuðurinn var henni erfiður þar til yfir lauk. Ung að árum giftist hún Bene- dikt Oddssyni og eignuðust þau 7 börn, en einn son átti hún fyrir áður en hún giftist. Lengst af bjuggu þau í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Síðustu árin sem þau bjuggu þar missti Benedikt heilsuna, eftir það lenti búskapurinn mest á henni og börnunum. Eftir lát hans bjó hún í 1—2 ár. Þegar hún brá búi, seldi jörðina og skepnurnar, þá fluttist hún til Reykjavíkur með börnin sem eftir voru heima. Hún hafði ekki unnið utan heimilis í áratugi. Það hefur sjálfsagt verið erfitt fyrir hana að þurfa að leita út á vinnumarkað- inn eftir að hafa búið í sveit með mannmargt og stórt heimili, sem hún vann að öllum stundum. En út á vinnumarkaðinn fór hún. Síðastliðin 9—10 ár vann hún í þvottahúsi Ríkisspítalanna. Það var stutt frá heimilinu í Hraunbæ í vinnuna, nánast næsta hús, og þar gátu börnin náð til hennar. Hún Gíslína var þrekmanneskja og hörkudugleg að öllu sem hún vann, þar til heilsan bilaði og það vita vinnufélagarnir best. Við þökkum henni samfylgdina síðastliðin ár. Megi minningin lifa um góða móður og konu. Forstöðukonur og starfsfólk í þvottahúsi Ríkisspítalanna votta börnum, tengdabörnum og barna- börnum dýpstu samúðarkveðjur. Helga Þorsteinsdóttir. Björgvinsdóttur, fóstursystur hennar, og annarra vandamanna. Að leiðarlokum þakka ég föður- systur minni elskulegri samfylgd- ina, guð blessi hana og gefi henni frið, hinum líkn sem lifa. Bálför hennar fer fram í kyrrþey að eigin ósk í Svíþjóð. „Nú opnar fangiÁ fóstran góóa faómar þrcytta barnió sitt; hún býr þar hlýtt um brjósti móóa og blcssar lokaó augaó þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöóu sofi þar.“ (l*orst. Erlingsson) Elín Jónasdóttir Sesselja Jónasdóttir Petersen — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.