Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 19 MITSUBISHI Gerö: Mitsubishi Tredia GLS Framleiðandi: Mitsubishi Motor Co. Framleiðsluland: Japan Innflytjandi: Hekla hf. Verð 165.000.- Afgreiðslufrestur: Til á lager Þyngd 915 kg Lengd 4.280 mm Breidd: 1.650 mm Hæð: 1.360 mm Hjólhaf: 2.445 mm Veghæð: 150 mm Hámarkshraði: 160 km/klst. Vél. 4 strokka, 1.597 rúm- sentimetra, 75 DIN hest- afla Skipting: 4ra gíra + sparn- aðargír, fáanlegur sjálf- skiptur Drif: Framdrifinn Bremsur: Aflhemlar Stýri: Aflstýri, veltistýri Benzíntankur: 50 lítrar Benzíneyðsla: 8—9 lítrar á 100 km í blönduðum akstri Hjólbarðar: 165SR-13 Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli lítið niður í hornin í kröppum beygjum. Hann er því mjög skemmtilegur í akstri á malbiki, hvort heldur er innanbæjar eða á langkeyrslu. Síðan vakti það at- hygli mína hversu stöðugur bíllinn var á mölinni. Hann skvetti aftur- endanum mjög lítið til þótt ekið væri greitt á ójöfnum vegum og það er ekkert tiltökumál, að aka bílnum greitt á malarvegum inn í krappar beygjur. NIÐURSTAÐA Niðurstaða liðlega 400 km reynsluaksturs Tredia-bílsins er sú, að um skemmtilegan fjölskyldubíl sé að ræða. Hann er kraftmikill, rúmgóður, með sparnaðargír og góða aksturseiginleika. Mínusinn eru framsætin, sem mættu vera betri. tveimur vélarstærðum, annars vegar með fjögurra strokka, 1.360 rúmsentimetra, 62 hestafla vél, og hins vegar með 4 strokka, I. 580 rúmsentimetra, 72 hestafla vél. Það tekur bílinn með minni vélinni um 13,5 sekúndur að kom- ast í 100 km hraða á klukkustund, en sá með stærri vélinni er um II, 5 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund. Hámarkshraði er annars vegar 163 km á klukku- stund og hins vegar 176 km á klukkustund. Citroén-verksmiðjurnar segja, að billinn eigi ekki að eyða nema á bilinu 5,5—6,0 lítrum benzíns á hverja 100 km, ef ekið er á stöð- ugum 90 km meðalhraða. Sé hins vegar ekið á 120 km meðalhraða, eigi bíllinn að eyða 7,5—8,0 lítr- um á 100 km. í blandaðri innan- bæjarkeyrslu er bíllinn svo sagð- ur eyða 8,5—9,0 lítrum benzíns á hverja 100 km. BX-bíllinn er 4.230 mm á lengd og breidd bílsins er 1.660 mm. Hann er því aðeins 30 mm lengri heldur en GSA-bíllinn, sem fram- leiddur hefur verið síðan 1970. Þyngd bílsins er ýmist 900 kg eða 950 kg, fer eftir vélarstærð. Far- angursrými bílsins er um 444 lítrar, en ef aftursætið er lagt niður skapast liðlega 900 lítra rými. Ólympíuskákmótið hefst í dag Skák Margeir Pétursson 25. Ólympíuskákmótið hefst í dag í Luzern í Sviss. Þar keppa skáksveitir frá meira en 100 lönd- um um það hvaða þjóð hafi beztum skákmönnum á að skipa og því er hér I raun um heimsmeistara- keppni sveita að ræða. Góðar horf- ur eru á því að þetta mót verði það glæsilegasta sem nokkru sinni hef- ur verið haldið, þvl þátttökuþjóðir eru nú fieiri en nokkru sinni fyrr. Af öfiugustu stórmeisturum heims mun fáa eða enga vanta nema Fischer og siðast en ekki sízt eru Svisslendingar þekktir fyrir fri- bæra skipulagningu og það vegur þungt á metunum því mörgum er enn í fersku minni óstjórnin og slæmur aðbúnaður keppenda á síð- asta móti sem haldið var i Möltu. í keppninni um efsta sætið í Luzern eru margir kallaðir en fáir útvaldir og það eru allar lík- ur á því að sveitir Sovétríkjanna og Ungverjalands komi, í þriðja skiptið i röð, til með að berjast hatrammri baráttu um efsta sætið, en það er þó alls ekki hægt að afskrifa þjóðir eins og Bandarikjamenn, Englendinga og Júgóslava sem gætu hæglega komið á óvart á góðum degi. Það má ekki gleyma því að á mótinu er teflt á fjórum borðum, alls fjórtán umferðir eftir Monrad- kerfi. Það er ljóst að íslenzka sveitin á við ramman reip að draga, en hún er ung og upprennandi og sigrarnir yfir Hollendingum og V-Þjóðverjum, á síðasta móti, svo og ágætur árangur gegn Sví- um og Englendingum i lands- keppnum í 'ár gefa vissulega ástæðu til bjartsýni. Lið okkar- nú er skipað þeim Guðmundi Sigurjónssyni, Jóni L. Árnasyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Pét- urssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Inga R. Jóhannssyni, sem jafn- framt er liðsstjóri. Þetta er sama lið og tefldi á Möltu að öðru leyti en því að Guðmundur hefur komið í stað Friðriks Ólafssonar á fyrsta borði. Fróð- legt verður því að sjá hverju sveitin hefur bætt við sig á þeim tveimur árum sem liðin eru frá siðasta móti. Ekki hefur verið gert uppskátt um lið öflugustu þjóðanna, en ýmislegt er þó ljóst um það efni: Sovétríkin: Karpov, Kasparov, Beljavsky. Um hin þrjú borðin er óvitað, en þar eystra er auðvitað af nógum að taka til að fylla töl- una. Ungverjaland: Portisch, Ribli, Adorjan, Sax, Pinter og Csom. Bandaríkin: Browne, Seirawan, Kavalek, Alburt og Christiansen og einn stórmeistari til viðbótar. Júgóslavía: Ljubojevic, Gligoric, Kovacevic, Ivanovic, Hulak og Velimirovic. England: Miles, Nunn, Speelman, Stean, Mestel og Chandler. Tékkóslóvakía: Hort, Smejkal, Ftacnik, Jansa og tveir alþjóða- meistarar. Sviss: Korchnoi, Hug, Partos, Wirthensohn, Zuger og Franz- oni. Úrslit i fyrri Olympíuskikmótum: 1. London 1927. 16 þátttökuþjóð- ir. 1. Ungverjaland (Maroczy, Dr. Nagy, Dr. Vajda. E. Steiner og Havasi) 40 v. 2. Danmörk 38 % v. 3. England 36 % v. 2. Haag 1928. 17 þjóðir. 1. Ungverjaland (Nagy, Á. Steiner, Vajda, Havasi) 44 v. 2. Bandarík- in 39 % v. 3. Pólland 37 v. 3. Hamborg 1930. 18 þjóðir. 1. Pólland (Rubinstein, Tartakovcr, Przepiorka, Makarczyk og Fryd- man) 48V4 v. 2. Ungverjaland 47 v. 3. Þýzkaland 44% v. íslenzk sveit var nú í fyrsta sinn á meðal þátttakenda og hafnaði hún í 15. sæti. Browne 4. Prag 1931. 19 þjóðir. 1. Banda- ríkin (Kashdan, Marshall, Dake, Horowitz og H. Steiner, 48 v. 2. Pólland 47 v. 3. Tékkóslóvakía 46% v. 5. Folkestone 1933. 15 þjóðir. 1. Bandaríkin (Kashdan, Marshall, Fine, Dake og Simonson) 39 v. 2. Tékkóslóvakía 37% v. 3.-5. Sví- þjóð, Pólland og Ungverjaland 34 v., 13. ísland 17 v. 6. Varsjí 1935. 20 þjóðir. 1. Bandaríkin (Fine, Marshall, Kupchik, Dake og Horowitz) 54 v. 2. Svíþjóð 52% v. 3. Pólland 52 v. 7. Stokkhólmur 1937.19 þjóðir. 1. Bandaríkin (Reshevsky, Fine, Kashdan, Marshall og Horow- itz.) 54 % v. 2. Ungverjaland 48 v. 3.-4. Pólland og Argentína 48 v., 16. ísland 23 v. 8. Buenos Aires 1939. 27 þjóðir. 1. Þýzkaland (og Austurríki, (Elisk- ases, Becker, Engels, Michel og Reinhardt) 36 v. 2. Pólland 35% v. 3. Eistland 33% v. Nú voru í fyrsta skipti tefldar undanrásir og úrslit vegna aukins fjölda þátttökuþjóða. íslenzka sveitin sigraði í B-riðli og hlaut Copa Argentina-bikarinn. Þetta mót var háð í skugga heimsstyrjald- arinnar síðari sem brauzt út á meðan á mótinu stóð. 9. Dubrovnik 1950. 16 þjóðir. 1. Júgóslavía (Gligoric, Pirc, Trif- unovic, Rabar og Vidmar) 45% v. 2. Argentína 43% v. 3. V-Þýzka- land 40% v. Kommúnistaþjóð- irnar í A-Evrópu hundsuðu þetta mót af pólitískum ástæðum og það var ekki fyrr en á næsta móti að allar sterkustu skák- þjóðir heims voru loksins á með- al þátttakenda, þ.á m. sovézk sveit í fyrsta skipti. Hort 10. Helsinki 1952. 25 þjóðir. 1. Sovétríkin (Keres, Smyslov, Bronstein, Geller, Boleslavsky og Kotov) 21. v. 2. Argentína 19% v. 3. Júgóslavía 19 v. Teflt var í þremur úrslitariðlum og ís- lenska sveitin varð í þriðja neðsta sæti í C-riðli. 11. Amsterdam 1954. 26 þjóðir. 1. Sovétríkin (Botvinnik, Smyslov, Bronstein, Keres, Geller og Kotov) 34 v. 2. Argentína 27 v. 3. Júgóslavía 26% v. íslendingar komust í A-úrslitariðilinn, en höfnuðu þar í neðsta sæti með 13% vinning. 12. Moskva 1956. 34 þjóðir. 1. Sovétríkin (Botvinnik, Smyslov, Keres, Bronstein, Taimanov og Geller) 31 v. 2.-3. Júgóslavía og Ungverjaland 26% v. íslenzka sveitin lenti í B-riðli og varð þar í öðru sæti. 13. Miinchen 1958. 36 þjóðir. 1. Sovétríkin (Botvinnik, Smyslov, Keres, Bronstein, Tal og Petrosj- an) 34% v. 2. Júgóslavía 29 v. 3. Argentína 25% v. íslendingar urðu þriðju neðstir í B-riðli. 14. Leipzig 1960. 40 þjóðir. 1. Sov- étrikin (Tal, Botvinnik, Korchnoi, Smyslov, Keres, Petrosjan) 34 v. 2. Bandaríkin 29 v. 3. Júgóslavía 27 v. Islendingar urðu næst- neðstir í B-riðli. 15. Varna 1962.37 þjóðir. 1. Sovét- ríkin (Botvinnik, Petrosjan, Spassky, Keres, Geller og Tal) 31 % v. 2. Júgóslavía 28 v. 3. Arg- entína 26 v. Aftur urðu íslend- ingar næstneðstir í B-riðli, en það var mikil huggun harmi gegn að Friðrik Ólafsson náði hæstu vinningshlutfalli á fyrsta borði. 16. Tel Aviv 1964. 50 þjóðir. 1. Sovétríkin (Petrosjan, Botvinnik, Smyslov, Keres, Stein og Spassky) 36% v. 2. Júgóslavía 32 v. 3. V-Þýzkaland 30% v. ís- lenzka sveitin sigraði í C-riðli, en nú var í fyrsta skipti teflt í fjórum úrslitariðlum. 17. Havana 1966. 52 þjóðir. 1. Sov- étríkin (Petrosjan, Spassky, Tal, Stein, Korchnoi og Polugaj- evsky) 39% v. 2. Bandaríkin 34% v. 3.-4. Ungverjaland og Júgó- slavía 33% v. 11. ísland 19 v.I • Þetta er hæsta sæti sem íslend- ingar hafa nokkru sinni náð á Ólmpíuskákmóti. 18. Lugano 1968. 53 sveitir. 1. Sov- étríkin (Petrosjan, Spassky, Korchnoi, Geller, Polugajevsky og Smyslov) 39% v. 2. Júgóslavía 31 v. 3. Búlgaría 30 v. Islenzka sveitin lenti í miðjum hópi í B-riðli. 19. Siegen 1970. 60 þjóðir. 1. Sov- étríkin (Spassky, Petrosjan, Korchnoi, Polugajevsky, Smys- lov og Geller) 27% v. 2. Ungverjaland 26% v. 3. Júgósla- vía 26 v. Nú var teflt í fimm úrslitariðlum i fyrsta sinn og ís- lenzka sveitin varð í þriðja sæti i C-riðli. 20. Skopje 1972. 63 þjóðir. 1. Sov- étríkin (Petrosjan, Korchnoi, Smyslov, Tal, Karpov og Savon) 42 v. 2. Ungverjaland 40% v. 3. Júgóslavía 38 v. íslenzka sveitin hafnaði í miðjum hópi i B-riðli, en nú voru úrslitariðlarnir að- eins fjórir. 21. Nice 1974. 73 þjóðir. 1. Sovét- ríkin (Karpov, Korhcnoi, Spassky, Petrosjan, Tal og Kuzmin) 46 v. 2. Júgóslavía 37% v. 3. Bandaríkin 36% v. íslenzka sveitin náði nú 5.-7. sæti í B-riðli. 22. Haifa 1976. 48 þjóðir. 1. Bandaríkin (Byrne, Kavalek, Ev- ans, Tarjan, Lombardy og Commons) 37 v. 2. Holland 36% v. 3. England 35% v. íslenzka sveitin varð í 20.—22. sæti með 27 v. Nú var gerð bylting í fyrir- komulagi mótanna og teflt eftir Monrad-kerfi í fyrsta sinn, allar þjóðir í sama flokki. Vegna þess að mótið var háð í ísrael, sátu A-Evrópu- og Arabaþjóðirnar heima. 23. Buenos Aires 1978. 65 þjóðir. 1. Ungverjaland (Portisch, Ribli, Sax, Adorjan, Csom og Vadasz) 37 v. 2. Sovétríkin 36 v. 3. Banda- ríkin 35 v. íslenzka sveitin varð í 28.—31. sæti, eftir að hafa verið mun ofar obbann af mótinu. 24. Valetta 1980. 82 þjóðir. 1. Sov- étríkin (Karpov, Polugajevsky, Tal, Geller, Balashov og Kasp- arov) 39 v. 2. Ungverjaland 39 v. 3. Júgóslavía 35 v. Sovétmenn voru úrskurðaðir sigurvegarar á stigum, þannig að jafnari gat keppnin ekki verið. íslenzka sveitin varð í 23.—30. sæti þegar upp var staðið, en var á tímabili í innan við tíunda sæti og komst hæst í 4.-6. sæti. Sveitin var hins vegar svo óheppin að mæta Ungverjum í síðustu umferðinni og hrapaði við það langt niður, því í svo stórum Monrad-flokki má ekkert út af bregða í síðustu umferðunum, keppnin er svo jöfn og hörð. Ólympíuskákmót kvenna Þar hafa sovézku konurnar jafnan borið höfuð og herðar yf- ir andstæðinga sína og eru allar líkur á því að eins fari nú. Við sendum nú í þriðja skipti kvennasveit á Ólympíumót og er sem fyrr hætt við að hún eigi við ramman reip að draga vegna reynsluleysis fulltrúa okkar. En enginn er smiður við fyrsta högg og þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttirj Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Aslaug Krist- insdóttir koma vafalaust til með að standa fyrir sínu. Þeim til halds og trausts á mótinu verður Trausti Björnsson, gamalreynd- ur meistari, sem ætti að verða þeim betri en enginn við biðstöðurannsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.