Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 35 Magnína J. Sveins- dóttir — Minning Fædd 24. nóvember 1897 Dáin 18. október 1982 Einn þáttur margra persónueig- inleika Magnínu Sveinsdóttur var þessi trú — hún var mikil trúkona og vissi, hvert leita bar, þegar inn- viðir mannlegrar tilveru bresta og þegar dauðinn lyftir skálm sinni og sækist á við lífið. Ég sá þetta gerast, þegar mikinn, óvæntan harm kvað að fjölskyldunni. Reis hún þá upp úr þessari gífursorg, bar uppi niðurbrotinn mann sinn, alla fjölskylduna og sagði: „Það er trúin á almættið, sem gerir mér þetta möguiegt." Hún var listræn, stórhuga, greind og framtakssöm. Sem dæmi um framtakssemina er bar- átta hennar fyrir því að fá bæjar- stjórn og fógeta Vestmannaeyja til þess að fella niður toll á hann- yrðavarningi, svo að allar konur Vestmannaeyja gætu notið góðs af. Þetta tókst. Sjálf var hún list- ræn í hannyrðum, teiknaði mynst- ur og kenndi öðrum örlátlega — vakti oft um nætur við slíkar framkvæmdir. Með réttu verður sagt, að hér hafi verið um braut- ryðjendastarf að ræða. Örlæti, gjafmildi, hugulsemi og umhyggja mynduðu samofinn meginþátt í lífi hennar og per- sónuleika. í formennskustarfi í systrafélagi Aðventsafnaðarins í Vestmannaeyjum og síðar, er hún veitti forstöðu Systrafélaginu Al- fa í Reykjavík, komu þessir eigin- leikar sterklega fram. Hugur hennar snerist þrotlaust um að hjálpa öðrum og líkna. Engu máli skipti, hvort um kunnuga eða blá- ókunnuga var að ræða. Hún var gædd einstökum næmleik á kjör annarra. Sjálfur naut ég þessarar örlátu hugulsemi, er hún, ásamt manni sínum, sendi mér munn- hörpu norður í land — mörgum árum áður en ég leit hana augum. Enn er ótalinn einn eiginleiki, sem prýddi þessa vænu konu — hann er sá, að hún var vel skáld- mælt. í formi óbundins máls leyfi ég mér að tilfæra hér það sem hún orti að manni sínum látnum: „í friði og ró svo blítt þú blundar og bjart er í kringum þig. I ljóma þú hverfur til Lausnarans fundar, hann leiðir þig öruggan stig. Að líta til baka er ljúft að minnast þess lífs, sem við áttum hér. Og Guði ég þakka þá gæfu að kynnast svo göfugum manni sem þér. Elsk- aði vinur. Svo orðvar og prúður. Hve einlæg var lund þín og hlý. Á friðarins landi sem fagnandi brúð- ur ég finn þig að lokum á ný.“ Magnína Sveinsdóttir fæddist og ólst upp í Engidal í Skutulsfirði við ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar voru Sveinn Ólafsson og Pálína Samúelsdóttir. Hinn 23. júní, 1919 giftist hún Magnúsi Helgasyni. Hann er dáinn. Stofn- uðu þau heimili í Vestmannaeyj- um og voru þar til ársins 1930, er þau fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu æ síðan. Varð þeim fimm barna auðið, sem öll komust til manns. Sveinn, loft- skeytamaður og starfsmaður Veð- urstofu íslands, Hermann, sím- tæknifræðingur og stöðvarstjóri á Hvolsvelli, Magnús H. fyrrverandi bæjarstjóri, Vestmannaeyjum og ráðherra, núverandi alþingismað- ur, Páll, flugmaður, látinn og María verzlunarkona og verzlun- arstjóri. Helga Marinós- dóttir — Minning Fædd 9. maí 1946 Dáín 21. október 1982 I dag er lögð til hinstu hvílu mágkona mín, Helga Marinósdótt- ir, ung kona í blóma lífsins, aðeins 36 ára. Hún lést 21. október sl. í Landspítalanum. Hver skilur þetta, hvers vegna hún? Það er saga sem mannlegur máttur getur ekki útskýrt. Helga var fædd 9. maí 1946 að Skáney í Reykholtsdal og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru Marinó Jakobsson frá Torfustaðahúsum í V-Húnavatnssýslu, f. 2. nóv. 1908, og Vilborg Bjarnadóttir frá Skán- ey, f. 31. október 1915, og þar ólst hún upp. Helga var einkadóttir þeirra og átti hún þrjá bræður sér yngri, þá Bjarna, Jakob og Þorstein. Hún var búin að búa í Reykjavík í all- mörg ár og vann hún á barna- heimilum Sumargjafar. Fyrst á Laufásborg og síðan í Efrihlíð og þar var hún matráðskona. Maður hennar var Egill Egilsson úr Reykjavík, þau voru barnlaus. Það var alltaf létt í kringum Helgu, alltaf var hún kát og hlæj- andi, geðgóð, blíð en dul. Hún bar aldrei þjáningar sínar á borð ann- arra, hvorki fyrr né siðar, þó var hún mjög kvalin í veikindum sín- um, sem tóku alltof langan tíma að dómi okkar er til þekktu en þó fór hún of fljótt. Það er ekki löng ævisaga svona ungrar konu, þó hún fylli nokkrar línur, en hún er hrein og björt. Hún átti sina aðdáendur og sína vini og er mér þá efst í huga bróð- ursonurinn Sigurður yálur Jak- obsson, þó að hann sé aðeins 5 ára þá veltir hann nú eflaust vöngum yfir því hvar Helga sé. Hún var alltaf tilbúin að passa hann og fara með hann í bæinn, í búðir eða upp í Borgarnes til ömmu og afa. Hún vissi svör við öllu því sem ung barnssál þurfti að vita, eitt er víst að hann hefur misst mikið, hennar skarð í hans hugarheimi verður vanduppfyllt. Eins mun vera um flesta er kynntust henni. Alltaf var gott að koma á Kaplaskjólsveginn til þeirra Egils. Þar höfðu þau komið sér upp hlý- legu heimili og kaffi á könnunni var ávallt til. Helga dvaldi flest sín sumar- leyfi á Skáney, meðan foreldrar hennar bjuggu þar. Kom Egill líka þá oft með henni, þó hann væri lítið fyrir búskap og fannst þetta óskiljanlegt puð og strit. Ég sagði hér áðan, að Helga átti vini, já marga. Það kom best í ljós, þegar veikindin fóru að koma í ljós og spítaladvalirnar urðu æ lengri. Margir komu til hennar í heimsókn og sátu þá gjarnan hjá henni góða stund, meira en bara heimsóknartímann, heilu og hálfu dagana. Hafi þeir þökk fyrir. Frá því í byrjun september fór verulega að hraka heilsu hennar og komu þá foreldrar hennar til Reykjavíkur og sátu hjá henni á daginn en Egilí var þar á kvöldin og næturna, þar til yfir lauk. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir hjá þeim, að sjá á eftir eiginkonu og einkadóttur í þennan sjúkdóm. Ég votta þeim mína innilegustu samúð og góður guð veri með ykk- ur. Fari hún í friði og hafi þökk fyrir góða viðkynningu. Birna Síðustu æviárin bjó Magnína heitin við þverrandi heilsu. Sjálfa sig annaðist hún þó allt fram á sl. vor, er hún veiktist. Síðustu dag- ana var hún á Borgarsjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem hún sofnaði hægum, kvalalaus'um svefni að kveldi hins 17. þ.m. Allt fram í andlátið leitaði hug- ur hennar til annarra. Síðustu orðin, sem hún sagði við mig og börnin sín rétt áður en hún dó, voru þessi: „Ég bið að heilsa öll- um“ ... „munið nú að skila kveðju til allra.“ ... Yfir treganum, tengdum fráhvarfi hennar, lýsa fagrar og heiðar minningar. Fyrir þær erum við öll þakklát. ... Guð blessi þá, sem sakna. Jón Hjörleifur Jónsson Vitur maður hefur sagt, að ef meta skal einhvern rétt, verði matið að byggjast á því besta sem honum tókst að framkvæma, það eitt sýni hvaða kostum hann sé búinn. Magnína Sveinsdóttir var á margan hátt sérstæður persónu- leiki. Frá margra ára kynnum mínum af henni á ég minningar um margt í fari hennar og starfi, sem vakti athygli mína og aðdáun. Útávið mun hún hafa verið þekkt- ust fyrir forystustarf sitt innan líknarmála. Um margra ára skeið var hún forstöðukona Systrafé- lagsins Alfa, fulltrúi í Mæðra- styrksnefnd og lét yfirleitt líknar- mál mjög til sín taka. Atorka hennar og sjálfsfórn í þessu starfi var óvenjulega mikil. Segja mátti, að hún lifði og hrærðist í líknar- starfinu, og öll hennar störf voru unnin af röggsemi, smekkvísi og virðuleik. Yfirleitt auðkenndi það Magn- ínu, að hún bar hag annarra mjög fyrir brjósti. Hún var mikil trú- kona, starf hennar og afstaða til allra mála mótaðist mjög af trúnni. Heyrt hef ég aðra segja, að samtal við Magnínu hafi aukið þeim þrek á erfiðum stundum. Á stundum reynslu og sorgar kom það í ljós, að hún átti eiginleik bjargsins, sem óhaggað stendur af sér brim og boðaföll. Það, sem hér hefur verið sagt, mun hafa verið kunnugt öllum þeim, er þekktu Magnínu. En við, sem höfðum nánari kynni af henni, vissum að í kyrrþey og að tjaldabaki hafði hún lag á því að leggja gott til mála og koma góðu til leiðar. Þessara eiginleika henn- ar minnist ég og fjölskylda mín með þakklæti. Við fráfall þessarar merku konu munu margir minnast hennar þakklátum huga. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum mun finnast þau hafa mikið misst. Þeim öllum sendi ég einlægar samúðarkveðjur og bið þau að minnast þess, að á slíkum vega- mótum höfum við í raun réttri ekki misst þann ástvin, sem horf- inn er. Áhrif hans eru hvorki glöt- uð né gleymd. Þvert á móti er það svo, að það, sem hann gaf okkur, verður skýrara, bjartara og verð- mætara í hug okkar og lífi og mun endast okkur ævina út. „Af eilífðar Ijósi hjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á a‘ðri leiðir. < >g upphiminn fegri’ en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir.“ (K.B.). Danmörk,20.október 1982, Júlíus Guðmundsson Ný, sportbif reið, f rá, Skoda á | bílasýningu, um, helgina Þú ættir aö líta inn í sýningarsalinn að Nýbýlavegi 2 um helgina og kynnast nýja, glæsilega Skodanum okkar, - Skoda Rapid. Þar færðu svar við öllum spurningum varðandi þennan athyglisverða bíl og að auki kynnistu „gömlu góðu“ Skodunum sem að sjálfsögðu standa fyrir sínu við hlið nýja félagans. Sýningin er opin kl. 13.00 til 17.00 laugardag og sunnudag. Ath! Jón Spæjó ætlar að læðast inn milli kl. 14.00 og 15.00 báða sýningardagana og árita myndir af sér með « alvörusvip. bara að drífa sig! 0 Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Og nú er JÖFUR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.