Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Samtök rétthafa myndbanda á íslandi formlega stofnuð SAMTÖK rétthafa myndbanda á íslandi voru formlega stofnuð hinn 5. nóvember síðastliðinn og meðal stofnfélaga voru forsvarsmenn Steina hf., Texta hf., Hamrasels sf., Háskólabíós, Laugarásbíós, Regnbogans og Framsýnar/ísmyndar, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum, sem Morgunblaöinu hefur borizt. Þar segir ennfremur að formaður samtakanna hafi verið kjörinn Friðbert Pálsson, forstjóri Háskólabíós, en Gunnar Guðmundsson, hdl., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri. í áðurnefndri fréttatilkynningu segir m.a.: „Samkvæmt samþykktum sam- takanna er þeim ætlað að vera sameiginlegur vettvangur fyrir rétthafa myndbandaefnis, að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart ljöggjafanum, hinu opinbera, neytendum, erlendum samtökum myndbandarétthafa, myndbanda- leigum, fjölmiðlum og öðrum, sem beint eða óbeint eru tengdir dreif- ingu myndbanda hér á landi. Ennfremur skulu samtökin vinna að því að samræma við- skiptahætti og dreifingarkerfi myndbanda hjá félagsmönnum, að vera ráðgefandi aðili um hvers konar mál, er tengjast dreifingu myndbanda, og standa saman með réttaraðgerðum gegn hvers konar skerðingu á lagalegum rétti fé- lagsmanna hér á landi. Sömuleiðis skulu samtökin vinna að því að safna saman og skrá upplýsingar um rétthafa löglegs myndbandaefnis og dreif- endur þess hér á landi, og í sam- einingu vinna að því gagnvart hinu opinbera og löggjafanum að opinber gjöld af innfluttu mynd- bandaefni og myndbandaefni framleiddu hér á landi, verði stór- lega lækkuð frá því sem nú er. I siðareglum samtakanna, sem félagar verða að samþykkja, kem- ur fram að félögum er óheimilt að setja á markað myndbandaefni, sem skaðað getur almenningsálit á rétthöfum myndbanda, svo og er félögum skylt að taka fram á myndböndum sínum, ef efni þeirra er ekki við hæfi barna. í siðareglunum er lögð megin- áhersla á þær skyldur félaga að gæta hagsmuna allra rétthafa efnis á myndböndum, og skulu fé- lagar skuldbinda sig að eiga ekki viðskipti við aðra aðila en þá, sem með skriflegum samningum og yfirlýsingum skuldbinda sig til að virða reglur samtakanna. Þess má geta, að stefnt er að því að mynd- bönd frá félögum í Samtökum rétthafa myndbanda á Islandi verði sérstaklega merkt, og er þeirri merkingu ætlað að vera neytendum trygging fyrir því að þar fari lögmætt efni. Baráttumál Samtaka rétthafa myndbanda á Islandi verða á næstu vikum og mánuðum aðal- lega tvö, þ.e. í fyrsta lagi að koma því í kring að ólögmæt sýning og notkun myndbanda verði með- höndluð innan dómkerfisins sem hvert annað brot á hegningarlög- um, í stað þess ástands sem nú ríkir, þegar rétthafi myndbanda þarf fyrst að sanna ólögmæta notkun á myndböndum sínum en síðan að höfða einkamál gegn þeim aðila, sem brotlegur hefur gerst til að knýja fram rétt sinn. í öðru lagi munu samtökin berjast fyrir því að fá hið opinbera til að falla frá hinum óheyrilegu gjöld- um, sem lögð eru á myndbönd hér á landi, enda er það skoðun sam- takanna, að til þeirra megi að nokkru rekja ófremdarástand það, sem til skamms tíma hefur ríkt á íslenskum myndbandamarkaði, þar sem hið háa verð á innfluttum myndböndum hefur haft í för með sér stórfelldan ólöglegan innflutn- ing á myndböndum og ólögmæta fjölföldun á því efni, sem þannig berst inn í landið." INNLENT Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Einhliða ákvörðun ríkisins — að einhver hluti framleiðslugjaldsins gangi til þessara aðila „ÞETTA er ekki spurning um neitt samkomulag. Þeir fá bara sinn hluta af gjaldinu að frádregnum þessum kostnaði. Þeir standa ekki í samn- ingum við ÍSAL og þeir hafa ekki gert samninga við Alusuisse. Samn- ingurinn er milli ríkisins og þessara aðila. Síðan er það einhliða ákvörð- un ríkisins að einhver hluti áf þessu gangi til þessara aðila,“ sagði Ragn- ar Arnalds fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann af hverju gengið væri að Hafnarfjarðarbæ, Byggða- sjóði og Iðnlánasjóði um greiðsíur á tæpum þremur milljónum króna fyrir rannsóknir þær sem iðnaðar- ráðherra hefur látið fara fram á SETBERG hefur sent frá sér fjórðu bókina í flokknum „Láru-bækurn- ar“ eftir Lauru Ingalls Wilder og heitir bókin „Sveitadrengur". Drengurinn Almanzo á heima hjá foreldrum sínum og þremur systkinum á myndarbýli í New York-ríki. Hann er duglegur strákur sem ekki lætur sitt eftir liggja við búskapinn og Almanzo hefur gaman af hestum. Hann langar til að eignast folald sem hann geti tamið sjálfur ... „Það er hressandi að kynnast jafnrösk- um dreng og Almanzo, og ekki æt- starfsemi ÍSAL. Ráðherrann var spurður af hverju ekki hefði verið haft sam- ráð við þessa aðila þegar ákveðið var að hefja rannsóknirnar, þar sem ákveðið hefði verið að láta þá standa undir kostnaði við þær og hvort ríkisvaldið gæti staðið að slíku einhliða þar sem Hafnar- fjarðarbær fengi framleiðslu- gjaldið í stað fasteignagjalda og útsvara. Ragnar svaraði: „Já, þetta verður að vera einhliða ákvörðun ríkisins að draga frá þennan kostnað. Maður hlýtur náttúrlega að spyrja sjálfan sig um sanngirnis- og skynsemissjón- ti að spilla fyrir að hann varð síð- ar eiginmaður Láru í „Húsinu á sléttunni" sem margir þekkja," segir í frétt frá útgefanda. Fyrri bækurnar í þessum bóka- flokki heita: „Húsið í Stóru- Skógum", „Húsið á sléttunni" og „Húsið við ána“. „Láru-bækurnar“ hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og verið endurútgefnar hvað eftir annað. „Sveitadrengur" er 250 blaðsíð- ur að stærð, prýdd fjölda teikn- inga. Þýðandi er Óskar Ingimars- son. armið í svona máli. Finnst mönnum virkilega sanngjarnt að þeir fái sinn hlut af auknum tekj- um af álverinu, sem verða í kjölfar þessarar rannsóknar, en að allur kostnaðurinn skrifist á ríkið. Að sjálfsögðu er eðlilegt að kostnað- urinn við bókhaldið sé dreginn frá.“ Ragnar var að lokum spurður hvenær Hafnarfjarðarbær mætti reikna með leiðréttingu á fram- leiðslugjaldi sínu, en bæjarfélagið hefur ítrekað reynt að fá hækkun á því samkvæmt samningi sínum við ríkið. Samkvæmt viðtali við bæjarstjórann í Hafnarfirði ný- verið er gert ráð fyrir hækkunum á framleiðslugjaldinu með tilliti til breytinga á fasteignamati og gengis dollara. „Það hafa miklar umræður verið um þetta á undan- förnum árum en það hefur ekki fengist endanleg niðurstaða, en ég vona að hún fáist." Ráðherrann var þá spurður hvort Hafnarfjarð- arbær ætti ekki umtalsverðar upphæðir inni hjá ríkinu vegna þessa, á sama tíma og áðurnefnd- ur kostnaður væri dreginn frá framleiðslugjaldinu til hans. Hann svaraði: „Þetta er eins og svo margt sem deilt er um. Við þurfum ekki endilega að hafa rangt fyrir okkur þó einhverjr telji sig eiga kröfur á okkur.“ Fjórða „Láru-bókin“ komin ari er sem „Elskan hans Þór- bergs“. Rekur Skúli á eftirminni- legan hátt kynni sín af henni, frá fyrsta fundi þeirra til hins síðasta. í þeirri frásögn kemur fram hvernig kynnum hennar og Þór- bergs var háttað. Einn kafli bókarinnar fjallar um skólavist Skúla í Samvinnu- skólanum í Reykjavík og gerir hann þar grein fyrir nokkrum skólasystkinum sínum. Þá má nefna lýsingu á Borðeyrardeilunni svokölluðu frá sjónarhóli heima- manns, sagt er frá komu nýs kaupfélagsstjóra til Borðeyrar, greint er frá pólitískum hræring- um í sveitinni, m.a. á tímum „Finnagaldursins", og sagt er frá dvöl brezks herliðs þar. Þá er hér að finna lýsingu á hvernig Bæ- hreppingar fögnuðu stofnun lýð- veldis á íslandi 17. júní 1944 og sitthvað annað. Hver liðin stund er lögð í sjóð er sett í Acta hf., prentuð í Prent- tækni og bundin í Bókfelli hf. Káputeikningu gerði Lárus Blönd- al. Bókin er 212 bls. og gefin út hjá Skuggsjá. Frú Sesselja Konráðsdóttir og Lóðvig HaUdóranon skólastjóri GEFIN ÚT AF MANNEUMSFÉLAGI ÍSLANDS Ný íslenzk nær- ingarefnatafla íslenskir neytendur eiga þess nú kost að fræðast um næringargildi al- gengra fæðutegunda. Manneldisfé- lag Islands hefur gefið út næringar- efnatöflu. Taflan er litprentuð og myndskreytt. Næringarefnataflan er meðal annars ætluð þeim fjölmörgu, sem vilja fylgjast með hitaeiningum eða kaloríum fæðunnar, en auk hitaeininga er gefið upp magn all- ra orkugjafanna, þ.e. fitu, sykurs og annarra kolvetna og próteina. Eins og alþjóð veit, þá er feitur og sykraður matur ekki talinn sérl- ega hollur. Magn fitu og sykurs er tekið skýrt fram í töflunni og því er handhægt að bera saman holl- ustu fæðutegunda. Stykkishólmur: Færði grunnskólanum málverk Stykkishólmi, 6. nóvember. FRÚ SESSELJA Konráðsdóttir kom hingað til Stykkishólms sunnudag- inn 24. okt. sl. og færði grunnskólan- um í Stykkishólmi málverk sem fjöldi gamalla nemenda hennar lét mála af henni þegar hún átti sjötugs- afmæli. En Sesselja var hér kennari og skólastjóri í Stykkishólmi um 30 ára skeið. Auk þess var hún virk í félagsmálum bæjarins, var lengi með barnastúkuna Björk nr. 94 og eins fyrir kvenskátum og í kvenfé- laginu. Sesselja var bæði duglegur og litríkur kennari, hafði lag á að koma námsefninu vel til skila til nemendanna og minnast þeir hennar með þökk. í tilefni af komu Sesselju var henni og ýmsum sem hún starfaði með hér í Hólminum boðið í mat hér á hótelinu og stjórnaði Lúðvíg Halldórsson skólastjóri samsætinu og veitti viðtöku gjöf frú Sesselju, en hún minntist daga sinna í Stykkis- hólmi og taldi þá sína sæluríkustu á æfinni. Hún sagði að þakklætið til Hólmara væri efst í huga sín- um og óskaði að það kæmi skýrt fram. Minntist hún kennslu si- nnar hér og aðstæðna og var gam- an að heyra hana segja frá. Lúðvíg ásamt Finni Jónssyni form. skóla- nefndar fluttu þakkir skólans bæði fyrir gjöfina og eins þau störf sem Sesselja innti af hönd- um í þágu byggðarlagsins. Var málverkinu síðan valinn staður í skólanum. Einnig afhenti frú Sesselja Dvalarheimili aldraðra hér vandaðar bækur. Sesselja er nú 85 ára og hin ernasta eftir aldri. Var gaman að fá hana í heimsókn og rifja upp gömul kynnL Fréttaritari „Hver liðin stund er lögd í sjóð“ — ný bók eftir Skúla á Ljótunnarstöðum ÚT ER komin hjá Skuggsjá minn- ingabók Skúla Guðjónssonar á Ljót- unnarstöðum, sem hann hefur gefið nafnið „Hver liðin stund er lögð í sjóð“. Skúli segir hér frá barnaskóla- námi sínu, en kennari hans þar var Arndís Jónsdóttir, sem þekkt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.