Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 17 Styðjum Sigfús J. Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Eftir Hafþór Líndal Jónsson Það, sem einkennir Sigfús, er heiðarleiki, framsýni og vilja- styrkur, auk þeirrar reynslu, sem hann hefur af stjórnmálum og hinum ýmsu þjóðmálum. Það var mér því mikið gleðiefni þegar ég vissi að hann yrði í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Þar hefur Sjálfstæðisflokkur- inn sannan sjálfstæðismann, sem höfðar til flestra þeirra, sem vilja búa okkar landi það besta, með sjálfstæðum og skapandi hugsun- arhætti. Hann er einn þeirra, sem alltaf eru reiðubúnir til þess að leggja góðum málstað lið, og þeim sem farið hafa halloka á einhvern hátt í lífsbaráttunni. Ég er einn þeirra, sem hafa orðið góð- mennsku hans og hjálpfýsi aðnjót- andi. Það var eftir að ég hafði verið lamaður í þrjú ár, að við nokkrir félagar, sem orðið höfðum fyrir Hafþór L. Jónsson slysum, komum saman og kom Sigfús á þann fund með okkur, og urðu það okkar fyrstu kynni. Þessi fundur varð til þess að við stofn- uðum með okkur samtök, SEM (Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra) en þau hafa orðið okkur mikil lyftistöng. Sigfús var okkur þá og hefur verið æ síðan geysimikil hjálparhella, sem ég og félagar mínir hefðum ekki viljað missa af og er okkur raunar ómet- anlegt. Sigfús hefur lagt út í mikla vinnu fyrir fatlaða og aldraða og vænti ég þess að sú vinna eigi eftir að skila miklum árangri. Styðjum Sigfús J. Johnsen í prófkjöri því, sem er framundan, því hver vill ekki heiðarlegan, framsýnan og viljasterkan mann til þess að skipa öruggt sæti til kosninga? Þvi bið ég ykkur sjálf- stæðismenn að gera sigur hans sem mestan. Það gerið þið með því að krossa við nafn hans í prófkjör- inu. Og þá er ég viss að okkar þjóðarmynd mun verða mun bjartari en nú er. Sigfús J. Johnsen Heilbrigðar gullaugakartöflur, hreinar og veirulausar, sem Einar I. Siggeirsson hefur ræktað í tilraunaglösum. Hefur ræktað hreinan og veirulausan gullauga- stofn í tilraunaglösum „Já, það raá segja að þetta séu glasa- börn,“ sagði Einar I. Siggeirsson grasafræðingur í samtali við Morgun- blaðið og sýndi okkur lúkufylli af kartöflum, en honum hefur tekist að rækta heilbrigðan stofn af gullauga- kartöflum. Einar hefur unnið að ræktuninni á rannsóknarstöðinni i Neðri-Ási í samvinnu við plöntutil- raunastofnun Hollands í Wagening- en. „Það tók fjögur og hálft ár að fá alveg hreinan og veirulausan stofn, eða átta kartöflukynslóðir. Nú á bara eftir að rækta útsæðisstofn, sem síðan verða notaðir til fram- haldsræktunar fyrir almenning," sagði Einar. Einar sagði að útsæðisstofnarnir yrðu ræktaðir á einangruðum stöð- um að Neðra-Ási og í Hollandi, þar sem engin hætta væri á blaðlúsum eða skordýrum sem flutt gætu veirur milli plantna. Gera mætti ráð fyrir að tilbúinn verði stofn til ræktunar fyrir almenning 1986 til 1987. Einar sagði að tilraunastarf- ið tæki langan tíma þar eð erfitt væri að kynbæta fyrir öllum sjúk- dómum. „Við höfum við þessar tilraunir beitt frumú- eða vefjarræktun, sem er í því fólgin að tekinn er vaxtarsproti fremst í spíru og hann ræktaður bæði í einangruð- um og sótthreinsuðum næringar- vökva. Hver kartöflukynslóðin af annarri hefur verið ræktuð og úr hverri kynslóð valdir þeir einstakl- ingar sem við prófanir reyndust lausir við veirur. Ræktunin hefur að öllu leyti farið fram í tilrauna- glösum. ■ Gullaugað varð fyrir valinu þar sem þetta er eitt mestræktaða af- brigðið hér á landi og vex vel við íslenzkar aðstæður, auk þess sem þessi kartöflutegund er bragðgóð. Hún hefur þann ókost að í hana sækja margir sjúkdómar, til dæm- is veirusjúkdómarnir x, y og z, sem eru duldir sjúkdómar, sem sjaldan koma fram, en leitt geta til 10—15% uppskeruminnkunar," sagði Einar. Það kom fram hjá Einari, að þótt tekist hefði að fá hreinan og heilbrigðan stofn væri ekki þar með sagt að menn myndu losna við sjúkdóma, því veirur gætu til dæmis breiðst út hér á landi milli sýktra plantna og heilbrigðra við vindnúning, og einnig með niður- setningar- og uppskeruvélum Einar sagði að unnið hefði verið að þessum tilraunum í samvinnu við Fridrike Quak í plöntutilrauna- stöð Hollands. Quak fæst við hreinsun stofna í stöðinni og bauð upp á samstarf við hreinsun ís- lenzks kartöflustofns. Sagði Einar rannsóknina hafa reynst ákaflega dýra og að ekki hefði fengist nokk- ur einasti styrkur til þeirra frá ís- lenzku ríkisstjórninni, en sú holl- enzka hefði styrkt þær óbeint, þar sem plöntutilraunastöðin væri opinber stofnun. Hins vegar væri Neðri-Ás sjálfseignarstofnun. Þess má að lokum geta að árlega koma fjölmargir útlenzkir vísinda- menn til vísindaiðkana að Neðra- Ási, en þar er Gísli Sigurbjörnsson forstöðumaður. Einkum hafa út- lendir háskólar sent doktorsefni sín hingað til rannsóknarstarfa, og þannig hlutu tveir v-þýzkir stúd- entar doktorsnafnbót í haust fyrir rannsóknir sínar að Neðra-Ási, annar rannsakaði veðurfræði ís- lands og hinn vatnsinnihald jarð- vegs á öræfunum. Og í fyrra hlaut annar doktorsgráðu fyrir rann- sóknir sínar á vatnsrennsli Jökuls- ár á Fjöllum, og þannig mætti lengi telja, að sögn Einars. hjá sumum undir lokin þegar kófheitt var orðið í salnum.) En hvað um þau Þóru og Rúrik í hlut- verkum herra og frú Tyrone? Þóra Friðriksdóttir vinnu hér að mínu mati nokkurn leiksigur sem Mary Cavan Tyrone. Hún var að vísu ekki nægilega lipur á text- anum (og raunar ber textameðferð leikaranna með sér að verkið sé ekki fullæft) en það sem gerir frammistöðu hennar markverða er einlægni. Það er afskaplega auðvelt fyrir leikkonur að falla inní gervi lady Machbeth þegar um Mary Tyrone er að ræða. Það eru ekki aðeins atriði þar sem hendur eru þvegnar, minnst er á barnsmorð og svefngöngur sem tengja þessár klassísku persónur leikbókmenntanna saman. Hið fjarræna fas Mary Tyrone og djúp tengsl hennar við eiginmanninn minna stöðugt á dramað um herra og frú Machbeth sem einangrast í höll sinni. — Fangar eigin draumsýnar. Munurinn á frú Tyr- one og frú Machbeth er hins vegar sá áð frú Machbeth hrindir manni sínum upp á tindinn en Mary Tyr- one læsist inní heimi eitursins. Hún er aðeins virk innan eigin hugarheims. Af næmni og hlýju kemur Þóra þessu nokkuð til skila. Áhorfandinn sér fyrir framan sig konu sem trúir á háleit markmið en berst ekki fyrir þeim. Ef til vill skortir Mary Tyrone ekki slægð og grimmd lady Machbeth en slægð >f og grimmd víkur oftast fyrir blíðu lundarfari. Þóru Friðriksdóttur tekst að koma þessu blíðlyndi Mary Tyrone til skila og þar með samsama hana fremur Bergþóru en Hallgerði, lady Macduff en lady Machbeth. Þannig situr Þóra ekki í minningunni sem vofa á kastala- vegg heldur sem brotin einmana manneskja, fangi óumflýjanlegra örlaga. Rúrik Haraldsson leikur James Tyrone, höfuð fjölskyldunnar. Rúrik var smá stund að hitna í hlutverkinu en þegar hann loksins náði sér á strik, náði hann eins djúpt og ég held að sé gerlegt inn í persónu James Tyrone. Ég veit ekki á hvern hátt Rúrik hefir nálgast hlutverk sitt, en eitt er víst að hann hefir ekki gleymt þeirri lýsingu sem höfundur gefur á föður sínum í handriti og hljóð- ar svo (Takið eftir safaríkri þýð- ingu Thors, leiktextinn er mun hófsamari): „Hann er að eðli og vali yfirlætislaus, hógvær maður, og hneigist til þeirra hluta sem eru í samræmi við alþýðlegan upp- runa hans og áa hans meðal írskra bænda. En leikarinn birtist í öll- um ómeðvituðum talvenjum, hreyfingum og látbragði. Allt þetta ber með sér að vera sprottið af tillærðri tækni." Persónulega finnst mér Rúrik hafa lagt meiri áherslu á bóndann í James Tyrone en leikarann og er það vel, því Arnar Jónsson í hlutverki hins misheppnaða eldri sonar, Jamie, leggur þunga áherslu á hið leik- ræna — enda sjálfur enn mis- heppnaðri leikari en faðírinn. Ég veit hinsvegar ekki hvort sú aðferð leikstjórans Kent Paul að leggja mikla áherslu á andstæður í fari fjölskyldumeðlimanna á fullan rétt á sér. Einhvernveginn fannst mér fólkið ekki ná saman á sviðinu. Ef til vill var það ætlun O’Neill að sýna í Dagleiðinni þá firringu sem getur þróast innan ósköp venjulegrar fjölskyldu og þá jafnframt hve lífslygin getur leitt fólk djúpt inní einmanaleik eigin hugarheims. En þótt fólkið í Dag- leiðinni löngu sé einmana þá er það þó tengt blóðböndum. Sjálfur fann ég ekki til áþreifanlegra tengsla við heim þessa fólks, nema þá er Rúrik varpaði alveg af sér leikara- gervinu og talaði einsog maður við mann um lífslygi sína. Slík hreinskilni hlýtur að snerta jafn- vel hið borgaralegasta hjarta. Ég held að með hreyfanlegri leikmáta hefði mátt skapa líflegra samband milli leikaranna á sviðinu og þar með milli sviðs og salar. Slíkur einmanaleiki sem þarna sést virk- ar dálítið framandi á þann sem lifir fábreyttu hversdagslífi. Ég alít að það sé einkennismark snillinga að þeir sýni fánýti mannlífsins án þess að sliga lýs- inguna annað hvort með tilfinn- ingavellu, galsa eða ofurþunga. O’Neill er ef til vill full þungur á bárunni í Dagleiðinni löngu. Al- gildan sannleika verður að vefja í umbúðir sem augað girnist. Við viljum sjá tragedíuna í lífinu í bland við skopið. Ef tragedían verður yfirþyrmandi snertir hún okkur ekki mjög djúpt nema hún sé sett fram í vellumyndum á borð við Love Story, þar sem vellan fyrirgefst. Uppfærsla Þjóðleik- hússins 1982 á Dagleiðinni löngu inní nótt leggur alla áherslu á hinn tragíska texta Eugene O’Neill og birtir þar með dálítið einhliða lífsmynd mikils höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.