Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 35 Söluhorfur á blá- refaskinnum bólanefnd er sem stendur að fást við þetta vandamál sem kunugt er. Þetta er verkefni sem er vísinda- lega séð mjög erfitt viðfangs. Framtíð jarðhitavinnslunnar Menn verða að reikna með, að sá jarðhitaforði sem nú er verið að vinna í Reykjavík og nágrenni geti þorrið með þeim hætti, að jarðlög- in fyllist af köldu vatni í stað þess heita sem upp er tekið. Þetta mun ekki gerast snögg- lega, heldur hægt og rólega á tug- um ára. Því er svigrúm fyrir hendi til að finna út hvernig skuli brugð- ist vð þessu. Staða rannsókna er þó siík, að aðeins er hægt að fara um þetta vandamál almennum orðum. í fyrsta lagi þarf að finna og virkja nýja orkuforða sem núver- andi vinnsla hefur ekki áhrif á. Þessu verkefni hefur Hitaveitan unnið að um langan tíma á Nesja- völlum, en það er mjög skammt á veg komið og á langt í land að komast á framkvæmdastig. I öðru lagi þarf að ákveða á hvern hátt núverandi forði skuli notaður. Holurnar eru mjög stutt frá leíðslukerfi borgarinnar. Því er þarna um mjög verðmætt afl að ræða, einkum og sér í iagi verður það mjög verðmætt í sömu andrá og ekki er hægt að bæta við það að vild sinni eins og fram að þessu hefur verið gert og er hægt enn um sinn. Hin unna orka er hins vegar mjög ódýr í vinnslu. Með hliðsjón af útreikningum á verðmæti vatns í uppistöðuiónum, sem gerðir eru fyrir raforkukerfið má hins vegar fullyrða, að verðmæti vatnsins í jarðhitageymunum er miklu meira en vinnslukostnaður segir til um, og vex eftir því sem minnk- ar í þeim. Því má álykta, að hagkvæmasta notkunin í framtíðinni verði sú, að spara orku svæðanna sem mest má, jafnframt því sem mikið dæluafl er haft á svæðunum og notað sem toppafl og varaafl fyrir nýja orkuveitu frá fjarlægum svæðum. Hvernig skiptingin verð- ur þarna á milli er rekstrarfræði- legt dæmi, þar sem taka þarf tillit til stærðar hins tiltæka forða og er ekki ólíkt því dæmi sem vatns- aflsmenn eru að fást við. Frekari rannsóknir Það þarf að komast til botns í vatnafræði Elliðaáasvæðisins. Til þess þarf frekari mælingar á grunnvatnsstöðu. Þeim þarf að vinna úr með fræðilegum líkana- reikningum. Ef jarðhitasvæðin eru að gleypa grunnvatn úr yfir- borðslögum þarf að taka tillit til þess vatnsmagns í áðurnefndum reikningum og staðsetja grunn- vatnsmæliholur með tilliti til þess. Þessu þarf að halda áfram þangað til fundið er út hvaðan Vatnsveitan og Hitaveitan eru að taka vatnið. Gera þarf fræðiieg iíkön af jarðhitasvæðum sem eru nægilega nákvæm til að hægt sé að reikna út kólnunarferla. A þann hátt má fá yfirlit yfir hve mikil orka svæð- anna er, og hve hratt hún eyðist. Rannsaka þarf, hvort finna megi ný jarðhitasvæði á Reykja- víkursvæðinu. Engin von er til að jarðhiti finnist neitt í líkingu við það sem nú er virkjað, en nothæf- ur jarðhiti gæti samt fundist, sem gæti orðið verðmætur síðar. Koma þarf orkuveitu frá Nesja- völlum og ef til vill fleiri háhita- svæðum á verkhönnunarstig, sem allra fyrst. 11. nóvember 1982 Hr. formaður stjórnar Veitustofnana Sigurjón Fjeldsted, borgarfulitrúi Brekkuseli 1, 109 Reykjavík. Samkvæmt beiðni yðar og í framhaldi af fundi með yður og Jóhannesi Zoéga hitaveitustjóra og Þóroddi Th. Sigurðssyni vatnsveitustjóra sendist meðfylgj- andi álitsgerð um áhrif jarðhita- vinnslu í Reykjavík og nágrenni á orkuforða og grunnvatnsstöðu. Virðingarfyllst, Jónas Elíasson. eftir Skúla Skúlason, Kópavogi Á fundi sem haldinn var þann sjöunda nóvember í Reykjavík á vegum Hudson’s Bay London fyrir loðdýraræktarmenn og áhugafólk kom fram í ræðu Blake Mundell frá Skotlandi að söluhorfur á blá- refaskinnum á komandi vetri væru allgóðar. Heimsframleiðsl- an, sem seld verður á frjálsum markaði á Vesturlöndum, verður væntanlega um 3.000.000 skinna. Fyrsta uppboð vetrarins verður hjá Hudson’s Bay London þann 22. nóvember, en síðan verða uppboð- in hvert af öðru í Helsingfors, Osló, London og síðan röðin eftir nýár. Blake Mundell er eigandi Dal- chonzie Mink Farm Ltd., Skot- landi sem framleiðir um 36.000 minkaskinn nú í vetur. Hann er nú formaður London Fur Group, sem er sölu- og kynningarsamtök loð- dýrabænda, sem selja afurðir sín- ar í London. Hann er einn eigenda Blárefs hf. í Krýsuvík. Blake Mundell reiknaði með að verð fyrir nýár mundi Iiggja um kr. 900,- en erfitt væri að segja um verðbreytingar eftir nýár, sem yrðu eftir stöðunni á japanska markaðnum. Japanir hafa verið mestu kaupendur blárefaskinna síðastliðin þrjú til fjögur ár. Inn- legg þeirra hefur átt drjúgan þátt í hagstæðu verði á blárefaskinn- um. Staðan hjá þeim er sú að þeir eiga um 200.000 blárefaskinn óseld, sem ekki er stór tala á þeirra mælikvarða og ef þau klár- ast fyrir jól má búast við að verð- lag geti hækkað verulega eftir ný- ár en ef ekki þá gætu verð orðið svipuð desemberverðinu það sem eftir er vetrar. Nokkrar umræður hafa skapast meðal manna vegna flokkunar lífdýra á blárefabúunum í haust. Mismunandi sjónarmið eru gild- andi varðandi þessi mál, eftir því í hvaða löndum verið er að flokka og jafnvel frá búi til bús. I Finnlandi hefur verið mjög ör uppbygging blárefabúa og hefur því oft orðið að setja ðll möguleg lífdýr á, eða með öðrum orðum 100% af hvolpatæfum. í Dan- mörku er hins vegar svipaður skinnafjöldi sem fer á markað frá ári til árs eða um 110.000 blárefa- skinn. Danir hafa því ekki aukið sinn stofn undanfarið, að teljandi sé, og flokka því til lífs aðeins venjulegan fjölda viðhaldsdýra eða um 15—20%. Hér á íslandi hefur hingað til verið farið bil beggja og miðað við 40—60% af ungtæfum sem hæfar til undaneldis, og er sú tala viður- kennd víða erlendis sem hæfileg tala. Einnig hefur verið deilt um stefnur í flokkunarmálum, þannig að reynt hefur verið að lýsa blá- refinn sem mest í gegn um arf- gengi því að betri verð hafa feng- ist fyrir ljósari skinnin. Áhrifin á blárefinn eru þau að hann hefur orðið grár í staðinn fyrir að vera blár eins og nafn hans gefur til kynna. Finnar þykja hafa gengið einna lengst í þessa átt með ofangreindum afleiðingum. Á súluritum, sem Blake Mundel sýndi á fundinum kom hins vegar fram að á síðastliðnum vetri feng- ust svipuð verð fyrir hin ýmsu litaafbrigði blárefsins frá dökku til ljóss, sem gæti bent til þess að tískan væri nú að snúast aftur að dekkri litunum. í gæðamati blárefaskinns þykir mikils um vert að hlutfall milli undir- og yfirullar sé sem heppi- legast. Finnskur blárefur hefur þótt vera með lengst dekkhár eða yfirull, og talið var að mest verð hafi fengist fyrir finnsku skinnin sl. vetur. Dönsk blárefaskinn eru með einna styst dekkhár af Norð- urlandaskinnunum, en þau norsku hafa legið þar á milli. Yfirleitt hefur norski blárefurinn þótt standa sig best á mörkuðunum í gegnum tíðina. Mörgum blárefabændum ís- lenzkum, sem ég hefi talað við undanfarið, hefur þótt undarlegt hve mikið var flokkað til lífs nú í haust af ungdýrum sem virtust vera með stutta yfirull, en það reyndust jafnframt vera síðgotnir hvolpar, sem alla jafna eru felldir af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru síðgotnir og ala af sér af- kvæmi síðar sem verða síðgotin. Hins vegar flokkaðist illa úr hvolpahópnum, sem gotnir voru á miðju gottímabili, sem eðlilegast hefði verið að mest hefði verið flokkað til lífs af, og minnst þótti flokkast til lífs úr elstu hvolpa- hópunum, sem við eðlilegar að- stæður ætti að flokka mest til lífs úr. Um síðgotnu hvolpana sem áð- ur er vikið að verður einnig að taka fram að þeir eru síðast til- búnir í feldinum og því kann flokkunarmanni, sem flokkar fyrstu vikuna í nóvember að virð- ast sem yfirullin sé stutt eða að- eins um 6 mm yfir undirull. Viku síðar kann þetta að hafa breyst töluvert. t.d. 21. - Db7, 22. f3 - Re5, 23. f4 og hvítur hefur undirtökin. 20. - 04), 21. Hd2? Tapleikurinn. Nauðsynlegt var 21. Hhfl og staðan er tvísýn. 21. — Rxf2! Nú hrynur hvíta staðan eins og spilaborg. 22. Dxf2 Aðrir leikir breyta heldur engu um úrslitin. 22. — Db7+, 23. Kgl — Bd4, 24. Rdl — Hf5, 25. Re3 — Hxf2 og svartur gafst upp. Hvítt: Halldór G. Kinarsson Svart: Páll Þórhallsson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Bd3 — d6 Einfaldara var að færa sér ónákvæmni hvíts í nyt og jafna taflið með 5. — Rc6 eða 5. — d5!? 6. 04) — a6, 7. c4 — Rbd7, 8. De2 — b6, 9. Rc3 — Bb7, 10. b3 — Be7, 11. Bb2 — 0-0, 12. Hadl — Dc7, 13. f4 — Hfe8. Hvítur hefur rýmra tafl og getur nú bætt stöðu sína með því að leika t.d. 14. Hfel með hótun- inni 15. e5. Þess í stað grípur hann til vafasamra aðgerða á kóngsvæng. 14. g4? — d5! Leikið skv. hinni gullvægu reglu að svara beri kóngssókn með gagnsókn á miðborði. Unglingameist- aramót íslands Skák Jóhannes Gísli Jónsson Fyrir skömmu lauk Unglinga- meistaramóti íslands, sem að venju var haldið í skákheimilinu við Grensásveg. Að þessu sinni voru tefldar 7 umferðir eftir Mon- radkerfi, og var umhugsunartimi 1 klst. á 30 leiki og því næst 20 min. til aö Ijúka skákinni. Þátttakendur voru alls 28. Þegar upp var staðið voru Ágúst Karlsson, SH, og Amór Björnsson, TR, efstir og jafnir með 6 vinn- inga. Þeir þurftu því að heyja tveggja skáka einvígi um sæmd- arheitið „Unglingameistari íslands 1982“. I fyrri skákinni urðu Ágústi snemma á slæm mistök, en Arnór fann ekki besta framhaldið og varð að lúta í lægra haldi eftir stutta viðureign. I þeirri seinni stýrði Ágúst hvítu mönnunum og náði betri stöðu út úr byrjuninni, en missté sig í miðtaflinu svo að Arnóri tókst að halda jöfnu. Sigr- aði Ágúst því í einvíginu og er hann „Unglingameistari íslands 1982“, en Arnór verður að biða þess enn um stund að hans tími sé kominn. í næstu sætum komu þeir fóstbræður Lárus Jóhannesson, TR, og Páll Þórhallsson, TR, með 5‘A vinning, og Arnaldur Lofts- son, TR, með 4‘k vinning. Þar á eftir komu margir ungir skák- menn, sem verið hafa efnilegir um margra ára skeið og eiga ef- laust eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Fyrri skák þáttarins var tefld í síðustu umferð mótsins milli Ágústs Karlssonar og Arnórs Björnssonar, og var þar um hreina úrslitaviðureign að ræða þar sem Arnór hafði einn mögu- leika á að ná Ágústi að vinning- um, sem trjónaði í efsta sæti með fullt hús vinninga: Hvítt: Ágúst karlsson Svart: Arnþór Björnsson Meranvörn 1. c4 — c6, 2. Rc3 — d5, 3. d4 — Rf6, 4. Rf3 — e6, 5. Bg5 — dxc4 Þetta hvassa afbrigði, sem Arnór hefur mikið dálæti á hentar vel þegar nauðsynlegt er að tefla til vinnings. 6. e4 — b5, 7. e5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10. Bxg5 — Rbd7, 11. exf6 — Bb7, 12. g3 — c5, 13. d5 — Re5!? Algengast er hér 13. — Db6, en textaleikurinn er hins vegar næsta óþekktur. Einnig má geta þess að 13. — Rb6 er tæpast nothæfur leikur eftir skákina Polugajevsky — Torre Moskvu 1981: 14. dxe6 - Dxdl, 15. Hxdl — Bxhl, 16. e7 — a6, 17. h4! og svartur er í úlfakreppu þrátt fyrir liðsmuninn. 14. Bg2 - Rd3+, 15. Kfl — Dd7 Endurbót Arnórs á skák gegn Jóhanni Hjartarsyni í Haust- móti TR 1981 en þar varð fram- haldið 15. - Db6, 16. dxe6 - fxe6, 17. H+! - Kxf7, 18. Be4 - Re5, 19. De2 og hvítur hefur þægilegra tafl. 16. dxe6 — fxe6, 17. f7+ Hindrar langhrókun. Aðrir kostir voru 16. De2 eða 16. Dg4. 17. - Dxf7, 18. De2 - Bxg2, 19. Kxg2 — Bg7, 20. Hadl? Allt of hægfara. Mun sterkara var 20. Re4 — 0-0, 21. h4! og svartur á í nokkrum erfiðleikum, Skúli Skúlason Ákaflega mikilvægt er að vel takist til með lífdýraflokkun hér- lendis, fyrir uppbyggingu og við- hald hins góða stofns sem keyptur var frá Skotlandi í desember 1979 og upprunninn er í Noregi. Frjó- semi og skinnagæði hans virðast vera fyrir ofan það sem almennt gerist á Norðurlöndunum. I þessu sambandi verður ekki lögð nógu rík áherzla á það að íslenzku blá- refabúin eigi þess kost að láta flokkunarmann frá því uppboðs- húsi sem þau versla við flokka hjá sér. Það sé sem sagt um fullkomið valfrelsi að ræða í þeim efnum. Of mikil miðstýring virðist ekki vera til heilla í þessum efnum og má þar meðal annars benda á minka- ræktina í Noregi, en hún hefur aldrei komist á verulegan rekspöl eins og í Danmörku og Finnlandi. Einnig verður að benda á að loð- skinn eru samkeppnisvara, sem keppir á heimsmarkaði, og mikil- vægi tengslanna við söluaðilana, sem eru uppboðshúsin, því afar mikilvæg. Reyndar virðist heldur ekkert athugavert við 14. — Rc5. 15. e5 — dxc4, 16. bxc4. Eftir 16. Bxc4 — b5! 17. exf6 — Bc5! (17. — Bxf6, 18. Rxe6! og hvítur sleppur fyrir horn) stend- ur hvítur frammi fyrir erfiðum vandamálum. 16. — Bc5, 17. Bbl? Hvítur uggir ekki að sér, ella hefði hann leikið 17. Re4 og sætt sig við lakara tafl vegna slæmr- ar peðastöðu eftir 17. — Rxe4, 18. Bxe4 — Hac8. 17. — Dc6, 18. exf6 — Rxf6, 19. g5 19. — e5! Endurheimtir liðsmuninn og opnar um leið hina mikilvægu e-línu. 20. Rd5 • Bersýnilega eina úrræðið í stöðunni. 20. — exd4, 21. Dd3 — He3, 22. Df5 Eftir 22. Rxf6+ - Kf8!, 23. Rxh7+ — Ke7 er hvitur glataður. 22. - d3! Lokar skálínunni bl — h7 og hótar fráskák samtímis. Hvítur er varnarlaus. 23. Kg2 — Rxd5, 24. cxd5 — I)xd5, 25. Dxd5 — Bxd5, 26. Kf2 — Hae8, 27. Bc3 — Hh3+ Hvítur gaf, enda blasir mátið við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.