Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Frá Helgu Jónsdóttur, frétU- . ritara Mhl. í Burgo.s, Spáni. EIN þeirra orkulinda, er virðast geta komið í staðinn fyrir olíu (sem allir vita að er að ganga til þurrðar í heiminum með sömu þróun og hingaö til), er sólarorka. Nýting sólarinnar er að vissu marki ódýrari og auð- veldari (hreinlegri) en olíu- vinnsla. En enn eru eftir fjölmargir erfiðleikar að yf- irstíga á sviði rannsókna og tilrauna og ótal mörg vandamál að kljást við svo að geislar sólarinnar geti leyst af hólmi, a.m.k. að hluta til, „svarta gulliö“. Kort af Spáni þar sem skilgreind er móttekin orka árlega (kW/h.) á m2. Meiri möguleikar eru á orku eftir því sem sunnar dregur í landinu. Spánverjar brátt í fremstu röð hvað varðar nýtingu sólarorku Sólin virðist vera ókeypis orka fyrir mannkynið. En hagnýting geislakasts hennar til þess að framleiða hita og rafmagn er ýmsum takmörkunum háð: í fyrsta lagi er kraftur geislakasts sólarinnar minni á veturna en á sumrin og það er einmitt á vet- urna þegar við þörfnumst meiri hita. Þegar skýjað er minnkar orka sólargeislanna til mikilla muna. Til þess að ráða nýtingu sólarorkunnar samkvæmt þörf- um okkar er nauðsynlegt að birgja sig upp (geyma) af orkunni og það er enn þann dag í dag mjög vandasamt og dýrt. Sólarorkan er mjög mismun- andi. T.d. er afl hennar við sjáv- armál 1 kw/m2. Til þess að nýta hana í sumum tilvikum þarf að safna henni saman áður. Öll þessi skilyrði valda því að menn eru raunsýnir hvað varðar hagnýtingu þessarar tegundar orku: það er ekki hægt að virkja hana í hverju tilviki; viðeigandi tækni er nauðsynleg í hverju til- felli. Oft getur sólarorka aðeins verið viðauki annarrar orku- lindar en getur ekki komið í staðinn fyrir hana. Og loks, notkun hennar þarfnast í vissum tilvikum mjög mikillar fjárfest- ingar er oft svarar ekki kostnaði vegna lítils afrakstrar. Reynsla Spánverja Eins og kunnugt er er lítið um verðmætar orkulindir í jörðu á Spáni. 70% þeirrar orku er Spánverjar nota er innflutt. Samt sem áður setur lega lands- ins á hnettinum Spán í fremstu röð í Evrópu hvað varðar mót- teknar sólarstundir. Spánverjar vilja nýta þessa góðu stöðu. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að þeir geta gert meira við sólina en aðeins selja hana erlendum sól- dýrkendum ... Vind- og sólorkustöðin í Manz- anares í Ciudad Real-sveit; mjög 'einföld tæknilega séð, hefur starfað með fullum afköstum í meira en 3 mánuði. Mjög góður árangur stöðvarinnar leyfir bjartsýni manna á framtíð þess- arar tegundar orkustöðva. Tæknin felst í því að loftið, sem er hitað upp undir stóru svæði huldu plasti, fer mjög hratt (nánast þýtur!) upp 200 m háan stromp og á leiðinni hreyfir það vængjahjól er getur framleitt allt að 150 kílówött. Er þetta fyrsta orkustöð sinnar tegundar í heiminum. Er hér um að ræða samkomulag milli Spánar og Þýskalands. í Tabernas í Almería-sveit á S-Spáni eru í byggingu 3 sólar- orkustöðvar. Sú þýðingarmesta, nefncÞCESA-1, er að öllu leyti verkefni spænskra sérfræðinga og greidd með spænsku fjár- magni. Framleiðslugeta stöðvar- innar verður 1,2 megawött. Stöð- in hefur starfsemi í byrjun næsta árs. Hinar tvær stöðvarn- ar svara til SSPS-áætlunarinnar (Small Solar Power System) þar sem þjóðir í OECD (Spánn lætur af hendi 12%) vinna saman. Afl hverrar stöðvar um sig er 0,5 megawött. Þær voru vígðar í septembermánuði í fyrra. I þess- ari áætlun er jafnframt fyrir- huguð bygging risasólarorku- stöðvar í Badajoz á SV-Spáni (7 km frá landamærum Spánar og Portúgal) er mun geta framleitt 20 megawött. Einrtig hafa Spánverjar skrif- að undir annað samkomulag við Þýskaland. Hér er um að ræða svonefnda CAST-áætlun þar sem fjallað er um gerð annarra sólarorkustöðva. Hafa þeim ekki verið ákveðnir staðir ennþá. Loks er í undirbúningi áætlun fyrstu sólrafmagnsstöðvarinnar. Þar mun sólarorka breytast beint (strax) í rafmagn. Fram- leiðslugeta þessarar stöðvar verður 100 kílówött. Eins og sést hafa Spánverjar margar áætlanir í pokahorninu um hagnýtingu sólarorku. Ekki vantar þá hráefni ... Vísinda- menn á Spáni bíða nú jákvæðs svars opinberra valdhafa á raunverulegri og þýðingarmikilli uppsetningu í jörðu vegna þess- arar tegundar orku og öflunar nægilega tryggra og sterkra tækniaðferða til þess að geta lit- ið björtum augum á áframhald- andi starf á þessu mikilvæga sviði. Mismunandi tegundir sólorkuskerma til notkunar fyrir heimili og verk- smiðjur. Viðskiptaþingið í Genf: Deilur Bandaríkjanna og EBE eru framundan (*enf, 23. BÓvember. AP. Hlf) umfangsmikla vióskiptaþing (Gatt-þing) hefst i Genf i dag með þátttöku 88 þjóða, en á þinginu á að leita úrræða vegna vaxandi kreppu og viðskiptaerfiðleika um heim all- an, ekki síst í Bandaríkjunum og Kvrópu þar sem atvinnuleysi og verðbólga fara sívaxandi. Mikil óvissa ríkir um niðurstöð- ur þingsins og í gær stóðu funda- höld minni og stærri hópa sendi- nefndamanna í allt að 11 klukku- stundir. Voru fundahöldin ýmist lokuð eða ekki. Óvissan jókst í gær, er viðskiptamálaráðherra Frakka, Michel Jobert, sem er formaður frönsku sendinefndar- innar, lét hafa eftir sér að „frjáls verslun geti ekki endurvakið viðskiptagóðæri". Á öndverðum meiði við Jobert er Richard Brock, formaður bandarísku nefndarinnar, sem segir Bandaríkjastjórn ekki eiga annarra kosta völ en að berjast fyrir frjálsri verslun, því endur- reisn efnahagsins byggðist á slíkri stefnu. Skák Bandaríkjanna og Efnahagsbandalagsins verður lík- lega sú athyglisverðasta á þing- inu, því skoðanamunurinn er mik- ill. Til dæmis leggur Bandaríkja- stjórn ríka áherslu á að banna tollalækkanir á útflutningsvörum, en Efnahagsbandalagið mun væntanlega beita sér fyrir því að reglur um slíkt verði ekki sam- þykktar, enda stríðir það gegn hagsmunum aðildarlanda EBE. Irakar sprengdu í loft upp íranskt olíuflutningaskip V AM OO mÁ,F AM, IvA. 4 D London, 23. nóvember. AP. HERÞOTUR íraka gerðu í gær loft- árásir á Kharg-eyju og nágrenni hennar í Persaflóa, en þar eru olíu- vinnslustöðvar miklar í eigu írana. Tryggingarfélagið breska, Lloyds, staðfesti að tvö stór írönsk skip hefðu laskast alvarlega, 41.000 tonna olíuflutningaskip og 45.000 tonna skemmtiferðaskip. Bæði skip- in skemmdust mikið og er síðast fréttist skíðlogaði enn í olíuskipinu. Skipin voru bæði í höfn í Bandar-E- Busher, 65 kílómetra suður af Kharg. írakar fullyrtu í fréttatilkynn- ingum, að þeir hefðu sökkt 5 ír- önskum olíuskipum, en olíumála- ráðuneyti Iran sagði það þvætting. Lloyds fyrirtækið gat þess einnig að þeir hefðu enga vitneskju feng- ið um fleiri löskuð skip en þau tvö fyrrnefndu. Óstaðfestar fregnir hermdu þó, að indverskt olíuflutn- ingaskip hefði laskast. Loftárásir íraka hafa orðið til þess að tryggingar á flutninga- skipum hafa hækkað upp úr öllu valdi, eigendur þeirra eru hinir Leiðtogaþing PLO: smeykustu. Olíuvinnsla íran hefur farið vaxandi og var fyrir skömmu meiri en í annan tíma síðan að löndin hófu ófriðinn. Árásir Iraka á Kharg gætu haft í för með sér nýjan samdrátt þar sem erlendir aðilar kynnu að draga úr viðskipt- um vegna hættu á eignatjóni. Af vígstöðvunum í írak fréttist það síðast, að írakar hófu gagn- sókn á suðurhluta vígstöðvanna og sögðust hafa fellt 900 írani. íranir sögðu hins vegar að þeir hefðu brotið gagnsóknina á bak aftur með mikilli fallbyssuskothríð. Sögðust þeir vita til þess að 300 írakar hefðu fallið, en sjálfir hafi þeir orðið fyrir hverfandi mann- tjóni. ERLENT Arafat verður að svara fyrir talsverða gagnrýni Damaskus, Sýrlandi, 23. nóvember. AP. TALSMAÐUR PLO, frelsissamtaka Palestinuaraba, sagði í gær, að leið- togi samtakanna, Jasser Arafat, myndi standa frammi fyrir talsverðri gagnrýni á leiðtogaþinginu sem hefst í Damaskus í dag. Feröamönnum fækkar vestra Wa-shington, 23. nóvenlber AP. KKLKNDIK ferðamenn í Bandaríkj- unum eru færri á þessu ári en í fyrra og er það í fyrsta sinn í 20 ár, sem dregur úr ferðamannastraumi vestra. Á fyrstu þremur ársfjórðungun- um fækkaði ferðamönnum um 9% samtals en í sumar voru þeir um 12% færri en í fyrra. 16,8 milljónir manna komu sem ferðamenn til Bandaríkjanna á þessum tíma en 18,3 milljónir í fyrra. Mest fækkaði gestum frá nágrannaríkinu Mexikó en miklir efnahagserfiðleikar þar í landi valda því. Ferðamönnum frá Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Kanada hefur fækkað en Japönum hefur hins vegar fjölg- að, þó ekki nema um 2% en í fyrra um 7%. Reiknað er með því að teknar verði ákvarðanir í þremur mikil- vægum málum á þinginu. í fyrsta lagi er búist við því að nýjustu tillögum Ronalds Reagan um frið í Miðausturlöndum verði hafnað, í öðru lagi að hryðjuverk verði for- dæmd með þeim fyrirvara að sam- tökin áskilji sér rétt til „hernaðar" í garð Israela í Israel og á her- teknum svæðum, og í þriðja lagi að Arafat verði endurkjörinn leið- togi Palestínu. En búist er við því að það gangi ekki alveg átakalaust hjá Arafat, því hann hefur verið talsvert gagnrýndur af öðrum háttsettum Palestínuleiðtogum fyrir að vingast um of að undanförnu við Jórdaníu, Saudi Arabíu, íhalds- samari stjórnirnar í Arabalönd- unum og Vesturlönd, svo ekki sé minnst á þann orðróm að Arafat hafi reynt nýlega að stofna til ein- hvers konar samstarfs við stjórn- arandstöðuna í Israel. Þá mun þingið ákveða dag fyrir næsta þing og ræða um nýja miðstöð eftir að samtökin urðu að hverfa frá Beirut í Líbanon. Bush heitir Zaire ríkri fjárhagsaðstoð Km.sha.sa, Zaire, 23. nóvember. AP. BANDARÍSKI varaforsetinn George Bush lauk í gær ferðalagi sínu til sjö Afríkuríkja með blaða- mannafundi í Kinshasa, höfuðborg Zaire. Þar átti hann viðræður við þarlenda ráðamenn og fór vel á með þeim. „Við lögðum drög að miklum bandarískum fjárfestingum í Zaire á næstu árum og mun stjórn Zaire njóta góðs af því. Þá hef ég boðið ráðamönnum Zaire að koma til Washington til frek- ari viðræðna fyrstu vikuna í des- ember," sagði Bush við frétta- menn. Hann gat þess einnig, að 10 milljón dollara fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna til handa Zaire myndi berast til Afríkuríkisins á undan áætlun, en Zaire er skuld- um vafið. Auk Zaire, heimsótti Bush Cape Verde Eyjar, Senegal, Nígeríu, Zimbabwe, Zambíu og Kenya. George Bush

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.