Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 Aðventuhátíð í Arbæjarsókn Frá og með sunnudeginum 28. nóvember hefst aðventutímabil kirkjuársins; öðru nafni jólafast- an. Aðventan er undirbúningstími okkar kristinna manna fyrir jólin, trúarhátíðina æðstu, sem kemur til okkar eins og vermandi bjartur geisli í svartasta skammdeginu með birtu og yl, fögnuð og frið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mikil eru umsvif okkar og annir á aðventunni, því að mörgu þarf að hyggja fyrir jólin. Um það verður ekki deilt, að hinn ytri jólaundirbúningur okkar er svo sannarlega fyrirferðarmikill og tímafrekur. Hitt orkar meira tvímælis, hvort við erum þar með á réttri leið, eða hvort við getum ekki með öðrum og áhrifaríkari hætti búið okkur betur undir fæðingarhátíð frelsarans en með skefjalausu kaupæði og kappáti í koti og höllu. Góðu heilli gera æ fleiri sér það ljóst, að sá undirbúningur jólanna, er að hjartanu snýr er vænlegast- ur til þess að menn eignist varan- lega og sanna jólagleði. Og það er ánægjuleg staðreynd, að þeim fjölgar stöðugt, er leita til kirkna sinna á aðventunni til undirbún- ings fyrir jólahátíðina, að Ijósið af hæðum megi helga hugi og hjörtu. Aðventukvöldin í söfnuðum lands- ins eru fyrst og fremst í þeim til- gangi haldin að hjálpa okkur við að sinna þeim jólaundirbúningi, er að himninum snýr. A fyrsta sunnudegi í aðventu, nýársdegi kirkjuársins, verður að- ventuhátíð í Safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar og hefst hún kl. 20.30. Dagskrá aðventukvöldsins verður á þessa leið: Kristyna Cortes, organleikari Árbæjarsafnaðar, leikur einleik á orgel, Rannveig Guðmundsdóttir, varaformaður sóknarnefndar, flytur ávarp, Sigrún Eðvaldsdóttir Ieikur á fiðlu, Félagar úr Karla- kórnum Fóstbræðrum syngja und- ir stjórn Jónasar Ingimundarson- ar, Albert Guðmundsson alþingis- maður flytur ræðu, Barnakór Ár- bæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Loks verður helgistund í umsjá sókn- arprests og aðventuljósin tendruð. Kynnir á samkomunni verður María Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar. Góðir safnaðar- menn. Fjölmennum á aðventuhá- tíð Árbæjarsafnaðar annað kvöld. Eignumst helga stund í aðventu- byrjun í húsi Drottins. Hefjum þegar hinn eina raunsanna undir- búning, svo að við getum fagnað hátíð hæstri og eignast jólaljósið í hug og hjarta. Verið öll velkomin. Guðmundur Þorsteinsson Stjórn ÍAH — Sambands hljómplötuútgefenda, f.T. Svavar Gests, SG-hljóm- plötur, Steinar Berg ísleifsson, Steinum, og Ólafur Haraldsson, Fálkanum, sem er formaður samtakanna. Samband hljómplötuútgefenda: Vekur athygli á hljóm- plötum sem gjafavöru PROFKJOR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS SPŒIFSTOFA STUÐNINGSMANNA GUÐMIJ^DAR H. (iAKf)AKSS(h\AK er að Stigahlíð 87 Símar: 30217 og 25966 Opið alla daga eftir kl. 16.00 og um helgar. Að undanförnu hafa birst í fjöl- miðlum hvatningarorð til almenn- ings um kaup á tónlist til gjafa. Ber þar helst á slagorðunum „Gefið tón- listargjöf" sem birst hafa af og til í dagblöðum. Hvatningarorð þessi eru liður í starfsemi sambands hljóm- plötuútgefenda, sem í samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila í hljómplötu- iðnaðinum hafa einsett sér að kynna innlcndan hljómplötuiðnað á ýmsan hátt. Tilgangur þessarar kynn- ingarstarfsemi er að vekja athygli á tónlist almennt, en þó sérstak- lega á hljóðritaðri tónlist sem gjafavöru. „Góð hljómplata er án nokkurs vafa bæði varanleg gjöf og ánægjuleg. Þar að auki eru hljómplötur alls ekki dýrar miðað við ýmsar hefðbundnar gjafavör- ur.“ Svipuð kynningarstarfsemi hef- ur farið fram bæði í Evrópu og Ameríku, en þar hefur verið bent á þá staðreynd að þar sem hljómflutningstæki séu til á hverju heimili sé hljómplata jafn eðlileg tækifærisgjöf og til dæmis bækur, blóm og konfekt. Sambandið bendir á að gæði Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. nóvember Við kynnum Sólrúnu B. Jensdóttur sagnfræðing Hún mun berjast fyrir: • Endurreisn atvinnulífsins með eflingu iðnaðar og aukinni orkunýtingu. • Afnámi hafta og skattaáþjánar. • Jöfnun kosningaréttar án fjölgunar þingmanna. • Sveigjanlegum vinnutíma og samfelld- um skóladegi. • Einstaklingsfrelsi á öllum sviöum þjóð- lífsins. Kjósum unga, áhugasama og vel menntaða konu á þing. Stuðningsmenn. innlendrar tónlistar- og hljóm- plötuframleiðslu hafa sennilega aldrei verið meiri, en um leið hef- ur verð á hljómplötum aldrei verið hagstæðara. Hljómplötur sem framleiddar eru hérlendis kosta frá rúmlega 200 krónum til tæp- lega 300 króna. Aftur á móti eru plötur framleiddar erlendis all- miklu dýrari. ÍAH var stofnsett árið 1966. Sambandið hefur frá upphafi starfað að hagsmunum þeirra sem tengdir eru hljómplötuiðnaði hér- lendis. Núverandi félagar eru Fálkinn, Steinar, SG, Geimsteinn, Skífan og Tónaútgáfan. Fram^ kvæmdastjóri IAH er Gunnar Guðmundsson hdl. (Frétutilkjnning.) Hátíðarguðsþjónusta í Fríkirkjunni á sunnudag: Séra Gunnar Björnsson settur inn í embætti f DAG, sunnudaginn 28. nóvember kl. 14.00, verdur hátíðarguðsþjón- usta í Fríkirkjunni. Séra Kristján Róbertsson, fyrrum Fríkirkjuprest- ur, setur nýkjörinn Fríkirkjuprest í Reykjavík, séra Gunnar Björnsson, inn í embætti. Kór Frikirkjunnar syngur, söngstjóri og organisti er Sigurður ísólfsson. I Fríkirkjusöfnuðinum í Reykja- vík eru nú rúmlega 6.000 manns. Við prestskosningar, er fram fóru í söfnuðinum helgina 20. og 21. nóvember siðastliðinn, gengu um 200 nýir meðlimir í söfnuðinn. Á kjörskrá voru um 4.500 manns. 1.059 greiddu séra Gunnari Björnssyni atkvæði sitt og er hann því réttkjörinn Fríkirkjuprestur í Reykjavík. Að lokinni guðsþjónustu í Frí- kirkjunni verður kaffisamsæti á Hótel Esju, um kl. 15.30. Þar verða ávörp og skemmtiatriði. Víðistaðasókn, Hafnarfirði: Fimm ár liðin frá vígslu kapellunnar í Hrafnistu FYRSTA sunnudag í aðventu eru fímm ár frá vígslu kapellu sóknar- innar í Hrafnistu. Þann tíma hefur sá sunnudagur verið sérstakur hátíð- ardagur í sókninni. Svo verður enn nú. Barnaguðsþjónusta verður að venju kl. 11 og kl. 14 verður hátíða- guðsþjónusta. Um kvöldið kl. 20.30 verður að venju aðventukvöld. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Kór Víðistaða- sóknar mun syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur, en Pav- el Smíd mun aðstoða með undir- leik. Ingveldur Hjaltested söng- kona mun syngja einsöng og tón- listarmenn flytja aðventu- og jóla- lög. Börn munu flytja helgileik og Luciur koma í heimsókn. Ræðu- maður kvöldsins verður Hörður Zophaníasson. Eins og undanfarin ár mun Systrafélag Víðistaðasóknar sjá um að aðventukaffi verði á boð- stólum. Það er orðin föst venja fjölmargra fjölskyldna í Hafnar- firði að koma saman og fá sér hressingu þennan fyrsta aðventu- sunnudag. Aðventukaffi fyrir alla fjölskylduna verður á boðstólum í Víðistaðaskóla bæði eftir hátíð- arguðsþjónustuna og aðventu- kvöldið eða milli kl. 15—17 og 21.30-23. Aðventan hefur í æ ríkara mæli fengið á sig sérstakan blæ meðal fjölmargra og orðið gleðitími allr- ar fjölskyldunnar og sannur und- irbúningur jólahátíðarinnar sem framundan er. Það er von mín að sem flestir geti notið hátíðar og gleðilegrar samveru þennan fyrsta aðvéntusunnudag. Siguróur Helgi Guðmundsson Prófkjör Sjálfstæöismanna í Reykjavík 28. og 29. nóvember 1982 Stuðningsmenn mínir veita upplýsingar og akstursþjónustu prófkjörsdagana sunnudag og mánudag, Sími 38770 — 84069 — 16121 Esther Guömundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.