Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 48
^-^skriftar- síminn er 830 33 ircgtitiM&frtfr (2 ik '26 dagar, til jóla ÆmU Sc ^>Ufur Laugavegi 35 SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1982 Reknetaveidum lokið Nótabátar að veiðum í Eskifirði í vikunni. Senn líður að því að nótabátarnir nái leyfilegum hámarksafla, sem er 34.500 tonn, þar sem 33 þúsund tonn hafa þegar veiðst. Morgunblaðið/Ævar. ‘ Reknetaveiðum lauk á mið- nætti síðastliðnu þar sem rek- netabátarnir hafa veitt þann há- marksafla, sem leyfilegur var, en 14 þúsund tonn voru komin á land í gærmorgun. Alls fengu 56 bátar leyfi til veiðanna, en raunverulega stunduðu þær 53 bátar, þar sem einn sökk í upp- hafi veiðanna og tveir nýttu ekki leyfin. Veiðarnar voru að svo til öilu leyti stundaðar fyrir Aust- urlandi. Alls var hverjum reknetabáti heimilt að veiða allt að 450 tonn- um og höfðu nokkrir náð þeim afla í fyrrakvöld, en endaníegar tölur um aflamagn liggja ekki fyrir enn. Jafnframt hyllir undir lok síldveiða í nót, þar sem nótabát- arnir höfðu fengið 33 þúsund tonn á föstudag af 34,5 þúsund tonna hámarksafla. Hafa nóta- veiðarnar gengið betur en rek- netaveiðarnar. Samtals fengu 76 nótabátar leyfi og réru þeir allir, en milli 50 og 60 höfðu náð kvóta sínum, sem var 515 tonn, á föstu- dag. Stöövun kemur til greina fá ist lausn ekki fyrir áramót — segir Kristján Ragnarsson formaður LIÚ Kærði stuld — en tækið stóð þá bara upp á endann MAÐUR nokkur tilkynnti til Rannsóknarlögreglu ríkisins í vikunni þjófnað á sjónvarpstæki úr íbúð sinni. Hann sagði að þjóf- urinn hefði skilið annað lakara tæki eftir í stofunni. Jú, — skermurinn á tæki sínu væri breiðari og ekki eins hár og á því tæki sem skilið hafði verið eftir. Rannsóknarlögreglumenn voru sendir á vettvang til að rannsaka þetta dularfulla hvarf og komust þeir fljótlega að hinu sanna í málinu — sjón- varpstæki mannsins stóð upp á endann og því kom það mann- inum svo ókunnuglega fyrir sjónir — taldi því hafa verið stolið og annað sett í staðinn. Maðurinn átti þó erfitt með að trúa þessu og lét ekki sannfær- ast fyrr en rannsóknarlögreglu- menn höfðu bent honum á að raðnúmer tækisins sem stóð upp á endann væri hið sama og á skírteininu sem hann hafði fengið með tækinu. Eldsvoöinn á Stokkseyri: Eigandinn í gæzluvarðhaldi EIGANDI verzlunarinnar Alla- búð á Stokkseyri hefur verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald vegna rannsóknar á upptökum eldsvoða í verzluninni 30. októ- ber síðastliðinn. Verzlunin brann þá til kaldra kola og eyði- lagðist allur lager. Fjárhagslegt tjón var mikið, en bæði hús og lager voru tryggð. Hús það, sem Aliabúð var í, var byggt um aldamótin en byggt hafði verið við húsið og endurbætur gerðar á því. Pylsa með öllu í 20 krónur EIN pylsa „með öllu“ hækkaði fyrir skömmu á helztu pylsustöð- um bæjarins úr 17 krónum í 20 í kjölfar hækkunar á unnum kjöt- vörum. Hækkunin nemur 17.65%. „!>AÐ skilja allir að það sem um er að ræða er, að ekki hefur verið Ijóst hvernig þessi mál verða leyst og þar eru fyrst og fremst þrjú atriði sem eru í óvissu; fiskverðið sjálft um ára- mótin, framlenging olíugjalds og niðurgreiðsla á olíu,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján var spurður um merkingu þeirrar sam- þykktar aðalfundar LÍÚ, að samn- ingum við stjórnvöld verði að ná til skapa „viðunandi rekstrargrundvöll fyrir útgerðina eftir áramót, þannig að fyrir liggi hvort hægt verður að hefja veiðar eftir áramót.“ Verði það ekki gert, mun trúnaðarráð LÍÚ „taka ákvörðun um viðeigandi að- gerðir“. „Við bíðum eftir niðurstöðu varðandi þessi þrjú atriði og sjáv- arútvegsráðherra hefur sagt okkur að hann muni hafa sínar tillögur tilbúnar í desemberbyrjun og þess vegna vonum við að það þurfi ekki til neins að koma frá okkar hendi í þessu efni. Það er alveg ljóst hvað aðalfundurinn á við, að trúnaðarráðið komi saman um miðjan desember og meti stöð- una með hliðsjón af því sem þá liggur fyrir og taki afstöðu til þess hvort fiskveiðar varði hafnar eftir áramót eða ekki, þannig að stöðv- un kemur til greina ef lausn fæst ekki á málinu fyrir áramót," sagði Kristján. „Þjóðhagsstofnun er að endur- meta sitt reikniverk og er að færa tölur fram um eitt ár miðað við þessar viðmiðanir sem hafa verið fyrir hendi. Skattalegar upplýs- ingar um afkomu ársins 1981 eru „ÞAÐ EK Ijóst að við komum til með að leggja aðaláhersluna á að keppa í framreiknaðar til næsta árs með þekktum verðbreytingum og magnbreytingum og á því verður svo ákvörðun byggð um áramót. Niðurstaða þessarar vinnu liggur ekki fyrir, þannig að ekki er vitað hvað fiskverð þarf að hækka um áramótin," sagði Kristján Ragn- arsson. Bretlandi á næsta ári,“ sagði rallkapp- inn Birgir V. Halldórsson, en hann ásamt Hafsteini Haukssyni er nýkom- inn frá Englandi þar sem þeir fylgdust með einni erfiðustu rallkeppni heims, RAC-rallinu. Þeir félagar stefna að því að taka þátt í milli 5—7 röllum í Bretlandi á næsta ári, sem ýmist eru liður í Bretlandseyjakeppninni, Evrópu- eða Heimsmeistarakeppninni í rall- akstri. „Eftir að hafa horft á RAC- rallið, þá hef ég trú á því að við getum staðið okkur vel þarna ytra. Enda lítur Ford í Englandi ekki við okkur í framtíðinni ef árangurinn er ekki góður," sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Við lögðum inn pöntun fyrir nýj- um rallbíl hjá keppnisdeild Ford. Það er Ford Escort RS 1700 Turbo, m.a. búinn 320 hestafla vél og tölvu- stýrðum turbo-útbúnaði. Charles Reynolds yfirmaður keppnisdeildar- innar tók okkur mjög vel, en þar sem aðeins 200 bílar verða framleiddir fá færri bíl en vilja. Ford hefur áhuga á að hafa bíl hér á íslandi þar sem vegirnir eru öðruvísi en þekkist í Evrópu," sagði Birgir að lokum. Þess má geta að Hafsteinn og Birgir hyggjast taka þátt í öllum röllum hér heima næsta sumar. Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Prófkjörið hefet í dag — Kosiö á fjórum stöðum, 3000 manns fleira á kjörskrá en fyrir ári PROFKJÖR Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík vegna næstu kosninga til Alþingis hefst kl. 10 árdegis í dag, sunnudag. Kjör- staðir eru opnir til klukkan 20 í kvöld, en kosningu lýkur síðan á morgun, mánudag, er kjörfundur stendur frá klukkan 15.30 til 20. Tuttugu og átta manns eru í framboði, og um ellefu þúsund á kjörskrá. Það er um þrem þús- undum meira en var fyrir próf- kjör vegna borgarstjórnarkosn- inganna, er fram fór í nóvember 1981. Kosið er á fjórum stöðum í borginni; íbúar vestan Rauðar- árstígs kjósa á Hótel Borg. íbú- ar austan Rauðarárstígs að Elliðaám kjósa í Valhöll við Háaleitisbraut. Breiðholtsbúar kjósa í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54. íbúar Árbæjar- og Seláshverfa ■ kjósa í Hraunbæ 102. — Á morgun, mánudag, er hins vegar aðeins kosið í Valhöll. Atkvæðisrétt hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík 16 ára og eldri. Einnig þeir, sem létu skrá sig á kjörskrá prófkjörsins, og loks þeir stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem vilja ganga í flokkinn. Þeir geta gengið í flokkinn um leið og þeir kjósa, svo fremi sem þeir búa í Reykjavík og verði tvítugir ekki síðar en 1. janúar 1983. í prófkjörinu eru sem fyrr segir 28 frambjóðendur, og skulu kjósendur merkja kross við átta til tíu þeirra. Kjörfundi lýkur sem fyrr segir klukkan 20 annað kvöld, og að sögn Árna Sigfússonar, framkvæmdastjóra sjálfstæð- isfélaganna, ættu endanleg úr- slit að liggja fyrir um klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags. Sjá framboðslistann i prófkjör- inu og nánari upplýsingar um það á blaðsíðum 36 og 37 í Mbl. í dag. Ætla að keppa í 5—7 röllum í Bretlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.