Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Andrúmsloft og minningar að norðan Hugleiðing um Ijós- mgndabók fíallgríms Einarssonar, Akur- egri — eftir Steingrím Sigurósson Síminn hringdi eldsnemma að morgni. Hvernig sem á því stóð, flögraði að sú hugsun, að rösk- leikamanneskja hlyti að eiga er- indi. Stundum er eins og hægt sé að finna á sér vissa hluti. Og þessi upphringing hlaut að boða eitt- hvað gott. Það hafði snjóað um nóttina og aldrei betra að vakna til hressandi vetrardags. Þegar heyrnartólið var borið að eyranu, sagði röskleg rödd með norðlenzk- um áherzlum: „Góðan daginn, Steini — þetta er Maggi Hall- gríms. Mig langar til þess að gefa þér bókina hans pabba." „Komdu í morgunte, fóstri — þú ert hvort eð er allra manna hvat- astur.“ „Ég kem,“ segir Maggi. Það er skapgerðaratriði að taka daginn snemma — og það var líka sérstakur karakter yfir þessari heimsókn vinar að norðan, Magn- úsar Hallgrímssonar, verkfræð- ings og þess hins horska fjalla- garps og safaríleiðangursmanns, „ sem er eitt af mörgum börnum Hallgríms heitins ljósmyndara á Akureyri — þau voru ellefu tals- ins úr tveim hjónaböndum. Og þarna lá bókin allt í einu á eldhúsborðinu og sýndist hin lag- legasta. Hún geymir fjölmargar ljósmyndir Hallgríms og spannar yfir langt tímabil og ber titilinn Akureyri 1895—1930. Bókin er gefin út í samvinnu við afkomend- ur listamannsins og skapandans og sá niðjanna, sem lagt hefur mikið af mörkum og sennilega mest til þess að gera bókina glæsi- lega úr garði, er dóttursonur Hall- gríms, nafni hans Hallgrímur Guðmundsson (einn hugsjóna- manna í Torfu-samtökunum m.m.); hann er sonur Olgu Hall- gríms, sem einnig lagði ósleitilega til sitt liðsinni og með ráðum og dáð eins og Hallgrímur junior — heiður sé þeim mæðginum og öðr- um, sem lögðu hönd á plóginn. Hallgrímur Einarsson tók ljós- myndir í gamal-klassískum Rembrandt-stíl, þá honum tókst upp — og stíll hans er í andlegum skyldleik við myndgerð Jóns heit- ins Kaldals ljósmyndara, sem upprunalega lagði stund á málara- list úti í Dresden í Þýzkalandi. Það hvarflar að manni sú hugsun að ljósmyndarar sumir hér áður fyrri hafi tekið fag sitt með sömu ströngu grundvallar-lögmálum listrænnar myndbyggingar og kennd var löngum við beztu list- akademíur í Evrópu — og raunar hefur greinarhöf. það fyrir satt. Hvað sem því líður, þá þarf ekki annað en að fletta þessari bók, sem upp að vissu marki er sýnis- horn af auga og næmleik og leikni og menningarkunnandi atvinnu- Hallgrímur Einarsson ungur. ljósmyndara síns tíma. Á hinn bóginn er einhvers að sakna úr minningum um andlitsmyndir eða portret-gerð Hallgríms sáluga, sem var einkar sýnt um að ná fram skapgerðarlýsingu af fólki, alls kyns fólki, í mannamyndum sínum. Það er aðeins eitt verulega glöggt sýnishorn af slíkri gerð ljósmyndunar hans í allri bókinni — það er myndin „Sjómaður“, sem er snarlifandi og segir ótrúlega mikið. Það er hrein „atelier"- vinna, ef svo má að orði .kveða. Þessu er ekki slegið fram til þess að varpa rýrð á eða gera lítið úr hinum myndunum — myndum af fólki á vinnustöðum, beint úr líf- inu og lífsbaráttu; lífinu í verzlun- unum (þær voru gróflega margar miðað við fólksfjölda á gömlu Ak.); myndum frá sjúkrahúsi („Gudmanns Minde“); hrossa- útskipun; heyskap; síldarsöltun; vinafagnaði (Hallgr. sjálfum með vini sínum Halldóri Gunnlaugs- syni lækni sitjandi að skytningi undir stoltum hlyni); vöruvali Sápubúðarinnar (Magasin de Nord) og mynd af elztu prent- smiðjunni á Ak., sem kennd var við Björn Jónsson. Hallgrímur hefur gert interiör- myndir, sem minna stundum á franska málarann Bonnard; myndir af öllum verzlununum með útlenzku nöfnin, Braun, Hamburg, Edinborg, Gudmanns Efterfölger; og þá er mynd af skemmtiferða- skipi á Pollinum (það vekur sér- stakar minningar); og ekki má gleyroa hesthúsi Caroline Rest; mynd af konungskomunni, þar sem Christian Rex X og Alexandr- ina drottning stíga á land á Tul- inius-bryggju 26. júní 1926 og heiðurskempan Jón Sveinsson bæjarstjóri (faðir Hrafns Jóns- sonar — „Krumma" í Brautar- holti) gengur þeim við hlið gler- fínn með pípuhatt; og þá er ekki síður gaman að mynd af föngu- legum framleiðslustúlkunum í veizlu, sem haldin var til heiðurs dönsku konungshjónunum í það sinnið. Og þá kemur allt í einu mynd af liði ungra kattarslátt- armanna ( það var og er enn til siðs á Ak. „að slá köttinn úr tunn- unni“ — það er hefð þar langt aft- ur úr, trúlega að fengin frá dönsk- um kaupmönnum, sem taldir eru hafa mótað stílinn yfir „staðnum" eins og margir vita). Á þeirri mynd, sem er forvitnileg eins og uppljóstran um margar þekktar persónur, sjást andlit, sem þrátt fyrir allt þekkjast á bak við grím- una og dulargervið. Það er stór- kostlegt. Svona má lengi telja. Afkomendur Hallgríms heitins voru svo rausnarlegir að gefa hin- um íhaldsama Akureyrarbæ og þá jafnframt fastheldna á menning- arleifðir og hefðir, myndasafn, plötur og myndavélar ljósmyndar- ans og að auki sona hans, Krist- jáns og Jónasar, sem báðir eru komnir til feðranna. Þeir voru báðir í sér umslagi sem listrænir ljósmyndarar og kröfuharðir við sjálfa sig í faginu. Myndabók Hallgríms heitins kom eins og forgjöf — jólaforgjöf — inn á heimilið og flutti með sér andrúmsloft og minningar að norðan frá gömlu Akureyri. Það lá við, að myndirnar, sem gefa á sinn hátt þverskurðarmynd af Akur- eyri, veittu lausn — gæfu ákveðna hamingjukennd með aðeins örlitl- um sársauka þó — til þess eins að skerpa andlega bragðið af horfn- um tímum. Þetta er merkileg saga í myndum, með félagslegt og menningarlegt inntak og gætt manneskjulegum tón og ívafi — raunsæileg einsog sönn kvikmynd, sett saman úr ótal kyrramyndum. Þrátt fyrir virðuleikablæ, sem hlaut að koma fram í öllum þess- um mörgu myndum af sérkennum Akureyrar, götunum, húsunum með sinn klassíska byggingarstíl evrópska, þá iðar þessi blessaða bók af lífi á sinn hljóðláta hátt, þar sem hugur og hjarta Hall- gríms Einarssonar eru á bak við snertingu og handbragð manns, sem vinnur eins og artisti til þess að endurspegla sannleik um líf í gamla kaupstaðnum fyrir norðan. Gáfur og listrænn hagleikur og skáldskaparnáttúra liggja í sum- um ættum og þetta erfist eins og annað. Hallgrímur var náskyldur síra Hallgrími heitnum Péturs- syni, síra Hallgrími Eldjárnssyni og síðast en ekki sízt Jónasi Hall- grímssyni listaskáldinu góða — og þar þarf ekki fleiri vitnanna við. Jón Stefánsson listmálari, sem vann að listmálun sinni af bull- andi gáfum og skarpri greind (akademískur í hugsun í þokka- bót) og Hallgrímur heitinn Ein- arsson voru systkinasynir. Ólöf móðir Jóns kúnstners og Einar Thorlacius Hallgrímsson, verzlun- arstjóri Gránuhöndlunar, voru systkin — það er ein sönnun fyrir því, að listhæfileikinn sé gen eða í geninu og meðfæddur hæfileiki og renni fram eins og heitt blóð- streymi. Þegar á heild er litið, er þetta vel heppnuð bók og smekklega unnin, yfirlætislaus, en þó gædd kyrrlátri reisn. Það er líka kyrrlát spenna í sumum myndanna eins og Jón Stefánsson sagði eitt sinn í spjalli í tímaritinu Líf og list, sællar minningar, að væri hverri mynd lífsnauðsynleg. Vonandi verður framhald á þessari mynd- verkabók Hallgríms Einarssonar. Gesturinn í morgunteið á dög- unum er horfinn til Austurríkis — þar ætlar hann um jólin að stunda skíði af lífs- og sálarkröftum með eiginkonu sinni — og ef greinar- höfundur þekkir hann rétt, þá eru nú áreiðanlega að fæðast í hans skarpa og skipulagslega verk- fræðings-kolli þarna í snjónum hátt uppi í Ölpunum nýjar og nýj- ar hugmyndir um það, hvernig eigi að heiðra minningu föður hans, snillingsins, af þvi að héðan í frá falla verk Hallgríms heitins Einarssonar ekki í gleymsku. stgr Opið bréf til stjórnvalda frá Sófusi Aiexanderssyni, bátsmanni á v/s Óðni: Er stefnt að því að leggja Landhelgis- gæzluna niður? — Er forsvaranlegt að láta tvö varðskip vera bundin við bryggju á mesta hættu- og slysatíma íslenzkra sjómanna? Sófus Alexandersson MIKIL er rausn fjárveitingavalds- ins nú rétt fyrir jól, eins og sést á fjárveitingum til ríkisfjölmiðlanna og Landhelgisga>zlu. Kíkisfjölmið- larnir fá 12 milljón króna hækkun frá fjárlagafrumvarpi til að bæta við einni rás i útvarpi og halda sjónvarpinu opnu í júlímánuði og er vel, en Landhelgisga-zlan fær 3 milljón króna hækkun til að halda varðskipi tveimur mánuðum leng- ur á sjó á næsta ári. Tvö af fjórum varðskipum okkar liggja nú bundin við bryggju en tvö eru á sjó og þann- ig hefur að verið undanfarin ár. Mig langar að spyrja fjárveit- ingavaldið hvort það telji þetta forsvaranlegt núna í svartasta skammdeginu þegar einn mesti hættu— og slysatími íslenzkra sjómanna er að ganga í garð? Sé það svo er ekki mikill skilningur íslenzkra stjórnvalda á hættum þeim er sjómenn búa við á hafi úti. Mér er einnig spurn hvernig stjórnvöld ætlast til þess að Landhelgisgæzlan anni þeim verkefnum sem hún á að gera samkvæmt lögum um Landhelg- isgæslu nr. 25 frá 1967, þegar fjármagn er af svo skorn'um skammti. í lögunum er yfirlýst hlutverk Landhelgisgæzlunnar, auk almennrar löggæzlu á ha- finu umhverfis Island, jafnt inn- an sem utan landhelginnar, að veita hjálp við björgun úr sjáv- arháska eða á landi, svo og að annast aðkallandi sjúkraflutn- inga:, að aðstoða eða bjarga bát- um eða skipum sem kunna að vera strönduð eða eiga í erfið- leikum, ef þess er óskað:, að veita afskekktum stöðum eða byggðarlögum nauðsynlega hjálp eða aðstoð, þegar eðlilegar samgöngur bregðast. Hér er að- eins upptalið fátt eitt, því auk þessa á Landhelgisgæzlan að annast og taka þátt í ýmis konar rannsókna— og eftirlitsstörfum. Á sama tíma og flest lönd í kringum okkar efla strandgæzlu sína, þá drögum við úr henni. Á sama tíma og við fögnum undir- ritun hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna þar sem fengin er alþjóðleg viðurkenning á þeim miklu auðæfum sem eftirlitssv- æði Landhelgisgæzlunnar, — hafið umhverfis Island, — hefur að geyma, þá láta íslenzk stjórn- völd tvö af varðskipunum okkar liggja bundin við bryggju. Heitir þetta ekki að spara eyririnn en henda krónunni? Þá er hlutur sjómanna í öflun þess fjár, sem fjárveitingavaldið skammtar úr hnefa á þennan hátt, ekki hvað minnstur. Þrátt fyrir þá stað- reynd hlýtur það að vera kappsmál hverrar þjóðar að veita þegnum sínu allt það ör- yggi sem unnt er. Hvernig sem litið er á málið þá virðist skiln- ingur stjórnvalda á starfsemi Landhelgisgæzlunnar vægast sagt takmarkaður. Væri ekki al- veg eins gott að leggja hana niður og sýnist mér allt stefna í að það gerist sjálfkrafa með þessu áframhaldi. Sófus Alexandersson bátsmaður v/s Óðni Qpið bréf til fjármálaráðherra: Jólin 1982 Hátíðarþankar smáfuglanna Kæri herra fjármálaráðherra! Gleóilega hátíð! Eftir að hafa verið úti og gefið snjótittlingunum korn á hjarnið, þá líður mér betur. Sjálf er ég ein af smáfuglum þjóðfélagsins. Einstæð móðir með 5 börn á aldrinum 5—14 ára. Tekj- ur mínar sl. ár voru 33.700.— + kr. 41.915 í meðlag og kr. 15.603 í mæðralaun. Aðstæður setja mér þau takmörk að geta ekki unnið nema hálfan daginn og satt að segja tel ég mig orðna hálfgerðan sérfræðing í „aurastrekkingum" (Býð hér með fram aðstoð til ráðu- neytisins, ef á þarf að halda). Það gladdi mig ósegjanlega, þegar fréttir bárust um, að loks skyldi viðhaft réttlæti — og lág- launafólk fengi smá uppbót á laun sín, sem þó ekki duga. í rausn- arskap mínum ákvað ég því að teygja krónurnar fyrir nauðþurft- um, samkvæmt venju, en láta lág- launauppbæturnar renna óskertar til jólagjafakaupa fyrir börnin mín, þau eiga það skilið. Tíminn leið, jólin nálguðust. Allt í kring um mig var fólk, sem fékk umslög frá fjármálaráðu- neytinu, margir alveg steinhissa. Þeir vissu ekki að þeir væru svona illa á vegi staddir — en ég fékk ekki neitt. Lengi vel skellti ég skuldinni á póstþjónustuna, en þar kom daginn fyrir Þorláks- messu að ég kannaði málið á rétt- um stöðum. Þar var mér tjáð af mikilli kurteisi að því ætti ég ekki rétt á neinum bótum, því ég væri fyrir neðan lágmark í tekjum. — Frábært. — Hvar grófuð þið upp þvílíkt kerfi? Eftir að mestu sárindin hurfu úr brjóstholinu og ég hafði af veikum mætti reynt að skýra fyrir börnunum mínum, að við værum svo neðarlega í mannfélaginu að við ættum ekki einu sinni rétt á láglaunabótum, þá settist ég niður og hugsaði málið. — Ég er svo lánsöm að vera alin upp við, að reyna að koma auga á ljósu punkt- ana í lífinu, jafnvel þó þeir séu stundum agnarlitlir — þetta hefur fleytt mér yfir marga erfiðleika. — Kannske gat ég bara verið stolt. — Á íslandi hefur það fram til þessa ekki þótt neitt til hrósa sér af að þiggja ölmusu, en ekki hafði mig samt órað fyrir að ég með mína ómegð ætti eftir að verða einn af máttarstólpum þjóðfélags- ins. í þeirri von að þetta framlag mitt (að fá ekki láglaunabætur) megi verða þjóðarbúinu til hjálpar og ef til vill forða skútunni frá að verða hirt upp í skuld hjá ein- hverju stórveldinu, þá óska ég yð- ur gleðilegs nýárs. F.h. smáfuglanna. Virðingarfyllst Þórunn Christiansen, Miklabergi, v/ Hafnarfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.