Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Kvöldsamkoma í tilefni 60 ára afmælis Sovétríkjanna efnir MÍR til kvöldsamkomu í veitingahúsinu Snorrabæ þriöju- daginn 28. des. kl. 20.30. Ávörp flytja Mikhaíl N. Streltsov sendiherra og Margrét Guönadóttir próf- essor, óperusöngvararnir Sieglinde Kahmann og Sig- uröur Björnsson syngja viö undirleik Agnesar Löve píanóleikara og Baldvin Halldórsson leikari les upp. Skyndihappdrætti. Veitingar. Aögangur öllum heimill meöan húsrúm leyfir. MÍR. Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660 myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. ■ Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WILLIAM SAFFIRE Forsetinn Ronald Reagan t.v. og Ted Kennedy i glaðri stund. Persónufylgi þess síðarnefnda er miklu meira, en seigla Reagans hefur reynst vænlegri til árangurs. Kennedy hefur brugd- ist jafnt flokki sínum sem andstædingum Edward Kennedy hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til forsetafram- bjóðendakjörs fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum árið 1984. Ein höfuðástæðan er sú, að börn hans óttast að hann verði fyrir banatilræði reyni hann að ná kjöri, eins og bræður hans tveir, John og Bobby. Það eru því fjölskylduástæður sem vaka fyrir Kennedy og hann hefur látið að því liggja að með því að neita framboði gangi hann í berhögg við eigin vilja og sannfæringu og taki ákvörðun þessa fyrst og fremst fjölskyldunnar vegna, og með þessu snúi hann í raun baki við forsetastólnum. etta túlka Bandaríkjamenn á ýmsa vegu. Mörgum þykir eiginhagsmunasemi af þessu tagi vera móðgun við kjósendur, eink- um þá sem hefðu kosið Kennedy. Og það hlakkar í andstæðingum hans, því þeir segja svona fram- komu bera vott um tvöfalt sið- gæði og slíkan mann sé óhæfa að kjósa í bandariskan forsetastól. En Kennedy telur það vera snjallan leik að yfirgefa leikvöll- inn þá hæst hann stendur. Eng- inn hefur meira persónufylgi en Ted, meira að segja Ronald Reag- an stendur honum langt að baki hvað slíkt varðar. Engu að síður hefur hann snarlega dregið úr líkunum fyrir því að hann verði útnefndur með yfirlýsingu sinni, en á hinn bóginn hefur hann auk- ið líkurnar á forsetastólnum sér til handa fari svo þrátt fyrir allt að hann verði kjörinn forsetaefni flokksins. Og verði ekki úr því, er það skoðun Kennedys, að árið 1988 verði hans tími kominn, Chappaquidick verði þá horfið í tímans haf og Bandaríkjamenn orðnir leiðir á 8 ára stjórn repú- blikana. Kennedy hefur sagt að hann myndi ekki sinna kvaðningu í forsetastól flokks síns. Það er þó mál manna að það meini hann alls ekki, ekki sé til sá stjórn- málamaður sem myndi hunsa slíkt. Kennedy mun því sitja þing demókrata sem nokkurs konar óáþreifanlegur leiðtogi, eins og árið 1968 og 1972. Hann mun varpa skugga á frambjóðendurna og eigi enginn þeirra sigur vísan, mun álit Kennedy að öllum lík- indum ríða baggamuninn. En með stefnu sinni kann Kennedy að hafa gengið endan- lega frá pólitískum ferli sinum. Margir líta upp til hans og eins og fyrr greinir hefur hann meira persónufylgi en nokkur annar bandarískur stjórnmálamaður. En hann hefur nú enn brugðist flokki sinum. Hann hefur tvívegis áður neitað að leiða flokk sinn gegn forsctum úr röðum repú- blikana og hann gerir það nú í þriðja skiptið. Hann hefur, þótt ótrúlegt kunni að þykja, einnig brugðist andstæðingum sínum. Það hefur komið fram í viðtölum sem Richard Nixon átti við virta bandaríska fréttamenn. Segir Nixon repúblikana hvað eftir annað hafa beðið í ofvæni og spenningi eftir að glíma við Kennedy, hafa litið á hann sem tákn eigin styrkleika, þ.e.a.s. styrkur flokksins myndi ráðast best á því hvort Kennedy yrði sigraður eða ekki. Loks hefur Kennedy nú enn brugðist kjós- endum Demókrataflokksins og þeim breiða hóp sem fylgir þeim flokki að málum. Það sem Demó- krataflokkinn skortir er áber- andi, vinsæll og virtur foringi. Kennedy er í augum þessa stóra og fjölbreytta hóps sá maður, lýð- urinn var reiðubúinn að fylkja sér undir merki hans og vinna stórsigur. Það var fyrir öllu, fólk- ið treysti Kennedy. En hann hef- Edward Kennedy. ur nú gert vonir þess að engu. „Bíðið í 6 ár, 10 ár, eða meira. Árið 2000 verð ég ekki eldri en Ronald Reagan, er hann tók við forsetaembættinu. Verið til stað- ar þegar ég þarfnast ykkar,“ segir Kennedy við fylgjendur sína. En þeir spyrja hins vegar Ted: „Hvar ert þú þegar við þörfnumst þín?“ Seigla og þrautseigja geta verið góðir kostir í bandarískum stjórnmálum. Þannig þarf fjöldi bandarískra kjósenda á „eilífð- arkandídat" að halda til að fylkja sér um, einhverjum traustum persónuleika, nokkurs konar hug- myndafræðilegu heimili, sem þjónar því betur en ílokkurinn í heild sinni. Ronald Reagan er gott dæmi. Hann reyndi fyrst ár- ið 1969, féll, en jók síðan fylgi sitt, en féll enn árið 1976, en hrós- aði síðan sigri árið 1980. John og Robert Kennedy voru af öðru sauðahúsi en Ted, þeirra hugmyndafræði var gjarnan köll- uð „stjórnmál vonarinnar". Þó menn greindi á um ágæti mál- flutnings þeirra bræðra, hreifst fjöldinn með þeim. Málflutningur þeirra innihélt m.a. skilaboðin: „Við getum allt, við höfum ótakmarkað sjálfstraust, fylkið ykkur um okkur og þá getum við breytt miklu til hins betra.“ Ted hefur ekki þennan neista. Hug- myndafræði hans er nokkuð á reiki. Hann virðist vera að bíða eftir einhverju tækifæri, er of ragur. Hann flytur góðar og sterkar ræður, aflar sér meira að segja vinsælda með því að gera óvinsæl og viðkvæm mál að hjartans málum sínum. En hann hefur ekki burði til að beisla kjós- endaher demókrata. Ted Kennedy verður alltaf til staðar, en hann verður aidrei leiðtogi. Menn ættu ekki að taka það alvarlega er hann íar að því að árið 1988 verði hans ár. Það verður ekki hans ár frekar en önnur ár. 1988 verður ár einhvers sem fær byr og axlar þá ábyrgð sem leiðtogastarfinu fylgir. Það verður ekki Ted Kennedy, hann er maður framtíðarinnar að því leyti til einu, að hann verður ekki forseti Bandaríkjanna í framtíð- inni. (Byggt á New York Times)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.