Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 30 Kristensa Marta Steinsen - Minning Fædd 11. september 1906 Dáin 19. desember 1982 Nú á aðventu í mesta skamm- degi ársins slokknaði líf þeirrar konu, er ég hef átt lengsta sam- fylgd með um ævina. Að vísu vit- um við að skammt er á milli lífs og dauða, en það er eins og við náum aldrei þessum skilningi, að ætt- ingjar séu frá okkur teknir fyrir fullt og allt. Frú Kristensa Marta var fædd að Götu í Fróðárhreppi þann 11. september 1906 — yngst 6 systra — en ein dó ung. Foreldrar hennar voru Steinunn Vigfúsdóttir (f. 12.12. 1873, d. 15.03. 1968) Sigurðs- sonar í Pétursbúð og Guðrúnar Kristjánsdóttur konu hans. Faðir Kristensu var Sigurgeir Arnason, útvegsbóndi í Götu (f. 25.06. 1872, d. 1949), sonur Árna Björnssonar og seinni konu hans, Guðríðar Einarsdóttur í Stapabæ, Einars- sonar á Syðri-Rauðamel, sonar Einars Bjarnasonar á Moldbrekku í Hítardal og konu hans, Vilborgar Guttormsdóttur ljósmóður. Árni faðir Sigurgeirs var sonur Björns Steindórssonar bónda í Holti, son- ur Steindórs Björnssonar bónda á Brimilsvöllum í Fróðárhrepp og konu hans, Guðrúnar Ulugadóttur. Var Steindór því langafi Sigur- geirs. Kona Björns Steindórssonar og móðir Árna var Þorbjörg Árna- dóttir Þorkeissonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Þau bjuggu í Einarslóni. Er af þessu fólki stór og mikill ættbogi kominn. Þau Steinunn og Sigurgeir hófu búskap á Arnarstapa, en fluttu ár- ið 1905 að Götu í Fróðárhreppi. Þar fæddist þeim yngsta dóttirin, Kristensa Marta, en síðan fluttu þau að Götu og þar ólust systurn- ar upp við leiki og störf. Minntist Kristensa þessara ára með mikilli ánægju, þó oft væri kalt og lítið um mat. Systur Kristensu voru Guðrún Arnborg, gift Guðbrandi Jóhannesi Guðmundssyni frá Hjallabúð í Fróðárhreppi; Guðríð- ur Kristólína, gift Gunnlaugi Bjarnasyni frá Búlandshöfða; Vigdís Lydía, gift Bjarna Sigurðs- syni í Ólafsvík; Kristín Sigríður, gift Þorsteini Guðmundssyni bónda í ólafsvík. Þær Kristín og Guðrún giftust bræðrum. Einnig ólu Steinunn og Sigurgeir upp unga telpu, sem var í fóstri hjá Sigurgeiri og fylgdi hún Steinunni eftir lát foreldranna. Hún hét Friðdóra Friðriksdóttir, gift Ara Bergmann í Ólafsvík. Þetta fólk er nú allt burtu kallað, nema Guðríð- ur, sem ein lifir systur sínar í hárri elli. Þær þóttu allar föngulegar „Götu-systurnar“ svo af bar og ekki var hún síst sú yngsta, Krist- ensa Marta, sem hér er kvödd. Má geta nærri, að margir ungir menn á þeim árum litu hana hýru auga, en hún var búin að koma auga á sinn draumaprins, unga soninn í læknishúsinu, Vilhelm, son Hall- dórs læknis og alþingismanns og Guðrúnar konu hans. Hann hafði verið hér við nám í Verzlunarskól- anum og lét ekki aftra sér stórhríð eða annað, er hann hélt fótgang- andi á Heiðina um hávetur til að hitta unnustuna í jólafríinu. Þann 13. október 1928 gengu þau í hjón- aband og settust að hér í Reykja- vík. Þau bjuggu lengst af á Sól- vallagötu 55 eða í tæp 30 ár. Krístensu og Vilhelm varð fjög- urra barna auðið. Þáu eru; Guð- rún, Garðar, Anna Katrín og Örn. Guðrún lést aðeins 23 ára gömul, þá nýgift. Anna Katrín lést aðeins 30 ára að aldri frá manni og 2 ungum dætrum. Þetta voru þung högg og ekki allra að bera, en það er á svona stundum, sem þeir smáu verða stórir og sýna hvílíku oki þeir geta risið undir. Það var oft glatt á hjalla á Sól- vallagötu, þegar öll börnin voru heima ásamt vinum sinum og kunningjum. Langamma Steinunn flutti til þeirra eftir lát Sigurgeirs 1949 og einnig dvaldi hjá þeim Sigríður Einarsdóttir, sem flutti til þeirra með móður sinni, Pálínu. Tóku þær á leigu hornherbergið uppi á lofti og dvaldi Sigríður þar eftir lát móður sinnar til ársins 1%2, er hún fluttist á Elliheimilið Grund. Kristensa átti stóra fjölskyldu og það var gestkvæmt mjög á Sól- vallagötu og mátti oft segja, að ekki félli hurð að stöfum allan daginn, en húsmóðirin var vinnu- söm með afbrigðum og hafði þann góða sið að rísa árla úr rekkju — oft var hún búin að þvo og hengja út fullar snúrur af drifhvítum þvotti og bökunarilm lagði um húsið, þegar við vöknuðum, sem þóttumst þó fara snemma á fætur. Það er hverri ungri manneskju hollt að búa í návist svo stórbrot- innar konu, sem Kristensa var. Hún hafði gengið í skóla hjá frú Theodóru Sveinsdóttur og talaði alltaf um hana með mikilli virð- ingu. Hinum megin götunnar bjuggu þau hjónin Ágúst Ólafsson og Jónína Bjarnadóttir. Emil son- ur þeirra var eiginmaður elstu dótturinnar, Guðrúnar, og var alla tið mjög náið samband á milli þessara heimila — enda mikill styrkur þeim báðum, þegar Guð- rún heitin féll frá. Ósjaldan kom Jónína yfir í morgunkaffi og til að fá sér „snúss" í nefið. Tengdafaðir minn geymdi alltaf tóbakslús í eld- hússkápnum handa henni. Þarna var allt rætt, heimsmál jafnt sem það, er var að gerast í nánasta umhverfi okkar. Ef stórafmæli eða fermingarveislur voru haldnar sá Jónína um allt, enda dugnað- arforkur svo af bar. Veit ég, að Kristensa saknaði sárt vinar, er Jónína féll frá snögglega og varð þá að orði: „Nú held ég að hljóti að fara að koma að mér, fyrst Jónína mín er farin." En það skiptust á skin og skúrir. Kristensa lifði það, að vera við- stödd brúðkaup tveggja barna- barna sinna með mánaðar milli- bili og var hún þakklát fyrir það. Hún var stálminnug og ættfróð mjög, enda glögg bæði á menn og málefni. Hún var draumspök svo af bar og ræddum við oft hér áður fyrr um hin ýmsu tilverustig lífs- ins — enda tilefni til er dæturnar báðar féllu frá í blóma lífsins. Kristensa og Vilhelm bjuggu í ástríku hjónabandi í 54 ár. Starfsvettvangur hennar var eins og flestra af þeirri kynslóð innan veggja heimilisins. Það var henn- ar unaðsreitur, enda bar heimilið þess vitni, að þar fór saman hugur og hönd. Frú Kristensa hafði til að bera reisn glæsikonunnar — andlit, sem hver fegurðardís hefði verið sæmd af, og allt hennar fas bar vitni vissrar fágunar. Þó var hún alltaf frekar hlédræg og lét lítt á sér bera í fjöldanum. Mér er ljúft að þakka rúmlega 30 ára samfylgd, því hún var mér meira sem móðir en tengdamóðir. Hennar stærsta gleði verður að hitta þær aftur, sem frá henni voru teknar. Því eins og Jónas seg- ir í ljóði sínu: lláa skilur hnetti himingoimur hlað skilur bakka og egg en anda sem unnast fa*r aldrei eilífdin ad skilið. Ásthildur G. Steinsen Kveöja frá barnabörnum Nú er röddin hennar ömmu hljóðnuð, röddin sem við héldum að myndi leiðbeina okkur og kenna að eilífu. Okkur er ljúft og skylt að þakka henni hjartahlýjuna frá fyrstu tíð, þakka henni góðvildina, gæzkuna og umhyggjuna í okkar garð á um- liðnum árum. Alltaf var hún til- búin að breiða út faðminn, passa okkur, gefa okkur að borða, leyfa okkur að sofa, lesa fyrir okkur sögur, bænir og ljóð og kenna okkur allt hið góða, sem gefur líf- inu gildi. Nú er hún horfin hún elsku góða amma og það er eins og slökkt hafi verið í sálu okkar allra. Megi algóður Guð blessa hana og vernda. Hafi hún kæra þökk fyrir allt og allt. Arna, Stefán, Brynja Dögg og Anna Guðrún. Minning: Sigurður Þorsteins- son Hrafntóftum Sigurður Þorsteinsson var fæddur á Hrafntóftum 16. apríl 1901, sonur hjónanna Guðnýjar Vigfúsdóttur og Þorsteins Jóns- sonar, sem lengi bjó á Hrafntóft- um. Börn Þorsteins og Guðnýjar voru auk Sigurðar Margrét, sem giftist Birni Fr. Björnssyni sýslu- manni og er hún látin fyrir all- mörgum árum, Vigfús og Rafn, báðir á lífi, ógiftir. Hálfsystur Sigurðar voru þrjár, Pálína og Ingigerður, sem Þorsteinn átti með fyrri konu sinni, Sigríði Pálsdóttur, og Guðbjörg, fædd utan hjónabands. Sigurður ólst upp við venjuleg sveitastörf eins og þau gerðust á þeim dögum. Þegar fram liðu stundir fór hann til sjós og var margar vertíðir í Vestmannaeyjum á vélbátum. Einnig var hann nokkuð lengi á togurum, m.a. Leifi heppna, en fór frá borði áður en Leifur fór í síð- ustu veiðiförina á Halamið og fórst þar með allri áhöfn ásamt togaranum Robertson í ofsaveðri 1925. Árið 1924 giftist Sigurður Kristjönu Þórðardóttur, ágætis- konu ættaðri af Mýrum. Hófu þau búskap það ár á Hrafntóftum 'h hluta jarðarinnar. Kristjana kona Sigurðar er dáin fyrir mörgum ár- um. Þau eignuðust engin börn en tóku til fósturs systurson Sigurð- ar, Jón Þorberg Eiríksson. Var hann settur til mennta og lauk góðu háskólaprófi í íslenskum fræðum og tungumálum. Jón var efnismaður en dó fyrir aldur fram í Osló. Faðir Sigurðar, Þorsteinn, var hjá syni sínum á Hrafntóftum til dauðadags, 1948. Rafn bróðir Sig- urðar hefur alla tíð verið á Hrafn- tóftum í góðu samstarfi við Sigurð bróður sinn. Árið 1923 fluttu foreldrar mínir ásamt börnum og öðru heimilis- fólki að Hrafntóftum og bjuggu á % hlutum jarðarinnar til ársins 1933 er þau hættu búskap. Það var góður kunningsskapur og vinátta milli fólksins á Hrafntóftum þau 10 ár sem foreldrar mínir bjuggu þar. Þorsteinn Jónsson var skynsam- ur maður og fróður um marga hluti. Hann var bókbindari að iðn og fór oft til Reykjavíkur á vetrum og vann þar við bókband fyrir ýmsa bókamenn. Þegar Þorsteinn var í Reykjavík fór hann oft á miðilsfundi með Einari H. Kvaran og fleiri mönnum Sálarrannsókn- arfélagsins í Reykjavík. Hafði hann frá mörgu að segja þegar hann kom aftur í sveitina um and- leg mál og margt fleira, sem hann hafði heyrt og séð í Reykjavíkur- ferðinni. Sigurður Þorsteinsson var einnig greindur og fróðleiks- fús, viðræðugóður og vinsamlegur í umgengni. Ég undirritaður kynntist honum vel þegar við vor: um saman á Hrafntóftum. Sér- staklega minnist ég ánægjulegra veiðiferða í Rangá frá þeim tíma. Við fórum margar ferðir með bát og net til veiða í ánni. Við byrjuð- um oft á því að draga bátinn alla Fædd 7. júní 1951 Dáin 20. desember 1982 Hinn 20. desember sl. lést á gjörgæzludeild Landspítalans í Reykjavík Bryndís Sigurðardóttir. Hún var fædd 7. júní 1951 á Akra- nesi, yngst 7 barna Svöfu Símon- ardóttur og Sigurðar Þorvaldsson- ar, en hann lést 13. desember 1979. Binna, eins og við kölluðum hana, leið upp að Ægissíðufossi. Undir fossinum er djúpur hylur og þar var oft stór silungur. Við rerum eins nærri fossinum og fært var og lögðum netið í boga og létum reka undan straumi meðan dýpið var nægilegt. Við Sigurður áttum margar ánægjustundir á veiðidög- um í ánni. Það var þægileg og skemmtileg veiðiferð frá Ægis- siðufossi alla leið niður að Djúpós með netið utanborðs sem var oft er horfin frá öllu, sem henni var kærast. Árið 1969 giftist hún eigin- manni sínum, Tómasi Friðjóns- syni, og eignuðust þau 4 börn, Sig- urð, 12 ára, Særósu, 9 ára, og tví- burana Ágúst Þór og Tómas Þór, 4 ára. Við vorum öll saman á ætt- armóti þann 20. nóvember sl. Þar voru saman komnir niðjar Guð- rúnar Tómasdóttur Zoéga, f. 11.7. fengsælt og kippti þétt í og fast, þegar silungarnir festust í því. En þetta var áður en veiðifélag var stofnað og áin friðuð fyrir neta- veiði. Hér hefur verið minnst á veiðiferðir, bæði vegna þess hversu minnisstæðar og skemmti- legar þær eru og einnig vegna þess að þá gafst gott tækifæri til þess að kynnast innri manni Sigurðar og viðhorfum hans til margra mála og hins mannlega lífs. Þá var gott næði til samtals og rökræðna um þau mál sem voru efst í okkar huga. Sigurður var heilbrigður í hugsun og hafði sterkan vilja til þess að verða góðum málum að liði. Hann var mjög orðvar og aldrei dómharður um náungann. Hann átti ýmsar háleitar hug- sjónir og sá oft framtíðarsýnir, sem hann gerði sér vonir um að gætu orðið að veruleika. í veiði- ferðum ræddum við m.a. um virkj- un Ægissíðufoss fyrir nær- liggjandi bæi í sveitinni. En hvar átti að fá peninga til framkvæmd- anna, þegar hvergi var fjármagn að finna? í hugarsýn sá Sigurður miklar framfarir í tækni og vél- væðingu, sem gæti gert lífsbarátt- una léttari og veitt betri lífskjör bændafólki og öllum almenningi í landinu. Sigurður var vinsæll maður og ávallt reiðubúinn til þess að rétta öðrum hjálparhönd ef til hans var leitað. Mestan tíma ævinnar var hann heilsuhraustur en 1977 biluðu starfskraftarnir og flutti hann þá á elliheimilið að Hellu. Var hann mjög ánægður með dvölina þar, góða þjónustu og hjálpsemi starfs- fólksins. Vegna brjóstþyngsla leit- aði hann nokkrum sinnum til Víf- ilsstaða sér til hressingar, venju- lega fáar vikur í einu. Taldi Sig- urður mikils virði að geta notið hjálpar Hrafnkels Helgasonar yf- irlæknis, sem alltaf var reiðubú- inn að veita hjálp þegar til hans var leitað. Rómaði Sigurður mjög þjónustu og aðstoð alla sem veitt var á Vífilsstöðum. Nú í skamm- deginu fór Sigurður að Vífilsstöð- um í síðustu hressingarferð sína. Að þessu sinni tókst ekki að bæta heilsu hans með dvöl þar þótt allt væri til þess gert, sem í mannlegu valdi stóð. Var hann því sendur á Landspítalann til frekari rann- sóknar, en þar dó hann 17. þ.m. Sigurður verður jarðsunginn frá Oddakirkju í dag. Vinir hans munu margir fylgja honum til grafar og minnast góðs manns sem var ávallt æðrulaus, velviljað- ur og hjálpfús. Bróður Sigurðar og öðrum aðstandendum votta ég fyllstu samúð. Ég vil enda þessar línur með því að þakka Sigurði fyrir langa og góða vináttu, allt frá því að við vorum saman í ánægjulegum veiðiferðum í Rangá. Ingólfur Jónsson 1849, d. 1921, og Ólafs Jóhannes- sonar, f. 7.3. 1842, d. 1908. Ekki datt okkur í hug þá að einn þeirra yrði horfinn mánuði seinna. En svona er stutt á milli lífs og dauða. Þeir sem guðirnir elska deyja ung- ir. Hún sem var svo ung og dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Einmitt núna, þegar jólin voru að ganga í garð, hátíð ljóss og friðar. Hún var góð kona og móðir, sem er og verður sárt saknað. Nú er leiðir skilja biðjum við góðan guð að gefa eiginmanni, börnum og móður styrk í þessari miklu sorg. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Setta mágkona Minning: Brgndís Sigurðar- dóttir frá Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.