Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 25 Afmælissamkoma hjá MÍR UM ÞESSAR mundir eru iiðin 60 ár frá stofnun sovéska ríkjasamhands- ins, SSSR, Sambands sósíalískra sovétlýðvelda. Þessa afmælis verður minnst sérstaklega á kvöldsam- komu, sem félagið MÍR, Menn- ingartengsl íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna, efnir til í veitingahúsinu Snorrabæ (Austurbæjarbíói, uppi) þriðjudaginn 28. desember kl. 20.30. Þar flytja ávörp lílikhaíl N. Streltsov sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi og Margrét Guðna- dóttir prófessor, óperusöngvar- arnir Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson syngja einsöngs- lög og dúetta og Baldvin Halldórs- son leikari les upp. Efnt verður til skyndihappdrættis og boðið upp á veitingar. Öllum er heimill ókeypis að- gangur að kvöldfagnaði þessum meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning frá MÍR) „Bíóhöllin sýnir „Sá sigrar sem þorir“ Bíóhöllin hefur frumsýnt kvik- myndina „Sá sigrar sem þorir". Söguþráðurinn er sá í stuttu máli, að hermdarverk er framið, og er baráttuhópi gegn kjarnorku kennt um. Ákveðið er að koma njósnara inn í innsta hring til að afhjúpa hópinn. Hópurinn ræðst á bandaríska sendiráðið í London og tekur marga menn í gíslingu. I þeim hópi eru háttsettir menn, m.a. innanríkisráðherra Banda- rikjanna. Ákvörðun er tekin um að kalla til sérstaka sveit, SAS, og hún ræðst á bygginguna og freist- ar þess að frelsa gíslana. Ibúasamtök Þingholtanna: Hluta Óðinsgötu verði breytt í „vistgötu“ MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá íbúasamtökum Þing- holtanna í Reykjavík: „Almennur fundur íbúasamtaka Þingholtanna haldinn 29. nóvember 1982 í Sókn- arsalnum að Freyjugötu 27, sam- þykkir eftirfarandi: I. Að skora á borgaryfirvöld að hlutast til um, að umferðar- skipulagi gömlu hverfanna verði hraðað, svo hægt verði að fara að vinna samkvæmt því eigi síðar en vorið 1983. lla. Að ath. hvort ekki sé hægt að loka Óðinsgötu frá Baldurs- götu að Freyjugötu, sem vist- götu í tilraunaskyni. Það hef- ur sýnt sig, að mikil þörf er á þessum slóðum fyrir leik- svæði og hafa börn nýtt sér þennan hluta götunnar sem leiksvæði. Þó umferð sé ekki mikil á þessum hluta, hafa þó orðið slys þar og til að fyrir- byggja fleiri förum við fram á þessa lokun. llb. Að ath. hvort ekki sé hægt að fá lokað einhverjum götum og nýta sem sleðagötur á vetr- um, t.d. Bjargarstíg frá Freyjugötu að Bergstaða- stræti. III. Að ath. hvort ekki megi auka við flóðlýsingu á Tjörninni svo börnum stafi ekki hætta af leikjum sínum þar í skammdeginu. IV. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi sínum við þá hug- mynd sem fram hefur komið í skipulagsnefnd um að gera lóð nr. 11 við Þórsgötu að opnu svæði. íbúasamtökin vísa til þeirra miklu þarfar, sem er fyrir slík svæði í þessu hverfi. V. Fundurinn átelur harðlega þá ákvörðun borgarráðs, að VI. veita heimild til handa eig- endum að væntanlegri ný- byggingu við Bragagötu nr. 28, til að kaupa sig frá kvöð þeirri að skilt sé að leysa bílastæðisþörf sem svari einu per íbúð inn á lóð viðkomandi aðila. Telur fundurinn að hér sé gefið slæmt fordæmi. Fundurinn skorar á borgar- stjórn Reykjavíkur, að hún hlutist til um, að Þing- holtsstræti verði gert að ein- stefnuakstursgötu. Ekið verði frá Laufásvegi. Tvístefna frá Bókhlöðustíg að Spítalastíg verði aflögð." 77/ afgreiöslu strax SELVERREED rafeíndaritvél atA7limimaimsins Þeir sem þurfa að vélrita mikið vita manna best hve ritvélin skiptir miklu máli. Ritarar, rithöfundar, blaða- menn, skrifstofufólk og aðrir atvinnumenn við ritvélina, sem verja miklum hluta vinnutíma síns í textagerð og skriftir velja sér þess vegna ritvél af sömu nákmæmni og orðin, sem þeir nota. Silver Reed rafeindaritvélarnar eru í atvinnumanna- flokknum. Þær eru ekki aðeins með allt það sem prýðir fullkomnar rafeindaritvélar, heldur einnig sjálfvirka undirstrikun, sjálfvirka miðjustillingu, Decimal Tabulator og ekki síst: 5 islenskar leturtegundir og útlitið er öðruvísi! Silver Reed rafeindaritvélarnar fást í þremur gerðum; EX42, EX44 og EX55,- allt eru þetta úrvalsvélar sem uppfylla allar kröfur atvinnumannsins. Silver Reed rafeindaritvélar: ódýrar og með 5 íslenskum leturtegundum. Komið - hringið - skrifið og kynnist Silver Reed rafeindaritvélinni - sýnisvélar í verslun okkar. SKRIFSTOFUVÉLAR H:F. Js Hverfisgötu 33 Sími 20560 -4 V^terkurog hagkvæmur auglýsingamióill! XEROX HÁGÆÐA- LJÓSRITUNARVÉLAR • Vélar sem henta hvaða Ijósritamagni sem er. • Frá 10 - 120 Ijósrit á mínútu. • Vélar sem taka A3. • Vélar með minnkun.* Vélar með stækkun. • Vélar með matara. • Vélar með raðara o.fl. , Fullkomin viógeröarþjónusta. NON HF. Síðumúla 6, S:84209 - 84295 RANK XEROX umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.