Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Portúgal: Crespo taki við stjórnartaumunum Lissabon, 28. des. AP. Francisco Pinto Balsemao for- sætisráðherra hefur ákveðið að leggja til að dr. Vitor Pereira ('respo verði falið að taka við emb- ætti forsætisráðherra Portúgals. Pinto Balesemao sagði af sér embættinu 18. þessa mánaðar, eftir að Ijóst var að flokkur hans, Sósíal- demókrataflokkurinn, hafði farið William DeVries læknir sést hér standa yfir Barney E. Clark, sjúkl- ingi sínum, eftir að Clark var skor- inn upp í sjúkrahúsi háskólans i Utah fyrr í þessum mánuði. Hægur bati hjá Clark Sall Uke ( ily, 28. des. AP. FJÓRAR vikur eru liðnar frá því gervihjarta var grætt í tannlækninn Barney Clark, og segja læknar hans að enn þurfi að líða nokkrar vikur með áframhaldandi bata áður en þeir geti spáð um það hvenær hann fái að útskrifast af sjúkrahúsinu. Barney Clark er 61 árs, og segja læknarnir að bati hans sé stöðug- ur en hægur. „Það eru ekki miklar breytingar að sjá á heilsu hans frá degi til dags,“ sagði einn lækna hans í dag. „En sé litið yfir lengri tíma, til dæmis viku, koma fram- farirnar í ljós.“ Clark þarf nú ekki lengur að vera í öndunarvél, og hann er far- inn að neyta meiri fæðu. illa út úr nýafstöðnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Dr. Crespo gegndi embætti menntamálaráðherra frá því í nóvember ,í fyrra þar til í júní á nýliðnu sumri. Hann er fyrrum háskólaprófessor og doktor í efna- og eðlisfræði. Pinto Balsemao skýrði blaða- mönnum frá því í dag að hann ætlaði að stinga upp á Crespo sem forsætisráðherraefni á fundi Sósíaldemókrataflokksins á morgun, miðvikudag, og að tillag- an yrði síðan rædd við fulltrúa samstarfsflokkanna í ríkisstjórn, þ.e. miðdemókrata og konungs- sinna, á fimmtudag. Talið er full- víst að sósíaldemókratar fallist á tillögu forsætisráðherrans, en óvíst um viðbrögð samstarfs- flokkanna. Verði hinsvegar sam- komulag um Crespo, mun Ant- onio Ramalho Eanes forseti skipa hann formlega í embættið ein- hvern næstu daga. Rússar prófa nýja eldflaug \N ashingl»n,-28. desember. AP. RÚSSAR virðast undirbúa tilraunir með nýja færanlega eldflaug knúna fostu eldsneyti í eldflaugastöðinni Plesetsk, 965 km norðaustur af Moskvu, að sögn bandarískra leyni- þjónustustarfsmanna, samkvæmt frétt í Washington Post. Hvort smíði eldflaugarinnar jafngildi broti á ákvæðum SALT- II fer eftir því hvað hún dregur langt. Aður hafa borizt fréttir um að Rússar væru að reka smiðshöggið á tvær nýjar eldflaugar, sem eiga að taka við af meðaldrægu eld- flauginni SS-20. Það væri ekki brot á SALT-II. Alls er 333 SS-20-eldflaugum miðað á Vest- ur-Evrópu og yfir standa samn- ingaviðræður um þær í Genf. Hin nýja eldflaugin mundi koma í staðinn fyrir SS-16-eld- flaugina, sem var aldrei komið fyrir og var bönnuð samkvæmt ákvæðum SALT-II. í október gerðu Rússar tilraun með aðra stóra eldflaug og þeir munu hafa sagt Bandaríkja- mönnum að hún yrði leyfileg sam- kvæmt SALT-II. Smíði annarrar stórrar eldflaugar yrði brot á SALT-II. Trjástuldur ógnar skógum Rússlands Nloskvu, 28. desember. AP. SOVÉZK yfirvöld hafa skorið upp herör gegn þjófnaði á trjám, sem eru notuð til að skreyta heimili um áramótin, og þjófarnir eiga nú yfir höfði sér þungar sektir og fangels- isdóma ef þeir nást. Svo útbreiddir hafa slíkir þjófnaðir verið á liðnum árum að skógar í Sovétríkjunum hafa ver- ið taldir í hættu af þessum sökum. Nú eru fjölskyldur hvattar til að kaupa gervitré til að skreyta heimili sín, þar sem of lítið fram- boð er á venjuiegum trjám í ríkis- verzlunum. Þjófar útveguðu allt að 500.000 furutré, sem prýddu heimili í Moskvu um áramótin í fyrra. Sama hefði getað gerzt nú ef sekt- ir hefðu ekki verið hækkaðar til að hræða þjófana, fjölskyldufeður jafnt sem svartamarkaðsbrask- ara. Hingað til hafa þjófarriir orðið að greiða þriggja rúblna sekt, en hún hefur verið hækkuð í 22 rúbl- ur (um 750 kr.) og við bætist 50 rúblna sekt ef menn eru gripnir með aðeins eitt stolið tré. Samkvæmt tilskipun, sem var birt fyrr í mánuðinum, er hægt að dæma hvern þann sem er gripinn með fimm stolin tré í allt að eins árs fangelsi. Þar við bætist 110 rúblna sekt í skaðabætur og sekt að upphæð 300 rúblur. \V/ ERLENT, Jtít. THE OBSERVER Forvígismenn ýmissa ættflokka Afgana á ráðstefnu. Hræðsla og verð- bólga heltaka Kabúl Útgöngubann gengur í gildi kl. 10 á kvöldin í Kabúl, en fyrir þann tíma hefur hið iðandi mannlíf löngu yfirgefið illa upplýstar göt- urnar. Fátt fólk tekur þá áhættu að fara út eftir að rökkva tekur og þegar skvaldur mannlifsins þagn- ar, grípur þögnin um sig í borginni. A hverri nóttu er kyrrðin rofin af byssuhvellum, þegar byltingar- menn skríða úr fylgsnum sínum, til að ráðast á stjórnaraðsetur og varðstöðvar sovéskra og afganskra hermanna. Arásirnar geta staðið yfir i nokkra klukkutíma og gefa ótví- rætt í Ijós að Rússum hefur ekki tekist að koma á sterkri kommún- istastjórn í Afganistan. Síðastliðin tvö ár hafa bylt- ingarmenn komið sér fyrir í nágrenni Kabúl og hefur þeim tekist að auka skæruhernað sinn til muna. Það sannast á því að þeir eru í aðstöðu til að ráðast á kjarna höfuðborgarinnar. Að degi til sýnist staðan, á yf- irborðinu að minnsta kosti, allt önnur. Göturnar eru iðandi af mannlífi líkt og fyrir innrás Sov- étmanna — það eru jafnvel enn meiri mannþrengsli á götunum, þar eð mikil íbúafjölgun hefur átt sér stað síðastliðin þrjú ár. Þúsundir manna hafa leitað hælis í borginni. Nokkrir hafa komið vegna stjórnmálaskoð- anna sinna — því enginn stuðn- ingsmaður stjórnarinnar er al- veg hultur úti á landsbyggðinni, sem er að miklu leyti áhrifa- svæði Mujahedin-skæruliða. En þó hafa flestir flúið til Kabúl frá smáþorpum, af ótta við stöðugar árásir rússneskra flugvéla. Engar nákvæmar tölur eru til um hve margir hafa leitað hælis í Kabúl, en það er trúlega um 1 milljón manns miðað við 600.000 fyrir þremur árum síðan. Hús- næðisskortur er geigvænlegur og leiga hefur hækkað upp úr öllu valdi. Hús sem kostaði fyrir tveimur árum 3.000 afganis ($40) í leigu á ári, er nú leigt á 15.000 afganis ($200). Þetta er í borg, þar sem meðal árslaun eru ekki mikið yfir $900, slíkt lýsir vel ástandinu. Til að íþyngja hina þröngu fjárhagslegu stöðu, sem margar fjölskyldur eru í, þá hefur verð- bóiga aukið á erfiðleikana. Stjórn Babrak Karmal, forseta, hefur næstum tvöfaldað pen- ingamagnið í umferð, úr 26 milljörðum afganis í 45 millj- arða, auk aukningar á innflutn- eftir Aernout Van Lynden ingi, sem hefur leitt til þess að verðlag hefur tvö- eða þrefald- ast, síðastliðna tólf mánuði. Niðurgreiðslur á matvælum hafa ekki dugað til. Kíló af nautakjöti kostar nú 120 afganis til samanburðar við 35 fyrir ári síðan. „Fólk talar nú opinskátt um það, hvernig það geti þrauk- að,“ sagði prófessor Azan Ghul, frá landbúnaðardeild Kabúl-há- skóla, þreytulega, stuttu eftir að hann hafði flúið til Peshawar í Pakistan. „Sjáðu til, það er ekki aðeins að skæruliðar geri árásir sífellt nær kjarna borgarinnar og fólk eigi erfiðara með að eiga til hnífs og skeiðar, heldur hefur spenna og ótti heltekið borgar- lífið. Þú getur ekki treyst náung- anum lengur. Það eru útsendar- ar og njósnarar á hverju horni." Stuttu eftir að Karmal forseti komst til valda, reyndi hann að tvístra andstæðingum sovét- innrásinnar með því að innleiða frjálslegri stjórnmálastefnu, en þekkst hafði áður. Hundruðum manna var sleppt úr hinu illræmda Pul-e- Charkhi-fangelsi, sem er rétt fyrir utan Kabúl. Fangaklefarn- ir voru tiltölulega auðir miðað við það sem áður var. En þegar stjórnin fann að illa viðraði fyrir stefnu sinni og mótstaðan jókst, þá hófst ný ógnaröld leynilög- reglunnar, Khad. Fangaverðir, sem hafa flúið til Pakistan, hafa játað að það séu nú 10.000 fangar í Pul-e- Charkhi, sem var byggt fyrir 3.200 fanga. Að auki hafi verið reist 10 minni fangelsi í höfuð- borginni. Hin mikla spenna og óöryggi hefur neytt stóran hóp mennta- manna til að flýja til Pakistan. Vegna þessa hefur menntaskóla- og æðri menntun hrakað til muna. „Meira en helmingur af kennurum og starfsliði háskól- ans hefur annað hvort verið drepinn, handtekinn eða hefur flúið," sagði Asam Ghul. „Lækn- isfræðideildin ein hefur misst 25 af 35 kennurum sínum og starf- ræksla háskólans er smám sam- an að stöðvast." Stefna stjórnarinnar, að þvinga enn fleiri í herinn, er neyðarúrræði, sem hefur einnig haft hlutfallsleg áhrif á fjölda nemanda við háskólann. Allir karlmenn á aldrinum 15 til 45 ára eiga á hættu að vera hand- teknir í Kabúl og þvingaðir til herskyldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.