Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 33 Gaf forsetan- um inniskó + Nancy Reagan bjó sjálf til jóla- matinn, þegar fjölskyldan safnad- ist öll saman í Hvíta húsinu í tilefni hátíöarinnar. Hún gaf manni sín- um, Ronald Reagan forseta, inni- skó, því hún hafói lesiö í blaöi, aö einn af ráögjöfum forsetans segöi aö forsetinn gengi um á slitnum morgunskóm, þegar fáir sæju til. Og nú er ekki lengur hægt aö segja aö forsetinn eigi ekki nýja og fína inniskó. Hálfbróðir Anwars Sadats fyrir dómstólunum + Undanfariö hafa staöiö yfir réttarhöld yfir hálfbróöur hins látna forseta Egyptalands, Anwar Sadats, og tíu öörum fjölskyldumeölim- um hans. Hálfbróöirinn, sem heitir Esmat Sadat, er sakaóur um alls kyns svik og pretti. En hann hefur lýst sig og skyldmenni sín saklaus af þeim ákærum, sem bornar hafa verið á hendur þeim og nú rétt fyrir jólin þá var réttarhöidunum frestaó en til greina kom aö stinga Esmat í fangelsi í minnst eitt ár. Hér sést einhver aödáandi Esmats faöma hann aö sér þar sem þeir eru staddir í dómssalnum. fclk í JéÉ fréttum h. . . _ . . COSPER Ég er nú ekkert unglamb lengur, en innan vid troðfullt veskið hérna slær hlýtt hjarta. „Gipsy Moth“ strandaði . meðan skip- stjórinn svaf + Hér situr Desmond Hampton skipstjóri snekkjunnar „Gipsy Moth“ eftir aö snekkjan strandaöi viö kletta nálægt eynni Gabon. Þessi fræga snekkja bar Sir Franc- is Chichester, sem nú er látinn, yfir höfin í annarri ferö hans í kringum hnöttinn áriö 1971. Strandiö átti sér staö meðan Hampton svaf værum blundi niöri í káetu sinni og átti sér einskis ills von enda var snekkjan meö sjálfstýringuna á, en vindáttin breyttist snögglega og bar hún snekkjuna af leið eöa upp aö þessum klettum, sem aumingja Desmond Hampton húkir þarna á. Stofnaður minningarsjóð- ur Jóns J. Þorsteinssonar STOFNFUNDUR minningarsjóðs Jóns Júlíusar Þorsteinssonar kenn- ara var haldinn á Akureyri 28. nóv. sl. Tilgangur sjóðsins er fyrst og fremst sá að gefa út gögn fyrir hlóðlestrar-, tal- og söngkennslu. Verður fyrsta verkefnið að gefa út kennslugögn Jóns Júlíusar Þorst- einssonar. Sjóðurinn veitir viðtöku minningargjöfum og öðrum gjöf- um. Stofnfé er 25 þúsund krónur, þ.e. innkomið fé, en stofnendur eru 230 talsins. Frestur til að gera skil á heimsendum gíróseðlum rennur út 15. janúar. í stjórn sjóðsins eru: Formaður Erla Kristjánsdóttir, tækniteiknari stjúpdóttir J.J.Þ., varaformaður Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, yfirkennari Barnask. Akureyrar, meðstjórnandi Vilberg Alexand- ersson, skólastjóri Glerárskóla, gjaldkeri Sigurður Flosason, yfir- kennari Oddeyrarskóla, til vara Margrét Albertsdóttir, kennari Lundaskóla, meðstjórnandi Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlist- arskóla Akureyrar, til vara Gunnar Jóhannsson, skólastjóri Barnask. Ólafsfjarðar, til vara Rósa Árna- dóttir, kennari Laugalandsskóla. Þaðfáallir rétta útI<omu með OMIC Omic reiknivélarnar okkar eru landsfrægar fyrir gæði og frábæra endingu. Þær eru líka afburða þægilegar og einfaldar í meðförum og leysa með sóma allar reikningsþrautir, sem fyrir þær eru lagðar. Við eigum ávallt fyrirliggjandi nokkrar gerðir af Omic. Hringið eða skrifið og fáið upplýsinga- bækling sendan. • Reiknaðu með Omic. -7*r SKRII =ST OFUVÉLAR H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.