Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 _____________________________________« maz Um«.rul Pmi StndlciH n Slmon, faer&a mér--e\nn skamml af LcxukhringjOm og f&er&u. kertiS lengvtx frám'er." ást er ... /ol'i \ 0 ... a ð kunna að þegja Með morgnnkaffinu TM R*g. U.S. Pat Oví »:l .iBhts reserved ®1M2 Los Anjuc* lkm Syndlcate Ég er bara að afla mér aukatekna, til þess að geta keypt mér eins og eitt videótæki? Ég er allur á taugunum sjálfur, því þetta er í fyrsta skipti sem ég tek botnlanga. HÖGNI HREKKVÍSI Ólafsfjörður: Af hverju er ekki starf- andi fréttamaður þar? 9918-5846 skrifar: „Ég er Ólafsfirðingur, brott- fluttur að vísu úr þeim ágæta kaupstað. En það er nú með mig, eins og sjálfsagt fleiri, að mann langar til að fá fréttir úr heima- byggðum sínum. Ríkisútvarpið er nú að vísu talið sameiginlegur tengiliður landsins barna, fyrir utan blöðin. En hvernig sem nú á því stendur þá er mér ekki kunnugt um að í þeim Blað allra landsmanna: stað, Ólafsfjarðarkaupstað, sé fréttaritari útvarps, hvað þá myndvarps, og hefi ég þó spurst fyrir um það. Það væri fróðlegt að fá t.d. fréttastjóra RUV til að svara þeim spurningum hvers vegna stofnan- irnar hafi ekki starfandi frétta- menn á staðnum. Hvað oft á sl. tveim eða þrem árum hafa verið sagðar almennar fréttir í útvarp- inu frá Ólafsfirði? Aður en ég fór að heiman voru fréttabréf KEA það eina, sem manni barst svona nokkurn veg- inn reglulega og þá um dýrbit og almenn skepnuhöld. Vill nú ekki einhver ábyrgur gefa tæpitungulausa skýringu á fyrirbærinu: Af hverju er ekki starfandi fréttamaður á Ólafsfirði?“ Fái stjörnuspeking til liðs við sig Þorgeir Árnason skrifar: „Háæruverðugi Velvakandi. Um heim vorn fer nú alda nýrra trúarbragða, stjörnuspeki, og er því tímabært að leggja orð í blaða- belg þess efnis. Þá er alda þessi hófst svo um munaði, stóð ég á hinni annarlegu strönd íhaldseminnar og hugði lítt að orðum „veðurfræðinga", er þeir tröllhöfðuðust við að benda á tákn og undur á himni, er bentu til sannleiksgildis þessara fræða, taldi forneskju mikla og kerl- ingabækur einar, aðeins við hæfi tannlausra og náttúrusnauðra kaffikerlinga að smjatta á. Aður en varði, þá er ég gáði eigi að, hreif sú hin mikla alda mig og bar mig á faldi sínum út í hafs- auga, þar sem ég hef nú sogast til og frá, eygjandi ei nokkra undan- komuleið. Skal það nú skýrt al- mennum orðum. Það var eitthvert sinn, þá er skammdegið reið landi og lýð af hvað mestum djöfulmóð, að ég seildist í erlent tímarit, þar sem reifað var á skilmerkilegan hátt efni þetta og sagt frá virkum og vel metnum vísindamönnum með doktorsgráður og aðra titla, sem lyftu för sinni úr landi hinna sönnu vísenda og hugðust í eitt skipti fyrir öll kveða niður þennan fjanda og fordæðu. Leið nú og beið. En að nokkrum misserum liðnum skríða þessir vísu menn undan feldi og biðu margir með eftirvæntingu boðskaparins. En eins og Páll frá Tarsus forðum snerist á sveif með kristnum, höfðu þessir töframenn nútímans umturnast. Líkt og bergnumdir eða andsetnir lýstu þeir yfir trúskiptum sínum og sögðu, að án efa væru þessi fræði þrungin sannleik. Þar eð ég er vísindasinnaður, náði þetta hljómgrunni í sálar- tetri mínu, og fór ég að gefa þessu nánari gaum. Komst ég á snoðir um að vítt og breitt um jarðar- byggðina er mikill áhugi meðal al- mennings sem og annarra á fræð- um þessum. Öngvu er líkara en fólk skynji þetta af brjóstviti sínu. Fór ég nú að gaumgæfa útlit fólks og persónuleika, og mér til mikill- ar furðu gat ég sagt til um fæð- ingarmerki fólks. Þess ber þó að geta, að ég miða þá við hinar nýju mælingar stjörnumerkjanna, sem gerðar hafa verið, því að þau hafa færst til í aldanna rás. Þar sem slíkur ofuráhugi er fyrir fræðum þessum, langar mig að bera fram tillögu þess efnis, að hið ágæta blað allra landsmanna fái til liðs við sig persónu, sem er lærð á þess kyns bækur — en hér eru nokkrir sem slíkt hafa lært — til að fjalla um þessi fræði frá öðr- um sjónarhornum, reki sögu þeirra og þróun og margt annað. Hafa mætti dálka þessa vikulega og þá um helgi. Er það trúa mín, að slíkt ætti góðu gengi að fagna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.