Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 5 Lionsmenn í Kópavogi safna til Sunnuhlíðar UNDANFARIÐ hafa félagar úr Lionsklúbbi Kópavogs selt sjúkra- kassa til nota á heimilum eóa í bíl- um. Ágóóanum er varið til að búa Sunnuhlíð sem best úr garði. Nýlega afhenti stjórn Lions- klúbbsins 60.000 kr. sem kosta mun allan búnað í tvær tveggja manna sjúkrastofur á heimilinu. Myndin var tekin við það tækifæri er Jón Þórarinsson, formaður Lionsklúbbs Kópavogs, afhenti Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnar- formanni Sunnuhlíðar, afrakstur- inn af sjúkrakassasölunni. Talið frá vinstri: Leó Guðlaugsson, Jón- as Frímannsson, Jón Auðunsson, Jóhann Steinsson, Jón Þórarins- son og Guðsteinn Þengilsson, sem allir eru frá Lionsklúbbnum, en Guðsteinn er jafnframt yfirlæknir Sunnuhlíðar, Ásgeir Jóhannesson, Páll Bjarnason stjórnarmaður, Hildur Hákonardóttir fram- kvæmdastjóri, Rannveig Þórólfs- dóttir hjúkrunarforstjóri og Soffía Eygló Jónsdóttir félagsmálafulltrúi, öll frá Sunnu- hlíð. Nýr formaður Umferðarráðs DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Valgarð Briem hæstarétt- arlögmann formann Umferðar- ráðs frá 1. janúar nk. að telja, út núverandi skipunartímabil ráðs- ins, þ.e. til 1. mars 1984. Jafnframt hefur dómsmálaráðherra veitt Sigurjóni Sigurðssyni lög- reglustjóra að eigin ósk lausn frá starfi formanns Umferðarráðs frá sama tíma. _^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Kl. 19.00 tekur lúörasveit á móti gestum utan dyra. Flugleiðir: Annríki um áramót Á GAMI.ÁRSDAG munu Flugleiðir fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsavíkur, Patreksfjarðar Egilsstaða, Sauðárkróks, ísafjarðar (2 ferðir), Hafnar í Horna- firði og Vestmannaeyja (2 ferðir). Innanlandsflugi Flugleiða lýkur klukkan 16.25 á gamlársdag er seinasta vél kemur til Reykjavíkur. Ekki er flogið innanlands á ný- ársdag, en sunnudaginn 2. janúar verður mikið annríki hjá Flugleið- um og farnar margar aukaferðir. Samtals er gert ráð fyrir 23 ferðum frá Reykjavík þann dag. Þá verða margar aukaferðir á mánudag og þriðjudag. Flugleiðavél kemur frá Luxem- borg síðdegis á gamlársdag og heldur áfram til New York. Hún fer síðan frá New York að kvöldi nýársdags og lendir í Keflavík að morgni 2. janúar. Ekkert Evrópuflug verður á gamlársdag eða nýársdag, en 2. janúar fer Flugleiðavél með skíða- fólk beint til Innsbruck í Austur- ríki og áætlunarvélar félagsins fara til Óslóar, Stokkshólms og London. Mánudaginn 3. janúar verður farið samkvæmt áætlun til Glasgow og Kaupmannahafnar, en auk þess verður aukaferð til Kaup- mannahafnar og önnur til New York. Fleiri aukaferðir verða í millilandafluginu fyrstu dagana í janúar, en þær síðustu verða til Kaupmannahafnar og Gautaborg- ar 9. janúar. Dolli og Doddi leikararnir Sig- uröur Sigurjónsson og Randver Þorláksson flytja Ijúfan skemmti- þátt. Helga Möller syngur nokkur lög. Björgvin Halldórsson syngur meö hljómsveit sinni fram eftir Monica Abendroth leikur á hörpu. Pétur Þorvaldsson á selló. Haukur Morthens syngur viö undirleik Árna Elvars. Magnús Kjartansson og Finn- bogi Kjartansson leika dinner- tónlist. Frumsýning: Dansstúdíó Sóleyj- ar Jóhannsdóttur frumflytur dansinn Stripper. Veizlustjóri veröur hinn sívinsæli Haukur Morthens. Yfirmatreióslumaöur: Ólafur Ingi Reynisson. Yfirframreióslumaóur: Höröur Sigurjónsson. Hljóó- og Ijósastjórn: Gísli Sveinn Loftsson. Allt þetta fyrir aóeins kr. 850.-. Allir gestir fá hatta og knöll. Spariklæðnaður. Matseoill VILLIBRADASÚPA að hætti villta veiðimannsins. LAXASALAT léttleikans. NAUTASTEIK a 'la Broadway DESERT RAINBOW. Borðvín. nóttu. BROADW/ Gleðilea jól SUNNUDAGUR 2. JANUAR FINASTA BALL ARSINS GALA-DINNER Nýársfagnaöur Broadway meö miklum glæsibrag. Eingöngu fyrir matargesti. --------m * mognari meðinnbyggt útvarp og segulband f o % J O □ U Q • O Kr. 13.800 ÚTVARP: FM-stereo-AM-miðbylgja+langbylgja. MAGNARI: 2x30 vatts-80hms. SEGULBAND: 2 mótorar-lagaleitari-Dolby. UMMÁL: 44 x 37.1 x 11.3cm. ^KENWOOD FÁLKINN ^ SÍMI85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.