Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 13 atbeina góðra manna, og var það upphaf að Flugfélagi íslands. Jafnframt því var Svifflugfélag íslands stofnað af áhugamönnum og Flugmálafélagið, en hvort- tveggja félagið varð til þess að augu almennings opnuðust fyrir nauðsyn flugsamgangna. En nú dró til stærri tíðinda þegar styrj- öldin hófst haustið 1939. Þá var Agnar kvaddur til þess að vera lögreglustjóri í Reykjavík sakir þess að hann var eini Islend- ingurinn, sem lokið hafði námi við liðsforingjaskóla og var því kunn- ugur þeim reglum og háttum sem gilda innan hers og flota. Þótti mörgum djarft teflt af forsætis- ráðherra landsins, Hermanni Jón- assyni, að skipa 25 ára mann í svo vandasamt embætti á hættutím- um. En það kom fljótt í ljós, að fáir eða jafnvel enginn annar Is- lendingur hefðu leyst þetta starf betur af hendi á þeim óaldartím- um, er þá fóru í hönd. Má mjög þakka það viturlegri stjórn Agn- ars ásamt lagni hans við að leysa mál, hve vel við sluppum undan hersetunni. Að styrjöldinni lokinni gafst Agnari á ný tækifæri til að helga sig flugmálunum, fyrst sem flug- vallastjóri og síðar sem flugmála- stjóri, eftir að nokkrir pólitískir hnútar voru leystir. Upp frá þessu var hann vakinn og sofinn að þvi að koma flugmálum þjóðarinnar á fót. Við skulum minnast þess, að það er hvað mest honum að þakka, hvernig flugmálum Islands er háttað nú þótt enn sé mjög margt ógert. Hann var útvörður okkar við samningsgerðir um flugleyfi á erlendum vettvangi, þar sem oft var þungt undir fæti fyrir litla og fátæka þjóð. Fyrir ágæta mála- kunnáttu, háttvísi og einurð komst hann oft lengra en vonir stóðu til, og hann dró margan góð- an feng heim til iandsins þótt slíkt hafi enn ekki komist í hámæli. Það er ekki öllum gefið að rækja tvö þýðingarmikil störf í þágu lands og þjóðar með slíkum árangri sem Agnari tókst, og þau verða ekki unnin án þess að oft blási á móti. Hann fór ekki var- hluta af aðfinnslum og jafnvel at- lögum ósvinnra manna. Því að enn gildir það, sem skáldið kvað: „Stendur um stóra menn — stormur úr hverri átt — veður- næm verða enn — varðberg er gnæfa hátt.“ En skaphöfn Agnars var þannig farið, að hann lét aldr- ei á því bera að slíkt fengi nokkuð á hann. Hann hélt sínu striki ótrauður og setti markið hátt. Fyrir honum var starfið hugsjón. Hann mat það mikils og kallaði það gæfu sína, að vinna að máli, sem honum hafði verið hugfólgið allt frá unglingsárum. Nú, þegar hann er kvaddur úr heimi héðan, sjá menn kannske skýrar en fyrr, að afrek hans voru stærri og meiri en flestra hinna. Fyrir það stend- ur íslensk þjóð í mikilli þakkar- skuld. Hákon Bjarnason Ég heyrði Agnars Kofoed- Hansen fyrst getið þegar faðir minn fór um hann miklum viður- kenningarorðum á heimili okkar á unglingsárum mínum. Faðir minn taldi Agnar vinna ómetanlegt starf í þágu íslensku þjóðarinnar, sem væri vart metið sem skyldi. Ótrúlegt væri hversu miklu hann hefði áorkað og hversu fundvís hann væri á leiðir til að nýta til fulls möguleika okkar og það tiltölulega litla, sem við hefðum til ráðstöfunar. Agnar var sannkallaður heims- borgari, sem gat komið miklu til leiðar og gerði það svikalaust. Ég var stundum viðstaddur þegar þeir hittust og jafnan fór vel á með þeim. Gagnkvæm virðing var áberandi, en oft var slegið á létta strengi. Eftir að faðir minn lést fyrir 15 árum, átti ég því láni að fagna að njóta góðs af vináttu þeirra. Sam- band okkar hélst þrátt fyrir ald- ursmun og ólíka aðstöðu, þar sem ég var rétt að ljúka námi, en Agn- ar gegndi þýðingarmiklu embætti í þágu íslensku þjóðarinnar. Þrátt fyrir það gaf hann sér oft tíma til að ræða við mig og var það mér mikils virði. Það var reyndar stórkostlegt fyrir ungan mann að kynnast slík- um úrvalsmanni sem var reiðubú- inn til að miðla af víðtækri reynslu. Nokkru eftir að honum var kunnugt um sjúkdóm þann, sem síðar leiddi til dauða hans, hittumst við einu sinni sem oftar. Rætt var um sameiginleg áhuga- mál, þjóðmál og fleira eins og svo oft áður. Þegar við höfðum rætt lengi saman, sagði hann mér frá sjúkdómi sínum, mjög yfirvegað eins og hans var von og vísa. Auð- vitað vissi hann hvernig sjúk- dómsbaráttunni mundi lykta, en samt var greinilegt að hann var að venju staðráðinn í að berjast til þrautar og ég held að hann hafi trúað því allt fram til þess síðasta, að með óbilandi viljastyrk tækist honum að ganga með sigur af hólmi. Ekki er að efa að síðustu mán- uðirnir voru Agnari erfiðir. En Agnar bar þrautir sínar og gekk til móts við óumflýjanleg örlög sín af sömu karlmennskunni, glæsi- leikanum og drengskapnum, sem einkennt hafði allt hans líf. Agnar gat mætt þeim örlögum, sem okk- ur eru öllum búin, ánægður og þakklátur fyrir gæfuríkan og glæsilegan lífsferil í starfi sem einkalífi. Fagurt heimili Agnars og eiginkonu hans Bjargar er verðug umgerð hamingjuríks lífs þeirra og ástvina þeirra. Agnar var mikill trúmaður og hefur það eflaust verið honum mikill styrkur í hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm. Guð blessi minningu góðs manns og trausts vinar. Guð gefi Björgu, eftirlifandi konu hans, börnum og öllum ást- vinum styrk í sorg þeirra. Ingimundur Sigfússon Ég hefi gilda ástæðu til þess að þakka vini mínum Agnari Kof- oed-Hansen, flugmálastjóra, sam- fylgdina. Hann var foringi okkar Norð- lendinga í flugmálum og stóð sem bjarg við hlið ötulla manna, eins og Vilhjálms Þórs, forstjóra Kaupfélags Eyfirðinga, Guðmund- ar Karls Péturssonar, yfirlæknis, og Kristjáns Kristjánssonar, eig- anda Bifreiðastöðvar Akureyrar. An bjartsýni og hygginda hefðu framkvæmdir í flugmálum Norð- urlands tafist um árabil. Það var með ólíkindum hverju Agnar fékk áorkað. Ég kynntist Agnari og hugsjón- um hans á mörgum fundum í fjár- veitinganefnd Alþingis, en þar mæta jafnan forstöðumenn ríkis- stofnana. Mál sitt flutti hann með rökum og einstakri einurð. Tillög- ur hans mörkuðust af raunsæi og tóku mið af fjárhagsgetu þjóðar- innar. I nokkur ár starfaði ég undir leiðsögn hans í Flugráði. Þar var Agnar foringinn, sem umbar með þolgæði seinagang og oft vanþekk- ingu okkar, sem með honum unnu. Ég naut við ótal tækifæri hjálp- semi Agnars og kynntist hæfileik- um hans, óþrjótandi elju og fyrir- hyggju. Hann var kvæntur Björgu Ax- elsdóttur, kaupmanns á Akureyri og konu hans Hólmfríðar Jóns- dóttur, sem voru einna nánastir vinir foreldra minna. Þau hjón féllu bæði frá langt um aldur fram, en Axel var einn kunnasti athafnamaður Akureyrar meðan hans naut við. Ég og kona mín vottum eigin- konu Agnars, frú Björgu, og öllum þeirra ástvinum, innilegustu sam- úð. Með Agnari Kofoed-Hansen er genginn merkur athafna- og hug- sjónamaður og góður drengur. Jónas G. Rafnar Við andlát Agnars Kofoed- Hansen er horfinn af sjónarsviði okkar um aldur fram einn af frumherjum íslenskra flugmála. Fjölþætt störf hans á þessum vettvangi, innanlands sem utan, skilja eftir sig spor, sem blasa munu við um ókomin ár. Þegar Agnar sneri heim til ís- lands sumarið 1936, að afloknu flugnámi við skóla danska sjó- hersins, var hann fljótlega ráðinn flugmálaráðunautur ríkisins. Trú manna hér á landi á flug og flug- samgöngur var þá í lágmarki. Tvær tilraunir höfðu áður verið gerðar með rekstur íslensks flug- félags, sú fyrri á árunum 1919—20, en sú síðari 1928—31. Til þess að vekja á ný almennan áhuga á flugi gekkst Agnar strax á árinu 1936 fyrir stofnun Svif- flugfélags íslands og Flugmálafé- lags íslands, og ári síðar beitti hann sér fyrir stofnun Flugfélags Akureyrar, er síðar varð Flugfélag íslands. Hjá því félagi starfaði hann síðan um tveggja ára skeið sem fyrsti framkvæmdastjóri þess og eini flugmaður eins-hreyfils fjögurra sæta Waco-sjóflugvélar, eða þar til Örn Ó. Johnson tók við þeim störfum seinni hluta ársins 1939. Á árunum 1940—1947 gegndi Agnar starfi lögreglustjóra í Reykjavík. En hugur hans var þó ætíð fyrst og fremst við flugið. Því tengdist hann aftur árið 1947, er hann var skipaður formaður flug- ráðs og flugvallastjóri ríkisins, og nokkrum árum síðar flugmála- stjóri, en því embætti gegndi hann til dauðadags. Við lok heimsstyrjaldarinnar fengu íslendingar afhenta til eigin afnota tvo stóra flugvelli, sem Agnar Kofoed Hansen í fullum liðs- foringjaskrúða flugdeildar danska sjóhersins. byggðir höfðu verið fyrir þarfir herflugsins. Bretar höfðu byggt Reykjavíkurflugvöll og Banda- ríkjamenn Keflavíkurflugvöll. Hins vegar vantaði flugvelli við öll önnur byggðarlög landsins, þótt á nokkrum stöðum hafi verið notast við mela eða sanda, sem þjónað gátu sem frumstæðir flugvellir. Fjarskipta- og flugleiðsögutæki voru ekki fyrir hendi, og flugslys á árunum 1946—51 voru því miður tíð. Agnar gekkst því fyrir að fengin var tækninefnd frá aiþjóðaflug- málastofnuninni (ICAO), sem síð- ar gerði ítarlega úttekt á brýnustu þörfum íslendinga fyrir flugör- yggisbúnað og bætta þjálfun starfsliðs. Hins vegar voru fjár- veitingar íslenska ríkisins til þess- arar uppbyggingar svo knappar, að við fyrstu uppbyggingu stöðv- anna arð að notast við afgangs búnað úr stríðinu. Þessi búnaður gjörbreytti samt sem áður ölium flugsamgöngum hér á landi, og varð í reynd í almennri notkun hátt á annan áratug, enda voru starfsmenn radiodeildar flug- málastjórnar snjallir í viðhaldi og rekstri tækjanna þrátt fyrir erfið- leika í útvegun varahluta til þeirra. Síðara átak Agnars í uppbygg- ingu flugöryggiskerfisins, og tengdist sambandi hans við er- lendar flugmálastjórnir, var svo- nefnt „Air Safety Program", er fólst í mjög verðmætu 15 ára „láni“ tækja frá bandarísku flug- málastjórninni. Er það enn grunn- urinn að því neti fjarskiptastöðva, sem flugumferðarstjórn hér á landi notast við. Gerðir voru flugvellir við alla heistu kaupstaði landsins, og leyft reglubundið áætlunarflug um þá, þrátt fyrir að þeir væru bæði frumstæðir að allri gerð, og örygg- istæki skorti. Var það gert í trausti þess að fjárveitingavaldið myndi síðar að fullu meta þýðingu öruggra flugsamgangna, og veita nægjanlegt fé til að fullklára þau mannvirki. Því miður búum við enn rúmlega 30 árum síðar við til- tölulega ófullkomna malarvelli, og víða er brýnt verk fyrir hendi í úrbótum á ljósabúnaði, aðflugs- búnaði svo og öðrum öryggistækj- um flugvallanna. Það voru Agnari því árviss vonbrigði að „flugmálin nytu ekki nægilegs þingfylgis" til að unnt yrði að knýja fram þær úrbætur sem brýnastar voru. Starf íslenska flugmálastjórans fólst ekki eingöngu í flugmála- verkefnum hér innanlands. Flugið er í eðli sínu alþjóðlegt, og fljót- lega hófst myndarlegt millilanda- flug á vegum íslenskra flugfélaga. Slíkt kallaði á gerð loftferðasamn- inga við erlend ríki og vann Agnar góð störf á því sviði um langt ára- bil. Hann var frumkvöðull þess að Loftleiðir hófu flug milli Luxem- borgar og Bandaríkjanna, með millilendingu á Íslandi, sem lagði grunninn að stðari velgengni fé- lagsins. Þá var hann um árabil aðalfull- trúi íslands við gerð samninga við tiltekin aðildarríki ICAO um rekstur svonefndrar alþjóðaflug- þjónustu á íslandi, sem fólst í starfrækslu flugstjórnarmiðstöðv- ar, fjarskiptaþjónustu, veðurþjón- ustu og rekstri LORAN-stöðvar- innar við Vík. Þessi þjónusta er enn starfrækt, veitir fjölda íslend- inga atvinnu, og skapar gjaldeyr- istekjur í þjóðarbúið. Þrátt fyrir að meginhlutverk Agnars Kofoed-Hansens hafi um áratuga skeið verið sem stjórn- andi stofnunar hélt hann ætíð góðu sambandi við starfsemi flug- áhugamanna, sem fór fram á veg- um Flugmálafélags íslands og Svifflugfélags Islands. Hann hafði mikla ánægju af því að fljúga sjálfur, bæði vélflug og svifflug, og hélt við öllum sínum flug- mannsréttindum. Eitt síðasta flug hans sem flugmanns var 10. októ- ber sl., er hann flaug stutt flug á gömlu Klemm-flugvélinni, TF- SUX, sem kom hingað til lands með þýska svifflugleiðangrinum 1938, og sem árin þar á eftir var m.a. notuð til að kanna lend- ingarstaði víða um land. Fyrir störf sín að flugmálum var Agnari veittur fjöldi heiðurs- merkja, innlendra sem erlendra. Af öðrum slíkum viðurkenningum ólöstuðum tel ég að Agnar hafi mest metið Edward Warner verð- launin, sem fastaráð ICAO veitti honum árið 1979 „fyrir verðmætt framlag hans til alþjóðlegra flugmála, og sérstaklega fyrir hlutverk hans í þróun þjónustu fyrir Norður-Atlantshafsflugið", eins og segir í tilkynningu ICAO. Náin vinskapur var á milli Agnars og Dr. Warner, sem var fyrsti for- seti fastaráðs ICAO, en lést árið 1957. Agnar kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni árið 1938, og eignuð- ust þau sex börn. Ég votta frú Björgu og börnunum innilega samúð mína, og vona að góðar minningar um ástsælan fjöl- skylduföður verði þeim huggun í sorginni. Leifur Magnússon Kveðja frá Svifflug- félagi Islands í 46 ár hefur Svifflugfélag ís- lands starfað undir verndarhendi stofnanda síns, Agnars Kofoed- Hansen. I 46 ár hafa svifflugmenn getað flogið svifflug og byggt upp íþrótt sína vitandi það að sterkur bakhjarl hafði auga með þeim, ætíð reiðubúinn að aðstoða þetta óskabarn sitt, Svifflugfélagið. Við fráfall Agnars hefur verið höggvið eitt stærsta skarð í raðir svifflugmanna frá upphafi svif- flugs á Islandi. Persónulega vil ég þakka það að hafa fengið, sem formaður Svif- flugfélags íslands, að kynnast Agnari og fá að læra þó ekki væri nema örlítið brot af því hvernig slíkur maður vinnur. Hér eftir verður svifflug á ís- landi annað en það hefur verið, en vonandi mun einhver taka upp merki Agnars um framgang og velgengni sviffluginu til handa. Ég vil í nafni félaga í Svifflugfé- lagi íslands votta Björgu, konu hans, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Þorgeir L. Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.