Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 40
40 --- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER1982 ást er ... ... eitthvað sem yljar. TM Reo. U.S Pal Otl -all rights reserved •1982 Los Ango4es Tlmos Syndlcate Ég er hættur að mæla með matseðlinum hér, við gestina! Með morgunkaffinu Kf þú telur þig skorta innblást- ur, máttu snúa þér að því að mála eldhúsið okkar! HÖGNI HREKKVÍSI Hvar endar þessi leikur? Gunnar Gunnarsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Þættirnir „Félagsheimili", sem Sjónvarpið hefur sýnt öðru hvoru í vetur, eru mjög slæmir, og meðal lélegra efnis, sem sú stofnun hefur sent frá sér í gegnum árin. Eftir hverja sýningu er það efst í huga að verið sé að gera grín að menn- ingu sveitafólksins og því starfi sem unnið er í félagsheimilum víðsvegar um landið. En þar fer fram margvísleg menningarstarfsemi allan ársins hring. Yfir vetrartímann einkenn- ist starfið mest af framlagi sveita- fólksins sjálfs. Ýmisleg hugðar- efni, s.s. leiklist, sönglist og margskonar önnur félagsstarf- semi sveitalífsins, eru með mikl- um blóma í ýmsum sveitum. Það mætti vekja athygli hversu stór hundraðshluti sveitafólksins er virkur þátttakandi i þessu menn- ingarstarfi, og kemst þar þéttbýlið í engan samjöfnuð. Þar er fólkið matað á margskonar skemmtiefni og fræðslu af tiltölulega fámenn- um hópi, miðað við fjöldann. Þéttbýlingar eru því miklum mun fremur þiggjendur í þessum efn- um heldur en dreifbýlingar, sem verða jafnvel að vera allt í senn, leikstjórinn, leikarinn og leik- húsgesturinn, í fámenni sínu. Yfir sumartímann einkennist starfið meira af aðfengnu efni, og oftar þá en hitt, úr þéttbýlinu — Reykjavík. Sveitafólkið kann vel að meta það sem vel er gert í þeim efnum, og hefur fagnað mörgum góðum gestum, sem gist hafa fé- lagsheimilin, og boðið fólki þar list sína. En því miður kemur það fyrir að það er með ólíkindum hvað sumur skemmtikraftar standa á lágu sviði. Það hvarflar jafnvel að manni, að það sé til, að farið sé út á landsbyggðina í þeim einum tilgangi að græða peninga með skrípaleik og fígúruhætti. En sem betur fer, þá heyrir slíkt til undantekninga. Stór hluti hins aðfengna efnis, sem boðið er í félagsheimilunum, er frábært að gerð og allri með- ferð, ber ljósan vott um hið auð- uga menningarlíf sem blómstrar hér á landi, bæði í sveit og við sæ. Og það er þessi starfsemi sem virðist vera skotspónn þeirra í „Félagsheimili" Sjónvarpsins. Þar er starf félagsheimila dregið sundur og saman í háði og spotti, að því er bezt verður sér. Annars ætla ég ekki að taka efni þessara þátta og meðferð fyrir, bezt er sem minnst umfjöllun þar um. Nokkra gagnrýni hafa þessir þættir fengið í blöðum, og lastar hún fremur en lofar verkið. Það er sorglegt til þess að vita, að frum- legir og hugmyndaríkir menn, sem ráðast í það að semja og uppfæra verk, skuli sýna slíka vanhæfni, fátækt og menningarskort. Það er sitthvað menntun og menning. Þessir þættir sýna e.t.v. óbeinlínis hinn mikla mun, sem er á þessum tveimur hugtökum, því að enginn dregur í efa hátt menntastig þeirra sem að þessu verki standa, bæði í sköpun og flutningi. Svo kaldhæðnislegt er það, að jafnvel ómenntaðir menn hefðu allt vald á að gera þessu verki mun betri skil og mannlegri. Á hvers konar leið er þá öll okkar menntun, ef hún fæðir af sér slík skrípiverk, og menntað fólk kippist ekki við að fá slík verk yfir sig, send heim í stofu á svo til hvert einasta heimili í landinu? Annars verður það að segjast, að „Félagsheimili" er þar ekki eitt á báti, þegr hugað er að slæmu sjónvarpsefni. Margir sitja oft agndofa yfir því efni sem flutt er, margvíslegt efni, fullt af sora, glæpum og ofbeldi, sem engum er hollt á að horfa. Glæpamyndir, sem varla eiga heima í lélegustu kvikmyndahúsum, hvað þá í þeirri menningarstofnun, sem ríkis- sjónvarpið á íslandi hlýtur — og verður — að vera. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á þeim sem sjónvarpsefni velja. Þessir hringdu . . . Einu gildir hvaðan pakk- arnir koma Ormar Þór Guðmundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að vekja athygli á einu atriði sem mér finnst ekki eins og vera ber hérna hjá okkur. Um þessi jól hefur það gerst að Tollurinn hef- ur staðið í ströngu við að rífa upp jólapakka og fjarlægja úr þeim allt kjötmeti frá útlöndum, pylsur og því um líkt. Hefur stofnunin þar fyrir sér lög frá því um 1920, sem gerðu óheimil- an innflutning á nýju kjöti. Und- anfarin 20 ár hefur það hins veg- ar viðgengist að menn fengju sína jólapakka, en það eru ekki síst útlendingar búsettir hér sem fá slíkar sendingar. Síðan gin- og klaufaveikin kom upp í Danmörku hefur þess verið kraf- ist af hálfu landlæknis og yfir- dýralæknis að farið væri að framfylgja þessum gömlu lögum út í æsar. Eg held því fram að þarna hafi verið um geðþótta- ákvörðun að ræða og fljótfærni, en vísindalegum eða læknis- fræðilegum forsendum sé ekki til að dreifa í þessu máli. Hafa ber í huga, að þrátt fyrir gin- eða klaufaveiki i Danmörku, barst hún ekki til eins einasta lands, sem ekki hafði hana. Á þetta er ekki litið hér; einu gildir hvaðan pákkarnir koma, frá Englandi, Þýskalandi eða annars staðar frá. Því er borið við, að Danmörk i flytji út kjöt til þessara landa og þess vegna geti veikin borist með matvörum þaðan. Vitað er þó, að löndin hafa fullkomna stjórn á þessum hlutum hjá sér, sem meðal annars sést á því, að smit- ið barst ekki þangað. í annan stað eru Danir búnir að komast fyrir sjúkdóminn og farnir að flytja út ferskt kjöt til ýmissa landa, þannig að mér finnst við setja okkur á háan hest að ímynda okkur, að við getum ekki tekið við mat frá þessum viður- kenndu matvælaframleiðendum. Og svo eru pakkarnir rifnir upp, vörunum safnað saman og þeim brennt. Á sama tíma erum við að senda mat til annarra þjóða. M.a. er það svo, að vilji maður senda matarpakka til Póllands, þá greiðir maður Rauða krossinum fyrir send- inguna. Rauði krossinn kaupir síðan danskan mat fyrir þessa peninga og sendir m.a. til Pól- lands. Siðlegra sýnist þó, að öll- um þeim útlenda mat sem hingað er sendur í jólapökkum, væri safnað saman og hann sendur svöngu fólki, sem þorir að þiggja hann, enda þótt hann komi frá þessum „hættulegu" löndum. Mér finnst það líka meira en lítið mótsagnakennt að vera nú um jólahátíðina að safna fyrir matvælum handa hungruð- um heimi, en vera á sama tíma að safna saman mat frá öndvegis matvælaframleiðsluþjóðum í Evrópu og brenna á haugum. Hvaöa aðili hef- ur milligöngu í málinu? Ásdís llallgrímsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að spyrjast fyrir um hvert hægt er að snúa sér til að koma á framfæri aðstoð við flóttamennina í Austurríki, sem sagt var frá í fréttum, að hefðu gleymst umheiminum. Hvaða aðili hefur eða getur haft milli- göngu í málinu, t.d. komið fata- sendingum til fólksins? Gott jólaútvarp Þorsteinn Laufdal hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka fyrir Kvöldgestaþáttinn, þar sem Jón- as Jónasson ræddi við forsetann okkar, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. Samræður þeirra allar voru skemmtilegar og frjálslegar og þátturinn í heild afar vel heppn- aður. Og yfirleitt má segja það um jólaútvarpið, að það var óvenju gott, og miklu betra en sjónvarpið. Hætti ekki af fúsum vilja Guðrún Runólfsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þið voruð eitthvað að nefna nafnið mitt í sambandi við jóla- lýsingu í kirkjugarðinum í Foss- vogi. Mig langaði til að árétta það, að ég hætti ekki af fúsum vilja að sjá um hana. í ársbyrjun 1974 skrifaði ég Kirkjugörðum Reykjavíkur bréf, þar sem ég fór fram á lengra rekstarleyfi en áð- ur, sem verið hafði aðeins eitt ár í senn, vegna þess að þá stóð ég frammi fyrir því að þurfa að kaupa mjög sveran og stóran kapal, og leggja alveg frá kirkj- unni og lengst vestur í garðinn. Þetta var mikil fjárfesting, sem við treystum okkur ekki til að borga niður á minna en þremur eða fjórum árum, og við fórum fram á þriggja ára leyfi. í svarbréfi stjórnar kirkjugarða Reykjavíkur, frá 10. júní 1974, segir m.a.: „Fyrirhuguð er full- komin lýsing í garðinum á þessu sumri og undirbúningur þegar hafinn. Þegar hún er komin, er öll frekari lýsing óþörf." Líka vildi ég leiðrétta það, sem sagt var í áðurnefndum pistli; að Hafnarfjarðarbær sæi um lýs- ingu í kirkjugarðinum þar suður frá. Það er ekki rétt. Við höfum séð um það verk frá upphafi og gerum enn. Aldrei hafa orðið neinir árekstrar milli okkar og yfirvalda þar. Þau hafa aðeins sagt: Fólkið vill þetta og þá er sjálfsagt að leyfa það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.