Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Hvað segja formenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks um áramót? Morgunblaðið hefur að venju laj{( nokkrar spurninj'ar l'yrir l'ormenn AI|>ýðuflokks, Alþvðubandalags ojj Kramsóknarflokks í (ilel'ni áramóta. Að |>essu sinni snúast spurninj'arnar um kjördæniamálið, stjórn- arskrána, hina „stjórnskipulcj'u sjálfheldu44 oj{ vænlanlej'ar f>inj{kosninjíar. Fara svör formannanna hér á eftir, en spurninj{arnar, sem blaðið lajjði fvrir |>á voru |>essar: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Stefnir þinn flokkur að þvi að dregið verði úr misvægi atkvcða eftir búsetu við kosningar til al- þingis og að aðrar leiðréttingar verði gerðar á kosningalöggjöf- inni? Hvaða leið telur þú vcnleg- asta i þessu efni? Verða önnur stjórnarskrárákvæði en þau sem að kosningarétti lúta tekin til afgreiðslu fyrir þingrof og kosningar? Hvaða mál telur þú brýnast að alþingi afgreiði fyrir þingrof? Kemur til álita að þinu mati að reynt verði að leysa hina „stjórn- skipulegu sjálfheldu" með þvi að mynda nýjan starfhæfan meiri- hluta á þvi þingi sem nú situr og slíta þar með núverandi stjórnar- samstarfi til að ná fram þeim mál- um, sem enga bið þola? Telur þú að stefna beri að mynd- un nýrrar vinstri stjórnar að kosn- ingum loknum? Forystumenn allra flokka hafa lýst því yfir að efna beri til alþing- iskosninga fyrr en seinna. Hve- nær vilt þú að kosið verði og hve- nær á að slíta alþingi? Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Verðum að fá róttæka, sam- henta og ábyrga ríkisstjórn 1. Stefna Alþýðuflokksins varð- andi jöfnun atkvæðisréttar og kosningaskipun er svofelld samkv. stefnuskrá flokksins: „Alþýðu- flokkurinn vill að kjósendur hafi allir jafnan rétt til að velja al- þingismenn og kosningaskipun verði breytt í samræmi við það; að kjósendur hafi virk áhrif á stjórn landsins með persónubundnum kosningum; að stofnanir og emb- ættismenn njóti lýðræðislegs að- halds af hálfu Alþingis; að Alþingi starfi í einni deild; að kosninga- aldur verði lækkaður í 18 ár. Alþýðuflokkurinn vill að kjör- dæmaskipan og kosningalöggjöf verði breytt. Að leiðarljósi verður að hafa réttlæti milli einstakra byggðarlaga, jöfnun atkvæðisrétt- ar og hagsmuni hinna dreifðu byggða. Stjórnarskráin þarf að tryggja að þingstyrkur stjórn- málaflokkanna sé jafnan í fullu samræmi við kjörfylgi þeirra. Frá lýðræðissjónarmiði er það galli á núverandi kosningaskipun, að kjósendum er gert næsta ókleift að breyta röðun flokkslista, sem oft er vaíinn af þröngum hópi og raunar fer ekki fram lýðræðis- leg keppni nema milli örfárra frambjóðenda. Prófkjör er mjög til bóta en þó ekki einhlítt. Al- þýðuflokkurinn telur, að breyta eigi núverandi skipun hlutfalls- kosninga á þá lund, að kjósendur geti einnig veitt stuðning eða hafnað stuðningi við einstaka frambjóðendur." Þessi stefna var samþykkt á flokksþingi 1976. Hún er í fram- haldi af áratuga baráttu flokksins fyrir jöfnun atkvæðisréttar. Mörg undangengin ár hefur Alþýðu- flokkurinn ítrekað bent á, að nú- verandi misrétti verði að leiðrétta. Þolinmæði okkar alþýðuflokks- manna gagnvart sinnuleysi ann- arra flokka í þessu máli er senn á þrotum. Við höfum verið til við- ræðna um ýmsar leiðir til þess að ná þessu markmiði. Á síðasta flokksþingi var ályktað um þetta efni. Þar sagði: „Það misvægi atkvæða sem nú er við lýði felur í sér ranglæti, sem ekki verður við unað. Alþýðuflokk- urinn hefur í stefnuskrá og mál- flutningi ætíð lagt ríka áherzlu á að þetta verði leiðrétt. Flokks- þingið bendir á, að einfaldasta leiðin til aukins réttlætis í þessum efnum er að landið allt verði eitt kjördæmi, en það vekur jafnframt athygli á að með breytingum á að- ferðinni við úthlutun þingsæta við núverandi kjördæmaskipan, megi ná auknum jöfnuði í vægi atkvæða án umtalsverðrar fjölgunar þing- sæta.“ Eins og í ályktuninni er bent á er sú leið einföldust til að tryggja fullan jöfnuð milli flokka að gera landið allt að einu kjördæmi. Sú leið hefur hinsvegar ekki hlotið stuðning annarra flokka. Enn fremur virðist núverandi skipting landsins í kjördæmi æði fastgróin eins og sakir standa. Á hinn bóg- inn er úthlutun þingsæta eftir nú- verandi aðferð, sem kennd er við d’Hondt óréttlát, enda löngu af- lögð í öllum grannlöndum okkar. Hún stríðir gegn jöfnuði milli flokka, og það verður að teljast handabakavinna að viðhalda óréttlátri reglu við úthlutun þing- sæta í kjördæmum og ætla sér síð- an þeim mun meiri leiðréttingu á landsvísu eftir á. Vænlegasta aðferðin er sú að láta heildaratkvæðamagn flokk- anna í landinu ráða því alfarið, hvaða þingstyrk þeir hljóta og þannig sé t.d. tryggt að flokkur, sem fær 25% atkvæða fái jafn- framt 25% þingmanna. Jafnframt ætti að setja ákvæði um lág- marksfylgi til þess að flokkur fengi þingmenn kjörna, t.d. að það þyrfti 4% atkvæða hið minnsta svo að einhver tala sé nefnd. Hliðstæð ákvæði við þetta eru í flestum grannlöndum okkar, sem hafa hlutfallskosningar. Rökin eru augljós. Þau eru sett til þess að stuðla að stöðugleika og sporna gegn offjölgun smáflokka, sem gætu hlotið óeðlilega mikil áhrif miðað við kjörfylgi. Úthlutun þingsæta í kjördæmi ætti síðan að fara fram innan þessa ramma og til þess ætti að velja reglu, sem veitir sem mestan jöfnuð milli flokka, t.d. svonefnda Lagué-reglu. Þessi leið er fær án umtalsverðrar fjölgunar þing- manna eins og bent er á í ályktun flokksþings Álþýðuflokksins og reyndar hefur verið sýnt fram á, að með 63 þingmönnum má ná. flestum þeim markmiðum, sem bent hefur verið á að ná þyrfti og raunhæft virðist að gera ráð fyrir að ná megi í þessum áfanga. 2. Þessu er vandsvarað. Ekki vegna þess að Alþýðuflokkurinn hafi ekki hug á því og vilja til þess, heldur af því að undirbún- ingur málsins er í höndum sér- stakrar nefndar, svonefndrar stjórnarskrárnefndar, en formað- ur hennar, forsætisráðherra, hef- ur sífellt lofað niðurstöðum alveg á næstunni. Þær niðurstöður liggja enn ekki fyrir og nefndin er reyndar mörgum árum á eftir áætlun með verk sitt. Nú fer óðum að líða sá frestur sem ætla má að geri kleift að kynna slíkar hug- myndir og ræða í þjóðfélaginu með eðlilegum hætti fyrir kosn- ingar, nema tillögurnar reynist svo veigalitlar að einu gildi hvort afgreiddar verði eða ekki. 3. Nú er brýnast að halda atvinnu- lífinu gangandi fram yfir kosn- ingar þannig að óstjórn liðinna ára bitni ekki enn frekar en orðið er á fólkinu í landinu, t.d. í þeirri mynd að hér yrði atvinnuleysi og upplausnarástand. Að halda at- vinnulífinu gangandi og tryggja fulla atvinnu svo og réttlát niður- staða í jöfnun atkvæðisréttar er brýnast. 4. Önnur meirihlutastjórn, minni- hlutastjórn eða jafnvel utanþings- stjórn er betra en núverandi ástand. Á það benti ég strax í haust. Þráseta þessarar ríkis- stjórnar stuðlar að upplausn í efnahags- og þjóðmálum. Þeir sem slík verk vinna, bera þunga ábyrgð. Lengra er í raun- inni ekki hægt að komast í ábyrgðarleysi. 5. Það sem við verðum að fá, er róttæk, samhent og ábyrg stjórn, sem hefur einbeitni og þolgæði til þess að stöðva núverandi vitleysu, stokka upp ýmsa grundvallarþætti efnahagsmála og snúa sér af al- vöru að nauðsynlegum kerfis- breytingum í þjóðfélaginu. Hún verður að afnema þá samtrygg- ingu ábyrgðarleysis og fyrir- greiðslupots, sem gegnsýrir þjóð- félagið og gera einstaklinga, fyrir- tæki og samtök þeirra ábyrg eigin gerða. Við höfum ekki efni á því að nota ómælda starfskrafta í eilíft þjark um ekkert. Þessi nýja ríkisstjórn verður að reisa atvinnulífið úr rústum og byggja upp sterkt og arðbært at- vinnulíf, sem getur verið undir- staða kjarajöfnunar og kjarabóta. Hún verður að sýna aðhaldssemi og nýtni í eigin gerðum og vernda og bæta hag þeirra, sem höllum fæti standa, ekki bara í orði held- ur í verki. Hin nýja ríkisstjórn verður að marka upphaf nýs tíma. Stjórnarhættir liðins áratugar eru ónýtir og úreltir. Því verður hún að marka tímamót. Slíka ríkis- stjórn viljum við alþýðuflokks- menn fá og erum reiðubúnir til að beita okkur fyrir því. Þessa stefnubreytingu vildum við fá 1978. Það brást. Þá rufum við stjórnarsamstarfið. Núverandi ríkisstjórn hélt áfram úreltri stefnu og úreltum vinnubrögðum. Afleiðingarnar blasa við. Eftir næstu kosningar verður að takast að brjótast úr farvegi vanans. Nafngiftin á ríkisstjórninni skipt- ir ekki máli né heldur samstarfs- aðilar, heldur hitt, hvort þeir eru reiðubúnir til þess að takast á við verkefni með þeim hætti og með því hugarfari sem hér hefur verið lýst. Alþýðuflokkurinn er reiðubú- inn til þess að taka saman hönd- um við þá, sem þannig vilja standa að verki. 6. Ef stjórnarskrárnefnd skilar tillögum, sem kleift er að afgreiða á fáeinum vikum, geta kosningar farið fram í aprílmánuði og þingi ætti þá að slíta 3—5 vikum fyrr. Ef tillögur stjórnarskrárnefndar berast ekki á næstu vikum eða ekki reynist unnt að afgreiða þær á skömmum tíma, verður að leysa kosninga- og kjördæmismálið hið snarasta og efna til kosninga svo fljótt sem auðið er eftir að þing hefur komið saman nú í janúar. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Við erum komn- ir á yztu nöf í efiiahagsmálum l. Svarið við fyrri hluta spurn- ingarinnar er já. Við teljum, að það eigi að leiðrétta vægi á milli kjördæma og færa það í svipað horf og var eftir kjördæmabreyt- inguna 1959. Við höfum tekið virk- an þátt í allri umræðu um þetta mál, meðal annars á vegum for- manna flokkanna nú. Við erum tilbúnir að skoða allar leiðir. Þó eru nokkur grundvallarsjónarmið, sem ekki mega gleymast að okkar mati. Við teljum til dæmis óheilbrigt að meirihiuti á Alþingi verði eða gæti orðið frá tveimur kjördæmum. Við vildum gjarnan ná þessu með fjölgun kjördæma- kjörinna manna í Reykjavík og Reykjanesi, en okkur er ljóst að uppbótarsætum verður að halda engu að síður til að ná viðunandi jafnvægi á milli flokka. Að lokum vil ég árétta það, að við vildum gjarnan ná þessu með sem allra minnstri fjölgun þingmanna. 2. Við teljum ákaflega æskilegt, að önnur stjórnarskrárákvæði verði tekin til afgreiðslu fyrir þingrof og kosningar. Það er illt að taka einn þáttinn út úr eins og kosn- ingalög eða kjördæmamálið, því að við endurskoðun stjórnarskrár- innar koma fjölmörg önnur atriði til álita, sem varða rétt manna í þéttbýli og dreifbýli. Við teldum æskilegt að taka stjórnarskrár- málið fyrir í einu lagi. Ég óttast hins vegar, að miðað við þann kjördag sem til umræðu hefur ver- ið, til dæmis í apríl, þá sé svigrúm eða tími mjög naumur til að af- greiða víðtækar breytingar á stjórnarskránni. Þó kann að vera hægt að draga út einstök atriði, sem menn eru sammála um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.