Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 17
innu við Rússa var gerður á s.l. sumri. Það er engum vafa bundið að þeir samningar voru gerðir undir þrýst- ingi frá Sovétríkjunum ef ekki lítt dulbúnum hótunum. Sovétmenn höfðu lengi sótt á um þessa samningsgerð en íslensk stjórnvöld talið hana ástæðulausa og neitað þangað til utanríkisráðherra lét undan þrýstingnum á sl. sumri. Rússasamningurinn sýnir, hve vel við íslend- ingar verðum ávallt að vera á verði í þessum efnum. Eftir gerð Rússasamningsins tilkynnti Albert Guð- mundsson sem hafði heitið í upphafi að verja ríkis- stjórnina vantrausti að það fyrirheit væri ekki lengur í gildi og Eggert Haukdal sem hafði verið einn stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar lýsti því þá og yfir að hann væri ekki lengur stuðningsmaður ríkisstjórnar- innar, enda hefði hún engum árangri náð í baráttunni við verðbólguna. Þegar hér var komið sögu s.l. sumar var ljóst að ríkisstjórnin hafði ekki starfhæfan meirihluta á Al- þingi. Samt sem áður voru bráðabirgðalögin gefin út án alls samráðs við stjórnarandstöðuna. Samt sem áður voru kröfur þingflokks Sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar í haust hundsaðar. Samt sem áður hefur ríkisstjórnin síðan ekki sagt af sér, þótt alþingi sé óstarfhæft og aðgerðarlaust. Rétt er því að knýja á um það, að ríkisstjórnin segi af sér fyrir kosningar og til þeirra sé boðað hið fyrsta. Hitt skiptir minna máli hvort einhverri bráðabirgðastjórn er komið á laggirnar eða núverandi stjórn sitji sem starfsstjórn fram yfir kosningar. Nú hefur Pálmi Jónsson verið valinn frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri og Friðjón Þórðarson ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Sjálfsagt er því að þeir heyi kosningabaráttu á vegum Sjálfstæðisflokksins en ekki við hlið andstæðinga hans, sem vilja veg Sjálfstæðis- flokksins sem minnstan. Aðalatriðið er, að öllum sé ljóst að núverandi stjórn- arsamstarf hafi verið rofið, slíkt stjórnarmynstur komi ekki til eftir kosningar og kjörnir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, hverjir sem þeir verða, hafi allir sem einn aðeins hug á að veita þjóðinni sameiginlega forustu, sem hún þarfnast nú meir en nokkru sinni áður. - X - Áður en gengið er til kosninga verður Alþingi að fjalla um kjördæmamálið og kosningalögin. Tryggja þarf að Alþingi sé skipað í samræmi við vilja kjósenda og stjórnmálaflokkar hafi á Alþingi fulltrúa í réttu hlutfalli við fylgi meðal þjóðarinnar. Leiðrétta þarf misvægi atkvæða í strjálbýli og þéttbýli. Og skapa verð- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 21 ur skilyrði til þess að kjósendur í hverju kjördæmi geti gert sér vonir um að atkvæði þeirra hafi áhrif til þess að koma þeim frambjóðanda að sem þeir helst kjósa. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ræðst við allít- arlega að undanförnu um lausn þessa máls og ég legg áherslu á að víðtæk samstaða náist, svo að Alþingi geti fjallað um málið þegar það kemur saman í janúar og ljúki afgreiðslu þess áður en til kosninga er gengið. Eg er persónulega þeirrar skoðunar að hver maður eigi að hafa eitt atkvæði, hvar á landinu sem hann býr. En ég skil sjónarmið strjálbýlisbúa og málið verður heldur ekki leyst án gagnkvæms skilnings þéttbýlis- og strjálbýlisbúa. Undir engum kringumstæðum kemur til greina að skara eld að sundurþykkju þeirra á milli, þegar á öllu veltur að þjóðarsamstaða náist til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði okkar, sem nú er í alvarlegri hættu. En leiðrétting í kjördæmamálinu er einnig forsenda þess að við séum þess umkomin að leysa efnahagsvandann. - X - Á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins nú í byrjun desembermánaðar var samþykkt samhljóða ítarleg stjórnmálaályktun, „Ábyrgð í stað upplausnar". Þar er í 17 liðum rakin helstu stefnumið Sjálfstæðis- flokksins og ítreka ég þau hér og nú. Dag hvern eru fjármunir íslensks þjóðfélags fluttir á færiböndum frá fólkinu til ríkisbáknsins, vald þess auk- ið og sjálfstæði fólksins skert að sama skapi. Þetta er yfirlýst stefna vinstri manna hér sem annars staðar. Höfuðbaráttan í komandi kosningum stendur því um það, hvort auka skuli enn ríkisbáknið og skattbyrðina og gera einstaklinginn sífellt háðari valdhöfunum eða leysa einstaklinginn, heimilin og atvinnuvegina úr viðj- um kerfisins, svo að þeir fái notið sín í þágu þjóðar- heildarinnar. Leysa þarf hugvit og framtak manna úr læðingi, svo að þeir geti leyst vandamálin og borið ábyrgð á sjálfum sér. Reynslan sýnir að miðstýrt yfirvald eftir sósíalísk- um forskriftum er um hvorugt fært. - X - I upphafi þessa máls var minnst á kosningasigur sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum á liðnu ári. Nú er fengin sú reynsla í Reykjavík, að í stað upplausnar og sundrungar vinstri meirihlutans er kom- in markviss forusta og stefnufesta í málefnum Reykja- víkur. Á miklu veltur nú í komandi alþingiskosningum að landsmenn leysi sundurþykka og ráðlausa ríkisstjórn af hólmi og styrki Sjálfstæðisflokkinn til ábyrgðar og forustu í þjóðmálum, svo að við vandann verði ráðið. Megi nýja árið verða landsmönnum öllum gæfuríkt. Ný útfararkapella Fossvogskirkju Á SUNNUDAGINN kemur fer fram vígsla nýrrar kapellu Fossvogs- kirkju, sem er í norðurálmu kirkj- unnar. Verður þessa nýja kapella notuö er fram fara fámennari útfarir eða þær, sem fram fara i kyrrþey, en eru ekki opnar athafnir. Kapellan sem tekin var í notkun fyrr á þessu ári verður eftirleiðis notuð vegna kistulagningar. Verður hún eftirleið- is kölluð Bænahús Fossvogskirkju. Hin nýja Fossvogskapella tekur um 80 manns í sæti. Þar innan stokks er allt nýtt. Ber þá fyrst að nefna að altari kapellunnar, kertastjakar og blómavasar eru úr slípuðum grásteini. Hefur Stein- smiðja S. Helgasonar smíðað hvoru tveggja. Gluggarnir í kap- ellunni eru hannaðir af Leifi Breiðfjörð glerlistamanni. Arki- tekt kapellunnar er Ólafur Sig- urðsson arkitekt. Dómprófasturinn í Reykjavík, sr. Ólafur Skúlason, vígir Foss- vogskapellu á sunnudaginn kem- ur, 2. janúar, sem fyrr segir. Fer sú athöfn fram kl. 15. Leikur á írskar sekkjapíp- ur í Stúdentakjallaranum ÍRINN Ronnie Wathen spilar á sekkjapipur í Stúdentakjallaranum mánudaginn 3. jan. nk. kl. 20—24 og er aðgangur ókeypis. Ronnie, sem er kvæntur íslenzkri konu, og er hér á ferð með henni og tveimur börnum þeirra hefur verið á hljómleikaferð- alagi nær samfellt sl. 6 ár í Banda- ríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, ír- landi og víðar. írsku villeann-pípurnar, eða olnbogapípurnar, draga nafn sitt af því að í þær er blásið með fýsi- belg festum á olnboganum. Leikið er á þær innanhúss, sitjandi, en þær eru mjög ólíkar skosku pípun- um, enda er tónninn mjög þýður og hljóðlátur. írsku pípurnar njóta vaxandi vinsælda í tónlist- arlífi víða um heim. Leika á flautu og píanó HINN 3. janúar verða tónleikar í Nor- ræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Þar leika Martial Nardeau flautuleik- ari og Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari verk eftir J.S. Bach, Gabriel Fauré, Henri Dutilleux og Serge Prok- Wleff. Martial Nardeau (f. 1957) hóf flautunám 9 ára gamall hjá Ray- mond Pauchet við tónlistarskólann í heimaborg sinni, Boulogne í Norð- ur-Frakklandi, og útskrifaðist þaðan til framhaldsnáms við tónlistarskól- ann í Versölum þar sem Roger Bourdin var aðalkennari hans og þaðan brautskráðist hann sem ein- leikari árið 1976. Nú er að hrökkva eða stökkva DAIHATSU á veröi sem ekki býöst aftur Allt er þetta DAIHATSU CHARADE verð aöeins frá kr. 142.000 allt innifalið Gerið verðsamanburð Okkar verð er betra Vid árnutn vidskiptavinum okkar og lands- mönnum öllum gleðilegs nýárs. Daihatsu-umbodið Ármúla 23, símar 85870 — 81733. DAIHATSU CHARMANT Veröið aðeins frá kr. 175.200 Allt innifalið DAIHATSU TAFT 4X4 DELUXE Verð kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.