Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 13 iðnaði, og frumherjar Landssam- bandsins börðust fyrir að fá leyst. Hallgrímur Pétursson, sálma- skáld, vitnar í upphafi formála Passíusálma sinna til þessara orða Rómverjans Markúsar Varró: „Það verður dýrast, sem lengi hef- ur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt í hentugum tíma fram bor- ið“. Eftir þessu fór sálmaskáldið, og samdi ekki né birti Passíu- sálma sína fyrr en eftir mikla og langa íhugun. Árangurinn varð líka glæsilegur. Það er vonandi, að ákvarðanir islenskra stjórnvalda um málefni iðnaðarins beri góðan ávöxt, loksins þegar þær verða gerðar lýðnum ljósar. Eitt er víst, að íhugunartíminn er yfrinn orð- inn. Þær beinu aðgerðir, sem stjórn- völd hafa gripið til á undanförn- um árum til að reyna að skjóta tryggari stoðum undir atvinnu- vegina, hafa lítt tekið mið af hags- munum iðnaðar. Hefur þetta ár verið svipað að þessu leyti. Þá hef- ur gengisþróun undanfarin tvö ár verið inaðinum ákaflega óhag- stæð, og sú stefna, sem ríkis- stjórnin hefur fylgt í gengismál- um, hefur reynst iðnaðinum skeinuhætt. Hefur gengisþróunin skapað út- flutningsiðnaði mikla erfiðleika, eins og margoft hefur verið bent á. Hins vegar vill stundum gleymast, að breytingar á gengi ýmissa gjaldmiðla, einkum Evrópulanda, hefur gífurleg áhrif á þann hluta iðnaðarins, sem á í samkeppni við innflutning frá þessum löndum. Hækkun gjaldmiðla ýmissa Evr- ópulanda hefur að undanförnu verið til muna minni en kostnað- arhækkanir hérlendis. Afleið- ingarnar hafa ekki látið á sér standa, innfluttar vörur hafa flætt inn í landið og staðið neyt- endum til boða á nánast útsölu- verði. Þær greinar Landssam- bands iðnðarmanna, sem einkum hafa liðið fyrir þessa þróun, eru húsgagna- og innréttingaiðnaður, málmsmíði, einingahúsafram- leiðsla og brauð- og kökugerð. Hefur innflutningsaukningin í þessum greinum orðið gífurleg, og virðist lítið lát ætla að verða þar á. Þannig má ætla að aukning á innflutningi húsgagna og innrétt- inga hafi aukist úr 154 millj. króna árið 1981 í um 280 millj. króna í ár, og innflutningur ein- ingahúsa hefur aukist úr 9.3 millj. króna árið 1981 í um 33 millj. króna í ár. Þá get ég ekki stillt mig um að óska íslendingum til ham- ingju með þann árangur, að í ár skuli þeir hafa náð „milljónaköku- markinu", en innfluttar kökur á því herrans ári 1982 voru um 400 tonn að magni, sem svarar til þess, að vér íslendingar höfum sporðrennt yfir milljón erlendum kökum á árinu. Sú mynd, sem ég hef hér að ofan dregið af ástandi og horfum í iðn- aði er dökk. Ég þykist og vita, að svipaða sögu sé að segja úr fleiri atvinnuvegum landsmanna, enda hygg ég að síst sé ofmælt þótt ég segi, að atvinnulíf landsmanna standi á brauðfótum um þessar mundir. Á meðan drepa stjórn- málamenn tímann með því að karpa um hin svonefndu bráða- birgðalög, sem að mínu mati voru þó til nokkurs gagns, svo langt sem þau náðu. Öllum meiriháttar ákvörðunum varðandi málefni at- vinnuvega er hins vegar slegið á frest, allt er látið reka á reiðanum. Meðan þetta uggvænlega ástand varir, hefur stjórnmalaumræðan í landinu tekið á sig kynlega mynd. í stað þess að ræða vanda atvinnu- veganna, sem auðvitað er einnig vandi heimilanna, virðist öllu púðri eytt í stjórnarskrármál og fjölgun þingmanna. Hér finnst mér málum ekki skipað í rétta röð. Ef ekkert verður að gert, er hætt við, að í stað nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins íslands sitjum við uppi með stjórnarskrá þrotabús- ins Islands. Enginn ætti að ganga þess dul- inn, að aukinn hagvöxtur hér á landi verður að mestu að byggjast á iðnþróun. Því leyfi ég mér að vænta þess, að málefni iðnaðarins beri mjög á góma í þeirri stjórn- málaumræðu, sem fylgir kosn- ingabaráttunni, er í hönd fer. Að svo mæltu óska ég félögum í Landssambandi iðnaðarmanna — samtökum atvinnurekenda í lög- giltum iðngreinum, svo og lands- mönnum öllum, árs og friðar. Víglundur Þorsteinsson, form. Fél. ísl. iðnrekenda Árið 1982 verður að teljast ár áfalla í íslenskum þjóðarbúskap. Á árinu höfum við orðið fyrir svipuðum áföllum og á árunum 1974 og 1975, en þó ekki eins þung- um og á árunum 1967 og 1968. Eins og jafnan eftir slík áföll er einkum rætt um gengisbreytingu, en hún skilar engum varanlegum árangri vegna þess sjálfvirka vísi- tölukerfis, sem hér er við lýði. Gengisfelling, sem skrúfar'upp verðbólguna, kallar á nýja mjög fljótt. Gengisfelling, sem tekin er út úr vísitölunni, er hins vegar viðurkenning á verri stöðu og get- ur jafnhliða öðrum aðgerðum lagt grunn að viðreisn atvinnulífsins til frambúðar. Vandamálin undanfarið sýnist mér mega greina í tvennt: 1. Ytri áföll, sem lýsa sér í erfið- leikum á sölu nær allra afurða okkar á heimsmörkuðum, vegna þess efnahagssamdráttar sem heimurinn nú er í. Sá sam- dráttur hefur jafnframt leitt til þess, að íslenskur iðnaður hefur mætt harðnandi samkeppni innflutnings hér heima og misst markaðshlutdeild. 2. Innri vandamál, sem eiga rót sína í stjórnleysi hér á landi. Annars vegar alvarlegt stjórn- leysi í fiskveiðum. Hins vegar óstjórn í efnahagsmálum al- mennt, sem hefur ýtt undir eyðslu og sóun og leitt af sér hrikalegar erlendar lántökur og stóraukinn viðskiptahalla. í raun má segja, að í stjórn þjóðmála hafi verið tjaldað til einnar nætur í senn. Engin lang- tímamarkmið hafa legið þar til grundvallar. Ráðdeild og sparn- aður hafa verið bannorð. Mottóið hefur verið: Eyðum í dag — borg- um á morgun. En nú, við byrjun ársins 1983, stöndum við frammi fyrir þeirri ógn, að ekki er von til að þorskur- inn bjargi okkur eins og oft áður, — þvert á móti er veruleg hætta á að sjávarafli dragist enn frekar saman á næstu árum. Við íslendingar verðum nú að setja okkur víðtæk þjóðhagsleg markmið, byggð á núverandi ástandi fiskstofna, til að vinna að á næstu árum. Ég ætla ekki að reyna að setja þau fram á tæm- andi hátt, en þó hljóta þau í meg- inatriðum að verða: 1. Bætt stjórnun fiskveiða, sem miði að jöfnuði sóknar og afla- vonar. 2. Jafnvægi í viðskiptum við út- lönd á næstu tveimur til þrem- ur árum. 3. Fjölbreyttari atvinnustarfsemi: Annars vegar stórbætt sam- keppnisstaða iðnaðar og hins vegar raunhæf stóriðjuupp- bygging með virkri þátttöku er- lendra aðila. 4. Að vinna bug á óðaverðbólg- unni. Það verður að gæta þess við lausn efnahagserfiðleikanna nú, að aðgerðirnar stuðli að bættum starfsskilyrðum allra atvinnu- vega. Slæmt árferði í sjávarútvegi eykur mjög þýðingu iðnaðar í þjóðarbúskapnum. Þeim auknu kröfum rís iðnaðurinn undir, ef hann fær betri skilyrði að starfa við. í því sambandi er hollt að rifja upp efnahagsaðgerðirnar 1967 og 1968. í kjölfarið fylgdi mesta vaxt- arskeið í iðnaðarframleiðslu, sem orðið hefur. Það vaxtarskeið hófst strax árið 1968 og náði hámarki árin 1970—1974, en þá óx iðnaðar- framleiðsla að meðaltali um 8,5% á ári. En það er ekki nægjanlegt að gera ávallt kröfur á hendur ríkis- stjórna á hverjum tíma, því í raun er það jafnmikið á valdi okkar sjálfra að leggja grunn að góðum lífskjörum í landinu. Mig langar að nefna vopn, sem við eigum til að ráðast að þeim vanda sem nú blasir við. Það vopn er markviss ráðstöfun eigin fjár- muna. 1. Með því að ástunda hóflegan sparnað í stað óhóflegrar eyðslu. 2. Að beina kaupum okkar í stór- auknum mæli að innlendri framleiðslu. Með slíkum aðgerðum vinnum við margt í senn. Við leggjum fram drjúgan skerf til að draga úr viðskiptahalla og hröðum mjög uppbyggingu iðnað- ar í landinu. Og síðast en ekki síst, þá stuðlum við að fullri atvinnu á Islandi. Með samstiga átaki til að stöðva óráðsíu undangenginna ára, get- um við, þrátt fyrir erfiðleikana, gert komandi ár viðunandi fyrir okkur öll og borið gæfu til að af- stýra því atvinnuleysi sem nú blasir við. lendingu á Stapa vorið 1936, en þá munaði mjóu eins og oft áður að menn kæmust heilir í höfn. Myndræn er lýsing Valdimars: „Það sást ekkert nema heiður himinn og brekkan allt í kring ... “ . Þegar Matthías spyr Valdi- mar að lokum hvort hann hafi ekki orðið hræddur í volkinu, er svarið svo eftirminnilegt að ég get ekki stillt mig um að birta það: „Nei, ég var ekkert hræddur. Mér hefur alltaf fundizt tignarlegt að deyja í sjó! Ég stóð með fötuna í hendinni og velti því fyrir mér hvort hafa mætti af henni nokkurt gagn úr því sem komið var. Ég ætlaði samt að halda í hana hvað sem tautaði". Hversdagsleikinn verður Matt- híasi að yrkisefni í samtali við Magnús Hafliðason á Hrauni í fyrstan bindi. í þessum samtals- þætti eru margar aukapersónur, en allar verða þær mikilvægar þegar upp er staðið. Flugvél ferst á stríðsárunum. Skip týnist í hafi. Hlóðlátar samræður veita okkur innsýn í mannleg örlög. Einhverra hluta vegna minnti þessi þáttur mig á Hemingway og einnig Per Olof Sundman. Kannski var það hin yfirþyrmandi návist dauðans í miðju hversdagslegu spjalli sem fékk mig til að minnast þessara tveggja höfunda. Matthías hefur síst af öllu notfært sér frásagn- armáta þeirra, en fólkið, umhverf- ið laðað fram álíka stemmningu og oft er hjá þeim. Það er ekki bara Hlín Johnson í samtalinu: Allt nóg, þegar hann var annars vegar, sem fræðir okkur um Einar Benekdiktsson. í fjögurra binda Samtölum er gíf- urlega mikið efni saman komið um Einar Benediktsson. Ýmsir viðmælendur Matthíasar mæra Einar. Maður gæti stundum hald- ið að íslendingar hefðu ekki átt annað skáld. Erlendir menn sem Matthías talar við eru auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir, Jorge Luis Borges, Thor Heyerdahl, Thorkild Björnvig, Yehudi Menuhin og Pet- er Unstinov. Burtséð frá þeim skoðunum sem fram koma í sam- tali við Peter Ustinov er það merkilegt hvernig Matthías lætur Ustinov túlka eigið mat á gagn- rýnendum eins og þeir komu Matthíasi fyrir sjónir árið 1969. Vonandi hafa viðhorf þessara tveggja höfunda breyst eitthvað síðan þá, en heiti samtalsins er í beiskara lagi: Það eru forréttindi flóarinnar að ferðast á baki hundsins. Eins og maður sem skrifar sam- töl í blað er gagnrýnandinn líka rithöfundur, skáld þegar best læt- ur. Það mætti skrifa langt mál um samtöl Matthíasar við þessa er- lendu menn, einkum Jorge Luis Borges; ég efast um að til sé ítar- legra viðtal við hann en það sem birtist í Samtölum. Eins og fleira í Samtölum er þetta efni sem hlýt- ur lengi að vera í minnum haft og verður áreiðanlega oft vitnað til. Ég myndi sérstaklega ráðleggja öllum þeim sem fást við að skrifa, ekki síst ungum skáldum, að brjóta þetta samtal til mergjar. Hver veit nema þeir áttuðu sig þá á íslenskri sérstöðu sinni? Það þarf stundum útlendinga til að stað- festa það sem menn hafa verið að láta sér detta í hug. Borges segir m.a.: „Þegar ég les óbundið mál, sem mér finnst leiðinlegt, muldra ég það. En svo kemur allt í einu fín eða nothæf setning, t.a.m. eftir Robert Louis Stevensen eða Kipl- ing, og þá verð ég að fara með hana upphátt. Þá breytist hún í ljóð. Ég held munurinn á ljóði og óbundnu máli liggi síður í því sem rithöfundurinn skrifar en hinu, sem lesandinn les. Þegar einhver les óbundið mál, á hann von á því að fá einhverjar upplýsingar, en þegar hann les ljóð, veit hann, að það hefur áhrif á tilfinningar hans. Hann les því ljóðið með öðr- um hætti en óbundið mál. En það merkir ekki, að það sé skrifað með öðrum hætti". Meðal þeirra samtala Matthías- ar Johannessens sem fyrst vöktu verulega athygli á honum var samtal hans við Stein Steinarr sem birtist í Morgunblaðinu 18. apríl 1957. Þetta var Miðnætur- samtalið fræga, en þau áttu eftir að verða fleiri og eru geymd í öðr- um bókum en Samtölum. En í öðru bindi er samtal við móður Steins, Etelríði Pálsdóttur. Þetta samtal er meðal hinna mörgu góðu heim- ilda um skáld og skáldskap sem finna má í Samtölum. Eitt af því sem Etelríður hefur að segja um sinn „vanmetna" son, er þetta: „Mér hefði aldrei dottið í hug, að hann ætti eftir að láta í ljós í bundnu máli jafnmikinn sársauka vegna lífs síns og tilveru eins og síðar hefur komið í ljós“. Ekki má gleyma samtölum Matthíasar við ýmsa listamenn. Ég nefni ísleif Konráðsson, Jón Kaldal, Jón Leifs, Nínu Tryggva- dóttur, Svavar Guðnason og Þor- vald Skúlason. Ég held að það sé ákaflega vafasamt að setja „blaðamanninn" Matthías Johannessen í sérstakan bás og skáldið með sama nafni í annan. Það hefur verið ljóst frá upphafi að skáldið ræður ferðinni í þeim mörgu samtalsþáttum sem Matthías hefur skrifað. Ónefndar eru bækur sem sanna þetta kannski enn betur en Samtöl I—IV: bækur þar sem fjallað er um Þórberg Þórðarson, Tómas Guðmundsson, Pál Isólfsson, Ásmund Sveinsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Halldór Laxness, Sverri Haralds- son og Braga Ásgeirsson. ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 14. jan. City of Hartlepool 24. jan. Mare Garant 7. feb. NEW YORK Mare Garant 13. jan. City of Hartlepool 25. jan. Mare Garant 4. feb. HALIFAX City of Hartlepool 3. jan. Stuölafoss 24. jan. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Álafoss 10. jan. Eyrarfoss 17. jan. Alafoss 24. jan. Eyrarfoss 31. jan. ANTWERPEN Alafoss 11. jan. Eyrarfoss 18. jan. Alafoss 25. jan. Eyrarfoss 1. feb. ROTTERDAM Alafoss 12. jan. Eyrarfoss 19. jan. Alafoss 26. jan. Eyrarfoss 2. feb. HAMBORG Alafoss 13. jan. Eyrarfoss 20. jan. Alafoss 27. jan. Eyrarfoss 3. feb. WESTON POINT Helgey 11. jan. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Vessel Mánafoss 7. jan. Vessel Dettifoss 14. jan KRISTIANSAND Dettifoss 8. jan. Dettifoss 17. jan. MOSS Dettifoss 4. jan. Vessel Manafoss 7. jan. Vessel Dettifoss 14. jan. HORSENS Mánafoss 11. jan. Manafoss 26. jan. GAUTABORG Dettifoss 5. jan. Mánafoss 12. jan. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 6 jan. Mánafoss 13. jan. HELSINGBORG Dettifoss 7. jan. Mánafoss 14 jan. HELSINKI Grundarfoss 10. jan. Vessel 26. jan. GDYNIA Grundarfoss 12. jan. Vessel 28. jan. THORSHAVN Mánafoss 20. jan. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka (rá REYKJAVÍK alla mánudaga (rá ISAFIROI alla þriötudaga (rá AKUREYRI alla (immtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.