Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 15 Engir afganskir flóttamenn til — segir forsætisráðherra Kabúlstjórnarinnar Nýju Delhí, 10. mars. AP. ALI KESHTMAND, forsætisráðherra leppstjórnar þeirrar, sem Sovétrík- in hafa komið á fót í Afganistan, neitaði í dag með öllu að viðurkenna, að til væru afganskir flóttamenn erlendis. Þá ásakaði hann Pakistan um að reka æfingabúðir fyrir skæruliða í landamærahéruðum ríkjanna. Gerðist þetta á fréttamannafundi, sem haldinn var í tengslum við ráðstefnu óháðu ríkjanna, sem nú er haldin i Nýju Delhí á Indlandi. Keshtmand lýsti öllum flótta- mönnum frá Afganistan, sem fengið hafa hæli í Pakistan og íran, sem „bófum og málalið- um“. Samkvæmt könnun, sem fram hefur farið á vegum Sam- einuðu þjóðanna, eru flóttamenn frá Afganistan taldir vera um 5 millj. í þessum tveimur löndum og því stærsti flóttamannahópur heims. Þá sagði Keshtmand enn- fremur, að stjórn sín myndi aldrei fallast á, að flóttamenn fengju fulltrúa í viðræðum um pólitíska lausn á vandamálum Afganistans, ef þær ættu eftir að eiga sér stað í framtiðinni. Fra ráðstefnu óháðu ríkjanna í Nýju Delhí. Þeir Mohammed Zia Ul- Haq, forseti Pakistans, og Fidel Castro, forseti Kúbu, sjást hér saraan á leið frá ráðstefnusal í dag. Páfi kominn heim eftir vel heppnaða ferð um Mið-Ameríku JÓHANNES Páll pán II. sneri í dag aftur heim til Ítalíu frá Haiti eftir átta daga strembna för sína til Mið-Ameríku og Karabíska hafsins. Fréttir í stuttu máli ... Fimm hæða hús hrundi til grunna Kairó, 10. mars. AP. FIMM hæða hús hrundi til grunna í Kairó snemma í raorgun og létust a.m.k. 9 manns. Þetta er í annað sinn á einni viku, sem háhýsi hrynur til grunna í Kairó. Tíu hæða hús hrundi í höfuð- borginni á sunnudag og létust þá rúmlega 20 manns. Atburðurinn á sunnudag var tilefni til umræðna í egypsku ríkisstjórninni í gær, en grun- ur leikur á, að óvönduð vinnu- brögð við byggingu húsanna sé skýringin á óhöppunum. Hefur sérstök nefnd verið sett á lagg- irnar og henni gert að rann- saka orsakir slysanna. Elon tilnefndur forseti ísrael Tel Aviv, 10. mars. AP. RÍKISSTJÓRN Menachem Beg- ins tilnefndi í dag hæstaréttar- dómarann Menachem Elon, sem arftaka Yitzhak Navions, í emb- ætti forseta. Að sögn talsmanns stjórnarinnar voru allir aðilar samsteypustjórnarinnar sam- mála um tilnefningu Elons. Það kemur í hlut þingsins, að kjósa nýjan forseta í leynilegri atkvæðagreiðslu 22. mars, en embætti hans er áhrifalítið og nánast aðeins nafnbótin ein. Ríkisstjórn Begins nýtur meirihluta á þingi, hefur 64 þingmenn gegn 56 þingmönn- um stjórnarandstöðunnar. Morð en ekki sjálfsmorð Nke, Krakklandi, 10. mara. AP. YFIRVÖLD í Nice hafa í kjölfar ítarlegrar rannsóknar komist að því, að franskur njósnari, sem álitinn var hafa svipt sig lífi, hafi verið myrtur. Dauða njósnarans bar að fyrir rúmum þremur vikum, en hann vann við utanríkisþjón- ustu Frakka. Við líkið fannst skammbyssa, sem talið var að hann hefði notað til að svipta sig lífi. Við rannsókn og krufningu á líkinu kom hins vegar í ljós, að hann hafði verið skotinn af nokkru færi. Er nú verið að rannsaka hvort persónulegar ástæður, eða ástæður er tengj- ast kunna starfinu, liggi að baki dauða hans. Lýsti hann því yfir við heim- komuna, að förin hefði verið afar áhugaverð og að hann hefði mik- inn áhuga á að heimsækja þessi lönd á nýjan leik. Þá sendi páfi landstjóranum á Puerto Rico skeyti, þar sem hann sagðist hafa áhuga á að sækja eyjarskeggja heim við fyrstu hentugleika. Mikið fjölmenni, fréttamenn og „Ég er næstum miður mín af hræðslu. Mér hrýs hugur við auðn- inni og einmanaleikanum en ég er viss um, að ég er eins vel búinn og hugsast getur," sagði ofurhuginn breski, David Hempleman-Adams, 26 ára gamall, þegar hann lagði einn af stað út í óvissuna. Þá var frostið 30 gráður á celcius. Farangurinn, sem David hefur með sér í förina, 54 kg og tveir JOSHUA Nkomo, annar helsti leiðtogi blökkumanna í Zimbabwe, hefur flúið land og leitað hælis í nágrannaríkinu Botswana. í rúmt ár hafa þeir verið svarnir óvinir, Nkomo og Robert Mug- abe, forsætisráðherra, og síðustu þrjá dagana fyrir flóttann fór Nkomo huldu höfði til að lenda ekki f klónum á her- mönnum Mugabes. í tilkynningu ríkisstjórnarinnar i Botswana sagði, að Nkomo, sem er hálfsjötugur að aldri, hafi komið til landsins sl. þriðjudag og eftir vest- rænum sendiráðsstarfsmanni er haft, að hann hafi komið á Land Rover-jeppa til landsins og tekist að sneiða hjá öllu eftirliti. Ýmsir hallast að því, að Nkomo muni setjast að í Zambfu þar sem hann og skæruliðar hans höfðu bækistöðvar sínar meðan stóð á borgarastyrjöldinni í Zimbabwe. Mugabe og hans menn bjuggu hins vegar um sig í Mosambique og störf- uðu skæruliðaherirnir sjálfstætt og hvor í sínum hluta landsins. Mugabe rak Nkomo úr ríkisstjórn- forvitnir áhorfendur, tóku á móti páfa við heimkomuna. Ennfremur voru pólskir kirkjuleiðtogar á flugvellinum, þar á meðal Glemp erkibiskup og Macharski kardín- áli, arftaki páfa í Kraká. Páfi hyggur á ferð til Póllands í sumar. Ferð páfa var um flest mjög vel Heppnuð. Hann fékk geysilega góðar móttökur hvar sem hann þriðju af líkamsþyngd hans, er svo þungur, að hann varð að fá aðstoð við að koma honum á bak sér. Þar kennir ýmissa grasa. Sérstakur hlífðarfatnaður, tjald, matur og mikið af fullkomnum búnaði til fjarskipta og staðarákvörðunar. Til að auðvelda David ferðina munu svo flugvélar varpa niður til hans mat með reglulegu millibili. inni í febrúar í fyrra, sakaði hann um samsæri gegn stjórninni, og í síðustu viku var hann í raun settur í stofufangelsi á heimili sínu í Bul- awayo. ______ _______ Rússar hóta Hollendingum SOVÉTMENN hafa hótað Hollending- um aö svipta þá aröbærum viðskiptum fái þeir ekki að opna ræðismannsskrif- stofu í Rotterdam og stofna fyrirtæki þar í borg með sovéskum fram- kvæmdastjórum. Beletski, hinn nýi sendiherra So- vétríkjanna í Hollandi, greindi frá þessu fyrir skömmu og minnti á um- fang þeirra viðskipta, sem nú er hót- að að hætta. Sovésk flutningaskip koma með allt að 20 milljón tonn af varningi til hafnar í Rotterdam ár hvert, einkum kornvöru. Sagði Bel- etski að Sovétmenn myndu flytja viðskipti sín til Antwerpen eða Hamborgar ef Hollendingar sam- þykktu ekki kröfur þeirra. fór, sér í lagi í Nicaragua. Þá hef- ur Vatikanið hvatt fólk til þess að fjölmenna við messu páfa á Pét- urstorginu á sunnudag til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við ný- afstaðna ferð hans. Páfi mun hvílast á næstu dög- um, enda sagður örþreyttur eftir ferðina. Hann hyggur þó á enn frekari ferðalög er líða tekur á ár- ið og hefur Austurríki verið nefnt í því tilliti. Veður víða um heim Akureyri *r12 heiöakírt Amsterdam 13 heiðskírt Aþena 22 heiöakfrt Barcelona 12 súld Berlín 9 skýjað Brilasel 10 skýjaö Chicago 0 snjókoma Dublin 11 skýjaö Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 18 skýjað Færeyjar 0 skýjað Genf 16 heiðskírt Helsinki +3 skýjað Hong Kong 17 rigning Jerúsalem 12 heiðskfrt Jóhannesarborg 23 skýjað Kaupmannahöfn 9 heiðskírt Kairó 20 heiöskfrt Las Palmas 21 skýjað Lissabon 18 skýjað London 12 skýjað Los Angeles 29 skýjað Madrid 21 heiðskfrt Mallorca 19 léttskýjað Malaga 23 alskýjað Mexicoborgd 27 heiðskírt Miami 29 heiðskirt Moskva 4« heiðskfrt Nýja Delhi 30 skýjað New York 8 rigning Osló 10 skýjað París 16 heiðskirt Peking 13 skýjað Perth 34 skýjaö Reykjavfk +7 léttskýjað Rio de Janeiro 38 heiðakfrt Rómaborg 18 heiðskfrt San Francisco 17 rigning Stokkhólmur 4 snjókoma Tel Aviv 18 heiðskfrt Tókýó 10 rigning Vancouver 12 skýjað Vinarborg 16 haiðskírt Einn síns liðs á Norðurpólinn BRETI nokkur, sem er staðráðinn í að verða fyrstur manna til að komast einn á Norðurpólinn, lagði í dag upp í ferðina frá norðvesturfylkjum Kanada og á hann 722 km langa göngu fyrir höndum. Sest Nkomo að í Zambíu? Gaborone, Botswana, 10. mars AP. AMERIKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 16. mars Clty of Hartlepool 25. mars Bakkafoss 5. apríl Clty of Hartlepool 15. apríl NEWYORK Mare Garant 15. mars City of Hartlepool 24. mars Bakkafoss 4. april City of Hartlepool 14. apríl HALIFAX Hofsjökull 25. mars City of Hartlepool 19. apríl BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Eyrarfoss 14. mars Alafoss 21. mars Eyrarfoss 28. mars Álafoss 4. apríl ANTWERPEN Eyrarfoss 15. mars Alafoss 22. mars Eyrarfoss 29. mars Alafoss 5. apríl ROTTERDAM Eyrarfoss 16. mars Alafoss 23. mars Eyrarfoss 30. mars Alafoss 6. apríl HAMBORG Eyrarfoss 17. mars Álafoss 24. mars Eyrarfoss 31. mars Álafoss 7. apríl WESTON POINT Helgey 15. mars Helgey 29. mars NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 18. mars. Mánafoss 25. mars KRISTIANSAND Mánafoss 14. mars Dettifoss 21. mars MOSS Dettifoss 18. mars Mánafoss 25. mars HORSENS Dettifoss 23. mars Dettifoss 30. mars GAUTABORG Mánafoss 16. mars Dettifoss 23. mars KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 17. mars Dettifoss 24. mars HELSINGBORG Mánafoss 18. mars Dettifoss 25. mars HELSINKI Hove 24. mars RIGA Hove 26. mars GDYNIA Hove 28. mars THORSHAVN Dettifoss 19. mars VIKULEGAR 5TRANDSIGLINGAR -framogtil baka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alladimmtudaga EIMSKIP f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.