Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 23 /■ Matthías Bjarnason er rétt að öðru leyti. Það er kom- inn tími til fyrir þennan þing- mann að sýna dáð, hvað þetta varðar. Ég vil líka minna þennan þingmann á framlag úr rikissjóði til Byggðasjóðs á árunum 1972—1982, og það framlag, sem er áætlað á árinu 1983, á verðlagi ársins 1982, og nú skulu menn taka eftir: Framlagið var 1972—1974 48—49 millj. kr„ en 1975 fór það upp í 113,5 millj., 1976 upp í liðlega 116,2 og 1977 í tæpar 130 millj. og 1978 í 108,5 millj. Hvað skeði svo eftir það? Eftir það fer það 1979 niður í 90 millj., 1980 niður f 62,3 millj., 1981 niður í 58,6 millj., 1982 niður í 52,5 millj. og 1983 verð- ur það tæplega 44,2 millj. Um leið og Sjálfstæðisflokkur var farinn úr rikisstjórn, þar sem staðið var við framlög til Byggðasjóðs samkv. lögum, þá var farið að klípa af og hefur verið haldið áfram siðan. Hefur nokkur heyrt stunu eða hósta frá ólafi Þ. Þórð- arsyni við þennan niðurskurð all- an? Nei, hann hefur látið sér þetta allt í léttu rúmi liggja og sam Matthías Bjamason, alþingismaður: þykkt það allt saman! Hann hefur staðið að fjárlagaafgreiðslu. Hann hefur staðið að því að lækka fram- lög til fólksins úti á landi, sem hann hefur svona mikla umhyggju fyrir núna. Nei, það sem vantar, er að velja sér betri þingmenn úti á landi heldur en þetta. Þetta er lé- leg frammistaða. Og ef ég væri í sporum þessa þingmanna, þá mundi ég skríða undir borðið og ekki láta sjá mig fyrr en fundi væri slitið, og reyna þá að komast heim óséður. Svo koma svona menn fram með munninn fullan og gleypa vind hér, hvað eftir ann- að, yfir því að verið sé að ráðast á byggðarlögin með þessu frum- varpi. Þess er ekki gætt einu sinni, að meira að segja formaður Fram- sóknarflokksins er stórskemmdur í ummælum. Það er stundum á því tæpt, sagði Matthías, að strjálbýli þurfi að standa saman gegn þéttbýli og öfugt. Ég hefi 20 ára þingreynslu. Þegar ég hefi þurft að berjast fyrir framgangi mála, sem snert hafa Vestfjarðakjördæmi, þá hef- ur það sjaldnar verið, að strjálbýl- ið hafi náð saman. Þá hafa strjálbýliskjördæmin oftar togast á. Það er mun oftar sem ég hefi leyst erfið mál í góðu samstarfi við þingmenn þéttbýlis. Ég get talað um það tæpitungu- laust að til þess að koma baráttu- málum fram þarf að vinna stuðn- ing annarra við þau, njóta þess að aðrir sýni sanngirni, en það kostar að sýna sanngirni á móti. Gagn- kvæmur skilningur er forsenda þess að ná fram málum. Þetta frumvarp um kjördæmamál er sáttafrumvarp, þar sem tekið er tillit til beggja, auk þeirra búsetu- breytinga sem hér hafa orðið síð- an 1959. Þeir, sem hæst tala á móti, ættu að tíunda afrek gín í þágu strjálbýlis. Strjálbýlisfólkið nýtur neikvæðrar gagnrýni í engu. Og hvar eru vinningar þeir sem Ólafur Þ. Þórðarson og hans líkar hafa unnið strjálbýlinu? meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Strjálbýlishagsmunir og stjórnarskrármál — Efnisþræðir úr þingræðu, sem m.a. kemur inn á vegamál og byggðasjóð þingmann talsmann þess, að flat- armál kjördæma en ekki íbúa- fjöldi einvörðungu ráði þingmannatölu þeirra. Reykjavík eigi samkvæmt þeirri reglu að hafa 4 þingmenn, Reykjanes 2, en Austurland 11, svo dæmi sé tekið úr málflutningi hans. Halda menn að hægt sér að verja hlut strjál- býlisins með slíkum málflutningi? Eða að hann stuðli að sáttum milli strjalbýlis og þéttbýlis? I hagsmunavörzlu strjálbýlis er það ekki þingmannafjöldinn einn sem gildir. Þar skiptu mestu máli að þingmenn séu starfi sínu vaxn- ir. Haldi þann veg á málum, t.d. í samstarfi við aðra þingmenn, að þeir komi hagsmunamálum fram. Ég bendi sem dæmi á vegamál, sem skipta strjálbýli miklu. Sfðan 1978 hefur framlag ríkisins sjálfs, beint framlag til vegamála á verð- lagi ársins 1982 lækkað úr 69,7 millj. kr. í 9,6 millj. kr. á sl. iri. M.ö.o., lækkun á beinu framlagi til vegamálanna einna nemur 167 millj. kr. rúmlega á þessum árum frá 1978—1982. Þetta höfum við verið að benda á, þingmenn Vest- firðinga sem þingmenn annarra strjálbýliskjördæma, en 5. þing- maður Vestfirðinga hefur látið sér þetta allt í léttu rúmi liggja. Hann hefur verið grútmáttlaus. Það þýðir ekki að opna munninn bara einstaka sinnum, út af kjördæma- máli eða stjórnlagabreytingu, en þegja og gleypa allt sem að honum Matthías Bjarnason (S) vakti at- hygli á því í umræðu um kjördæm- ismál á Alþingi að Ólafur Þ. Þórð- arson (F) hefði veizt harðlega að formanni Framsóknarflokksins, ein- um af fjórum flutningsmönnum fnimvarpsins, og sakað hann og aðra, er að frumvarpinu standa, um að svíkjast aftan að landsbyggðinni og að vilja leggja hana niður, hvorki meira né minna. Sjá nú ekki allir f gegn um þá tvöfeldni, sem hér er viðhöfð? Matthías sagði þennan sama Eignarréttur aö auðlindum hafsbotnsins: ítarleg athugun hæfustu sérfræöinga Hagsmunir utan 200 mflna á Reykjaneshrygg, Jan Mayen-svæðinu og Rockall-hásléttunni ALISHERJARNEFND Sameinaðs þings hefur lagt fram sameiginlegt álit varðandi frumvarp um eignarrétt íslcnska ríkisins að auðlindum hafs- botnsins, svohljóðandi (framsögu- maður nefndarinnar var Eyjólfur Konráð Jónsson): „Nefndin hefur rætt málið ítar- lega og komist að raun um að hér sé um að ræða svo þýðingarmikið og vandmeðfarið mál, að ógjörlegt sé að afgreiða það efnislega án frekari athugunar. Ljóst er að í nánustu framtíð eru hafsbotns- réttindi Islands á Reykjanes- hrygg, neðansjávarhásléttunni sem kennd er við Rokkinn, og á Jan Mayen-svæðinu fyrst og fremst tengd yfirborði hafsbotns- ins. Samkvæmt 77. gr. hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna eigum við réttindi til þeirra líf- vera, sem á þessum hafsvæðum finnast og botnlægar eru. Yfirborð hafsbotnsins er einnig ótvíræð eign strandríkisins. Nefndin telur þess vegna að allri lagasetningu um hafsbotn þann, sem er utan 200 mílna efnahagslögsögunnar, en tilheyrir íslandi samkvæmt 76. gr., sbr. 83. gr. hafréttarsáttmálans, eigi að haga þannig, að einkaréttur okkar sé sem best tryggður og allar veið- ar útlendinga við botninn bannað- ar. Hins vegar sé rétt að örva ís- lenska fiskimenn til að hagnýta þessi íslensku mið og bægja út- lendingum af þeim í samræmi við alþjóðalög. Með hliðsjón af framansögðu telur nefndin að þau málefni, sem varða yfirborð landgrunnsins utan 200 mílnanna á Reykjaneshrygg, Jan Mayen-svæðinu og Rockall- hásléttu falli undir sjávarútvegs- ráðuneytið, en leggur áherslu á að skynsamleg skipan þessara mála verði fundin sem skjótast og málið lagt fyrir næsta þing. Því leggur hún til að þvf verði nú vísað til ríkisstjórnarinnar til skjótrar en ft- arlegrar athugunar hæfustu sér- fræðinga, þar scm framangreind sjónarmið sitji í fyrirrúmi.“ Alþingi, 9. mars 1983. Eiður Guðnason, Ey. Kon. Jónsson, Jón Helgason, Stefán GuAmundsson, Salome Þorkelsdóttir, Stefán Jónsson, Egill Jónsson. r af °*lLl jSKKar rr‘lK'írn s S‘ t\U^ P»'s’ sKn°t f\eira vörurK\ó'ar» Y* roara* T' fraKKar^ ^ ^ar^ pan Opiö a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.