Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 eftir Björn Bjarnason Við vordm staddir hjá þinghúsinu í Washington. Við höfðum setið fundi með ráðgjafa Gary Hart, öldunga- deildarþingmanns, sem nú ráðgerir forsetaframboð fyrir demókrata, og sérfróðum mönnum um gagnkafbátahernað í rannsóknastofnun þingsins. Næst áttum við að fara í skrifstofur Center for Defense Informa tion og hitta þar að máli starfsmenn og for- stjóra. Við hlökkuðum til að koma í stofnunina, þar sem hún hafði öðlast sess í umræðum um íslensk öryggismál vegna deilunnar um það hvort kjarnorkuvopn væru á íslandi eða ekki sem var óleyst á þessari stundu, í júní 1980. Tíminn var naumur og við vissum ekki hvar skrifstofur Center for Defense Information (CDI) var að finna, en gerðum okkur þó Ijóst að það væri þarna í þinghúshverfinu. Við ákváðum að taka leigubfl. En þegar við vorum komnir inn í hann varð okkur Ijóst, að við vorum ekki með heimilisfang stofnunarinnar. Við tókum það til bragðs að útskýra fyrir bflstjóranum hvert væri erindi okkar og næst ættum við að fara í þessa nafngreindu stofnun sem væri þarna í hverfinu, en við vissum ekki nákvæmlega hvar, hún lyti stjórn Gene La Rocque, fyrrum aðmíráls í bandaríska flotanum. „Oh, yes,“ sagði hinn gamalreyndi bflstjóri, „You mean Admiral Jingle-Bells. I know where he is.“ Þessi orð mætti þýða: „Nú, þið eigið við aðmírál Lausa- skrúfu. Ég veit hvar hann er til húsa.“ Okkur þótti frekar miður, að bflstjórinn notaði svo óvirðuleg orð um næsta viðmælanda okkar, en vorum þó stoltir yfir því að við værum að fara á fund hjá alkunnum manni. Gene La Rocque hafði tengst umræðum á íslandi sem hófust um veturinn 1979 til 1980 og voru enn ein lotan í deilum um það, hvort á íslandi væru kjarnorkuvopn. Stofnun aömíráls- ins fyrrverandi hafði í febrúar 1975 gefið út kort í riti sínu, þar sem ísland var auðkennt eins og þau lönd þar sem stofnunin taldi að finna mætti kjarnorkuvopn. Um langt árabil hafa herstöðvaandstæðingar á íslandi vakið máls á því, að hér séu kjarn- þWÐVIUINN KMtudagur 14. 4wfwbrr l»7» —»74. IM. 44. árg. Staðsettar á Keflavíkurflugvelli: Fljúgandi stjórnstödvar fyrir kjarnorkustyrjöld A KrfUvlkurflu*vrllt eru ftatertUr tv»r herþotur fyrir utan Bandarikin. þar tem illkar njúgandi af gerðtnni E-3A. lem gegna hlutverki .tjórn.ioOva ftJdrntloOvar eru ataOfeUar Er þar enn ein fUO- I kjarnorkuatrMM. Uland er eina landiO I heimlnurn. festingin á áráfarhlntverki henldOvarlnnar. I (r«ll I »»"«»• UfrbMinu NrkM>rk«nur fr.m .»h.rþo<ur ■f f*r«um> f III f»H bor>« k]arn*Bprrnf Jur *6* ■«> flufM.yll mrfi k).rn..pr*nf]um IJO polur .1 þrn.r f*r« munu *»r. ii.RBMI.r I BrrlUndi »f per hni» nof><*f' Hufþol III ■» f.r» tr.Mr lanfl Inn I Sov.irlkin D.f rn. N jrhrl»r Mglr .0 I k]»rnorku»trlbi %» þ*uum rtlum •Ij0rn*» fr. fi)«f.odi tl)Orn.l»»vum .rm »ru I þMum .f f*r»mni E 1A Tver vllk.r .l)*r».l«»..r *ru .USMtl.r . Krfl.vfkurflufvtUi t>)ðAvil)inn h.fbi I þ*..u liWfni 1*1 .f Pm, Hi.hop Mm *r bl.«*full F-lll afgreiddar? - EruUilyr*, f>nr h*ndi « K*f1»vfkurf)ufv*lli u| u .ffr*i«* r-llt ifvtl.r' - ftaklum i*fundum flufv.l. p)ðou.tu ^hnaa. JJOwai h.nd fyrir .hdfnin* o| ’lk).nn. of «1 •f þ»r hof.h.r viAfcr þ*» *r rifinl.f* .111 . H.f.P III nufv.lar.il vi«dvðlhi ,.A«*m. .11 vitknmu. þu vml, n - Ofckur «M)*».«pob uu ijoF 111 riu.in.r i BrMlbadi - t| f*l rfcfci tv.r.» þvl, *f h*f *fck*rt umUnd þ»tt* rru rtuf vdlnr rhifhrrttn. þ*r rru *kki Irn.d.r okkur ÞO vrrftur *« hrmf). Ill Enfland. *A* mhv.ft .nnat hv.r »*m þer »ru «i*»<rii.r f.« «rt thki •v.r*« .von. .purninfum r.f vrii rkkrrt um þdl* Flytur kjarnasprengjur • þr« *l pvl .« nhh Innheimlukaflann vuntar i nýju skanalönin! Fellur skattheimtan niöur um áramótin? mni . iln««um «)oli1um Vidreisn er daud Vegna samstarfs Atþýðubandalags og Framsók narflok k s ItofchT 4 'ufck* Alþy Oul lofch ur of Sj.lf drdd rn Alþy«ub*nd.l.« o« m.rf. Þ.r mr» hrlf» vift rnsn.r «• )Oi ,l,s,uh. 1.4.4 **"> l .4,4*. n, , l,',..". U.(' Geirs- klíkan hafnaði Matthíasi i*t hMinT«r»þrv■ Forsíða Þjóðviljans 14. desember 1979. Þann dag, tveimur dögum eftir að utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagslandanna höfðu ákveðið að endur- nýja kjarnorkueldflaugar Bandaríkjanna í V-Evrópu, komst Þjóðviljinn á snoðir um það, að AWACS-vélarnar, sem komu hingað til lands í september 1978, væru „fljúgandi stjórnstöðvar fyrir kjarnorkustyrjöld“. Og Ólafur R. Grímsson tók að lýsa stöðinni í Keflavík sem „kjarnorkuvopnastöð“. orkuvopn. Síðan sumarið 1980 hafa þeir þó haft hægt um sig í þessu efni, enda voru dylgjur þeirra um þetta efni þá teknar fastari tökum en oft áður. Hér í þessari grein verða hinar sögu- legu deilur frá því fyrir þremur árum rifjaðar upp og auk þess birtar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður. Eftir viðtalið við Gene La Rocque í Washing- ton í júní 1980 var ég sannfærður um það, að honum væri í raun nákvæmlega sama hvort á íslandi væru kjarnorkuvopn eða ekki, hins veg- ar þætti honum ekki miður að vera dálítið í sviðsljósinu vegna málsins. Hann gæti til dæmis notað athyglina til að koma því á framfæri sem virtist bjargfiist sannfæring hans, að ekki væri neitt að marka það sem bandarísk stjórnvöld hefðu um kjarnorkuvopn að segja og þau hik- uðu ekki við að fara á bak við vinveittar þjóðir, ef því væri að skipta. Taldi hann þá stefnu stjórnvalda í Washington að játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna á hinum eða þess- um staðnum innan og utan Bandaríkjanna út í hött. Undir það sjónarmið aðmírálsins fyrrver- andi má taka, en hitt er jafn fráleitt að þar meö sé sköpuð forsenda fyrir því að réttlætanlegt sé að telja meira en líklegt að kjarnorkuvopn séu á íslandi eins og Gene La Rocque gerði síðast þegar af honum fréttist og skoðun hans á þessu atriði. í þeirri grein sem hér birtist, verða höfuð- þættir deilunnar sumarið 1980 kynntir. Niður- stöðum lýst og afstöðu einstakra manna, en þó sérstaklega Olafs R. Grímssonar, formanns þingflokks Alþýðubandalagsins, sem í forystu- grein Morgunblaðsins var kallaður blaðafulltrúi Gene La Rocque og stofnunar hans á Islandi. Nauðsynlegt er að huga að þessu máli í víðara samhengi, því að það tengist meðal annars í gegnum Gene La Rocque umræðunum um að Vesturlönd eigi að halda að sér höndum í kjarn- orkuvopnavígbúnaði sem tók nýjan kipp meðal annars að tilstuðlan Sovétríkjanna eftir að utan- ríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu á fundi 12. desember 1979 að endurnýja meðal- langdrægan kjarnorkuvopnabúnað í Vestur- Evrópu til að svara SS-20 eldflaugum Sovétríkj- anna. AWACS-vélar og NATO-ákvörðun 12. desember 1979 tóku utanrík- isráðherrar Atlantshafsbanda- lagsins hina margræddu ákvörðun að endurnýja kjarnorkuherstyrk bandalagsins í Vestur-Evrópu með því að koma þar fyrir meðal- langdrægum kjarnorkueldflaug- um frá Bandaríkjunum. Skyldu fyrstu eldflaugarnar koma til sög- unnar í árslok 1983, hefði þá ekki tekist að fá Sovétmenn með samn- ingum til að fjarlægja þær SS-20 kjarnorkueldflaugar sem þeir hafa sett niður og miðað er á skotmörk í Vestur-Evrópu. Sov- étmenn snerust harkalega gegn þessari ákvörðun NATO og deil- urnar um hana standa enn, enda hefur samkomulag ekki tekist í af- vopnunarviðræðum um eldflaug- arnar. Friðarhreyfingarnar í Evr- ópu hafa beint spjótum sínum gegn því að bandarísku eldflaug- arnar komi til Evrópu. Hinn 14. desember birtist síða frá Samtökum herstöðvaandstæð- inga í Þjóðviljanum. Þar ritaði Jón Ásgeir Sigurðsson, blaðamað- ur á Vikunni, grein undir yfir- skriftinni: „Island dregið inn í kjarnorkustríð!" Þar var AWACS-vélunum á Keflavíkur- flugvelli lýst sem „fljúgandi stjórnstöð fyrir kjarnorkustríð" og málið tengt ákvörðun utanrík- isráðherrafundar NATO 12. des- ember. Var gefið til kynna að AWACS-vélarnar hér á landi ættu að stjórna kjarnorkuárás orrustu- þotna í Bretlandi gegn Austur- Evrópu! Grein sinni lauk Jón Ás- geir Sigurðsson með þessum orð- um: „ísland hefur verið fléttað inn í kjarnorkustríðsnetið, án þess að við höfum verið spurð. Enn höfum við verið svikin — opinber afstaða okkar til kjarnorkuvopna hundsuð og líf okkar allra lögð að veði. Fram til dáða herstöðvaandstæð- ingar. Herinn burt og ísland úr NATO.“ Og ekki nóg með það, á forsíðu Þjóðviljans þennan dag stóð í stríðsfyrirsögn: „Staðsettar á Keflavíkurflugvelli: Fljúgandi stjórnstöðvar fyrir kjarnorku- styrjöld." Daginn eftir, hinn 15. desember, birti Þjóðviljinn forsíðuviðtal við Ólaf R. Grímsson, alþingismann Alþýðubandalagsins, undir fyrir- sögninni: „Lykilstöð í kjarnorku- vopnakerfi USA.“ Var viðtalið tekið í tilefni af frétt blaðsins um AWACS-vélarnar. ólafur sagði meðal annars um varnarstöðina í Keflavík: „Hér er því greinilega um kjarnorkuvopnastöð að ræða, þó enn hafi ekki fengist nein skýr svör um það frá bandarískum yfir- völdum, hvort hér hafi verið eða séu hreyfanlegar kjarnorku- sprengjur, en eins og kunnugt er, hafa bandarísk stjórnvöld ætíð neitað að gefa skýr svör við slíkum spurningum." Forystugrein Þjóðviljans hinn 15. desember 1979 hét: „Herstöðin ísland heilinn í kjarnorkuvopna- stríði." Þar sagði meðal annars: „íslendingar hafa verið leyndir því að þeir eru þegar orðnir flæktir í kjarnorkuvopnaáætlanir NATO og Bandaríkjamanna. Hér hefur Hallgrímur Thorsteinsson, frétta- maður hljóðvarps. verið komið fyrir heilanum sem stjórna á gjöreyðingarátökum á norðurhveli. Það skýrir þær full- yrðingar hermálasérfræðinga, að ísland muni verða forgangsskot- mark á fyrstu mínútum kjarn- orkuvopnaátaka." Gengid með grímur Milli klukkan 8 og 9 að morgni fimmtudagsins 8. maí 1980 gengu nokkrir menn með grímur í hringi fyrir framan aðsetur utanríkis- ráðuneytisins í Iögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þeir voru að mótmæla kjarnorkuvopn- við rannsóknina sem hann gerði fyrir útvarpið. um á íslandi í tilefni af því, að hinn 10. maí voru 40 ár liðin síðan breskt hernámslið gekk á land í Reykjavík. Frá athöfnum hinna grímuklæddu manna var skýrt í fréttatíma hljóðvarpsins klukkan átta þennan sama morgun. Sára^ fáir söfnuðust þó saman þeim til stuðnings, en strætisvagnafarþeg- ar um miðstöðina á Hlemmi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Samkvæmt frásögn Þjóðviljans kröfðust herstöðvaandstæðingar þess með þessum mótmælum „að kjarnorkuvopn og hergögn þeim tilheyrandi yrðu á brott úr land- inu“. Og ennfremur stóð í Þjóðvilj- anum í tilefni af mótmælunum 8. maí: „Við mótmælum því, að hér- lendis skuli geymd kjarnorkuvopn og ítrekum enn einu sinni þá kröfu, að bandarískur her verði á brott." Ólafur R. Grímsson var orðinn formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins í maí 1980. Hann hafði í desember kallað varnar- stöðina í Keflavík „kjarnorku- vopnastöð" og hinn 17. maí 1980 sagði hann í þingræðu: „... það eru yfirgnæfandi tæknilegar líkur til þess að herstöðin á Keflavík sé að verulegu leyti tengd kjarnorku- vopnakerfi Bandaríkjanna, jafn- vel svo að þar séu einhvern tíma um sinn eða jafnvel að staðaldri vopn sem væri hægt að nota til kjarnorkuárása ... Ég tel að það hafi fáar breytingar skapað jafn- mikla árásarhættu fyrir ísland á síðari árum og staðsetning AWACS-flugvélanna hér. Það er alveg ljóst, að það er enginn þátt- ur sem hugsanlega kann að ógna eins mikið því sem Sovétmenn kalla sitt öryggi eða sem Sovét- menn, ef til árásar kæmi, hefðu hvað mestan áhuga á að eyði- leggja... Ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að það séu yfirgnæfandi líkur til þess, að herstöðin í Keflavík sé lykilþáttur í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkj- anna...“ Fréttastofa hljóð- varps stundar rann- sóknablaðamennsku Sendiráði Bandaríkjanna barst hinn 22. maí 1980 skeyti frá Good-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.