Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Egílsstaðir I Tónskólanum Kgilsstöðum, 18. mare. ÞAÐ HEFUR verið mikil gróska í starfí Tónskóla Fljótsdalshéraðs hin síðari ár og ber nemendaaukningin þess gleggst vitni. Á 10 árum hefur nemendatalan hartnær fjórfaldast. Skólinn tók til starfa haustið 1971 með 30 nemendum og einum kennara, en í dag er nemendahóp- urinn kominn á annað hundrað, tveir fastir kennarar starfa við skólann auk skólastjóra og nokk- urra stundakennara. Allt frá stofnun hefur Tónskól- inn verið til húsa í Egilsstaða- skóla, en í vetur hefur jafnframt verið kennt í Egilsstaðakirkju. Þar fer einkum fram kennsla á strokhljóðfæri, sem tekin var upp í haust. Þá kennslu annast bresk- ur tónlistarmaður, David Knowl- es. Nemendur Tónskóla Fljótsdals- héraðs eru flestir frá Egilsstöðum, en einnig úr Fellahreppi og öðrum nágrannasveitarfélögum Egils- staða. Nemendur eru frá 7 ára aldri og allt til þrítugs, en flestir þeirra eru á grunnskólaaldri. Skólinn heldur nemendatón- leika tvisvar á ári, fyrir jól og á sumardaginn fyrsta. Þá hefur skólinn hin síðari ár gengist fyrir tónleikahaldi með aðfengnu lista- fólki, svonefndum febrúartónleik- um. Á síðustu febrúartónleikum skólans komu fram Sigrún V. Gestsdóttir, sópransöngkona, Ein- ar Jóhannesson, klarinettleikari, og David Knowles. Tónleikar Tónskólans hafa ávallt verið fjöl- sóttir. Magnús Magnússon frá Ólafs- firði hefur verið skólastjóri Tón- skóla Fljótsdalshéraðs frá upphafi og fyrstu árin eini starfsmaður skólans, en árið 1976 var Árni ís- leifsson ráðinn kennari að skólan- um. — Ólafíir Nemendur á strokhljóðfæri ásamt kennara sínum, David Knowles. Morgunbla&ið/ólafur. Ásgerður Edda Jónsdóttir nemur gít- arleik hjá Árna ísleifssyni. Magnús Magnússon og Árni ísleifsson bera saman bækur sínar og ráðgast um kennsluna. Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir nemur píanóleik hjá Árna ísleifssyni. Enn ein perlan Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Joan Armatrading The Key A&M AMXL 64912 Blökkukonan Joan Armatrad- ing fæddist 9. des. 1950 í Vest- ur-Indíum. Hún var ein af fimm systkinum og flutti með fjöl- skyldu sinni til Birmingham árið 1958. Snemma á sjöunda ára- tugnum flutti hún til London og átti þá í ástarsambandi við Pam nokkurn Nestor. Þau gáfu út plötu saman á merkinu Cube en árangurinn varð lítill. Árið 1975 sagði Armatrading skilið við Cube og skrifaði undir samning við A&M. Þar með var stjarna hennar lögð af stað upp á við. En það var ekki fyrr en með útkomu „Me, Myself, 1“ sem hún fór að skína. Platan var meiri háttar „hit“ og var undirritaður einn af mörgum sem féllu fyrir Joan Armatrading. „Me, Myself, 1“ er ein af þeim plötum sem eru strax grípandi og ekki er hægt að fá leið á. Þess vegna olli næsta plata, „Walk under Ladder", mér töluverðum vonbrigðum. Hún er öllu rólegri en „Me, Myself, 1“ og í hana virt- ist vanta allan kraft. En málið var að hún þurfti tíma og þol- inmæði, og þegar fram liðu stundir var hún ekki svo slæm. En þrátt fyrir mína reynslu af henni seldist hún í rúmum þrem- ur milljónum eintaka, sem verð- ur að teljast býsna gott. Fyrir stuttu sendi stúlkan síð- an frá sér sína níundu plötu og ber hún heitið „The Key“. Nafnið mun vera komið til af lykli sem hún ber ætíð um hálsinn og er einskonar lukkugripur. En það er nú önnur saga. 1 auglýsingu um plötuna segir að með „The Key“ færi Armatrading sig aftur að rokkinu. Þetta eru orð að sönnu því platan er mun rokk- aðri en sú síðasta. Og það sem betra er, Joan tekst þrælvel upp. Á hlið a eru fimm lög og eru fjögur þeirra góðir rokkarar. Siðasta lagið hinsvegar rólegt og á það vel við. Millikaflar lagsins „(I love it when you/ Call me names“ eru spilaðir af allri hljómsveitinni en annars kemur undirleikurinn aðeins frá bassa og trommum. Gott lag og ekki er verra að sóló lagsins er spilað af hinum frábæra gítarleikara Adrian Belew (t.d. Talkin’ Heads). „Foolish Pride" telst til rólegri enda rokksins. í því eru tveir blásarar til aðstoðar og gefa þeir laginu skemmtilegan blæ. Þriðja lagið og jafnframt besta lag plötunnar er „Drop the Pilot“. Vel fluttur góður rokkari og rödd Armatrading nýtur sín frábærlega. Fjórði og síðasti rokkarinn á þessari hlið er titil- lag plötunnar „The Key“. Dæmi- gert gott Armatrading-lag og Adrian Belew fer á kostum í sólóinu. Það sama má segja um síðasta lagið á hliðinni. Rólegt og gott lag en býður ekki upp á neitt nýtt. Á heildina litið er fyrri hliðin heilsteypt og góð. Hið sama get ég ekki sagt um seinni hliðina. Fyrstu tvö lögin eru jú góð og sá sem lemur húðir í því fyrsta er enginn annar en löggan Stewart Copeland. „Game of Love“ er allt í lagi en ekki eins gott og byrjun- in lofar. „The Dealer" er lélegt og það eina sem gleður er gítar- leikur Adrian Belew. Hún er þar að reyna fyrir sér á sama sviði og sumar „underground“-hljóm- sveitir Englands eru á og það á greinilega ekki við hana. Sömu- leiðis er „Bad Habits“ leiðinlegt og ekki get ég komið því fyrir mig á hvað það minnir. Platan endar síðan á rólegu lagi með því klassíska nafni „I Love My Baby“. Lagið býður ekki upp á neitt spennandi og spurningin er hvort ekki hefði mátt sleppa því. Þrátt fyrir að hér hafi verið farið frekar óblíðum höndum um seinni hliðina, þá er enginn vafi á því að þetta er með betri plöt- um sem Joan Armatrading hefur sent frá sér. Hún býður upp á frábæran söng, oftast góð lög og mjög góðan gítar, hvort heldur sem það er sóló eða „rythmi". Bassinn skín vel í gegnum öll lögin og setur það sinn svip á plötuna. Þannig að: Það ætti hver mað- ur að geta sagt sér það sjálfur að þar sem Joan Armatrading og Adrian Belew eru í aðalhlutverki og aukahlutverki, þar eru gæðin tryggð. Tónlistin: Hljómgæði: **★ FM/AM Er tölvuvæðingin orðin aðkallandi? Rafrás réttir þér hjálparhönd RAFRÁS aðstoðar við val á þeim búnaði sem best hentar í hverju tilfelli. RAFRÁSsérum uppsetningu og gerir tillögur um besta nýtingu búnaðarins. RAFRÁS annast reglulegt eftirlit með öllum búnaði frá fyrirtækinu.Líttu við hjá okkurí FELLSMÚLA 24 eða hringdu í síma 82055/82980 og kynntu þér hvaða aðstoð við getum veitt við tölvuvæðinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.