Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 71 hann á spaðadrottninguna, en horfa fram hjá henni ef hann á ekki drottninguna. Var þetta plan- ið?“ „Þú ert skýr.“ Nú var mér hætt að a'tast á blikuna. Var þetta kunningi minn sem svona hagaði sér! „Þetta er gjörsamlega siðlaust," stundi ég upp. „Hvernig geturðu ..." „Siðlaust ef til vill, en löglegt," greip hann fram í fyrir mér. „Og umfram allt, óendanlega snjallt." Þegar ég lét mér fátt um finnast varð kunningi minn skyndilega snöggpirraður: „Hvernig er þetta maður, hefurðu ekkert fegurð- arskyn! Sérðu ekki glæsibraginn! Hvernig heldurðu að ómerkilegur dóni hefði hagað sér í svipaðri stöðu. Hann hefði notað hið út- jaskaða kókakóla-bragð: tekið á trompásinn, farið inn á iaufgosa, spilað út spaðaníunni og síðan troðið sér í pípu í rólegheitum. Og fylgst með mótspilurunum á með- an. Æ, þú þekkir áframhaldið, sá sem verður fyrri til að panta sér kók á að öllum likindum drottn- inguna. Þessi skyndiiegi þorsti er misheppnuð tilraun til að sýna áhugaleysi og breiða yfir stressið. Sjáifur er ég lítt hrifinn af þessu bragði. Það er svo brútalt." Jæja, honum er þá ekki alls varnað, hugsaði ég með mér og hætti við að fara strax heim. Og nú var ég ákveðinn í að láta ljós mitt skína. Og hélt þessa ræðu: „í stöðu eins og þessari fylgi ég ósköp einfaidlega líkindafræðinni, það er að segja, tek ás og kóng í trompinu. Sjáðu til, það er um það bil 2% betra að taka ÁK en svína seinna. Leyfðu mér að útskýra. Segjum að ég taki ásinn, fari inn á borðið og spili níunni. Austur set- ur smátt. Nú er einn spaði úti og annað hvort á austur hann eða vestur. Austur á 10 spil eftir, en vestur 11. Og það eru meiri líkur á að spaðadrottningin sé eitt af 11 spilum en eitt af 10. Þess vegna legg ég niður kónginn. Þannig spila menn með vit i kollinum og heiðarlegt hjarta." Ég hafði lokið máli mínu. Kunn- ingi minn sagði ekki orð, en eftir svipnum að dæma hafði prika- staða mín síður en svo batnað. En hann var þó svo taktískur að lát- ast ekki hafa tekið eftir þessu frumhlaupi mínu og tók upp þráð- inn þar sem hann hætti síðast. Þær merkilegu með sig „Ég var að segja að mér þætti kókakóla-bragðið of brútalt. Mér er meinilla við allt brútalítet. En þó get ég ekki neitað því að það er til eitt virkilega brútalt bragð sem ég er svolítið veikur fyrir. Eg hef aldrei notað það — og Æsir forði mér frá því að gera það nokkurn tíma. Það er nefnilega ekki aðeins siðlaust heldur líka ólöglegt. En eigi að síður er það eina bragðið sem bítur á þær merkilegu með sig. Það verður að taka þær með áhlaupi, koma þeim í opna skjöldu. Ég skal segja þér merkilega sögu í þessu sambandi. Alveg sanna. Sviðið er frekar subbulegur spilaklúbbur, í ónefndri borg, í ónefndu landi. Og — eins og í öll- um almennilegum sögum — fjórir menn við grænt borð og nokkrar uglur. Þetta er seint um nótt og menn voru orðnir þreyttir og hálf pirraðir. En bitin var há og því var ekki hægt að hætta á sóma- samlegum tíma. Þeir sem voru í tapi vildu vinna það upp, og þeir sem voru í gróða vildu fylgja stuð- inu eftir og græða meira. En hvað um það. Þarna var einn spilari sem bar höfuð og herðar yfir borðfélaga sína hvað getu snertir, en aldrei þessu vant elti óstuðið hann á röndum og hann var í bullandi tapi. Þá kom þetta spil upp: Norður ♦ G6 ♦ K876 ♦ ÁK106 ♦ K82 Vestur Austur ♦ 107 ♦ D9854 ♦ D5432 ¥ - ♦ 853 ♦ G974 ♦ G109 ♦ 6543 Suður ♦ ÁK32 ¥ ÁG109 ♦ D2 ♦ ÁD7 Vinurinn sat í suður og var nú heldur en ekki feginn að taka einu sinni upp álitlega spilafúlgu. Og sagnir gengu: Norður Suftur — 2 grönd 3 lauf 3 hjörtu 4 grönd 5 spaðar 7 hjörtu Pawi Tvö grönd sýndu 20—22 punkta og 3 lauf spurðu um háliti. Síðan keyrði norður í allann. Vestur spilaði út laufgosa og norður byrj- ar að leggja upp. Fyrst leggur hann upp spaðann, síðan hjartað og tígullinn er að koma á borðið þegar vinur okkar í suður rís skyndilega upp á afturfæturna og eys yfir félaga sína svívirðingum: „Hvað á það að þýða að vaða í sjö með þennan tromplit bölvaður ull- arhausinn þinn,“ og fleira í þess- um anda. Nú mönnum varð nátt- úrulega bilt við þessa roku, enda var þetta dagfarsprúður maður sem yfirleitt hélt stillingu sinni hvað sem á gekk. En storminn lægði þó jafn skyndilega og hann skall á og vin- urinn var sestur aftur og kominn í þunga þanka yfir spilinu. Og eftir drjúga stund spilaði hann hjarta- gosanum og hleypti honum. Og það verð ég að segja eins og er, hafi 5—0 legan verið honum áfall, þá tókst honum vel að leyna því. Hann svínaði einu sinni í viðbót, en sneri sér síðan að hliðarlitun- um, tók laufin, þrjá efstu í tígli og ÁK í spaða. Þá var þessi staða mætt: Norður ♦ - ¥ K8 ♦ 6 ♦ - Vestur Austur ♦ - ♦ D ¥ D54 ¥ — ♦ - ♦ G ♦ - Suður ♦ 3 ¥ Á9 ♦ - ♦ - ♦ 6 Spaðaþristurinn var trompaður með áttunni, tígull trompaður með ásnum og spaðakóngurinn stóð fyrir sínu. Og fimmlitur vest- urs í trompi fór fyrir lítið.“ Sögunni var lokið og kunningi minn horfði á mig þögull. En spurði mig loks álits á spila- mennskunni. „Laglega spilað,“ sagði ég, „og það var stuð að byrja ekki á því að leggja niður trompásinn, því þá er vonlaust að vinna spilið." „Stuð!! Kæri vinur, þú ert eng- um líkur. Sennilega hefðirðu ekki einu sinni ímyndunarafl til að svíkja undan skatti." Risavaxin ljósritunar- vél kynnt um helgina *r i i i 1 1 Júlíus Ólafsson, framkvæmdastjóri Nóa hf., og Mo Akhlakhi, sem fyrir byltinguna í íran var háttsettur starfsmaður XEROX þar í landi. Þeir standa þarna framan við XEROX 9500, en til hægri á myndinni er smærri vél, við hólpnir og létum slag standa beint í fangið á hópnum, með þeim segllöppum sem uppi voru. Og ekki hafði báturinn fyrr snert sandinn en fjöldi manna óð út í brimið, raðaði sér á hann og dreif rekaldið með öllu sem í því var langt upp frá sjó. Slíkar voru mót- tökurnar, var þó hánótt en albjört. Þeir, sem þarna voru fyrir, höfðu vissulega séð það svartara. Man ég að einn úr „móttökunefndinni" sagði: — Þetta er ekki mikið brim, en talsverður áhlaðandi og þið ókunnugir. Við sáum til ykkar og vissum að ólendandi var utar við Nesið. — Sá sem fyrir þessum að- gerðum stóð, minnir mig að héti Finnbogi Lárusson kenndur við Búðir. Þökk sé honum og liðs- mönnum hans, hvar sem þeir nú eru lífs eða liðnir. Fyrir utan annað ágæti þessar- ar bókar, er hún prýdd fjölda mynda af hinu gervilegasta fólki. Þótt vel sé sagt frá, er sjón jafnan sögu ríkari. Það þykist ég vita, að enn eigi Karvel eftir að birta les- endum sínum drjúgan hluta sögu sinnar. Og því vildi ég að hann gleymdi ekki að láta síðasta bind- inu fylgja rækilega nafnaskrá. Margir munu fletta þessari bók þegar tímar líða. „Þessi ljósritunarvél er tvímæla- laust sú stærsta og afkastamesta sem framleidd hefur verið. Hún er mjög hraðvirk, 120 Ijósrit á mínútu og skilar offset-gæðum. Þá er vélin búin tölvuborði sem er tengt hverj- um einstökum hluta hennar, þann- ig að fari eitthvað úrskeiðis segir Ijósaborð til um hvað er að.“ Þannig lýsir Júlíus ólafsson, framkvæmdastjóri Nón hf., risa- vaxinni ljósritunarvél frá fyrir- tækinu XEROX, en Nón hf. hefur umboð fyrir þetta fyrirtæki hér á landi og stóð fyrir kynningu á skrifstofuvélum fyrirtækisins á Hótel Loftleiðum um helgina. Þar á meðal á XEROX 9500, en svo heitir ljósritunarvélin ofan- nefnda. Um fyrirtækið XEROX sagði Júlíus: „XEROX er nú og hefur um langt árabil verið eitt af stærstu fyrirtækjum heims. Fyrirtækið hefur alla tíð sérhæft sig i ljós- ritunarvélum og er án nokkurs vafa þekktasta fyrirtæki hems á þvi sviði. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum er meira en önnur hver ljósritunarvél sem keypt er frá XEROX. Það er XEROX sem fann upp þurrdufts- ljósritunina og hafi lengi vel einkarétt á henni. XEROX-vélar hafa nú staðið íslendingum til boða hérlendis síðan í desember 1981, og það er boðið upp á sama viðhalds og endursölukerfi og erlendis." Júlíus var spurður að því hvers vegna XEROX hefði verið svo lengi að komast inn á íslenskan markað. „Þrátt fyrir að XEROX hafi verið heimsþekkt merki í yfir 30 ár og þrátt fyrir mikinn áhuga margra aðila hérlendis, eru kröf- ur XEROX til umboðshafa sinna það miklar að menn hafa hingað til ekki treyst sér til þess að fara með umboðið. Þjálfunartími við- gerðarmanna er um það bil 3—4 vikur fyrir hverja einstaka véla- tegund. Og nýjar vélategundir XEROX 2370. afgreiðir XEROX ekki til land- sins fyrr en þjálfun viðgerðar- manna er lokið og pöntun á vara- hlutum fyrirliggjandi." Júlíus sagðist álíta að það væri markaður hérlendis fyrir 2-4 ljósritunarvélar af gerðinni XEROX 9500, sérstaklega gætu prentsmiðjur og ríkið haft góð not af þeim. XEROX 9500 kostar um 1,5 milljónir án aðflutn- ingsgjalda, en gæti farið upp í 3,5 milljónir með öllum gjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.