Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Hvert skal nú halda? VALLI VÍÐFÖRLI því að styðja við bakið á honum. Friðjón varð alltént efstur í prófkjörinu, en á meðan menn veltu vöngum naut Valli matar- búrs Breiðafjarðar, en þar er að sögn kunnugra veizlumatur fyrir rostunga, gnægð kræsilegra skel- fiska. Rostungar éta sem nemur 6% af eigin þyngd á dag, uppáhaldsfæðan er skel- fiskur en einnig éta þeir ýmis önn- ur botndýr, stundum fisk. Fundist hafa selskinnstætlur og spik í maga karlrostunga, en talið er að það sé vegna hræáts. Rostungar eru mjög friðsamir að eðlisfari, en þó eru dæmi þess að þeir hafi lagt seli, jafnvel ísbirni, að velli, en að- eins í sjálfsvörn, eða til varnar af- kvæmum sínum. Þeir dýfa sér eft- ir hverri máltíð, mest á 10—50 metra dýpi, en talið hámark að hann komist niður á 80 metra dýpi. Matmálsferðir geta varað í allt að 10 mínútur og tekur hann sér þá um þriggja mínútna hvíld á milli, til að safna súrefni og kröft- um. Rostungarnir nýta vígtennurn- ar lítið til mataröflunar, eins og sumir telja. Aðferð þeirra við mataröflunina á sjávarbotni er líkt við aðferðir svína, þeir séu fremur á beit, og noti til þess granirnar, en við mokstur. Víg- tennur þeirra sýna enda engin merki þess að þær séu notaðar sem hrífur eða til moksturs. Hver svo sem raunveruleg ástæða endurkomu Valla var, gerðust afdrifaríkir hlutir í hvalveiðimálum okkar á meðan hann dvaldi í Rifshöfn. Harðorð mótmæli og jafnvel hót- anir um að hætt yrði kaupum á íslenzkum sjávarafurðum á aðal- markaði okkar i Bandaríkjunum dundu yfir. Ríkisstjórnin ákveður samt sem áður 28. janúar að mót- mæla banninu, en Alþingi tók þá málið í sínar hendur með eftir- minnilegum hætti og felldi með eins atkvæðis munn í Sameinuðu þingi þann 2. febrúar sl. ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valli hvarf skömmu síðar úr Rifshöfn og for- sætisráðherra fór í opinbera heimsókn til Kaupmannahafnar. Raddir heyrðust þess efnis að Valli hefði fylgt forsætisráðherra eftir til Kaupmannahafnar. Aðrir töldu að hann biði átekta eftir ákvörðun Gunnars um að fara í framboð og myndi þá birtast í Faxaflóa Gunnari til stuðnings um líkt leyti og sú ákvörðun lægi fyrir. Víst er, að ef erindi Valla var eingöngu að styðja frændur sína, hvalina, þá telur hann því lokið, að minnsta kosti í bili, því forsætisráðherra greiddi atkvæði á Alþingi með því að mótmæla hvalveiðibanninu og hið sama gerði Friðjón Þórðarson. Þá er og ein skýringin ótalin, en hún er sú að Valli sé einfaldlega á leiðinni suður á bóginn á ný. Hann hafi verið á leið til sólarstranda, þegar honum var skyndilega kippt á land og hann fluttur hreppa- flutningi til Grænlands. Þurfti hann því að synda alla þessa leið til baka án þess að geta vænst að- stoðar grænfriðunga, né annarra áhrifamanna í henni veröld, sem hlýtur að vera nokkuð skrýtin í augum Valla viðförla eftir allt það sem hefur á daga hans drifið. \ V/VV / 'vv / /. 'erðalagi Valla viðíBrla tokið: Selur tók á móti honum ^ctrönd Grænlands Ih f ^ II W9 / lok„„ þ,..u .msutó. <«k*l fJM ~W _J / ... gjnu i ttt til islanda. t J -------------L-------—r 11111»""-' • - viu . vörnin fynr rw<« vnr V*\Ii einmitt s* , neú* W tMvurt H»nn sagöi síðan . m ið Valli ÞetU er unnsettiö •*«£*. er ekki hægt aö tre en hann heíur ekk lu, Eiaaraaon fwki- tij aö komast aö þ akipmjóri á Hamn^u^^|UjMMj léi hvorki mynd»v«I*r ríISÍTS aómsjelum skelima1 ioríunleiknmi í * ii.nn nakk aér miiii —• - — ,u||..imr r“ 1* ..- ' . ^.iwiiiiWe-^^^ * — ■ ,r,rlMlt írié»i»l*, *■ *r Þ"rh^j w,n. <*ns» °S *n*"" - - ,r unguf •* kntm Si veriðValU víöförli ■t aldur, stærð o^ins tennur, seg — KgiSS WL..r á einn sundfuglinn, H*, -m ,eynd»' r' "" fyrri dvalarstaöur h» ni i u.r.kofn tók benti °kkur_ ^. ^ Toppgoöa. ' Sélmumiur ráöUgái JJJ r.r«n\ands»tren UmnAi hB*f V“ vorBin fyri, rout honum •*JJf*** frá tilvUt unfinn bans í fjölmiölum. Forvitnilegur bókaflokkur Björn Bjarnason Háskólaforlagið í Oxford í Bret- landi, Oxford University Press, hef- ur nýlega haflð útgáfu á smábóka- flokki undir samheitinu „Past Mast- ers“ eða Horfnir snillingar og hafa bækur úr flokknum verið fáanlegar í Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar. Hér er um pappírskiljur að ræða. Hver þeirra er innan við 100 blaðsíö- ur. í bókinni Clausewitz eftir Mich- ael Howard sem út kom fyrir skömmu er andspænis tililsíðu birt- ur listi yfir 29 bækur sem þegar eru komnar út í flokknum og sagt frá 33 væntanlegum þar sem snillingarnir eru nafngreindir og auk þess boðað- ar fleiri þessu til viðbótar. Til að gefa hugmynd um þá sem um er fjallað í þessum flokki má geta þessara bókarheita: Aquinas, Aristotle, Francis Bacon, Carlyle, Confucius, Dante, Darwin, Engels, Galileo, Hegel, Homer, Jesus, Kant, Machiavelli, Marx, Pascal, Plato, Proust, Tolstoy. En bækur um þessa menn eru þegar komnar út. Michael Howard, Regius-pró- fessor í nútímasögu í Oxford, ritar bókina Karl von Clausewitz. Hún er 79 blaðsíður og er þá nafna- og bókaskrá meðtalin. Clausewitz (1780-1831) er talinn sá sem ritað hefur manna best um herstjórn- arlist. Prófessor Howard segir, að hver sem reyni að setja saman rit- safn um herfræðikenningar er svipi til sýnisbókar um hugmyndir í félagsfræði, stjórnmálum eða efnahagsmálum geti aðeins með erfiðismunum sniðgengið Claus- ewitz. Hið fræga ritverk Clausew- itz Um stríð var gefið út að honum látnum undir ritstjórn ekkju hans. Howard leiðir lesandann með ör- uggum hætti um ritverkið allt, gerir grein fyrir þeirri nýsköpun sem í því fólst og áhrifum þess á síðari tíma. Þá er ævi Clausewitz rakin í stuttu máli. Sú setning sem oftast er vitnað til úr riti Clausewitz er um það, að stríð sé ekkert annað en framhald stjórnarstefnu með öðrum úrræð- um. Prófessor Howard segir, að Clausewitz hafi komist að þessari niðurstöðu þegar hann endurritaði verk sitt. Clausewitz skýrir þessa skoðun með dæmum eins og flest annað sem hann setur fram og byggir þar á eigin reynslu sem hermaður og foringi. Til dæmis gerir hann glöggan greinarmun á einstökum bardagaaðferðum (tactics) og heildarbaráttunni (strategíunni) þótt hvort tveggja stefni að sama markmiði sem sé í eðli sínu pólitískt. Dæmi: Verkefni herflokks — að eyðileggja brú, ná varðstöð, hernema landshluta, eyða óvinaliði — eru úrræði hers- höfðingja til að ná árangri í heild- arbaráttunni, markmið hennar er ekki hernaðarlegt heldur pólitískt, „markmið sem leiði beint til frið- ar“. Clausewitz segir að fyrir her- afla sé aðeins ein leið að þessu markmiði: að berjast. Clausewitz sagði: „Enginn byrj- ar stríð — eða öllu heldur enginn með réttu ráði ætti að gera það — nema hann hafi fyrst gert sér ljóst að hverju hann stefnir með því og hvernig hann ætlar að heyja stríð- ið.“ Howard færir að því rök, að með þessum orðum sé Clausewitz í raun að skýra kjarnann í kenning- unni um fælingarmátt kjarnorku- vopnanna, það er að segja að menn óttist afleiðingar kjarn- orkustríðs svo mjög að það fæli þá frá því að beita þeim, kenning þessi hefur einnig verið kennd við ógnarjafnvægið. Eins og Howard segir mótast skoðanirnar sem eru forsenda þessarar kenningar á því að ekkert pólitískt markmið sé svo eftirsóknarvert að það réttlæti eyðingu eigin ættjarðar. Viðfangsefnið í bókinni um Clausewitz er fjarlægt hugmynda- heimi íslendings og í mál okkar vantar viðtekin hugtök sem auð- velda manni lestur þessa rits um herfræði eins og annarra. Clause- witz leit á hernað með augum þess manns sem barist hefur í Mið- Evrópu, hann minnist hvergi á sjóhernað. Bókin Um stríð hefur þó að geyma almenn viðhorf sem hafa gildi án tillits til tækni eða landfræðilegra aðstæðna. Michael Howard segir að Lenín hafi til að mynda verið kaldhæðnislega hrif- inn af þessari kenningu Clause- witz: „Árásaraðilinn er ávallt frið- elskandi (eins og Bonaparte sagð- ist ætíð vera); hann kysi fremur að ná ríki á sitt vald mótstöðu- laust. Til að koma í veg fyrir að honum takist það verða menn að vera tilbúnir til að heyja stríð og búnir undir það. Með öðrum orð- um er það sá sem er minni máttar, sá sem hefur þörf fyrir varnar- viðbúnað, sem ætti ávallt að vera vopnum búinn svo að hann neyðist ekki til að láta undan ofurefli." í þessari setningu skyldi þó ekki vera lýst þungamiðjunni í þeirri stefnu sem arftakar Leníns í Sov- étríkjunum hafa fylgt til þessa dags? Það er ekki tilviljun að þeir berjast fyrir „friði“ og afvopnun utan eigin landamæra og réðust inn í Afganistan eftir að hafa talið Afgönum trú um að síst af öllu þyrftu þeir að óttast að friðhelgi landamæranna gagnvart Sovét- ríkjunum yrði rofin. Sjálfur Lenín hefði sagt, að hana ætti að virða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.