Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 18 þúsund keppendur: Waitz setur heimsmet í maraþon Greta Waitz frá Noregi setti um helgina nýtt heimsmet í mara- þonhlaupi kvenna er hún hljóp á 2:25:29 klst. í London-maraþon- hlaupinu. Alls tóku 18 þúsund keppendur þátt í hlaupinu og er það algjör metþátttaka. Sigur- vegari í karlaflokki varö Mike Gratton, Bretlandi, hljóp á 2:09:43 klst. Gerry Helme varð annar á 2:10:12.____________ Náöi 164 km hraða á skíðum UM SÍÐUSTU helgi fór fram skíðamót í Salen í Svíþjóð. Ekki var þó keppt í svigi eöa stórsvigi. Keppnin var í því fólgin hver g»ti náð sem mestum hraða á skíöun- um. Sigurvegari varð Franz Web- er frá Austurríki. Hann náöi 164,59 km hraða. Weber, sem er 26 ára gamall, á heimsmetið í greininni, en þaö er 202 km. í»i'“ w* Greta Waitz, sem er 29 ára gömul, setti nýtt heimsmet í maraþon- hlaupi í London um helgina. Öruggur enskur sigur í fimleikakeppninni ENSKA unglingalandsliöiö í fim- leikum bar sigur úr býtum í landskeppni viö ísland um helg- ina. Ensku piltarnir voru í fjórum efstu sætunum. Sigurvegari varö James May, hlaut 49,60 stig sam- anlagt út úr æfingum sínum. Neil Thomas varð annar með 48,20. Guðjón Gíslason náöi bestum ár- angri af íslensku piltunum, hann varö í fimmta sæti, hlaut 41,10 stig. Sex keppendur voru frá hvoru landi í þessari fyrstu lands- keppni unglinga í fimleikum. Guðjón Guðmundsson varð í 7. sæti, Erlendur Ólafsson í 8., Arn- ór Diego í 9. og Jóhannes Sig- urðsson í 10. sæti. » W ''- % I p I Brugge vann Lokeren CERCLE Brugge, lið Ragnars Margeirssonar og Sævars Jóns- sonar, sigraði Lokeren 3—0 í Belgíu um helgina. Sævar lók all- an leikinn en Ragnar kom inn á í lokakaflanum. Annars gekk illa hjá islendinga- liöunum. Lárus og félagar í Wat- erschei töpuðu 0—3 á heimavelli fyrir Seraing. Liö Péturs Péturs- sonar og Magnúsar Bergs léku saman í Antwerpen og sigruöu Pétur og hans menn 2—1. Magnús Bergs skoraöi eina mark Tonger- en. Antwerpen sótti og sótti en náöi ekki aö skora nema tvö mörk. Úrslit leikjanna uröu þessi: Waterschei — Seraing 0—3 Beveren — FC Bruges 4—0 Antwerpen — Tongeren 2—1 FC Liege — Beerschot 3—1 Lierse — Waregem 1 — 1 Kortryk — Anderlecht 1—5 Ghent— Winterslag 2—1 SK Bruges — Lokeren 3—0 RWD Molenbek — Standard 0—2 Staöan i Belgiu er nu þannig: Anderlecht Standard Antwerpen Beveren FC Bruges Ghent Waterschei Lokeren RWD Molenbeek 18 7 4 69 30 43 18 6 5 68 31 42 18 5 6 46 27 41 14 9 6 63 30 37 14 8 7 47 39 36 13 10 6 45 36 36 13 8 8 42 39 34 12 7 10 37 30 31 9 11 9 29 28 29 Alain Prost sigraði í franska Grand Prix: Meðalhraðinn var 199 km á klst. FRAKKINN Aiain Prost varð sig- urvegari í franska „Grand Prix“ sem fram fór um síöustu helgi. Prost, sem ekur Renault-turbo-bíl hafði forystuna svo til allan tím- ann í keppninni, en eknir voru 54 hringir, samtals 313,74 km. Tími Prost var 1 klst. 34 mín. 13,913 sek. Meðalhraöi hans var 199,866 km á klst. Nelson Piquet Brasilíu varö ann- ar meö tímann 1 klst. 34 min. 43,633 sek. Bandaríkjamaðurinn Eddie Cheevwer varö þriöji og Patrick Tambay Frakklandi var í fjóröa sæti. Heimsmeistarinn Keke Rosberg varö í fimmta sæti. Nelson Piquet Brasilíu er nú stigahæstur meö 15 stig eftir þrjár Grand Prix-keppnir. Niki Lauda er annar með 10 stig og Alain Prost og John Watson eru jafnir í þriöja sæti meö 9 stig. FC Ltog« 8 10 11 29 45 26 Kortryk 8 9 12 34 44 25 SK Bruges 7 10 12 35 46 24 Lierse 8 7 14 28 44 23 Beerschot 8 7 14 38 51 23 Seraing 5 11 13 33 58 21 Waregem 6 8 15 31 45 20 Winterslag 4 9 16 30 51 17 Tongeren 4 6 19 28 58 14 Knattspyrna) • Alain Prost frá Frakklandi sigr- aöi um helgina í formúlu 1-kapp- akstrinum um helgina, en keppt var í heimalandi hans. • Guðjón Gfslason Ármanni náöi bestum árangri af íslensku pilt- unum í keppninni. Einar hjó nærri spjótkastsmetinu Einar Vilhjálmsson frjáls- íþróttamaður úr UM8B hjó nærri íslandsmetinu í spjótkasti á frjálsíþróttamóti í Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum um helgina. Einar kastaði lengst 84,14 metra og voru öll hin köstin yfir 80 metra. Islandsmetið á Ein- ar, 85,12 metra, sett í Los Angeles 19. marz sl. Sigraði Einar meö yfirburðum, en á mótinu kepptu íþróttamenn frá fimm háskólum. A móti um fyrri helgi kastaöi Ein- ar 83,02 metra og sýnir þessi árangur styrk hans um þessar mundir. Oddur Sigurösson spretthlaup- ari úr KR tók þátt í 200 metra hlaupi í Baton Rouge og hlaut 21,57 sekúndur. Einnig keppti Oddur í 4x400 metra hlaupi og sigraöi sveit hans á 3:09 mín. Tími hans í 200 er betri en hann náöi í fyrra á þessari vegalengd. „Mér finnst ég vera koma til, var óvenju slappur á mótunum um tíma og átti í basli meö aö hlaupa 400 á 48 sekúndum. Fór í rann- sókn og í Ijós kom aö ég var blóö- lítill, en nú er búiö aö kippa því í lag, eins og boöhlaupiö um fyrri helgi gaf til kynna," sagöi Oddur í samtali viö Mbl. í gær. Oddur fékk 45,8 sekúndur í millitíma, en í fyrra náöi hann bezt 45,5 sekúndum. Hægt er viö eölilegar kringum- stæöur aö bera saman árangurs- getu í 400 metra hlaupi meö því aö bæta sekúndu viö boöhlaupsmilli- tíma, svo Oddur viröist í svipuöu formi og í fyrra. — ágás. Persónuleg met hjá Vésteini, Pétri og Sigurði í Alabama • Góð tilþrif sáust hjá erlendu keppendunum. íslenzku frjálsíþróttamennirnir, sem stunda nám viö Alabama- háskólann í Tuscaloosa, stóöu sig með miklum ágætum á frjáls- •þróttamóti í skólabæ sínum á laugardag og fóll þar hvert per- sónulega metið af ööru. I kringlukasti setti Vésteinn Haf- steinsson HSK enn eitt persónu- legt met meö því aö kasta 60,70 metra og sigra. Þaö er í þriöja skiptiö sem Vésteinn kastar yfir 60 metra á árinu. I spjótkastinu kastaöi Siguröur Einarsson Ármanni 75,38 metra, sem er persónulegt met og hans langbezti árangur frá því 1980, en þá kastaöi Siguröur 74,76 metra. Hefur hann átt viö þrálát meiðsl aö stríöa meira og minna síðan. I kúluvarpinu bætti Pétur Guð- mundsson, einnig HSK, sig ennþá einu sinni í vor og nálgast hann óöfluga 17 metra múrinn, sem Vésteinn rauf fyrir skömmu. Pétur varpaöi 16,88 metra aö þessu sinni og sagöi Þráinn Hafsteinson í samtali viö Mbl. í gær aö Pétur ætti mikið inni í kúiunni. Þráinn, sem setti glæsilegt tug- þrautarmet á dögunum, tók þátt í kringlukastskeppninni og kastaði 52,92 metra. Er þaö ekki fjarri hans bezta og engu aö síður góöur árangur hjá tugþrautarmanni. íris Grönfeldt spjótkastari úr UMSB náöi sínum bezta árangri i ár um helgina er hún kastaöi 48,56 metra. íris bætir viö sig á hverju móti, og því spurning hvort Is- landsmetið, sem er rétt rúmir 50 metrar, veröi ekki í hættu bráöum. Loks sigraöi Þórdís Gísladóttir IR í hástökki, stökk 1,78 metra og hljóp 100 metra grindahlaup á 14,66 sekúndum. Þórdís ætlar aö taka sér frí frá keppni fram í miðj- an maí, þar sem hún hefur keppt smávægilega meidd á tveimur síö- ustu mótum. Þess má aö lokum geta, aö fjórir af íslenzku frjálsíþróttamönnunum sex i Alabama-skólanum hafa náö lágmarki til þátttöku í bandaríska háskólameistaramótinu, sem fram fer í Houston í júníbyrjun. Eru þaö Þórdís, sem verja mun meistaratitil frá i fyrra, Þráinn, Vésteinn og Sig- uröur, en auk þess er íris skammt frá lágmarkinu og til þess líkleg aö ná því, aö sögn Þráins. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.