Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 41 fclk í fréttum + Mark og Anna neyðast nú til að selja aðgang að heimili sínu til að auka tekjurnar. Anna og Mark selja aö- gang að heimili sínu + Þeir, sem hafa áhuga á að vita hvernig þau búa, hjónin Mark Phillips og Anna prinsessa, munu brátt geta fengiö forvitni sinni svalaö. Eftir 6. ágúst nk. veröur nefnilega seldur aögangur aö heimili þeirra í Gatcombe Park. Mörgum konunghollum Englendingum blöskrar þetta uppátæki en Mark finnst þaö hins vegar bara sjálfsagt: „Ef þetta gefur eitthvað í aöra hönd er þaö ekki nema rétt og eðlilegt aö leyfa fólki aö ganga um gólf í Gatcombe Park," segir Mark, sem er orðinn fjárþurfi vegna mikilla útgjalda við hrossarækt- unina. Á ýmsu hefur gengiö í hjónabandi þeirra Marks og Önnu og þaö yröi líklega korniö, sem fyllti mælinn, ef peningavandræöi bætt- ust ofan á. + Tæpsr tvö hundruð krónur á það að kosta að fá að skoða Gatcombe Park. + Breska poppstjarnan Elkie Brooks hefur sagt frá því, aö fyrir um tveimur árum hafi hún drukkiö eina viskíflösku á dag bara til aö geta horfst í augu við umheiminn. „Ég var svo taugaveikluö í hvert sinn sem ég átti aö koma fram, aö viskí var þaö einá, sem gat róaö mig,“ segir Elkie Brooks. Þetta breyttist þó allt þegar hún hitti nú- verandi eiginmann sinn, Trevor Jord- an. „Hann gaf lífi mínu tilgang,“ segir Brooks. Joan Kennedy má ekki giffta sig + Joan Kennedy fór nýlega fram á það við páfa, að hann leysti upp hjónaband þeirra Edwards Kenn- edys en páfi sagði nei og Joan mun því aldrei geta gifst aftur. Joan hef- ur í tvö ár staðið í nánu sambandi við skurðlækninn Gerry Aronoff en þótt þau gengju bæði á fund páfa kom allt fyrir ekki. Raunar kemur fleira til, sem gerir Joan erfitt um vik. Hún fær stórfé frá manninum sínum fyrrverandi, milli 80—90 millj. kr. á ári, en þær greiöslur falla niður ef hún giftir sig aftur. Þau Edward eru raunar skilin aö bandarískum lögum en þar sem þau eru kaþólsk er þaö páfinn, sem á síðasta oröiö í þeim efnum. Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboöastarfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúa listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum liö meö starfskröftum sínum á kjördag, 23. apríl, hringi vinsamlegast í síma 85730. _________ ! 11 l-listinn SPUNNH) UM STALIN eftir MATTHLAS JOHANNESSEN fyrir glæpi, eftir að hann reyndi að koma Bería fyrir kattarnef. Hann var drepinn á geðveikrahæli, en hafði áður sagt: Ég er skítur!) 15 n Búkarin! Vyshinsky spyr hvort hann neiti að viðurkenna, að hann hafi verið njósnari erlends ríkis. Og Búkharin lýsir yfir því, að hann hafi aldrei litið á sjálfan sig sem njósnara. Né hafi hann átt þátt í morðinu á Kíroff. Það höfðu einnig Kamenev og Zinoviev sagt. Það væri betra fyrir þig að þú játaðir, segir Vyshinsky. Það liggja fyrir nægar sannanir um sekt mína að öðru leyti, segir Búkharin. En þú neitar, að þú sért njósnari? Já. Hvað heldurðu að þú vinnir með því? Ekkert. Segir þú alltaf sannleikann? Nei, ekki alltaf, segir Búkharin hikandi. Sem sagt, þetta er þá lygi. Nei, nú segi ég satt. Nei, nú lýgur þú. Ég veit það ekki. Þú segir ekki alltaf satt, er ekki svo? Ég segi ekki alltaf satt. En við yfirheyrslurnar? Nei, ég hef ekki alltaf sagt satt. Af hverju hefurðu sýnt ríkinu þá óvirðingu að segja ekki alltaf satt? Búkharin svarar ekki. Vyshinsky segir: Þú viðurkennir, að þú sért svikari? Já. Og óvinur fólksins? Já. Þú viðurkennir, að glæpir þínir séu svo ægilegir að þú ættir ekki að fá að anda að þér sama andrúmslofti og aðrir? Já. Þú óskar eftir að geta friðað sjálfan þig með því að kalla dauða yfir blóðugt líf þitt? Mér er sama úr þessu. Sama? Ég veit, að ég á að deyja, segir Búkharin mcð „sinni djúpu sónmiklu rödd", og spennir greipar á brjóstinu. Þumalfingurnir vita út og upp: Ég tek því sem að hönd- um ber, segir hann. Ég bið ekki um vægð, það er mér ekki að skapi og ég er ekki eins mikil gunga og ég hélt sjálfur. En heiður minn sem heimspekingur og stjórn- málamaður er mér mikils virði. Ég vona, að hann verði ekki frá mér tekinn. Ef ég á að deyja, óska ég eftir að verða skotinn. Forseti dómsins skýtur inní: Það er dómsins að taka ákvörðun um form refsingarinnar. Vyshinsky segir: Enginn spyr þig, hvernig þú deyrð. Menn fremja ekki glæpi og koma svo og segja: Ég heimta að verða skotinn! Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það. Já, herra saksóknari. Fékkstu nokkurn tímann skó með bréfi í? Nei. Hittir þú oft á laun samsærismennina, sem hér hafa verið ákærðir með þér? Ekki á laun, ég talaði einu sinni eða tvisvar einslega við . . . Það skiptir ekki máli. Skiptir ekki máli? Herra dómari! í einveru fangaklefanna hef ég hugsað um liðna tíð. Ég sé, að ég hef brugðizt. Og ég hef sagt við sjálfan mig: Ef þú deyrð, áttu aðeins eitt tromp á hendi. Þú skalt deyja með sæmd, hugrakkur, stoltur! . . . Napol- eon sagði einu sinni: Örlög eru pólitík. Örlög Trotskys FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.